Arctick Owl
Ashwagandha
Ashwagandha
Withania somnifera
Ashwagandha
48 hylki
Jurtirnar eru innfluttar frá Ayurvedic Institute.
Ashwagandha á sess í Ayurvedískri lyfjafræði svipað og ginseg í kínverskri læknisfræði, en það er mun ódýrara. Ashwagandha er sú jurt sem er talin vera hvað mest endurnærandi jurtin, sérstaklega fyrir vöðva, merg og sæði og fyrir Vata-bygginguna.
Hún er notað við hvers kyns veikleika og vefjaskorti hjá börnum, öldruðum, þeim sem þjást af langvinnum sjúkdómum, þeim sem þjást af of mikilli vinnu, svefnleysi eða taugaþreytu.
Ashwagandha hamlar öldrun og hvetur vefaukandi ferla líkamans. Sattvic að gæðum, hún er ein besta jurtin fyrir hugann sem hún nærir og skýrir. Jurtin er róandi og kallar á djúpan svefn.
Ashwagandha er góður matur fyrir veikburða barnshafandi konur; hún hjálpar til við að koma stöðugleika á fóstrið. Jurtin endurnýjar einnig hormónakerfið, stuðlar að lækningu vefja og hægt er að nota það utan á sár. Fimm grömm af duftinu má taka tvisvar á dag í volgri mjólk eða vatni, sætt með hrásykri.