Arctick Owl
Rágjöf (narsissískt ofbeldi)
Rágjöf (narsissískt ofbeldi)
Mörg okkar erum föst í brengluðum raunveruleika sem hefur verið þvingaður og neyddur upp á okkur, föst í hamsturhjóli ofbeldis (líkamlegt, andlegt, huglægt, tilfinningalegt og kynferðislegt), þarf ekki að tikka í öll box.
Við virðumst oft aðeins laða af okkur einstaklinga sem eru þjáðir af persónuleikaröskunum. (Borderline, Narsissísk eða Andfélags persónuleikaröskun). Nýtt andlit sama manneskjan og aftur förum við í hring ofbeldis.
Margir leita upp geðheilbrigði aðstoð og stuðning frá 12 spora samtökum en virðast samt finna sig föst (trapped) áfram í ofbeldisambandi.
Ástæðan fyrir þessu eru djúp sálfræðileg sár (viðhengisáföll), sambandsfíkn (fíkn í chemistry) sem myndast í sambandi með narsissista sem kemur í veg fyrir sjúklegan einmannaleika (pathological lonliness) og persónuleiki sem byggður er á skömm.
Þetta svo skapar Sjálfsástarröskun (SLDD) eða Meðvirkni, en meðvirkni er skilið sem samansafn af persónuleika einkennum, en það er rangt, meðvirkni eins og hún er skilin er aðeins einkenni af dýpri sálfræðilegum vandamálum sem eiga rót sína úr barnæsku þar sem barn var alið upp af narsissískum foreldra.
Ég hef ákveðið að bjóða upp á ráðgjöf til einstaklinga sem telja sig fórnarlömb ofbeldis narsissista.
Gjaldinu er stillt í hóf svo að flestir geti, velji þeir það sótt sér persónulega ráðgjöf.
Ráðgjöfin fer fram á Zoom.
Vinsamlegast sendu mér tölvupóst á Info@arctickowl.com fyrir bókun og eða frekari upplýsingar