Forfeður

Hugtakið forfeðra áföll (trauma) eða forfeðra heilun getur verið dálítið yfirþyrmandi hugtak og sumir verða ringlaðir þegar þau heyra um forfeðra áföll/heilun og hvaða hlutverk þau eiga í því. 
Spurning eins og hvernig á ég að heila áfall langömmu minnar sem dó tuttugu árum áður en ég fæddist?
Eða áföll forfeðra minna sem ég veit ekki einu sinni um það er svo langt síðan þau kvöddu.
Ég skil vel að þetta hljómar ruglingslegt og hugtakið getur hljómað abstrakt og dulspekilegt. 
Í þessari forfeðra grein þá útskýri ég hvað forfeðra áföll og forfeðra heilun er.
Og ég ætla að gefa þér hugmynd um af hverju það er mikilvægt fyrir þig að tengjast forfeðrum þínum og hvernig þú getur byrjað forfeðra heilun.
Flestir sem eru birtir (manifest) hér á jörðinni eru nokkuð uppteknir af sjálfum sér, sínum markmiðum og að fylgja því sem er að gerast í núverandi samfélagi að þau hafa tapað tengingu við stóru myndina og forfeður sína. 

Forfeður spila miklu stærra hlutverk í lífi þínu en þú getur mögulega ímyndað þér núna! 

Forfeður spila stærra hlutverk en fyrri holdgervingar (incarnations) þínar
Áður en þú birtist inn í þessa tjáningu sem þú kallar þig í dag þá var Vitund (Awareness) þín ekki svona svakalega takmörkuð eins og hún er í dag.
Þegar við erum holdguð í efnislíkamana þá getum við ekki séð stóru myndina. 
Þú fylgdist með og skoðaðir allar þær forfeðra línur sem þú myndir fæðast inn í þegar þú birtist í efnisheiminum.
Áður en þú birtir þig og varst að velja mögulega foreldra þína þá fylgdist þú með meðvitund (consciousness) fjölskyldu þinnar, bæði móðir og föður. Þú skoðaðir hvaða möguleikar væru fyrir þig og fjölskyldunlínuna sem þú myndir holdgerast inn í að þróast, þroskast og fyrir uppstigningu, ef þú skyldir birtast inn þá línu.
Þú leitaðir af fjölskyldu línu sem mynda passa við ásetning þinn fyrir þitt líf sem þú vildir birta og á sama tíma myndu þessar fjölskyldu-línur njóta ávinnings af því að þú holdgervist inn í þær. 
Þegar það fæðist einstaklingur inn í fjölskyldu þá er hann framlenging af þeirri fjölskyldu-línu, þú framlengir því 4x fjölskyldulínur.
Þessar fjölskyldulínur teygja sig í gegnum alla sögu mannkyns. 
Það skiptir ekki máli hvort að þú sért meðvitaður eða ekki um það að þú ert framlenging af forfeðrum þínum og þú sért áframhald sögu þeirra. 
Tilgangur er mix-poki af allskonar.
Þú varst ekki aðeins að leita af "góðum" hlutum, þú varst einnig að leita af "neikvæðum" hlutum.
Þessir hlutir standa fyrir þína eigin þróun og þróun fjölskyldulínana, þroska og uppstigningu ykkar allra. 
Allar fjölskyldulínur eru með jákvæða og neikvæða eiginleika.
Þau hafa styrkleika og veikleika, hæfileika og bresti, nautnir og sársauka.
Þessar þemur halda áfram frá einni kynslóð til þeirra næstu og svo næstu kynslóð og svo næstu kynslóð
Þú gætir mögulega verið með sama viðhorf og trúr sem langa langa langa langa langa afi þinn var með. 
 Fjölskyldulínan þín gæti verið með mynstur þar sem flótti frá ábyrgð rennur í gegnum línuna eða að þið eru frumkvöðlar eða sjáendur.
Hægt er að líkja því að velja ákveðna fjölskyldulínu við að velja ákveðna spilahönd sem inniheldur bæði góð og neikvæð spil. 
Tilgangur holdgunar þinnar er vafin inn í það hvernig þú ætlar að spila höndina sem þú ert með. 
Í dag þá eigum við erfitt með að samþykkja það að forfeður okkar spili hlutverk í lífi okkar hvað þá svona stórt. 
og mörg okkar þegar við hugsum út í það hve mikil áhrif forfeður okkar hafa yfir okkur fær okkur til þess að trúa því að við séum vanmáttug eins og örlögin hafi nú þegar verið ráðin fyrir okkur. 
Þetta sjónarhorn er skiljanlegt en það sýnir ekki sannleikann
Þegar þú ert með spilahönd sem er í þínum höndum þá er það undir þér komið hvernig þú ætlar að spila þessa hönd út. 
Þú komst inn í þetta líf viljandi þessa sértæku hönd og þú vissir að þú myndir njóta ávinnings og að fjölskyldulínan sem þú holdgaðist inn í  myndi einnig njóta ávinnings af því. 

GEN

Gen eru ekki einungis líkamleg.
Þau eru ekki einvíddar þau eru fjölvíddar.
Gen eru fjölvíð teikning eða kóði fyrir þekkingu, langanir, þarfir, skyldleika, óskir, andúð, fælni, hæfileika, hæfileikaleysi, tilfinningar, minningar.
Það sem við upplifum á lífsleiðinni er kóðað inn í genin okkar
Þegar ný kynslóð fæðist þá erfa þau þetta allt saman
Þetta þýðir að djúpt innra með þér þá er þetta allt þarna frá öllum beinum forfeðrum sem þú hefur nokkurn tíma átt. 
Byggt á því sem hefur gerst áður en við komum, þá er sumt af þessu virkt og sumt af þessu er óvirkt.
Við getum því horft á tvær mismunandi vegu sem forfeður hafa áhrif á okkur.
Sá fyrsta er mun stærri margvíddar, jafnvel dulspekilegur skilningur að forfeður okkar eru í kjarna sínum halað niður (downloaded) djúpt innra með okkur.
Við upplifum forfeður okkar ekki "beint" (directly) á þessu stigi, þetta er innfætt. 
Til dæmis:
Það gætu hafa verið einstaklingar í fjölskyldulínu okkar sem voru hirðingjar, sú þekking gæti verið okkar algjörlega töpuð en djúpt innra með okkur er löngun til þess að stíga út fyrir þægindaramman og búa á nýjum og nýjum stöðum.
Þetta eru óbein forfeðra áhrif. 
Seinni er þegar eitthvað er bókstaflega liðið niður í eina kynslóð yfir í þá næstu. Það þýðir að við erum í beinni reynslu við forfeður okkar eins og foreldra okkar, ömmur og afa, ef við þekktum þau.
Til dæmis:
Ef einn af forfeðrum okkar yfirgaf fjölskyldu sína þá gæti munstur hafa myndast innan fjölskyldulínunar þar sem foreldrar yfirgefa börnin sín, ekkert endilega líkamlega, foreldrar yfirgefa börnin sín á marga vegu, tilfinningalega, andlega.
Ef foreldrar þínir eru samsíða þessu munstri þá gætu þau hafa yfirgefið þig og systkini þín.
Hér hefur þú beint upplifað forfeður þína og áföll forfeðra þinna. 
í krafti þess að þitt eigið foreldri hefur yfirgefið þig
Þetta eru bein áhrif frá forfeðrum
Áföll (trauma) er ekki eitthvað sem deyr með einstaklinginum sem upplifði þau. Forfeðra áföll eru raunveruleg og á eftir persónulegum áföllum sem við upplifum í persónlega lífi okkar, þá er það staðreynd að áföll forfeðra okkar hefur mikil áhrif á okkur.
Þú þarft ekki að skilja dulspekileg hugtök til þess að skilja forfeðra áföll og hvernig þau hafa áhrif afkomendur. 
Vísindin vita það í dag að minni berst frá einni kynslóð til þeirra næstu.
Það hafa verið gerðar ótal margar rannsóknir bæði á dýrum og mönnum sem sanna það að við erfum áföll og minni milli kynslóða. 
Hafðu í huga óbein áhrif frá forfeðrum og á sama tíma bein áhrif frá þeim getur birt (manifest) sig á bæði neikvæða og jákvæða vegu. 
Það sem er mikilvægt fyrir þig er að samþykkja að innra með þér lifa allar þær gjafir sem forfeður þínir áttu.
En á sama tíma þá eru allar áskoranir þeirra líka lifandi innra með þér. 
Verkefnið sem við höfum tekið af okkur með því að fæðast er að leysa áföllin sem við erfðum.
Mikið af þeim áföllum sem við upplifum í lífi okkar er bein aukaaförð af forfeðra áföllum. 
Spurningin er því þegar það kemur af forfeðra heilun er hvort að þú getir nýtt þessar gjafir og hvort að þú getir meðvitað náð leikni á þessum áskorunum. 
Að hreinsa áföll forfeðra snýst um upplausn
Að uppleysa áföll er heilun og heilun er að breyta einhverju í betra ástand
Ef manneskja hefur upplifað skort á því að tilheyra þá er heilun sú að upplifa sanna skynjun á því að tilheyra.
Ef fjölskyldulína upplifir stöðug svik, fyrir heilun þá þarf þessi fjölskyldulína að þróa tryggð og upplifa tryggð. 
Kjarni forfeðra heilunar er að umbreyta munstrum sem hafa leikið lausum hala í gegnum fjölskyldulínuna þína í langan tíma. 

Mannkynið á krossgötum

Mannkynið er núna á krossgötum 
Mikið af þeim skaðlegu mynstrum sem við erum að sjá á stórum mælikvarða hjá mannkyninu sem ógnar okkar eigin fráfalli og fráfalli annarra vera sem deila jörðinni með okkur.
Eru í raun og veru forfeðra munstur sem eru afleiðingar áfalla forfeðra okkar.
Þróun mannkynsins fer eftir því hvort að við endur tengjumst forfeðrum okkar og að við berum kennsl á og hlutleysum skaðleg munstur sem hafa endurtekið sig í gegnum sögu fjölskyldulínunar eða frá einni kynslóð til þeirra næstu. 
Samfélag manna er byggt á einstaklingum.
Því þarf einstaklingur að taka djúpan þátt í eigin forfeðra heilun.
Hvert ferli er einstakt og persónulegt.
Það er gríðarlegur þrýstingur frá alheiminum að forfeðra heilun eigi sér stað.
Og sú þema mun halda áfram að spila stóran þátt hvar sem þú lítur. 
Þegar svona stór viðburður á sér stað þá er góð hugmynd að velja það meðvitað að taka þátt. 
Góðu fréttirnar eru þær að forfeðra heilun getur verið virkilega skemmtileg og mögnuð.
Fyrir þá sem finna köllun og kafa djúpt inn í forfeðra heilun þá er hér að neðan stutt yfirlit yfir hvernig þú ferð af því að heila forfeður þína.

Hvernig heila ég Forfeður mína? 

Slepptu tökunum á viðnámi við að gera forfeðra vinnu eða forfeðra heilun. Ástæðan fyrir þessu er sú að viðnámið virkar eins og andsnúin kraftur sem heftar það að forfeðra heilun eigi sér stað. 
Á þessu stigi skalt þú setja rannsóknar hattinn á þig og verða þér út um eins miklar upplýsingar og þú getur um forfeður þína.
Þegar það kemur af því að vinna með forfeður þá er betra að vita meira.
En þú getur unnið með hvað sem þú hefur í höndunum, þó það sé mjög lítið. 
En, ég get sagt þér það að ef þú hefur skuldbundið þig að heila forfeður þína þá eiga upplýsingar um þá til að koma upp á yfirborðið. 
Aðalmálið með forfeðra heilun er að bera kennsl á óleystan sársauka og skaðleg mynstur sem er í fjölskyldulínunni þinni og að breyta þeim í betra ásigkomulag.
Þú gerir þetta við bein og óbein áföll.
Hér er dæmi um neikvætt munstur í fjölskyldulínu: 
Allir í fjölskyldunni þurfa að vera rosalega sterkir og segja ekkert og gera allt á eigin spítum.
Hér getur þú meðvitað ákvarðað að tjá tilfinningarnar þínar og segja frá og tjá þig og þú meðvitað færð aðra til þess að gera hluti með þér. 
Þegar þú ert í forfeðra heilun þá þarft þú að vinna eftir skynsamlegum leiðum til þess að yfirstíga áföll og breyta neikvæðum munstrum. 
Þú þarft ekki aðeins að bera kennsl á hvað það er sem þú vilt hlutleysa innan forfeðra þinna þú þarft líka að ákveða hvað það er sem þú vilt endureiga og holdgerast frá þeim. 
Forfeðra heilun er ekki aðeins að heila og hlutleysa neikvæðu parta innan fjölskyldulínunar.
Það er of mikið lagt í það neikvæða.
Það er enginn sem hefur komið hingað sem ekki hefur jákvæða kosti. 
Að heila og hlutleysa neikvæða partinn er bara einn partur af forfeðra heilun.
Hin parturinn er að uppgvöta jákvæð munstur og blanda þeim við þig. 
Hlutleysing forfeðra heilunar er oft gerð frá höfnun.
Heilunin fjallar þá um allt það sem þau vilja losna við.
Þess vegna er þetta ferli gert frá því að vilja hafna eða frelsa sig frá forfeðrum sínum. 
Þetta er andstæða heilunar og blöndunar
Þú getur ekki afneitað og hafnað forfeðrum þínum án þess að hafna sjálfum þér. Vegna þess að forfeður þínir eru stór þáttur af þér. Þegar þú varst að koma inn í þetta líf þá vildir þú að þeir væru stór þáttur af þér.
Faðmaðu forfeður þína og blandaðu þig þeim.
Gerir þú það þá munt þú finna fyrir þeirri skynjun að þú tilheyrir. 
Til þess að hlutleysa forfeðra heilun þá þarft þú ekki aðeins að hlutleysa það sem ekki gagnaðist forfeðrum þínum þú þarft að fagna því og blandast því sem var dásamlegt og fallegt við forfeður þína. 
Til dæmis:
Þá uppgvötaðir þú að forfeður þínir voru svakalega skyggn og miklir sjáendur þá gætir þú valið að leita uppi kennara og námskeið sem aðstoða þig við að þróa og nota skyggnigáfu þína. 
Eða
Þú uppgvötar að forfeður þínir voru viðskiptafólk og þig langar til þess að heiðra þau og reka þitt eigið fyrirtæki. 

 

Forfeðra Karma 

 Karma þýðir athöfn eða verk, eða þín athöfn og verk.

Hvaða ákvörðun eða athöfn sem færir niðurstöður hvort sem þær eru góðar eða slæmar.

Í þessari lífstíð eða annarri. 

Forfeðra karma eru ákvarðanir, framkvæmdir, líkamleg og tilfinningaleg hegðun og huglæg einkenni sem annaðhvort færa góðar eða neikvæðar niðurstöður. 

Það er okkur í hag að leiðrétta það sem fór verr í fjölskyldulínum okkar og að heila  kynslóðasár.

Að breyta skaðlegri hegðun, einkennum og munstrum í jákvæða hegðun, einkenni og munstur. 

Það er okkur í hag að velja betri kosti og framkvæma jákvæðar athafnir, þá sérstaklega það sem framkvæmir heilun. 

Til þess að heila og hlutleysa forfeðra karma þá þarft þú að bera kennsl á þær ákvarðanir sem forfeður þínir tóku og þær athafnir og framkvæmdir sem þau gerðu, og þá sérstaklega það sem skilaði slæmum árangri.

Hér hefur þá meðvitað hlutleyst fjölskyldu karma. 

Með því að taka aðra ákvörðun

Með því að framkvæma á jákvæðan hátt 

Með því að bæta fyrir brot

Hér ert þú í kjarnanum að leiðrétta leið fjölskyldulínunar á rétta leið 

Ef fjölskyldan þín voru skógar höggsmenn kynslóð eftir kynslóð þá gæti þú gefið tíma þinn til góðgerðarsamtaka sem einbeita sér af því að græða skóga. 

Næsti partur af forfeðra er að hlutleysa skaðlega tryggð 

Hugsaðu um einstakling sem viðheldur tryggð við fjölskyldulínu með því að viðhalda hatri við vissan flokk af fólki. 

Það er mikilvægt að komast af því hvað það er sem fjölskyldulínan viðheldur tryggð við svo að þú getir hlutleyst það og uppfært tryggðina í jákvætt form. 

Þú getur fyrirgefið fyrir hönd fjölskyldulínunar þinnar.

Skortur á fyrirgefningu virkar eins og ásteytingarpunktur fyrir fjölskyldulínuna. Þess vegna er það mikilvægt að fyrirgefa og sleppa tökunum á.

Þetta getur tekið mörg form.

Þú gætir fyrirgefið vissum forfaðir.

Eða þú gætir fyrirgefið einhverjum eða eitthverjum sem skaðaði forfaðir þinn. Þetta getur tekið það form að þú sleppir tökunum á eitthverju sem þú ert að ríghalda í.

Eða þú sleppir tökunum á eða fyrirgefur fyrir forfaðir þinn

Þér finnst það kannski ólíklegt að það sé hægt en það er hægt

Þú gætir hafa átt langömmu sem upplifði að barnið hennar var tekið af henni og myrt og hún jafnaði sig aldrei á því. Þú getur tekið það af þér að heila það, fyrirgefa og sleppa tökunum á því. 

Það sem er snúð við þetta er að það er ekki hægt að þvinga fram fyrirgefningu eða bara að ákveða að fyrirgefa.

Það að þvinga fram fyrigefningu eða að taka ákvörðun um fyrirgefningu er form af því að tengja fram hjá (bypassing).

Þú þarft að vinna í áttina af fyrirgefningu.

Hvernig tengist ég forfeðrum mínum

Þú getur hugleitt og beðið um að tengjast þeim

Þú getur farið í Sjamansíkar ferðir til þeirra

Þú getur hlustað á tónlistina þeirra

Upplifað menningu þeirra

Þú getur lært tungumálið þeirra, hæfileika, listir og handverk

Þú getur lesið þér til um söguna sem þau upplifðu 

Þú getur skapað altar fyrir forfeður þína

Þú getur matreitt matinn sem þau bjuggu til og borðað hann

Ef þú getur þá skalt þú heimsækja landið þeirra og drekka vatnið þar 

Vatn er sérstakt vegna þess að það heldur minni eða orku titring og stór partur af því eru upplýsingar. Að drekka vatnið er eins og að hala niður upplýsingum. Upplýsingum um landið og það sem tengir þig við það og hvar þú ert og hvað gerðist þarna. 

Vatnið hefur þann kraft að endurtengja þig við allt sem þú hefur misst tengsl við. Það verður endurtenging við þig á bæði persónulegu og forfeðra stigi. 

Krafturinn við það að snúa aftur til land forfeðra þinna er mikill. 

Forfeðra heilun er lífslangt verkefni sem þú ert að stíga inn í.

Sjáðu þetta sem lífslangt samband sem þú ert að stíga inn í með forfeðrum þínum. 

Fjölskyldulínan þín er ekki þarna út í heiminum, hún er innra með þér.

Þegar þú hafnar fjölskyldulínunni þinni og forfeðrum þá hafnar þú sjálfum þér. Þú skapar klofning innan eigin meðvitund, sem er innri aðskilningur og skapar innri þjáningu. 

Þú ert hápunktur forfeðra þinna og þeir eru lifandi innra með þér og þetta skiptir miklu máli.

Minningar forfeðra þinna eru þínar minningar

Áföllin þeirra eru þín áföll og gleðin þín og hamingja er gleðin þeirra og hamingja