Narsissísk misnotkun/Abuse &
af hverju meðvirkir geta ekki frelsað sig
Athugaðu að upplýsingarnar sem fram koma í vinnustofunni eru ætlaðar til þess að upplýsa lesenda um Narsissíska misnotkun og af hverju meðvirkir geta ekki frelsað sig frá skaðlegum samböndum. Vinnustofan er EKKi lækning. Ef þú telur þig hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi narsissista þá hvet ég þig að leita eftir geðheilbrigði aðstoð.
Aðstoð sérhæfðs fólks er æskileg til þess að yfirstíga afleiðingar ofbeldis
Um Ross Rosenberg
Ross skapaði nýstárlega og árangusmiðaða meðferð í 11 skrefum sem nefnist “Codependency Cure™.
Fræðslu- og hvetjandi málstofur hans hafa aflað honum alþjóðlegar viðurkenningar, þar á meðal 23 milljón áhorf á YouTube myndbönd og 269 þúsund áskrifendur. Auk þess að birtast í sjónvarpi og útvarpi á landsvísu hafa bækur hans „Human Magnet Syndrome“ selst í yfir 150 þúsund eintökum á 12 tungumálum. Ross veitir sérfræðiþjónustu/vitnaþjónustu.
Menntun, starfsreynsla og háþróaðar klínískar vottanir gera honum kleift að búa til, framleiða og bjóða upp á lífsbreytandi námskeið bæði fyrir leik og fagmenn.
Hafir þú áhuga á frekari upplýsingum, þjálfun/kennslu eða persónulegri þjónustu frá Ross Rosenberg þá getur þú farið á Self-Love Recovery Institute. Eða fundið hann á Ross Rosenberg á Youtube Ross Rosenberg - YouTube
Vinnustofa
Fyrsti hluti
Ross segir að á þeim tímapunkti sem hann skapaði þessa vinnustofu þá hafi hann verið búin að vera að kenna í tólf ár og á þessum tólf árum þá hafi hann alltaf upplifað að helmingur nemenda hans fá endur upplifun (flash back) á meðan þjálfun stendur. Sorglegar minningar, minningar reiðis, þau fara í uppnám og gráta og verða sorgmædd. Punkturinn með þessu er að fólk sem hefur áhuga á efni Rosenberg er fólk sem er að þjást af sjálfsástarröskun/meðvirkni.
Mikið af nemendum Ross eru einstaklingar sem bjóða upp á faglega sálfræði þjónustu. Ross áætlar að 75% af þeim sem velja sálfræði sem starf gera það vegna ákveðnar upplifunar í æsku sem skapaði meðvirkni eða sjálfsástarrsökun. Ross segir að þessar upplýsingar hafi hann fengi úr bók eftir Alice Miller (the drama of the gifted child).
Flestir þerapistar eru annaðhvort með sjálfsástarrsökun/meðvirkni og hafa ekki enn unnið í sjálfum sér, en þeir sem skara fram úr voru meðvirkir/SLD´s. Þeir hafa unnið vel og mikið í sjálfum sér og yfirstígið röskunina og eru núna góð fordæmi fyrir skjólstæðinga sína.
Efnið í vinnustofum Rosenberg skapar kveikjur (triggers) í fólki. Ef eftirfarandi vinnustofa skapar kveikju hjá þér þá bið ég þig um að sýna sjálfum þér sjálfsmildi.
Leyfðu því að flæða í gegnum þig vegna þess að það er ekki hjálplegt að ýta því niður. Þetta þýðir að þú mögulega þarft að taka þér pásu á meðan þú ert að fara yfir efnið.
Ef þú telur þig þurfa leitaðu þá uppi geðheilbrigði aðstoð.
Ross segir að í mörgum tilvikum þar sem hann var kveiktur (triggered) hafi hann öðlast djúpa innsýn. Hann segir að á þeim tíma hafi hann ekki skilið hvers vegna hann var í miklu uppnámi. En hann tekur það fram að hann hafi sjálfur vitað það að hann þyrfti að snúa aftur í sálfræðimeðferð vegna kveikjanna.
Þessi hluti vinnustofunnar einbeittir sér af, af hverju. Af hverju er jafn mikilvægt og hverjir narsissistar og meðvirkir eru og hvað er narsissísk misnotkun (narcissistic abuse).
Að skilja af hverju er mikilvægur partur af heilun.
Allt efni vinnustofunnar kemur frá eigin reynslu Rosenberg. Ross segir að hann sjálfur varð ástfanginn af fallegum spennandi konum sem reyndust svo vera narsissistar. Hann segir að hann hafi ekki vitað það þegar hann giftist þeim að þær væru narsissistar en hann hafi uppgötvað það seinna og verið fastur í sambandi með þeim.
Ross segist hafa verið hræddur við að fara og að hann hafi verið í miklum sálfræðilegum sársauka og neyð.
Ross er með mjög ákveðna stöðu hvað varðar þessi mál og hver sá sem fylgir hans efn skilur af hverju það er mikilvægt að taka ákveðna stöðu. Þeir einstaklingar sem fara í mikið uppnám vegna efnisins eru narsissistar og þeir einstaklingar sem eru narsissistar sem telja sig meðvirka/SLDD. Ef við ætlum að ná bata og leysa sjálfsástarrsökunina okkar og þá tilhneigingu að verða ástfangin af narsissistum og að festast í ofbeldissamböndum með narsissistum. Þá þurfum við skilja hver við erum sem meðvirkir/SLD´s og hverjir narsissistarnir eru.
Við þurfum líka að skilja af hverju þetta gerðist. Þú þarft líka að trúa því að þú berir ákveðna ábyrgð á ástandinu en alls ekki á smánarlegan (shameful) hátt. Þetta er mjög mikilvægt vegna þess að þér getur ekki batnað ef þú skilur ekki allar grunn staðreyndirnar. Það er fullt af bókum og myndböndum þarna úti sem mála meðvirka sem fórnarlömb.
Það er enginn afsökun fyrir því að beita aðra ofbeldi, yfirgefa þá og vanrækja
Meðvirkir eru ekki ábyrgir fyrir ofbeldi sem þau eru beitt en ef við viljum ná bata og batna þá þurfum við að skilja að við tökum ákvarðanir. Við tökum ákvörðunina að fara inn í þessi sambönd og við tökum ákvörðun um að halda áfram að vera inn í þessum samböndum.
Ef þú samþykkir og trúir á þessa afstöðu þá skilur þú af hverju Ross trúir því að við þurfum að þekkja alla dýnamíkina á bak sjálfsástarröskun og narsissisma.
Við þurfum að þekkja öll smáatriði og kenningar svo að við getum loksins náð bata.
Eina leiðin til þess að yfirstíga sjálfsástarrsökun (SLDD) er í gegnum meðferð sem er annaðhvort svipuð eða sjálfsástar-meðferð Ross Rosenberg.
Ross segir að fyrst hafi mannlega segulheilkennið komið þegar hann hugsaði þú þarft að komast af því hvað þetta er, sársaukinn er of mikill! Ross segir að hann hafi á tveimur árum ferðast til 26 ríkja í bandaríkjunum til 60 borga og á meðan þjálfun stóð eða eftir hana sögðu margir við hann, alltaf, þetta eru frábærar upplýsingar, en hvað á ég að gera?
Hvernig kemst ég út úr þessu?
Ross segir að hann hafi svarað að þú kæmist ekki út úr vandamáli ef þú skilur ekki vandamálið. Eða ef manneskjan sem er að hjálpa þér skilur ekki vandamálið þá er engin leið fyrir þig til þess að finna lausn og fá meðferð.
Flestir þarapestar meina vel og bjóða upp á frábæra og hjálplega þjónustu en mjög fáir geta leyst vandamál meðvirka/SLD´s. Vegna þess að þau skilja ekki vandamálið.
Þau sjá vandamálið (meðvirkni) frá einni vídd. Það er mikilvægt að skilja hvernig við sjáum hluti og skiljum. Skilningur á okkar eigin sjúkleika og hvað orsakaði hann er mikilvægur partur af bataferli okkar og heilun.
Myndin What the bleep do we know er frábær mynd. Hún fjallar ekki um þessi mál sem við erum að ræða um, hún fjallar um frumspeki.
Frumbyggja höfðingi er kallaður til vegna þess að það er eitthvað við sjóndeildarhringinn og enginn þekkti hvað þetta var. Þau vissu ekki hvað þau voru að horfa á. Vegna þess að þau höfðu enga reynslu af þessum risastórum skipum. Enginn vissi því hvað þau voru að horfa á . Þau spurðu þá Shamaninn sinn um að koma og sjá hvað þetta væri og hann áttaði sig ekki á því hvað þetta var. Punkturinn með þessu öllu er að ef þú sérð ekki og þekkir ekki hvað eitthvað er r þá getur þú lítið gert í því.
Það er mjög mikilvægt fyrir þig að íhuga þetta vel og vandlega. Ef þú veist ekki hvað sjúklegur narsissismi (pathological narcissism) er og ef þú veist ekki hvað meðvirkni eða sjálfsástarrsökun er, nákvæmlega, og hvernig hún birtir sig munt þú ekki getað leyst sjálfsástarrsökunina.
Öll einkenni og rót sjálfsástarröskunar þarf að leysast en ekki yfirborðsvandmálið. Yfirborðs vandamálið leysist af sjálfu sér þegar rót raun-vandans leysist. Við þurfum að hafa þann eiginleika að geta séð hluti frá mismunandi sjónarhornum. Við þurfum að skilja að það eru vissir þættir af þessu vandamáli sem við getum ekki séð og við eigum ekki að sjá. Það er ástæðan fyrir því að þú þarft að lesa og kynna þér eins mikið af þessu efni og þú getur.
Ross segir að hans efni skapi heildarmynd yfir öll þau vandamál sem SLD´s eru með og með þeirri innsýn munt þú geta skilið vandamálið nógu vel til þess að geta stöðvað sársaukann. Sumir segja geðveikina.
Ef við getum ekki séð vandann vegna þess að við skiljum hann ekki þá leitum við upp fólk sem á að geta hjálpað okkur og á að skilja vandann. En vandinn er sá og þetta hefur ekkert að gera með vanhæfni, að það er svo margir þarapestar þarna úti sem eru blindir fyrir vandanum. Vegna þess að margir ef ekki allir þarapestar voru einu sinni SLD´s.
Þetta eru þeir þarapestar sem hafa ekki getað leyst heildarvandamálið algjörlega. Þau vita ekkert eða lítið um það.
Þarapestar með SLDD geta ekki séð í öðrum það sem þeir sjá ekki í sjálfum sér. Ef þú ert alkóhólisti og ferð til þerapista sem drekkur líka of mikið, þá er hann ekki að fara að vera með leiðindi við þig í sambandi við drykkjuna á þér. Eða ef þú ferð til sambandsráðgjafa sem er sjálfur að halda fram hjá. Hann er ekki að fara sjá mikið vandamál í því að halda fram hjá, eins og einhver sem hefur yfirvegaðri siðferðissjónarmið.
Ross segir að uppáhalds skammstöfun hans sé "DENIAL" Don´t - Even - know - I AM - Lying, Afneitun - veit ekki einu sinni að ég er að ljúga.
Ross segist líka vel við þessa skammstöfun vegna þess að hún endur rammar afneitun sem ekki eitthvað sem þú gerir heldur eitthvað sem gerist fyrir þig. Það þýðir að þetta fjallar ekki um að við viljum ekki skilja eða að við séum meðvitað að fela okkur frá sannleikanum.
Við vitum ekki að við séum að fela okkur frá dýpri sálfræðilegum öflum
Ef þú tengir við SLDD (Self Love Deficinecy Disorder), og þú ert enn í sambandi með narsissista sem er að skaða þig þá eru afgerandi líkur að þú getur ekki fundið meðferða aðila sem skilur vandamálið.
Fyrir þá ástæðu þá er Ross Rosenberg ákafur að koma efni sínu til sem flestra og hægt er. Mikið af fólki er að finna upplýsingarnar hans og bókina hans, sálfræðingar, þjálfarar og venjulegt fólk. Til þess að yfirstíga sjálfsástarrsökun þá þarft þú að finna meðferðaraðila sem skilur vandamálið. Sýndu þeim efnið hans Ross Rosenberg og segðu þeim að þú viljir vinna með hans efni. Góðir meðferðaraðilar munu verða opnir fyrir því.
Ef meðferðaraðili er enn SLD þá mun hann ekki geta greint muninn skýrt á alvöru SLDD og narsissistum. Þeir skilja ekki hvað sjúklegur narsissismi er og hvað þeir gera og hvernig þeir gera það.
Þú hefur líklegast hitt marga á lífsleiðinni sem skilja þetta ekki. Ef þú hefur enga reynslu af einhverju hvernig getur þú þá séð það og þekkt það, alveg eins og í myndbandinu hér að ofan. Að öðru leyti þá er það bara hrein fáfræði á ferð, hér er ekki verið að tala um fáfræði á neikvæðan dómharðan hátt.
Ef þér er ekki kennt um það þá munt þú ekki vita um það.
Önnur ástæða fyrir því að þarapestar sjá ekki narsissisma eða narsissista er sú að ef þú veist ekki um narsissisma og sérstaklega mismunandi týpur og undirtýpur þeirra, þá munt þú falla fyrir heillandi og þvingandi leik þeirra. Þú munt ekki sjá blekkingarnar þegar þau eru að blekkja (manipulate) þig.
Þú munt ekki sjá að meðvirka manneskjan (SLD) sem er hljóðlát, viðunandi og taugaóstyrk, sú sem viðurkennir vandamálin er í raun og veru gaslýst og það er stórt vandamál hjá þerapistum sem eru blindir. Það eru sumir þarapestar (mjög fáir) sem eru sjúklegir narsissistar.
Ef þú vilt skilja af hverju þú fellur fyrir narsissistum? Og af hverju þú heldur þú áfram að vera í sambandi með narsissista sem er að misnota þig og valda þér áföllum? Þá er bókin The Human Magnet Syndrom algjör must!
Mannlega Segulheilkennið útskýrt
Mannlega segulheilkennið útskýrir af hverju þetta er ekki bara ástand þar sem það er fórnarlamb og gerandi. Meðvirkir/SLD´s þurfa að taka ábyrgð á sínu hlutverki í þessum samböndum, en ég vil taka það fram að það er enginn afsökun fyrir ofbeldi, og enginn nema sá sem beitir ofbeldi ber ábyrgð á því.
Meðvirki einstaklingurinn er fórnarlamb og þátttakandi í vandamálinu. Þér mun ekki batna ef það eina sem þú vilt gera er að vera reiður og að líta til ásökunar. Flest myndbönd á Youtube virkilega taka þessa afstöðu. Sjúku vondu narsissistarnir, þessi myndbönd segja það sama aftur og aftur.
Enginn hefur leyst mannlega segulheilkennis aðlögunar mynstur sitt með því að vera reiður. Vegna þess að öflin sem skapa segulheilkennið fær fólk ómeðvitað til þess að laðast af narsissistum og það gerir þau máttlaus (powerless) og þau hafa ekki getuna til þess að leysa vandamálið. Til þess að ná frelsi frá vandamálinu þá þarf SLD að taka ábyrgð á þeirra parti í dansinum.
Sálarfélagi drauma þinna verður ávalt á endanum af klefafélaga martraða þinna
Ross segir að hann hafi þurft að endurskapa skilgreiningu á meðvirkni vegna þess að þú getur ekki leyst vanda sem þú skilur ekki. Það er til svo margar skilgreiningar á meðvirkni, þær útskýra meðvirkni sem persónuleika vandamál, sambands vandamál og hegðunarmynstur.
En samkvæmt því sem Ross Rosenberg trúir þá er meðvirkni þessi dans á milli á meðvirka og narsissista. Þau koma sama vegna þess að það er kunnuglegt. Leiðtoginn er narsissistinn og fylgjandinn er meðvirki einstaklingurinn og dansinn er fullkomlega dansaður. Þetta er sálfræðilegt ástand sem birtir sig í samböndum. Meðvirkni er því einstaklings vandamál. En það birtir sig ekki fyrr en að einstaklings vandamálið ýtir þér inn í samband þar sem þú ert í gríðarlegum sársauka og neyð. Efnafræðin á milli þeirra er vélin á bak við aðlögunar munstrið. Efnafræðin (chemistry) á milli þeirra eins og Ross hefur skrifað um er ekki það sem flestir halda. Þetta er algjörlega ómeðvitað og ekki tengt persónulegu vali. Við getum valið þegar við erum tengd efnalega eða það sem Ross kallar anti chemistry. En efnafræðin á milli okkar togar okkur saman vegna þess að hún er partur af uppsetningu sambanda innra með okkur.
Efnafræðin innra með okkur kemur frá barnæsku þar sem við erum alin upp af narsissísku og meðvirku foreldra. Allar þessar upplýsingar finnur þú í bókinni hans Ross Rosenberg The Human Magnet syndrome.
Ross segir að hann sé rannsóknarmiðaður, hann segist ekki vilja mynda sér skoðun, leið eða útskýringu nema það eigi rætur í klínískri sálfræðikenningu. Vegna þess að útskýring á meðvirkni var svo svakalega almenn þá hafi Ross fundið sem einföldustu skýringu sem hann gat komið með. Hann segir að ef þú skilur skilgreininguna þá getur þú beitt henni til þeirra mörgu persónuleika meðvirkni og narsissisma.
Þetta fjallar um dreifingu ástar, virðingu og kærleika. Meðvirkir gefa alla og mestu ást, virðingu og kærleika í öllum samböndum. Þau vona, trúa eða dreyma um að dreifingin verði jöfn og gagnkvæm. Dreifingin verður aldrei jöfn vegna þess að þau völdu narsissista, þess vegna annaðhvort gefast þau upp eða þau reyna að láta narsissistann elska þau virða og sýna þeim kærleika.
Þegar þau fá ekki ást, virðingu og kærleika frá narsissistanum, þá halda þau samt áfram að vera í sambandinu.
Ef þú notar þessa skilgreiningu þá getur þú ákvarðað ef þú eða einhver annar er meðvirkur. Meðvirkir búast við gagnkvæmri skiptingu og dreifingu á ást, virðingu og kærleika en þau fá hana ekki. Sjúklegi narsissistinn mun ekki endurgjalda vegna þess að þau eru narsissistar, þeir eru ófærir um það. Þrátt fyrir gremju og reiði meðvirkra um jafnræði á dreifingu ástar, virðingu og kærleika þá ljúka þau samt ekki sambandinu.
Það að meðvirkir ljúka ekki sambandi þrátt fyrir sálfræðilegan sársauka og neyð er mikilvægasti þáttur skilgreiningarinnar á meðvirkni.
Fólk sem er andlega heilbrigt, ef það er í sambandi þar sem ekki er vel komið fram við þau, þá yfirgefa þau sambandið. Þó að það verði erfitt þá er það ekki spurning um hvort að þau þurfi þess. Þau yfirgefa sambandið.
Mikilvægt er að sjá það að yfirgefa ekki tengingu þegar hún er þér skaðleg er óeðlilegt og skaðlegt ástand. Þetta ástand lýsir einstaklingi sem er sjálfsástar snauður.
LRC (love-respect-care) er í grundvallar atriðum þarfir okkar í samböndum.
Meðvirkir og narsissistar eru sérstaklega skilgreindir með LRC munstrum sínum.
Í bókinni The Human Magnet Syndrome þá tekur Ross Rosenberg mjög flókna sambands-dýnamík og gerir hana einfaldari. Ekki vegna þess að skjólstæðingar hans og aðrir leikmenn skilja ekki flókna sambands-dýnamík, heldur vegna þess að vandinn í sjálfu sér er ekki flókin að skilgreina. Hámenntaðir sálfræðingar hafa þurft á einfaldri skilgreiningu að halda vegna þess að vandinn er ekki flókin í skilgreiningu, af hverju að vera með flóknar útskýringar þegar það þarf ekki?
Í bókinni The Human Magnet Syndrome sýnir Rosenberg samfellu sem útskýrir samhæfni sambanda.
Samfellunni er skipt í tvær hliðar. Ein hliðin er hinir stefnumörkun, það þýðir að þú ert meira einbeittur af LRC þarfir annarra á móti sjálfum þér. Því nær sem það er 0 því meira jafnvægi er á skiptingu LRC í sambandi. Hin hliðin á samfellunni er sjálf stefnumörkunin. Þessir einstaklingar þurfa meiri LRC en þeir gefa. 0, einn og tveir er svæðið sem er heilbrigt.
Því lengra sem þú ferð á plús hliðina því fleiri narsissísk einkenni manneskja er með. +5 þá ertu þú skilgreindur sem sjúklegur narsissisisti.
Vinstri hliðin er ekki meðvirka hliðin né er hægri hliðin narsissíska hliðin, aðeins í mestu tölununum -5 & +5 er átt við meðvirka og narsissista.
Það sem þetta þýðir er að allir eru með sambands samhæfni breytu og sú breyta er inn í þessum tölum. Tölurnar tákna hve mikla ást, virðingu og kærleika þú gefur á móti því að taka á móti virðingu, ást og kærleika.
0, táknar manneskju sem gefur jafn mikið af LRC og hún tekur á móti í sambandi. Það þýðir að manneskjan er í sambandi með einhverjum sem getur verið gagnkvæmur.
Því lengra sem þú ferð á meðvirku hliðina því minni er gagnkvæm LRC.
Þegar þú ert komin í mínus 5, og aðeins -5 stendur fyrir meðvirkni eða sjálfsástarrsökun. -5 stendur fyrir að gefa alla ást, virðingu og kærleika í sambandi og að vilja að það sé gagnkvæmt og að reyna að fá LRC gagnkvæmt, en samt sem áður að halda áfram að vera í sambandinu þó að LRC sé ekki gagnkvæm.
Á hinni hliðinni + hliðinni þegar þú ert komin í +5 þá ert þú skilgreindur sem sjúklegur narsissisti (pathological narcissist).
Til þess að samband gangi upp þá þarf að vera núllslumma. Ef einhver gefur allt LRC og heldur áfram að vera í sambandinu þrátt fyrir að LRC sé ekki gagnkvæmt þá er það skilgreint sem sjúklegt samband. Meðvirkir þurfa á einhverjum að halda sem tekur allt og gefur ekki til baka, sama með narsissista þeir þurfa á einhverjum sem gefur allt.
Þessi útskýring, útskýrir af hverju meðvirkir og narsissistar passa "vel" saman.
Neikvæð -5 og jákvæð +5 er núllsumma og það eru efnafræði númerin. Ef þú ert neikvæður -3 og þú gefur mest af LRC (ást, virðingu og kærleika), þá vilt þú samt fá eitthvað í staðinn. Efnafræði viðbrögð verða við einhverjum sem er +3.
Þetta er stutt lýsing á sambands samhæfni samfellunni. Ef þú hefur frekari áhuga að læra ítarlega um sambands samfelluna þá eru 20 bls. í bókinni hans Ross Rosenberg The Human Magnet Syndrome sem fjalla ítarlega um þetta.
Efnafræðin tekur ákvörðun fyrir þig!
Ross segir að áður fyrr hafi hann verið á stefnumóta síðum. Hann hafi leitað í gegnum prófíla og leitað af einhverjum sem passaði við áhugamálin hans. Hann segir að hann hafi komist af því eins og margir aðrir að meðvitað val er ekki það sem tekur ákvörðun. Segjum að þér líki við hávaxna eða lágvaxna, kristna, gyðinga, múslima, þetta eru meðvituð völ. En það sem er að fara að loka samningnum er efnafræðin.
Ross segir að sálfræðingur hafi einu sinni sagt honum að vandamálið hans væri að hann sé með brotin veljara.
Ef þú ert SLD og þú skilur dýnamík efnafræðinnar, þá skilur þú af hverju þú munt velja röngu manneskjuna. Sami sálfræðingur sagði Ross að allar þær konur sem hann hrífst af er sama manneskjan með mismunandi andlit.
Ross segir að þetta hafi valdið honum miklu uppnámi vegna þess að hann vissi að þetta væri satt. Hann segir að frá þessum punkti hafi hann byrjað að átta sig á því að konurnar sem hann hrífðist af og sérstaklega þær sem hann giftist, að þær voru allar sjúklegir narsissistar (pathological narcissist).
Þær litu öðruvísi út og höfðu mismunandi persónuleika en hann segir að hann hafi stanslaust fallið fyrir fólki sem er sjúklega sjálfselskt, narsissíkt, fólk sem sá sjálfan sig sem stórkostlegt og réttmætt (entitled), þetta fólk var/er virkilega skaðlegt öðrum.
Meðvirki/narsissíski dansinn
Þessi van virki tangó virkar vegna þess að leiðtoginn leiðir með þokka, tælingu, krafti og stjórn á meðan félagi þeirra, sem er meðvirkur, bregst við með sveigjanlegum óvirkum og greiðviknum danshreyfingum. þessi dans er prýðilega samsettur vegna þess að meðvirki gefur allt vald á meðan maki þeirra, narsissistinn þrífst á stjórn og yfirráðum. Dansinn er fullkomlega samsettur og engar tær eru troðnar á. Meðvirkir gefa miklu meira af sjálfum sér, miklu meira en sjálfselskir narsissistar. Þau blekkja sjálfan sig í að vera stolt af sjálfum sér fyrir frábæra dans hæfileika sína. Þrátt fyrir óhamingju dansins þá enda meðvirkir með að upplifa að þau séu vanmetin og notuð. Þessir skylduræknu og ósjálfselsku makar trúa því að þau séu partur af vinnings sambandi. En í enda dagsins þá eru draumar þeirra um sálarfélaga tálsýn.
Meðvirkir vinna sig í gegnum óhamingju og sjúklegan einmanaleika með því að dansa í svakalega spennandi en mjög óvirkum tangó. Eins og fíkill sem er að forðast sársaukafullt fráhvarf þá eyða þau lífstíð á dansgólfinu, óhamingjusöm og óuppfyllt. Þau hafa ekki þann tilfinningarstyrk sem þarf til þess að stöðva dansinn.
Narsissistinn þarf jafn mikið á dansinum að halda og meðvirki til þess að forðast djúpan tilfinningalegan sársauka. Eins og meðvirkir þá þurfa narsissistar á dansfélaga að halda sem veit hvernig á að láta þeim líða eins og að þau hafi afrekað margt á dansgólfinu og þau séu metin mikið.
Til þess að vinna keppnina á dansgólfinu þá þurfa dansfélagar narsissista að breyta raunveruleika sínum svo að þau í dansliðinu líti út fyrir að vera hamingjusöm. Þetta ástand helst óbreytt ef sá sem er meðvirkur tekur ekki ákvörðun um að heila djúp tilfinningaleg sár sem hann ber. Meðvirkir sem eru óheilaðir eyða oftast ómeðvituð heilli lífstíð á dansgólfinu, einmana og dans félagi þeirra narssistinn vinnur verðlaunin, þetta er sorglegur tangó.
Útskýringin hér að ofan er meint til þess að útskýra grunn dýnamík sem undirliggur í stærri sambands fyrirbæri. Sem er þekkt sem mannlega segulheilkennið.
Ross segir að hann hafi uppgötvað í bataferli sínu að honum hafi fundist narsissistar spennandi, heillandi og fallegir. Hann segir að hans viðbrögð hafi ekki verið guð minn góður þetta er sjálfselskur narsissisti sem mun virða mig að vettugi og beita mig ofbeldi. Nei, SLD´s falla fyrir narsississtum vegna þess að SLD´s upplifa spennu og þeim líður eins og að þau séu á lífi í kringum þá. Meðvirkum líður eins og þau geti verið þau sjálf í kringum narsissista sem þýðir að þau geti frjálslega tjáð meðvirkni sína.
Dansinn sem er útskýrður hér að ofan er mjög góð myndlíking til þess að útskýra aðlögunar munstur meðvirkra og narsissista.
Ross segir að honum hafi ekki fundist skilgreining sín á meðvirkni duga, hann segir að hann noti enn skilgreininguna á dreifingu ástar, virðingu og kærleika en hann segir að hann hafi byrjað að átta sig á því að þetta ferli er miklu flóknara en það.
Hann segir að hugmyndafræði meðvirkni hafi aldrei útskýrt eða staðið fyrir raunverulega vandann. Hér er ekki verið að tala um upprunalegu hugmyndir Ross heldur þær sem komu á undan hans vinnu.
Gamlar hugmyndir enduðu á því að vera smánandi og stimplandi. Þetta er gamaldags hugmyndir sem tilheyra gamla skólanum og 12 spora kerfinu.
Sálfræðimeðferðir og aðrar slíkar aðferðir virkuðu ekki. Ross segir að hann hafi því viljað skapa nýtt nafn yfir meðvirkni.
Orðið meðvirkni var skapað á sjöunda áratugnum til þess að lýsa maka alkóhólista, með-fíkill. Í byrjun áttunda áratug þá var meðferðaráætlun við áfengis og fíkniefna-fíkn breytt, þeir sáu ekki neinn mun og breyttu því meðferðaráætluninni í efnafíkn. Í kjölfarið þá var meðfíkli (makinn) breytt í "Co-dependent" eða með efnafræðilega háð/háður. Það voru of mörg orð og atkvæði og því festist codependent. Svo varð þessi hugmynd til að vandamálið við
meðvirkni er að þú makinn/vinur/foreldri/systkini sért hluti af vandamáli fíkilsins. Það þurfti því að taka á þínu hlutverki til þess að sambandið myndi virka og til þess að meðferð fíkilsins yrði farsæl.
Á níunda áratugnum voru skrifaðar margar bækur um meðvirkni, sú hugmynd festist að meðvirkir séu veiklundaðir og væru að gera allt fyrir alla og að þessi veiklundaði einstaklingur væri egó laus.
Vandamálið er að þau eru í nánum samböndum með narsissistum
Hugtakið sjálfsástarröskun
Sjálfsástarröskun (SLDD) er útskýrð í myndbandinu hér fyrir neðan
Sjálfsástarröskun
Píramídi
Viðhengisáföll/festingarsár
Viðhengisáföll/festingarsár (attachment trauma) er undirliggjandi ástæða sjálfsástarröskunar/meðvirkni. Ross segir að besta leiðin til þess að útskýra viðhengisáföll sé áfallastreitursökun/PTSD x100 !
Ptsd = Hvernig heilinn á okkur meðhöndlar áföll. Heilinn ákveður hvort að áfallið sé of mikið eða of tilfinningalega hættulegt fyrir okkur að meðhöndla. Heilinn raðar því minningunum og bælir þær niður í annan hluta heilans sem er bókstaflega undir þeim parti sem hugsar í heilanum, svo að við getum ekki munað eftir þeim.
Við munum ekki eftir því sem gerðist en við getum enn fundið líkamlegu tilfinningarnar. Þetta er mjög einföld útskýring á ptsd.
Sumir einstaklingar með ptsd muna kannski ekki hvað kom fyrir þá en þeir þjást stanslaust af fylgikvillum áfallastreitu röskunarinnar. Hvort sem það sé alkóhólismi, reiði, einmanaleiki, svefn vandamál, kvíði og þau vita ekki hvaðan þetta er koma.
Viðhengisáföll (attachment trauma) er ptsd fyrir stóran part af lífi þínu frá 0 aldri til tíu ára aldurs. Fyrir marga nær það allt upp á unglingsárin. Þessi sár eru meðhöndluð af heilanum sem ptsd en það er ekki hægt að leysa þau af þjálfuðum áfalla sérfræðingi. Vegna þess að tæknin sem er notuð og meðferðin kann ekki að meðhöndla þessa týpu af áfalli, eða viðhengistáföll (attachment trauma). Ef þú ert sálfræðingur og þú skilur ekki taugafræðileg og líffræðileg vélfæri viðhengisáverka og þú skilur ekki af hverju fólk man ekki eftir því. Þá munt þú gera ráð fyrir því að það sé raunveruleiki þeirra.
Það er mikilvægt fyrir einstakling sem þjáist af sjálfsástarröskun að skilja að viðhengisáföll er núllpunkturinn, þar byrjaði sjálfsástarröskunin. Þetta gefur þeim leyfi til þess að byrja að rannsaka barnæsku sína með áfalla sérfræðing sem vonandi skilur eða hefur farið í gegnum Innra áfalla barnið.
Þú getur lesið vinnustofuna Heilun innra áfalla barnsins hér.
https://arctickowl.com/blogs/medvirkni-og-narsissismi/festingarsar-attachment-trauma
Vinnustofan healing the inner trauma child, hitch method útskýrir nákvæmlega hvernig skal meðhöndla þessa tegund af áfalli.
Þetta byrjar með foreldri sem er sjálfsástarsnautt/meðvirkt og foreldra sem er sjúklegur narsissisti. Ef þú sameinar þessa tvo og við skulum segja í myndlíkingu að þessi samsetning skapar barnæsku viðhengisáfalla (childhood attachment trauma).
Barnið sem lifir af og finnur út leið til þess að verða framlenging af narsissistanum, bikara barnið (trophy child) eða ósýnilega barnið sem getur formað og mótað sig í það sem narsissistinn vill eða getur forðast að "skapa" narsissísk sár (narcissistic injuries).
Þetta í sér sjálfu skapar barnæsku viðhengisáfalla (attachment trauma). Barnið sem gat ekki fundið leið til þess að vera uppáhalds barn narsissistans eða barnið sem ekki framkallaði reiði, ofsareiði eða yfirgefningu hjá narsissistanum, það barn mun alast upp og verða af SLD eða meðvirkum.
Þetta er sálfræði prófílinn sem er tjáður að mestu ómeðvitaður.
Þetta ferli er útskýrt í smáatriðum í bókinni The Human Magnet Syndrome
Hvað gerist þegar þú skilur það loksins hvernig þú varðst af SLD og hvernig eitraða barnæsku umhverfið þitt var grunnurinn af framtíðar meðvirkni. Þetta útskýrir einnig fullorðins meðvirkni vegna þess að fullorðinsárin okkar er fullorðins útgáfa af því sem við upplifðum sem barn.
Það er svo margar ástæður fyrir því að narsissisti snýst gegn þér, stundum eru það bara tvær setningar til þess að setja ferlið í gang. Hvaða fjölskylda sem inniheldur narsissískan og meðvirkan foreldra og þar sem þar eru systkini þá í 95% skipta þá eru systkinin annaðhvort SLD/meðvirk eða sjúklegir narsissistar.
Þeir sem eru sjúklegir narsissistar upplifðu barnæsku sem var svo hræðileg og sársaukafull, þau voru misnotuð, vanrækt og svipt ást. Heilinn í þeim meðhöndlaði áföllin á þann vegu með að færa þau frá meðvituðu minni í ómeðvitað minni svo að þau geta ekki munað neitt af því. Það eina sem þessi börn kunnu að gera var að lifa af í gríðarlega fjandsamlegu umhverfi. Þess vegna þróast persónuleika raskanir og þess vegna skilja narsissistar ekki af hverju þau gera það sem þau gera, þau muna ekki eftir því sem kom fyrir þau. Þetta er ástæðan fyrir því að þau verða svo sjálfselsk og eigingjörn og þau eru svona vegna þess að þannig lifðu þau af hræðilega barnæsku.
Hérna er uppskriftin:
Meðvirkur og narsissískur foreldri skapar viðhengisáfall, það fer eftir týpu viðhengisáfallsins sem skapar framtíðar SLD/meðvirka eða sjúklega narsissista.
Næsta stig píramídans er kjarna skömm
Hvað þýðir það?
Hugsaðu um þetta ef þú ert SLD og þú upplifir barnæsku þar sem eina fólkið sem "elskaði" þig var fólk sem þú gast hugsað um á meðan þú hunsaðir sjálfan þig. Þá mun narsissisti passa við það sem þú þekkir á sama tíma verður þú óstyrkur í kringum heilbrigða manneskju.
Vegna þess að þetta er of sársaukafullt að muna eftir þá finnur heilinn leiðir til þess að gera minningarnar ómeðvitaðar.
Samsett skömm er hugtak sem Ross Rosenberg skapaði og það stendur fyrir þau mörgu lög af skömm sem byggja ofan á hver annarri.
Fornleifafræðingar og aðrir fræðingar á svipuðu sviði skilja það að moldarlag er byggt á mörgum lögum eftir margar árstíðir, þetta er svipað. Hvert lag sem vex hjá einstaklingum sem þjást af sjálfsástarröskun gerir fyrsta lagið þykkari og erfiðara að ná til. Með tímanum þá sannar skömmin sig. Ef SLD hefur ekki innsýn inn í hvað er skapa skömmina þá heldur hún áfram að sanna sjálfan sig. Með tímanum þá verður hún yfirþyrmandi.
Hugsaðu um kjarna skömm eins og kreditkorta skuld. Bankar nýta sér líklega billjónir manna með kreditkorta vöxtum. Í staðinn fyrir venjulega vexti á segjum bílaláni þá byggjast vextirnir upp og er bætt við mánaðarlega og svo tákna vextirnir nýja stöðu og þeir halda áfram að vaxa og vaxa.
Ef þú ert með 100.000 kr úttektarupphæð á kreditkortinu þínum og þú borgar það minnsta sem þú getur, þá gæti það tekið þig 10 ára að borga þennan 100.000 kr til baka.
Þú ert líklegast búin að borga 500.000 kr eftir þessu tíu ár ef ekki meira. Samsett skömm er svipuð hún byggir á sjálfum sér hún verður stærri og miklu meira þreytandi að leysa. Eins og með fullt af fólki sem festist í kreditkorta skuld og samsettri skömm, þá gefast þau upp að þau nái að greiða skömmina til baka.
Til þess að skilja skömm SLD´s þá skulum við skoða og fá innsýn inn í skömm narsissista.
Til þess að skilja sjúklegan narsissisma þá getur þú notað sama píramída og fyrir SLD´s. Narsissistar upplifa sömu stig en munurinn er sá að hvert stig fyrir narsissista er miklu meira sársaukafyllra og alvarlegara.
Svo sársaukafullt að þau þurfa að aftengjast því. Þau geta ekki hugsað um það og ekki trúað því og ekki fundið fyrir því. Þó svo að þau hafi aftengst því í meðvitaða minni og huga þá er þetta allt þarna til staðar. Skömmin, viðhengisáföllin og áverkarnir, einmanaleikinn osfrv.
Sjúklegir narsissistar varpa yfir á aðra ómeðvitaða eða aftengda kjarna skömm sjálfshaturs, sjálfsefa, yfirgripsmikla tilfinningu um að vera ófullnægjandi sem er í forsvari fyrir of sársaukafulla kjarna skömm sem þau geta ekki fundið.
Narsissistar bæta fyrir djúpa brunni kjarna skammar með þráhyggju fyrir viðurkenningu, valdi og stöðu.
Þeir særa fólk sem þau þykjast eða segjast elska.
Ástæðan fyrir því að þetta er mikilvægt er sú að narsissistinn mun aldrei skilja eða sjá skömmina sína en þeir varpa henni yfir á annað fólk. Í öðrum orðum þá sjá þeir í öðrum það sem þau eru ekki nógu sterk til þess að sjá í sjálfum sér.
Stundum opnast mjög sjaldgæfur gluggi hjá narsissistum og þú getur þá séð hve. brotin þau eru og hve mikla skömm þau bera. Þessi gluggi opnast stundum þegar SLD´s eru að reyna að hætta í sambandi með narsissista eða hann er að upplifa afleiðingar gjörða sinna. Þú sérð þau brotna saman gráta og grátbiðja.
Narsissisti getur ekki meðhöndlað þetta ástand og þau þurfa því að slökkva á því til þess að sjá til þess að þessar tilfinningar og minningar komi aldrei aftur upp á yfirborðið.
Núna ættum við að skilja af hverju meðvirkir og narsissistar laðast af hvor öðrum. Í fyrsta lagi þá vitum við að þau eru öðruvísi í gegnum dans hugtakið eða í gegnum sambands samfelluna. En til þess að skilja hvernig þau urðu af annaðhvort narsissista eða meðvirkli/SLD, þá getum við skoðað píramídann. Munurinn á milli narsissista og SLD er sú að SLD hefur orðið fyrir miklu minni sálrænum skaða og er með minni af aftengingu (dissascoiation). Það gerir SLD hæfan til að skilja, faðma og að vinna i áttina af því að leysa alla mismunandi þætti sjálfsástarröskunar.
Áskorunin er viðhengisáföllin og kjarna skömmin. Viðhengisáföll eru algjörlega ómeðvituð og kjarna skömmin er um 50% ómeðvituð. En restin af píramídanum er nánast öll ómeðvituð hjá narsissista fyrir utan kannski efsta hlutann. En það er að mestu leyti ómeðvitað hjá narsissista.
Þriðja stig Píramídans
Sjúklegur einmannaleiki - Pathological lonliness
Sjúklegur einmanaleiki er tilfinningalegur varabúnaður viðhengisáfalla. SLD´s og narsissistar eru með margar minningar sem þau muna ekki eftir sem hægt er að koma með á yfirborðið með Hitch aðferð Ross Rosenberg. Ómeðvitaðar minningar útskýra fullkomlega hvaðan einmanaleikinn er að koma frá. Fullorðins sjúklegur einmanaleiki er birting reynslu barnsins sem fékk viðhengisáföll. Sjúklegur einmanaleiki er tilfinningalegur bakgrunnur barns í æsku sem virkilega þráði að vera elskað. Þetta er tilveru sjúkdómur, þér líður ekki eins og þú sért til í þessum heimi, þér finnst þú ekki heill nema að einhver elski þig og af sjálfsögðu ef þú ert SLD þá munt þú velja narsissista. Þú upplifir ekki sjálfan þig sem heilan, þú passar ekki inn í þína eigin húð. það er sársaukafull uppgötvun að ástin sem þig dreymir um og þig hefur alltaf langað að upplifa mun aldrei raungerast.
Vegna þess að hver einasta manneskja sem þú verður ástfangin af þarf að berja þig niður í staðinn fyrir að faðma þig og fagna.
En þú heldur samt áfram að vera í sambandinu vegna þess að reynslan af sjúklegum einmanaleika er svo sársaukafull að það er hræðilegra og uppfullt af tilfinningalegum afleiðingum en að vera í sambandi með skaðlegum, ofbeldisfullum og vanrækjandi narsissista.
Þú endar því með því að flæða um veröld þína að leita af akkeri og teygir þig til rangrar manneskju sem svo stýrir þér í áttina af því þar sem þau vilja vera og það sem þau vilja.
Ross segir að hann hafi starfað sem sálfræðingur í 35 ár og allan tímann hafi hann verið með sjúklinga í meðferð við fíkn. Ross Rosenberg er talin vera sérfræðingur í dag á sviði fíknar.
Upplifun SLDD er mjög svipuð fíknar. Hugsaðu um það hve margir SLDD tala um hve mikið þau hata hann eða hana, ég get þetta ekki og þau verða virkilega reið og vilja láta sig hverfa. Svo kemur hugsunin um að vera farin eða reynslan af því að stoppa eða hætta eða að brjóta upp sambandið, því fylgir mikill einmanaleiki. Sjúklegur einmanaleiki eru fráhvörfin sem dregur SLD´s aftur inn í sambandið.
Ross segir að hann hafi einu sinni reykt sígarettur. Hann segir að þegar hann var að reykja þá fylltist hann stundum viðbjóð og hann hóstaði og lyktaði illa og hann hugsaði með sér að hann væri komin með nóg og henti sígarettunum. En strax og fráhvörfin komu til baka þá kveikti hann sér í annarri sígarettu.
Þetta dæmi hér að ofan útskýrir það auðveldlega af hverju SLD´s geta ekki meðhöndlað sjúklegan einmanaleika, sársaukann, og því fara þau til baka til narsissistans.
Það er sambandið ekki narsissistinn sem tekur sársaukann í burtu
Ef þú ert SLD og þú skilur hvernig dansinn virkar og efnafræðin. Þá veistu að SLD mun alltaf vera með narsissista.
Núna ert þú komin með útskýringu af hverju það er svo erfitt að hætta í sambandinu og ganga í burtu og að halda engum samskiptum. Ef þú skilur að sjúklegi narsissistinn er líka háður, þá skilur þú af hverju þeir gera nánast hvað sem er til þess að blekkja þig til baka inn í sambandið.
Ross Rosenberg bíður upp á 11 þrepa meðferðar úrræði fyrir SLD´s. Þrep 2 fjallar um fíkni þáttinn. Þú getur ekki haldið áfram nema að þú yfirstígir fíknina og fráhvarfseinkennin og frelsar sjálfan þig frá akkeri sjúklegs einmanaleika.
Ross segir að hann geti sannað að SLDD sé fíkn. Þekkir þú einhvern sem er í sambandi með narsissista og sá getur ekki lokið sambandinu, þó svo að afleiðingarnar séu vitaðar.
Já, flest okkar gera það, hvort það sé ég eða þú eða einhver annar.
SLD sem heldur áfram í sambandi með narsissista þrátt fyrir skaðann sem þeir valda þeim, börnunum þeirra og fjölskyldu. Ég er viss um að þetta ástand sé þér ekki ókunnugt, við flest þekkjum margar svona aðstæður. Við þekkjum marga einstaklinga sem höfðu nóg hugrekki til þess að ljúka sambandi við narsissista, upplifðu bakslag þrátt fyrir loforðin og styrkinn sem þau sýndu. Ross segir að hann sjái þetta gerast mjög oft.
Að horfast í augu við viðurkenna og leita sér hjálpar við SLD fíknar er mjög flókið ferli vegna þess að þetta er fíkn. Án þess að horfa á ástandið og aðstæður sem fíkn þá er ekki hægt að sjá hvað þetta er og ómögulegt að leysa. Þú þarft ekki fíkniráðgjafa til þess að hjálpa þér, en sá sem er að hjálpa þér þarf að vita það að heilinn í þér er eins og hjá öðrum með fíknisjúkdóm, hann þarfnast dópamín í ánægju stöð heilans.
Ánægju stöð heilans mun ýta á þig eða til þess að gera það sem þú vilt ekki gera, með því að láta þig trúa því að samband við narsissista sé ánægjulegt.
Lagið er hér fyrir neðan lýsir fíkn meðvirka og narsissista í hvort annað mjög vel
Meðfylgjandi fyrir neðan eru nokkur einkenni sem allir fíklar eiga sameiginlegt
Áráttu hegðun
Og að halda henni áfram þrátt fyrir afleiðingar. Niðurstaða hegðun er sú að að einstaklingur verður fyrir tapi á mörgum eða öllum sviðum. Það er saga á bak við einstakling þar sem hann hefur ekki getað hætt skaðlegri hegðun. Vegna þess hefur tími og tækifæri glatast.
Vanhæfni til að uppfylla sjálfshjálparskyldur
Áframhaldandi löngun til að takmarka val "dópsins" í þessu tilfelli þá erum við að tala um meðvirkni.
Upptekni eða þráhyggja fyrir sjálfi
Stigmögnun, alvarlegar skapbreytingar og fráhvarf
Þessi listi passar fullkomlega við manneskju sem er að reyna að hætta með narsissista.
Til þess að innramma SLD sem fíkn þá er mikilvægt að skilja að SLD er máttlaus og getur ekki stjórnað fíkninni. Ef þú skoðar öll prógramm allra 12 spora samtaka þá byrja þau öll á sama skrefi, skref 1 er það að þau eru máttlaus yfir fíkninni og vegna þess þá er líf þeirra stjórnlaust.
Að hjálpa SLD skilja að máttleysi þeirra í grunninn er mjög mikilvægt til að hjálpa þeim að yfirstíga fíknina. Vegna þess að í meginatriðum þá er fíknin stærri en þau og það eru mjög litlar líkur að þau geti yfirstígið það ein á spýtur.
Þetta er innra skrímslið, apinn á bakinu, þetta er að skilja það að eiturlyfið er sambandið með narsissista sem hefur kosti í þversögn, kosti verkjatöflu sem tekur sársaukann í burtu en þegar hann hverfur þá er sársaukinn þarna og þú þarft fleiri og fleiri verkjatöflur.
Þetta tengist mannlega segulheilkenninu og öll hugtökin sem eru inn í honum. Þetta passar fullkomlega. Ef þú nærð því að meðvirkni er fíkn þá hjálpar það þér að undirbúa þig fyrir fráhvarfseinkenni sjúklegs einmanaleika.
Það versta sem þú getur gert er að senda eiturlyfjafíkill í meðferð sem hefur aldrei hætt að nota eiturlyf og þú hefur ekki útskýrt fyrir þeim hve mikinn sársauka þau eru að fara að upplifa vegna fráhvarfana. Því meira sem þú útskýrir það fyrir manneskju með SLDD eða því meira sem þú skilur það, því meira getur þú undirbúið þig undir fráhvörfin.
Ross segir að margir skjólstæðingar hans komist ekki fram hjá fráhvörfunum í fyrsta skipti, annað skipti og sumir ekki í þriðja skipti sem þau reyna. En þeir sem halda sig við 11 þrepa prógrammið hans Ross komast að lokum yfir fíknina.
Með hvaða fíkn sem er þá er náttúruleg tilhneiging til bakslags (að falla). Bakslög er ekki endir ferlisins. Þau eru oft notuð til að komast af því hvað þarf að gera meira. Ross segir að hann kalli bakslög oft bakslags krufning, þetta er tækifæri til að komast af því hvað fór úrskeiðis eða hvar áætlun þín til þess að yfirstíga fíknina mistókst.
SLDD fíkn er frábrugðin ástar fíkn. Ástar fíkn er fíkn í vellíðan og spennu nýrrar ástar og þegar það hverfur vegna þess að það ástand getur ekki varað lengi þá þarftu að finna ástandið með annarri manneskju.
Að lokum á toppnum er SLDD sem flestir telja vera meðvirkni. Meðvirkni er skilin vera eiginleikar og venjur; hegðunarfræðileg, félagsleg, vitræn, tilfinningaleg, persónuleg, félagsleg, fjölskyldueiginleikar og venjur.
Þetta er það sem flestir plástra sálfræðingar einbeita sér af og þetta er ástæðan fyrir því að öll sálfræðimeðferð mistekst. Vegna þess að þú getur ekki leyst SLDD ef þú kafar ekki dýpra.
Píramídinn
Ross skapaði nýstárlega og árangusmiðaða meðferð í 11 skrefum sem nefnist “Codependency Cure™.
Codependency Cure er meðferðaráætlun Ross Rosenberg þar sem að skjólstæðingur (einstaklingur með SLDD) þarf að yfirstíga áskoranir og markmið hvers stigs. Meðferðaráætlun Rosenberg er undir miklum áhrifum þroskafræði Eric Ericksson. Þegar manneskja yfirstígur áskoranir og markmið hvers stigs þá öðlast þau reynslu, þekkingu og þá sálfræðilegu hjálp til þess að geta yfirstígið næsta þrep. Samkvæmt Ericksson í hans eigin þrepa kenningu að ef þú yfirstígur ekki þrepið sem þú ert á þá festist þú á því þrepi. Þú getur því ekki haldið áfram og allar tilraunir til þess munu ekki leiða til jákvæðara niðurstaðna.
Ef þú ferð til einhvers sem stundar þetta prógramm og þú hættir á þrepi fjögur eða fimm þá eru allar líkur á því að þú náir ekki sjálfsástar þrepinu á þann hátt að það er endanlegt og endist.
Fyrsta Þrep
Að lenda á botninum og von er kynnt
Fyrsta þrepið er að lenda á botninum og von er kynnt og stundum þá er það jafn einfalt og að gera sér grein fyrir því að þú getur ekki upplifað meiri sársauka. Allt sem þú hefur gert hingað til hefur ekki virkað og þú ert búin að fá nóg af þjáningu. Þetta gerist oftast þegar fólk les bókina The Human Magnet Syndrome.
Þegar fólk áttar sig á sannleikanum sem Rosenberg kennir og hann er sá að þetta er hræðilegt vandamál sem er með rætur sínar djúpt í sálarlífi manneskju með sjálfsástarröskun. Þetta vandamál á rætur sínar í barnæsku á þann hátt að þau geta ekki munað eftir því. Þegar þú skoðar píramídann þá sérðu að þetta er skynsamlegt. Þegar fólk óskar eftir meðferð hjá Rosenberg þá eru þau tilbúin til þess að kafa djúpt og komast til botns í vandamáli sínu. Þau eru mögulega hrædd og taugaóstyrk en þau eru tilbúin. Þetta er þrep 1.
Að yfirstíga þrep eitt er mikið afrek, mögulega stærsta afrekið í þessum málum, það er að verða loksins tilbúin til þess að sætta þig við það sem þú getur ekki breytt og hugrekkið og viskuna til þess að vita muninn á því sem þú getur breytt og getur ekki breytt. Þessi afstaða þessi uppgötvun innra með fólki breytir öllu. Vegna þess að núna vita þau sannleika sársauka síns og hvaðan hann kemur þú veist líka hvað þú þarft að gera og sannleikann tengdan honum til þess að leysa vandann. Þú hefur þrautseigju og hvatningu til þess að halda áfram og það sem þú hefur ekki það mun meðferðaraðili þinn aðstoða þig með.
Þrep tvö
Algjör leikni á Human Magnet Syndrome hugtökum
Það er að læra allt efnið í The Human Magnet Syndrome. Bókin er um 240 bls. Hún er skrifuð á þann hátt að allar upplýsingarnar eru innbyggðar inn í henni til þess að skilja stóru myndina. Í öðrum orðum þá er ekki mikið af dæmum, sögum og æfingum sem vanalega taka mikið pláss i bókum. The Human Magnet syndrome fjallar öll um sjálfsástarröskun og narsissisma. Hún fjallar um sambandið sem SLD´s eiga í við narsissista og hún fjallar um narsissíska misnotkun (narcissistic abuse). Upplýsingarnar í bókinni gera þér kleift að halda áfram. Hérna að ofan þá gat Shamaninn ekki þekkt skipin vegna þess að þau vissu ekki hvað þau voru. The Human Magnet Syndrome setur þig upp svo að þú færist nær lausn á vandanum vegna þess að núna þá veistu hver vandinn er og hver öflin eru á bak við hann sem styðja vandann og hvaða öfl eru nauðsynleg til að leysa hann.
Þriðja þrep
Sjúklegur einmanaleiki yfirstigin og SLD fíkn
Ef þú hefur persónulega reynslu af fíkn hvort sem að það sért þú eða ástvinur þá veistu það að fá manneskju til þess að fara í meðferð er næstum því ómögulegt. Vegna þess að fíknin sjálf berst til enda til að koma í veg fyrir að einhver komi í veg fyrir að hún ráði ríkjum. Þess vegna er mikilvægt til þess að skilja SLD fíkn er og afhverju hún virðist vera svo endanleg. Við lærum og brjótum niður sjúklegan einmanaleika bæði sem vandamálið sem kemur frá grunn útskýringu á því hvað SLDD er og að hann er fráhvarfs einkenni. Þetta getur verið langt þrep, það fer eftir mýmörgum þáttum.
Fjórða þrep
Skilningur og hlutleysingi á gaslýsingu
Gaslýsing er í grunninn tengd uppruna SLDD, birting sem fullorðin SLDD og útskýring á því af hverju að yfirstíga SLDD eða að yfirgefa narsissistann eða að flýja narsissíska misnotkun virðist vera ómögulegt.
Fjórða þrepið er umræða um gaslýsingu og það sem Rosenberg kallar grunngaslýsingu. Grunngaslýsing á sér stað í barnæsku sem setur fólk upp fyrir því að vera viðkvæm fyrir gaslýsingu á fullorðinsárum.
Fimmta þrep
Að byggja upp aukinn félagslegan stuðning og tengslanet
Ef markmiðið er að setja mörk á endanum við narsissista og ljúka samböndum við þá, sem er þrep sjö. Þá er það mjög skynsamlegt að tengjast fólki sem getur veitt stuðning. Hvort sem það er meðferðaraðili eða 12 spora trúnaðarmaður/kona, einhver í kirkjunni þinni, vinir, starfsemi, á þessu þrepi byggjum við vinskap og tengingar sem næra þig á þann hátt sem þú skildir ekki eða þú varst ekki með nógu mikið sjálfstraust til þess að eltast við. En á þessu stigi og í gegnum meðferðaráætlunina þá eru þessar tengingar mjög mikilvægur stuðningur þegar ástandið verður mjög erfitt.
Sjötta þrep
Narsissískur Stormur - Undirbúningur og Forspárvitund
Ef næsta þrep er að setja mörk við narsissista þá kennir þetta þrep þér allt sem þú þarft að vita um alla þessa vinnustofu og meira. Hvað er narsissísk misnotkun? Hvað er mannlega segulheilkennið? Af hverju held ég áfram að gera þetta? Af hverju er það ómögulegt að fara? Hvað gerist þegar þú byrjar að fara? Markmið sjötta þreps er a byggja forspárvitund (predictive awareness). Í öðrum orðum að vita nákvæmlega hvað gerist þegar þú framkvæmir varna gjörðir eða fylgir því sem er mælt með í meðferðaráætluninni. Hér veist þú að þú getur ekki unnið narsissistann ef þú veist ekki hvernig hann eða hún lemur þig niður, gaslýsir þig og hve lúmsk, sannfærandi og hótandi þau geta verið. Þegar þú veist nákvæmlega hvað gerist þá ertu tilbúin að setja mörk. Ross segir að oft í meðferð þá kallar fólk hann skyggn, hann segist ekki vera skyggn en að það sé mjög auðvelt fyrir hann að sjá fyrir hvað mun gerast fyrir skjólstæðinga hans byggt á því sem hann veit um SLDD og narsissista. Að lokum þegar þetta stig endar þá skilur skjólstæðingurinn hvað Ross Rosenberg skilur þannig að hver punktur í sjöunda þrepi þegar skjólstæðingar eru að setja mörk, þá, vita þau nákvæmlega hvað gerist og þau hafa þegar skipulagt fram í tímann hvað narsissistinn mun gera og hvernig þau bregðast við því.
Sjöunda Þrep
Að setja mörk í fjandsamlegu umhverfi
Hér byrjar þú að segja við fólk beint og óbeint að þú viljir ekki lengur vera tengdur þeim. Því meira sem þú getur sagt það án beinna árekstra því betra. Þetta gæti innihaldið skilnað. Ross segir að hann hafi einu sinni verið kallaður hjónabandsdjöfull, Ross segist ekki vera hjónabandsdjöfull en að það séu miklar líkur á því að ef þú ert giftur sjúklegum narsissista og þú ert í meðferð við sjálfsástarröskun hjá Ross, þá mun hjónabandið ekki lifa af. Narsissistar eru ófærir um að ná vissu stigi andlegs heilbrigðis, vitund og hvatningu til þess að hætta særa fólk vegna náttúru geðræna vandamála þeirra. Þess vegna skilur skjólstæðingur algjörlega vegna vinnu fyrri þrepa að þegar þú byrjar að setja mörk þá munt þú missa 75-80% af öllu fólkinu sem þú elskar eða fólkið sem þú hélst að þú elskaðir.
Þrep 8
Heilun innra áfalla barnsins, áfalla lausn með Hitch aðferðinni
Í gegnum einstaka aðferð sem Ross Rosenberg þróaði Hitch aðferðin, þá er byrjað að fjalla um þann parta af barnæsku þinni sem er ómeðvituð (þú manst ekki eftir þessum parti), aftengt og bælt, þetta er mismunandi orð fyrir það sama. Við skiljum og tengjum þig við barn sem afskaplega sárt og illa farið, útgáfa af sjálfum þér sem er innbyggt í minniskerfin þín, sem upp af þessu augnabliki þú hafðir engan aðgang af. Á þessu þrepi hefst heilunar vinnan. Heilunar vinnan er flókin, til þess að sýna fram á hve flókin þá skapaði Ross sex klukkutíma þjálfun Heilun Innra áfalla barnsins, Hitch aðferðin. Eftir að þessu stigi líkur þá byrjar allt að breytast.
Níunda þrep
Að ná varanlegu sjálfsástríki
Þegar þú hefur leyst allar áskoranirnar sem voru á undan þá ferð þú á þrep níu. Hér byrjar lífið að breytast það gerist ekki allt í einu á einu augnabliki og núna hefur þú fengið lækningu og þú upplifir allt í einu sjálfsást. Þetta er framsækin reynsla sem byrjar með sársauka en í gegnum meðferðaráætlunina þá byrjar þú að verða meðvitaður um mismunandi stig sjálfsástar og að lokum þegar þú nærð þrepi níu þá verður það endanlegt. Þetta þýðir ekki að þú eigir ekki lengur við nein vandamál að stríða (þetta er mjög mikilvægur punktur). Að hafa eignast sjálfsástar gnægð þýðir ekki að þú ert laus við öll vandamál. Það er goðsögn, heilbrigt fólk stríðir við vandamál. Það sem gerir manneskju heilbrigða er það að þau hafa innri auðlindir, sjálfsást og góða andlega heilsu til þess að leysa vandamál og ef þau festast þá leita þau sér hjálpar. á þrepi níu byrjar þú að trúa á sjálfan þig og vilt halda í sjálfsást og þú leyfir engum að standa í vegi fyrir því. Þess vegna er ástandið sem þú hefur náð endanlegt. Þú gætir enn mögulega upplifað neikvæðar stundir og þunglyndi en það nær þér aldrei aftur eins og það gerði áður fyrr né muntu upplifa bakslag aftur inn í mannlega segulheilkennið þar sem þú ferð ómeðvitað inn í sjúkleg sambönd með sjúklegum narsissistum.
Níunda þrepið byggir upp á því
Tíunda þrep
Að ná tökum á sjálfsástar gnægð í gagnkvæmum samböndum
Hér þá æfum við okkur í að ná tökum á sjálfsástar gnægð í samböndum við annað fólk sem upplifir sjálfsást. Á þessum tímapunkti þá virkar mannlega segulheilkennið enn þá, eins og er útskýrt hér að ofan örlítið þá þarf að vera núllsumma á milli fólks í samböndum svo að þau gangi upp. Ef þú verður -2 sem er einstaklingur sem er enn þá á mínus hliðinni. Þetta er fólk sem vill enn þá hugsa um aðra en þau kunna líka að hugsa um sjálfan sig mannlega segulheilkennið segir að þú munt laðast af einhverjum sem er heilbrigður en á + hliðinni þá +2. Á tíunda þrepinu þá gefur Ross skjólstæðingum sínum leyfi fyrir þá að ganga aftur inn í rómantísk sambönd.
Á þriðja þrepi meðferðaráætlunar Ross þá kynnir hann það að skjólstæðingar þurfa að hætta strax öllum samböndum við narsissista og aðra skaðlega (ekki hjónabönd eða skuldbundinn sambönd) ef þau ætla að halda áfram í meðferðinni. Vegna þess að mannlega segulheilkennið er grafið svo djúpt í sálarlífi fólks að það stangast á við rökfræði og röksemdir. Ef þú ert að leitast eftir því að að leysa sársaukann með því að vilja fara á stefnumót þá fer einbeitingin. Þú munt ekki geta náð árangri í prógramminu. Þess vegna á þrepi tíu þá byrjar þú að læra að hjóla (myndlíking), það er stressandi þú munt detta og gera mistök, hér erum við að læra um sambönd og sjálfan okkur í samböndum í gegnum jákvæðar og neikvæðar lífsreynslu. Þetta verður ekki uppljómun og ofsagleði í byrjun, hvert stig er ekki auðkennt sem þangað sem þú ferð það er það sem þú vinnur í vegna þess stað sem þú ert komin á. Vegna þess að þú ert komin á þrep tíu þá færð þú "leyfi" til þess að að taka þátt í rómantískum samböndum. Með sjálfsástar gnægð (self love abundance) þá ertu hræddur en á sama tíma spenntur. Og það í sér sjálfu er upplifun tíunda þrepsins.
Ellefta þrep
Sjálfsdrifin ævarandi - Sjálfsástar Gnægð- Lækning Meðvirkni (The Codependency Cure)
Hérna ert þú loksins komin á þann stað að þú upplifir endanlega sjálfsástar gnægð. Á þessu stigi gerir þú allt sem þú getur til þess að stimpla þetta ástand í steypu og þú leitast eftir reynslu sem fá þig til þess að skilja reynslu þína frá hærri vitund.
Þetta er stutt útskýring á ellefu þrepa meðferðaráætlun Ross Rosenberg
Ef þú skilur það að það tekur sex klukkutíma að útskýra meðferðaráætlunina þá skilur þú af hverju það er svona mikilvægt og af hverju hún setur þátttakenda upp fyrir velgengni og upplifun sjálfsástar gnægð og eiginleika til þess að berjast fyrir sjálfsástar upplifun.
Af hverju þurfti að skapa meðvirkni lækningu (The Codependency Cure)?
Gamaldags-meðferð við meðvirkni virkar ekki
Ófullnægjandi útskýringar
Sjálfsástarröskun er mjög flókin
Mörg andlit narsissista
Ástæðan fyrir því að Ross talar um mörg andlit narsissista er vegna þess að þú getur ekki leyst vanda sem þú þekkir ekki eða skilur ekki. Fáfræðin heldur þér föngum. Oftast er það þín eigin fáfræði og narsissistinn en oftast er það sambland af báðum.
Sjúklegur narsissismi hefur þrjár frumgreiningar og svo eru undirtýpur fyrir hverja frumgreiningu. Hver og ein frumgreining er lögmætt greiningarhugtak sem var skapað af geðheilbrigðissviði af kennurum, rannsakendum, geðlæknum og sálfræðingum sem hafa tileinkað tíma sínum í rannsóknir. Greiningarnar hafa verið auðkenndar með sértækum greiningarviðmiðum og einkennum.
Ross vill koma þessu á framfæri vegna þess að það er til flóð af youtube efnis sköpurum sem meina vel sem eru að skapa sín eigin orð sem eru ekki samþykkt af geðheilbrigðissviði.
Ef þú ferð í sálfræðimeðferð og talar við sálfræðing eða tala við einhvern sem skilur vandamálið samkvæmt því sem þau lærðu í skóla, þá munu hugtök youtube efnis skapara ekki vera skynsamleg. Vegna þess að hugtökin voru búin til. Ross segist vilja vera sanngjarn vegna þess að hann hefur skapað sjálfur hugtök og til þess að vera gegnsær þá þegar hann skapaði sín eigin hugtök þá eru þau í anda geðheilbrigðisvísinda og Ross vissi að þau yrðu samþykkt í greiningarhandbókum. Það er mjög erfitt að fá hugtök samþykkt inn í greiningarhandbækur það tekur mörg ár af rannsóknarvinnu til þess.
Hugtökin þurfa að passa nákvæmlega við vandann og það þarf að útskýra hann svo að vandinn sé augljós og skýr en það þarf einnig að innihalda greinandi einkenni. Þess vegna skapaði Ross hugtökin Sjálfsástarröskun (Self Love deficiency disorder) og Sjálfsástar gnægð (Self Love abundant). Þessi hugtök eru útskýrð þannig að fólk skilur hvað þau eru og hver einkennin eru, hvað þarf að gera til þess að leysa vandann og útkoman. Ef þú horfir á hugtökin eins og læknir þá sérðu að læknismeðferð virkar nákvæmlega svona.
Þekktu því sjúklega narsissistann sem þú ert að eiga við vegna þess að stundum þá eru þeir alls ekki það sem þú heldur að þeir séu. Þeir geta litið út fyrir að vera eðlilegir og þeir líta alls ekki út fyrir að vera jafn sjúkir eða sjúklegir og þeir í raun og veru eru vegna þess að gaslýsing og aðrir þættir spila inn í sambandið.
Sjúklegur narsissismi er fallhlífar hugtak fyrir þrjá persónuleika raskanir og stjórnlausan fíkil. Þetta er ekki fallhlífarhugtak. Þetta er einhver með narsissíska persónuleika röskun eða það sem Ross kallar þetta fjallar allt um mig röskun. Í kjarna narsissískrar persónuleika röskunar er öfgafull sjálfselska, stórmennska og sú trú að þú hafir rétt á. Það er mismunandi persónuleika týpur fyrir alla flokkana. Það er augljós narsissisti (over narcissist), allskonar narsissisti (garden variety narcissist), ef þú lítur á DMS sem er greiningarhandbók sálfræðinga í bandaríkjunum þá sérðu narsissísk persónuleikaröskun passar við augljósan narsissista.
Leynilegur narsissisti (covert narcissist), það er narsissisti sem skilur að hann er narsissískur og veit að ef hann tjáir narsissismann sinn opinskátt þá mun hann ekki fá það sem hann þarfnast. Eins og atvinna, peningar og viðurkenning. Þetta eru narsissistar sem eru meðvitaðir um hver þeir eru og þeir þykjast vera andstæða við hver þeir eru í raun og veru. Elskandi og gefandi, siðrænt fólk með ástríðu og mannúðarfólk. Þau eru meðferðaraðilar, kennarar og læknar sem setja upp sýningu sem lítur fullkomlega út fyrir ytri umhverfið en innra með þeim þar sem þau búa þá eru þau alveg jafn grimm, illgjörn og ógeðsleg ef ekki verri en það sem Ross kallar augljósan narsissista (overt narcissist).
Illkynja narsissisti (malignant narcissist) er sú týpa af narsissista sem sameinar öfgakennd einkenni og sósíópatísk einkenni sem þýðir í grundvallaratriðum að þér er nákvæmlega sama um alla. Illkynja narsissisti hefur enga samúð eða eftirsjá þegar þær særa fólk. Þeir gera hvað sem þeim langar til án þess að samviska hafi áhrif á þau.
Sósíópati sameinar narsissíska persónuleika röskun, það sem hét áður ofsóknarkenndar persónuleikaröskun og andfélagslega persónuleika röskun. Munurinn á illkynja narsissista og sósíópata er sú að illkynja narsissisti vill tengjast öðru fólki eða hópi fólks svo að þeir geti verið næstum því eins og foreldra fígúrur og leitt hópinn á þá vegu eins og einhver sem er stoltur af landinu eða fólkinu/hópnum. En undir yfirborðinu þá eru þau sjúklega sjálfselsk og eyðileggjandi.
Afkastamikill narsissisti
Þetta eru þeir narsissistar sem eru snillingar, skapandi og hæfileikaríkir, svo mikið að þeir geta látið stórmennsku drauma sína rætast. Allir draumar og vonir sem flestir ef ekki allir narsissistar eru með sem er ekki byggt í raunveruleikanum, þeir geta látið það birtast (manifest). Hvort sem að þeir skapa hugbúnaðarfyrirtæki, símafyrirtæki eða fannst upp rafmagn, hér segist Ross vera að hugsa um mismunandi fólk sem voru virkilega narsissísk.
Þú getur verið þátttakandi í gríðarlegum uppgötvunum og framförum á heimsvísu og á sama tíma verið sjúklegur narsissisti.
NPD Narsissísk persónuleika röskun er einn flokkur.
Borderline persónuleikaröskun er það sem Ross kallar ég hata þig en ekki fara frá mér röskun. Það eru gríðarlega margar breytur í þessari týpu af narsissisma en það eru engar undirtýpur sem Ross þekkir.
Í grundvallaratriðum með fólk sem er með BPD er sú að þau eru öll með sama skapofsa þegar það kemur af vissum kveikjum (triggers). Þau geta flætt á milli þess að vera elskandi og að vilja að hugsa um og að dást að manneskjunni sem er félagi þeirra og þau eru í rómantísku sambandi með. Ef það er kveikt (triggered) á þeim þá upplifa þau narsissískt sár (narsissistic injury) sem breytist í reiði og ofsareiði (rage) og þau vilja eyða manneskjunni sem "kveikti" á þeim. Þau vilja
særa þau, meiða og refsa þeim. Þetta er alltaf hringur frá því að hata og vilja eyða til að elska og vilja að hugsa um, þetta ástand heldur áfram og áfram.
ASAP Andfélagsleg persónuleikaröskun
Andfélagsleg persónuleikaröskun er þekkt af flestum sem sósípati. ASAP stendur fyrir andfélags persónuleikaröskun. Það er betra að vera glugga þurrkan en skordýrið röskun, samkvæmt Ross. Þetta fólk hefur enga samúð, enga eftirsjá, ef þau særa einhvern þá hugsa þau að þetta sé bara svona að þú getur alveg eins náð í þetta áður en einhver annar nær í þetta. Þau hafa alls enga samúð fyrir öðrum og ef þau eru að "sýna" hana þá er það algjörlega leikið. Það fjallar allt um þau sjálf. Þau hafa engan áhuga að vera í sambandi. En SLD´s eru oft í sambandi með þeim vegna þess að aspd´s er oft og þá sérstaklega ef þau njóta velgengi, þau þurfa þau trúanlega bakgrunn.
Ross segir að hann hafi einu sinni unnið sem fagmaður við ljósmyndun og þú þarft alltaf að vera með bakgrunn svo að manneskjan líti vel út. Aspd´s þurfa að vera með bakgrunn svo að þau líti út fyrir að vera eðlileg eða mannleg. Kona, börn, hús og góð vinna. Þeir einstaklingar sem eru með aspd og njóta velgengni byggja það og þurfa því að vera í hjónabandi. Það veldur fólki mjög oft miklu uppnámi þegar Ross byrjar að benda skjólstæðingum sínum á, að maki þeirra eða ástvinur er sósíópati. Ross lýsir því að margir verða undrandi.
Hann byrjar að lýsa því fyrir skjólstæðingum sínum ekki samkvæmt kenningu en hann útskýrir hvað þau sögðu honum og hann tengir það við andfélagslega persónuleikaröskun.
Það eru tvö form af aspd eitt er kallað sósípatí sem er andfélagsleg persónuleikaröskun og hin er kölluð síkópatí (psychopathy). Hér erum við með sósípata og síkópata og munurinn er að síkópatinn fær ánægju af því að valda sársauka. Hann nýtur þess að vera með vald og stjórn þeir fá ánægju af ofbeldi og skaða sem þeir valda öðrum.
Sá sem er hvað erfiðastur að auðkenna er sá sem Ross kallar stjórnlausan fíkil. Ef einhver hefur þekkt heróínfíkill og alkóhólista sem eru djúpt sokknir í fíknina. Þá skilja þeir sem þá þekkja að þessir einstaklingar munu skaða, svíkja og stela frá hverjum sem er bara til þess að geta fengið eiturlyfið sitt. Þetta fólk yfirstígur sín eigin siðamörk og siðamörk samfélagsins bara til þess að fá eiturlyfið sitt. Ef þú ert í sambandi með einstaklingi sem er á þessu stigi þá eru þessir einstaklingar með kjarna narsissisma sem keyrir fíknina áfram. En munurinn á fíklinum og þeim þremur persónuleikaröskunum sem var rætt um hér að ofan er sú að ef þau verða edrú og lifa í edrú mennsku þá getur þú virkilega séð hvar þau eru á samfellunni. Þegar þau eru undir áhrifum þá haga þau sér eins og narsissistar en eru í raun SLD´s eða í raun og veru sjúklegir narsissistar eða einhver þar á milli.
Áhrif narsissískrar misnotkunar á SLD´s
Við erum núna búin að ræða um persónuleikaraskanir núna ætlum við að læra um hvernig þær hafa áhrif á SLD´s og hvernig það birtist sem narsissísk misnotkun (narcissistic abuse). Allar persónuleikaraskanir, allur sjúklegur narsissismi kennir öðrum um vandann. Narsissistar/persónuleikaraskanir eru ófær að taka ábyrgð nema að þau séu leynilegir narsissistar (covert narcissist) og þau eru að þykjast vera með innsýn. Þau varpa (project) vandamálum sínum á aðra. Þú eru innilega eigingjörn, sjálfselsk og dómhörð. Narsissistar/persónuleikaraskanir sjá það í öðru fólki og líkar illa við þau vegna þess.
Oftast þá eru þau að varpa yfir á aðra manneskju þau sjá ekki hver manneskjan er í raun og veru. Sem er ástæðan fyrir því að í nánast hverri þjálfun sem Ross hefur haldið þá fær hann sömu spurninguna; getur þú verið bæði narsissisti og meðvirkur? Eina manneskjan sem spyr af því er manneskjan sem hefur verið gaslýst. Vegna þess að þau hafa sogað inn af sér vörpunina. Þetta er kallað framvísandi auðkenning (projective identification).
Getur narsissistinn minn breyst?
Ef einstaklingur með persónuleikaröskun sem teygist í sósíópata og hvort að þau séu sósíópati eða leynilegur narsissisti þá eru þau meðvituð um hvað er rangt og særandi en þau fara í afneitun um það. Mikið af sjúklegum narsissistum eru óvitandi um sjálfan sig.
Sjúklegir narsissistar halda að þeir hafi rétt á (entitled) þeir halda það að þeir eigi að fá meira og eigi rétt á meiri virðingu en annað fólk, vegna uppblásinnar sjálfsvitundar sem er annað orð fyrir stórmennsku (grandiosity).
Stórmennska er þegar einstaklingur trúir því að hann sé mikilvægari en raunveruleikinn sýnir.
Þau hafa enga innsýn inn í sinn eigin vanda vegna eðli persónuleika raskanir. Þau eru óvitandi að röskuninni fyrir utan þá sem eru með andfélagslega persónuleikaröskun og leynilegir narsissistar.
Þeir eru með djúpt innrennsli af sundurgreindri samsettri skömm en þau ná ekki til skammarinnar meðvitað. Þau eru ónæm fyrir að leita sér hjálpar og þau eru náttúrulega blekkjandi (manipulative).
Ross segir að hann sé oft spurður af þessari spurningu, hann segir að sá einstaklingur sem trúir því að manneskja sem ekki telur sig ekki eiga í vandræðum og kennir öllum öðrum um vandamál sín geti breyst, sé skýrt merki um meðvirkni.
Einstaklingur sem harðneitar að fara í sálfræðimeðferð og gerir lítið úr öðrum sem vilja fara getur ekki og mun ekki breytast!
Þú getur ekki breyst ef þú leitar þér ekki að hjálp og tekur ábyrgð á eða ert tilbúin til þess að sjá og viðurkenna vandann.
Ross vill taka það fram að í dag er enginn meðferð til sem virkar á andfélagslega persónuleikaröskun eða sósíópata.
En það eru til tvær meðferðir fyrir narsissíska persónuleikaröskun og tveir möguleikar fyrir þá einstaklinga sem eru með borderline persónuleikarsökun. Þessar meðferðir virka ef manneskjan heldur áfram í meðferð í mörg ár.
Vandamálið hér er að manneskjan sem er með NPD eða BPD geta oftast ekki haldið sig í meðferðarúrræðinu nógu lengi svo að það hafi áhrif. Þess vegna eru flest meðferðarúrræði við narsissisma árangurslaus vegna eðli röskunarinnar og óhæfni einstaklingsins til þess að taka við meðferð, ásamt því að einlægur hvati fyrir meðferð og aðstoð er oftast ekki til staðar.
Þess vegna mælir Ross alls ekki með því að fara í hjóna/sambandsráðgjöf með narsissista. Það virkar ekki. Ross skarar á hvern SLD sem skilur efnið hans og hefur náð árangri í eigin bata, Ross segir að þau munu nánast alltaf segja nánast það sama; að annaðhvort hafði meðferðaraðili í ráðgjöfinni ekki hugmynd og gat ekki haft stjórn á narsissistanum. Meðferðaraðili var líklegast meðvirkur sjálfur og var hræddur við narsissistann eða að þeir voru kyrktir (trianglulated).
Er erfitt að sjá narsissista?
Þetta er áhugaverð spurning segir Ross. Ross segir að fólk segir honum oft að þegar þau hafa lesið The Human Magnet syndrome og byrjað að vinna í sjálfsástarrsökuninni sem þau voru/eru með, þá sjá þau narsissista alls staðar. Hér förum við aftur í byrjun vinnustofunnar, þú getur ekki séð það sem þú veist ekki hvað er eða hefur ekki heyrt um eða verið kennt. Þú getur ekki séð það sem er falið og þú ert ófær um að sjá. Flestir narsissistar eru sjáanlegir þeim sem hafa náð verulegum árangri í bata frá sjálfsástarrsökun. Oftast á þrepi tvö eða þrjú í meðferðaráætlun Ross þá getur þú séð narsissista alls staðar. Á þessum tímapunkti þó á þrepi tvö eða þrjú þá getur þú mögulega ekki staðist þá ef þú ákveður að eltast við rómantískt samband á þessum tímapunkti.
Ross kallar innsæi tilfinningu sem hann fær í kringum narsissista sem er tilfinning um að hér er hætta á ferð, narcometer.
Hann lýsir þessu fyrirbrigði eins og vél sem skráir orku og sendir skilaboð til hans um að forða sér. Skilaboðin/orkan lætur honum líða óþægilega. Þetta innsæi fylgir bataferlinu frá sjálfsástarrsökun, allir sem hafa yfirstigið sjálfsástarröskun lýsa sömu eða svipuðu fyrirbrigði.
"Efnafræði" mannlega segulheilkennis breytist samkvæmt sambands samfellunni þegar einstaklingur verður heilbrigðari og nær bata. Ef þú ferð frá neikvæðu fimm í neikvæða tvo, þú ert heilbrigður og hefur náð sjálfsástar gnægð (Self Love abundance) þá breytist efnafræðin í þér.
Efnafræðin er ómeðvituð viðbrögð við einhverjum sem virðist vera aðlaðandi. Þú laðast af heilbrigðu fólki og þú verður hrakinn frá fólki sem er það ekki. Þetta virkar eins og segull, andstæður passa saman.
Er það sem Ross kallar Ísjakatilgáta
Ef þú ert í bata og þér er að batna og þú ert að ná árangri í prógrammi sem er svipuð eða er Sjálfsástar meðferðaráætlun Ross Rosenberg. Þá byrjar þú að sjá narsissista útum allt. Þegar þú sérð þá, þá ertu nógu heilbrigður til þess að forðast þá eða þú hrífst enn af þeim og þykir þeir vera aðlaðandi.
Narsissistar geta ekki falið sig frá einhverjum sem er nógu heilbrigður og hefur næga þekkingu til þess að vita hver þeir eru. Narsissistar eru svo augljósir. Ross segir að hann viti ekki um SLD sem varð SLA (Self Love abundant) sem getur ekki með hugsun eða eðlishvöt eða fundið fyrir narsissistanum. Þegar það gerist þá verður þú meðvitaður um efnafræðina á milli ykkar. Ef þú getur ekki fundið fyrir þeim og tengst narsissista mælaranum þá getur þú vitað það bara með því að fylgjast með þeim. Það er augljóst að auðkenna narsissista bara á því hvernig þau tala og koma fram við fólk.
Eitt af því sem er áskorun fyrir Ross að útskýra fyrir fólki, er af hverju það er erfitt að sjá narsissista, fyrir utan narsissista mælirinn (narcometer) og fyrir utan alla þekkinguna og efnið sem er til.
Þetta þýðir að þú getur séð það sem er ómögulegt að fela. Ef þú hugsar um ísjaka þá ertu örugglega aðeins að sjá tíu prósent af öllum ísnum. Það gerist vegna þyngdarafls og allra þeirra vísinda-útskýringa sem eru ekki tiltækar hér. Ísjakinn getur ekki flotið í sjónum án þess að sýna eitthvað.
Jafnvel sósíópatar og leynilegir narsissistar sýna greinanleg og augljós einkenni narsissisma. Þú getur auðveldlega séð þá þegar þú ert í bata eða þegar þú hefur náð Sjálfsástar gnægð miklu auðveldara en þegar þú varst SLD sem hafði ekki hafið meðferðar ferli.
Narsissískt misnotkunarheilkenni
Narsissistic abuse syndrome
Það eru til mörg nöfn yfir sama vandann, narsissískt misnotkunarheilkenni er eitt af þeim. Það þýðir að þú ert í sambandi með narsissista þar sem þú upplifir að vera máttlaus að yfirgefa sambandið eða þú hefur verið gerður máttlaus að fara. Manneskjan sem er narsissistinn í sambandinu er mjög skaðleg á þann hátt sem er mjög sjálfselskt og í mörgum tilvikum útreiknað. Það er narsissískt misnotkunarheilkenni.
Í öðrum orðum þá ert þú í sambandi með narsissista og þau særa þig. Það sem þú veist nú þegar eftir yfirlestur þessa vinnustofu og það sem aðrir kenna sem eru yfirvald í þessu efni. Er það að þó að ofbeldi og misnotkun er aldrei afsakanleg og Ross segir að hann kenni aldrei SLD um ofbeldið og misnotkunina, þá þurfum við að skilja að vegna SLD röskunarinnar og píramídans sem hefur verið ræddur. Þá skiljum við af hverju SLD´s eiga svo erfitt með að yfirgefa narsissistann.
Þetta er ekki einföld jafna til þess að skilja, þetta er narsissísk misnotkun og ef þú þekkir hvað hún er þá ættir þú að geta farið. Narsissískt misnotkunarheilkenni skapar geðheilbrigði vandamál og tilfinningaleg vandamál sem eru mjög augljós. Kvíði, þunglyndi, ótti og vonleysi. Ofsakvíðaköst og jafnvel sjálfsvígshugsanir og tilraunir. Ofsóknarbrjálæði og félagsfælni. Svefnleysi eða ofsvefnleysi (hypersomnia). Matarvandamál og jafnvel sjálfsskaði.
Í öðrum orðum þá eru mörg mismunandi viðbrögð sem fólk tekur við narsissískri misnotkun. Þau viðbrögð eru beintengd geðheilbrigði ástandi manneskjunnar fyrir sambandið, geðheilbrigði ástandi á meðan sambandinu stendur yfir og þeirri týpu af narsissista sem þú eru föst við. Og sálræna getu þeirra til að lifa af eða að hrynja í sundur.
Sjálfsástarröskunin dregur úr þeim seiglu
Að auki og þetta er parturinn sem er flestum ósýnilegur þá skapar narsissísk misnotkun líkamleg læknisfræðileg vandamál. Hér er meint líkamleg vandamál sem eiga uppruna í sálfræðilegum ástæðum. Það gætu verið geðræn vandamál sem eru alvöru læknisfræðilegar raskanir sem er valdið af sálrænum einkennum sem er valdið af sálrænu stressi.
Allt frá magasárum, höfuðverkjum, of hár/lágur blóðþrýstingur, hjartaáfall og jafnvel hjartasjúkdómar en það sem er í raun og veru mjög truflandi og því miður ósýnilegt flestum er það að það eru viss geðræn og líkamleg vandamál sem læknar hafa enga hugmynd að eru af völdum sálfræðilegra ástæðna. En þeir meðhöndla þessi vandamál sem læknisfræðilega sjúkdóma.
Eitthvað eins of vefjagigt. Ross segir að hann hafi ekki hitt eina manneskju með vefjagigt sem var ekki með barnæsku viðhengisáfallal/festingarsára. Og þau voru fórnarlömb í samböndum þar sem þau upplifðu að vera föst og gaslýst. Þetta eru alvöru læknisfræðileg vandamál sem þurfa læknisfræðilega meðferð. Þessi vandamál geta stytt lífið þitt!
Ross segir að hann hafi verið með skjólstæðing sem var sjötíu og tveggja ára. Hann segir að hann hafi verið með mörg læknisfræðileg vandamál. Flest þeirra voru sköpuð af narsissískri misnotkun, hvort sem það var frá barnæsku eða samböndin sem hann hafði verið í, í gegnum lífið.
Afleiðingar narsissískrar misnotkunar birtust sem alvöru læknisfræðileg vandamál. Ross segir að hann hafi verið með skjólstæðinga sem töpuðu næstum því lífi sínu vegna þess.
Sálfræðileg vandamál sem narsissísk misnotkun veldur er af sjálfsögðu sjálfsástarrsökun, áfallastreituröskun, kvíðaröskun, þunglyndisröskun, narsissísk misnotkun getur einnig valdið fíkniefna/lyfja misnotkun. Fíkniefna/ og lyfja misnotkun er mjög algeng. Ross áætlar að 33% allra SLD´s misnota hugbreytandi efni sem leið til þess að lifa með neyð og kvöl röskunar þeirra.
Margir verða háðir, verða af alkóhólistum og það sem er erfitt er þegar SLD verður af fíkli þá haga þau sér á narsissískan hátt þegar þau eltast við hugbreytandi efnið sama hvað.
Narsissískt misnotkunarheilkennið er mannlega segulheilkennið þvingað. Það þýðir að allt sem þú hefur lært um mannlega segulheilkennið hingað til er að það færir fólk saman í samband með einhverjum sem er augljóslega skertur og narsissískur, skaðlegur, beitir ofbeldi og gaslýsir. Þér líður eins og þessi manneskja er rétt fyrir þig og góð fyrir þig.
Þú verður ástfanginn af þeim. Þegar þú kemst af því að þau eru ekki góð né rétt fyrir þig og sálarfélaginn breytist í klefafélaga, þá getur þú ekki farið og ekki bara vegna þess að þú ert að verða fyrir narsissískri misnotkun sem getur innihaldið gaslýsingu heldur einnig vegna allra þeirra ástæðan sem við höfum verið að tala um sem tengjast sjálfsástarrsökun.
Þetta er krónískt munstur, líkamlegs, tilfinningalegs og eða kynlífs misnotkun. Þú getur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hendi eiginmanns þíns eða eiginkonu. Fyrir suma þá er er sú hugmynd óvenjuleg. En það eru svo margar leiðir fyrir narsissista til þess skaða þig og meiða. Þeir geta fengið þig til þess að gera hluti sem þig hefur aldrei langað til gera en þú ert fastur og blekktur eða narsissistinn er með yfirburði yfir þér.
Ofbeldið er alltaf gert af einstaklingi sem er sterkari og kraftmeiri. SLD´s geta verið líkamlega hraustir og sterkir og þau geta verið mjög tilfinningalega klár. En narsissistinn hefur alltaf brúnna vegna þess að þau vita hvernig skal lemja niður, nota og yfirþyrma allar varnir sem SLD´s eru með sem myndu vanalega vernda þau.
Ofbeldið er oftast leynilegt og ósýnilegt
Við vitum að leynilegir narsissistar skaða á leynilegan hátt. Við vitum að sósíópatar, hvort sem þau eru síkópatar eða sósíópatar þá er það leynilegt. Þetta inniheldur líka marga flokka narsissískrar persónuleikaröskunar og borderline persónuleikaröskunar. Vegna þess að sjaldan þá er ofbeldið ekki tengt narsissista og hans þörf til þess að stjórna með yfirráðum eða vegna narsissískra sára (narcissistic injuries)
Ef þú ert óaðvitandi SLD og þú hefur lifað í ofbeldisfullu umhverfi í ofbeldisfullum samböndum og þú hefur á einhvern hátt aðlagast því og hefur á einhvern hátt afsakað það, þá munt þú ekki sjá það.
Ef þú skilur ekki hvað eitthvað er þá getur þú ekki séð það.
Narsissískt ofbeldi getur virkilega skaðað fólk á krónískan sálfræðilegan hátt, á persónulega hátt, félagslegan hátt og andlegan hátt. Það getur haft hræðilegar afleiðingar á fólk sem getur jafnvel leitt til dauða eða morðs. Flestir SLD´s eru ekki í sambandi þar sem þau óttast að verða myrt. En þetta er hægur dauði sem með tímanum þá hverfur persónuleiki þeirra og samböndin þeirra og tilfinningar þeirra um von og hamingju.
Mamma hans Ross Rosenberg dó þegar hún var sjötíu og tveggja ára. Guð blessi hennar sál. Hún dó sem niðurbrotin meðvirkur einstaklingur. Hún kynntist því aldrei hvað hamingja og uppfylling voru. Pabbi hans Ross alveg til enda var sjúklegur narsissisti. Pabbi hans Ross neitaði að heimsækja mömmu hans Ross á spítalanum þar sem hún var að deyja vegna þess að honum fannst það óþægilegt. Þegar Ross reiddist (það var hlutverk hans Ross, að reiðast) og hann sagði mömmu sinni að þetta væri algjört rugl, þá bjó hún til afsakanir fyrir hann og sagði Ross að þetta væri allt í lagi.
Gaslýsing er algeng í narsissísku misnotkunarheilkenni. Gaslýsing er mjög tengd sjálfsástarröskun frá byrjun, þegar röskunin skapast þangað til að öll sambönd birtast.
Narsissískt misnotkunarheilkennið er ofurlímið, í öðrum orðum það heldur sá sem þjáist það föstum í tilfinningum þess að þau geta ekki komist undan því.
Maður hefði haldið að hvaða reynsla af ofbeldi og misnotkun myndi hvetja hvern sem er til þess að komast undan því. En stærsti partur ofbeldisins eins sársaukafullt og skaðlegt það er þá er það líka hannað til þess að gera SLD máttlausan (powerless).
Hvort sem það er gert meðvitað með tilgangi eins og leynilegur narsissisti eða sósíópati og síkópati gera. Eða sem afleiðingar af sambandi milli sjálfsástarröskunar og narsissíkrar persónuleikaröskunar.
Ofur límið er ekki bara narsisstinn heldur er það líka SLD sem getur ekki komist undan.
Einkenni narsissískra misnotkunarheilkennis NAS
Lægra eða lágt sjálfsálit og sjálfsmat
Sjálfsálit og sjálfsmat eru tengd sjálfsástar gnægð þá eru þau öðruvísi. Sjálfsálit er jákvæðar tilfinningar sem þú berð til sjálfs þíns.
Einkennisrof
Það er mannlegt að byggja upp einkenni eða auðkenni sérstaklega þegar þú ert yngri. Þú byggir einstakt einkenni byggt á þínum einstaka persónuleika og í gegnum fólkið í kringum þig sem styður þig og nærir. Og í gegnum lífsreynslu þína góða/slæma og hlutlausa. Ef einhver var með einkenni sem var jákvætt þá verður því eytt og fellt niður af narsissista vegna þess að jákvætt sjálfsálit og heilbrigt einkenni passar ekki við samband með sjúklegum narsissista.
Einangrun
Einangrun er hægt að skilja frá þremur mismunandi leiðum. Einangrun getur verið þröngvað á SLD af narsissista, gaslýsingin, stjórnin. Blekkjandi og ógnandi manneskja sem kerfisbundið afmáir SLD fórnarlamb sitt.
Eða einangrun getur komið frá ástandi sem var fyrir eða SLDD sem var þegar til staðar. Hér er einstaklingur þegar hætt við að einangra sjálfan sig vegna sjálfsástarsökunar. Þessi einstaklingur einangrar sig vegna þess að honum skortir sjálfsálit og þau trúa því að enginn geti elskað þau fyrir sá sem þau eru og ef þau virkilega vissu hver þú ert.
Þriðja tegund einangrunar er einangrun sem þú veldur sjálfu
Ef þú hefur verið lamin niður allt þitt líf og þú ert að upplifa verri aðstæður í fullorðins sambandinu sem þú ert í og þú ert að einangra þig og þú ert að reyna að fela það. Þá munt þú reyna að koma í veg fyrir eins mikinn sársauka og skaða sem kemur í áttina til þín.
Þetta er ofurvaki (hypervigilance) eða áhyggjur um að líta ekki illa út, gera ekki mistök og að koma í veg fyrir að vera gagnrýnd. Þetta er ástæðan fyrir því að SLD er alltaf að afsaka sig þau eru alltaf taugaóstyrk yfir því að gera mistök. Þau er svo oft kvíðin að það laðar við ofsakviða.
Stuðningsnet hverfa
Aftur það getur verið vegna eðli sjálfsástarrsökunar eða það getur verið vegna þess að einstaklingur eru í ofbeldisfullu sambandi við sjúklegan narsissista. Þau upplifa meiri og meiri skömm yfir því eða vegna þess að þau hafa verið gaslýst. Þetta skapar samsetta skömm (compound shame) eða eykur hana. Ef einhver er nú þegar sjúklega einmana þá er það eins og að henda bensín á eld. Þessi einmanaleiki er inn í sambandinu.
Sjúklegur einmanaleiki og einmanaleiki inn i sambandi eru mismunandi og öðruvísi.
Einmanaleiki er sú reynsla að upplifa sig aleinan þó svo að að þú sért í kringum fólk eða einn með sjálfum þér.
Sjúklegur einmanaleiki er tilvistar-kreppa
Einangrun veldur því að sá sem þjáist hana tjáir lélega ákvarðanir. Það er augljóst en ef þú ert SLD sem hefur ekki upplifað að tjá sjálfselskandi ákvarðanir vegna þess að þú hefur verið gaslýstur og orðið fyrir narsissískri misnotkun. Þá er það ljóst að þær ákvarðanir sem þú tekur eru brenglaðar.
SLD´s eru berskjaldaðir fyrir narsissískri misnotkun
Ross segir að hann hafi ekki klínískar rannsóknir á bak við nákvæmlega þetta. En hann hefur unnið við þetta í 35 ár. Einhver sem er ekki skilgreindur með sjálfsástarrsökun mun ekki finnast sjúklegir narsissistar aðlaðandi, þá efnafræði hlutan. Og við skulum segja að ef þau væru það og þau hitta sósíópata, þá strax og gera sér grein fyrir þvi að þessi manneskja er skaðleg þá fara þau strax!
Þau gefast ekki upp fyrr en þau eru búin að koma sér út úr þessum aðstæðum.
En SLD´s samkvæmt mannlega segulheilkenninu munu finnast sjúklegir narsissistar aðlaðandi, festast í sambandi með þeim og þau eru berskjölduð fyrir narsissískri misnotkun. Þau er berskjölduð vegna þess að þau eiga það til að aftengjast sársaukanum og tilfinningum sínum. Það er auðséð vegna þess hve óaðvitandi þau eru. Þeim skortir vitund um töpin og sársaukann sem þau eru að upplifa.
Það er oft áfall fyrir skjólstæðinga Ross þegar hann útskýrir fyrir þeim að þau eru partur af skaðanum sem er að hafa áhrif á börnin þeirra. Það er erfitt að horfast í augu við það. Ross segir að auðveldasta leiðin fyrir hann til að sýna fram á það er að spyrja skjólstæðinga og fá þau til þess að tala um sína eigin barnæsku.
Ross segir að hann spyr þau af því hvort að þau hafi verið vernduð af þeim foreldra sem var/er meðvirkur. Í gegnum umræðu sem er stuðningsrík þá fær Ross skjólstæðinga sína til þess að skilja það að eins mikið og SLD foreldra sinn.
Þá eru þau gröm og reið út hann vegna þess að foreldrið hugsaði aldrei um sín eigin börn vegna ótta við að vera ein og ótta við narsissistann.
Það er mjög auðvelt að taka því sem er skrifað hér að ofan og halda að hér sé verið að kenna fórnarlambi um. Hér er ekki verið að kenna um. Ef við ætlum að skilja SLDD þá þarf að skilja að sjálfsástarröskun er kynslóðar röskun sem erfist. Eina leiðin til þess að sleppa frá SLDD er að heila sjálfan þig.
Samviskubit - Eftirsjá - Skömm
SLD´s eru berskjaldaðir og viðkvæmir fyrir því að vera sekir og smánaðir (shamed). Fljúgandi apar þetta eru gaslýsandi vinnusambönd við aðra gerendur eða annað fólk sem hefur samúð með því hvernig narcissistinn sér vandamálið. Þessi einstaklingar eru á einhvern hátt tengdir nacissistanum, hvort að þeir hafi verið blekkir (manipulated) af þeim eða að þeir eru eins og narcissistinn.
Óheiðarleiki
SLD´s eru berskjaldaðir fyrir narcissískri misnotkun vegna þess að narcissistar ljúga og halda aftur upplýsingum. SLD á það til með að trúa fólki og gefa fólki of mikinn trúverðugleika í samböndum með fólki sem lýgur. Þau eru alltaf að gefa fólki ávinning af efa og að vera jákvæð og þau vilja alltaf trúa því að manneskjan sem er að ljúga hefur samvisku og skömm. Ástæðan fyrir því að SLD´s eru berskjölduð og viðkvæm fyrir þessu vegna þess að þau eiga það til með að aftengjast.
Grunnurinn af SLDD er viðhengisáföll (attachment trauma), það þýðir að það er svo mikill sársauki og skaði sem þau upplifðu sem börn (attachment trauma) að það var aftengt meðvituðu minni.
Þau hafa því ekki beinan aðgang af þessum minningum, því aftengjast þau oft atburðum sem tengjast aftengdum minningum.
SLD´s eru berskjaldaðir narsissískri misnotkun vegna þess að þau eiga það til að aftengjast og deyfa út atburði. Í öðrum orðum þau horfa fram hjá rauðum flöggum eða sjá þau ekki.
Ef einhver er að reyna að skaða þig og meiða, og á sama tíma að segjast elska þig og þú vilt blokka út hlutann sem sýnir þér hve mikið þau elska þig ekki. Þá getur þú aftengst frá því og aðeins tengst því sem þú trúir að sé jákvætt.
Narsissistar þröngva sektarkennd og smán upp á SLD´s þangað til þau samræmast vilja narsissistans. Þetta tengist gaslýsingu.
Fljúgandi apar (flying monkeys)
Slægir og útreiknaðir narsissistar eru með fylgjendur sem hafa verið blekktir (manipulated), heilaþvegnir og kyrktir (triangulated) til þess að fylgja þeim og trúa yfir SLD, eða fljúgandi aparnir eru líka narsissistar.
Það er frægur einstaklingur sem segist vera sérfræðingur á sviði narsissisma og þessi einstaklingur er með svakalegt fylgi á youtube. Ross segir að hann og aðrir hafa skorað á viðkomandi og staðið gegn svarthvítri skoðun hans/hennar og í kjölfarið þá upplifði þessi einstaklingur narsissískt sár (narcissistic injury). Sá einstaklingur leið eins og að hann þyrfti að skaða manneskjuna sem var að spyrja hann spurninga. Fylgjendur hans blönduðu sér í málið og þeir sátu fyrir spyrjenda og sköðuðu hann á hvaða hátt sem þau gátu.
Þetta er sjúklegur narsissisti sem er með fljúgandi apa á stórum skala. Ef við skoðum þetta á minni skala þá eru SLD´s fastir í narsissískum ofbeldissamböndum. Ekki bara af narsissistanum, heldur líka af fólki sem hefur verið annaðhvort blekkt eða farið af sjálfsdáðum inn í djöfullegan málstað narsissistans til þess að skaða þig og koma í veg fyrir að þú flýir.
SLD´s eru berskjaldaðir vegna þess að vissir þættir menningu, trúar og siðferðiskenndar koma í veg fyrir að þau hafi val og að þau spyrji spurninga. Þetta kemur í veg fyrir að þau geti staðið upp gegn reglum og væntingum sem eru skaðleg þeim.
Ég er ekki að predika um trúarbrögð í sjálfum sér en mörg trúarbrögð eru með innbyggðar reglur um að ef reglunum er ekki fylgt þá verða neikvæðar afleiðingar. Þetta getur átt við hvað sem er.
Afleiðingarnar sem eiga að fylgja því að brjóta þær eru oft að einstaklingur er þá syndari og hann fer til helvítis.
Ef hjónabandi hefur verið þröngvað upp á þig eða þú verður ólétt ó planað og þig langar hvorki að gifta þig né eignast barn á þessum tíma. Í þessum aðstæðum getur SLD ekki staðið með sjálfum sér og storkað reglum og trúm. Til þess að vera sanngjörn þá er það oftast áskorun og erfiðleikar að standa með sjálfum sér gegn "yfirvaldi".
Ross segir að hann leggi ekki dóma á menningar sem skipuleggja hjónabönd. En hann segir að hann leggi dóm á skipulögð hjónabönd þegar einn einstaklingur í hjónabandinu er skaðlegur og ofbeldisfullur sjúklegur narsissisti sem tengist annarri manneskju sem er berskjölduð sem er annaðhvort SLD eða önnur týpa af manneskju. Í þessum aðstæðum þá hefur berskjaldaði einstaklingurinn eiga leið út.
Ross segir þetta ástand vera missir mannlegs möguleika.
Ef þessir einstaklingar fara þá eru afleiðingarnar svo yfirþyrmandi hvort sem að það er kirkjan eða samfélagið innan kirkjunnar, presturinn eða rabbíninn. Afleiðingarnar eru svo miklar að þau geta ekki einu sinni leitt hugann af því.
SLD´s eiga það til að vera einangraðir af öðrum og af sjálfsdáðum. Hvort sem það er gert af öðrum augljóslega sem er oft einangrun í gegnum árásargirni. Ef þú ferð þá lem ég þig. Ef þú ferð þá segi ég krökkunum þínum/okkar hvað þú gerðir áður en þú kynntist mér. Sem var líklegast einkamál og eðlileg mistök sem fólk gerir.
Narsissistar nota stundum fortíð SLD´s sem vopn og kúgun til þess að stjórna þeim.
Þessi einangrun sem er orsökuð augljóslega (overtly) í gegnum gaslýsingu
Einangrun byggð á skömm
Sá sem einangrar sig vegna skammar trúir því að enginn geti eða vilji elska sig. Þessi einstaklingur telur sig vera óelskandi, ófríður, illa gefin og engum líki við hann.
Skömmin fær þig til að forðast hvern sem er sem gæti verið þér góður. Þetta ferli er ómeðvitað byggt á áföllum, gaslýsingu og aðstæðum.
Geðræn vandamál
Ross segir að hann upplifi sterkar tilfinningar varðandi þetta mál. Hann segir að hann hafi þjáðst af geðrænum vandamálum og að hann hafi verið sárþjáður í kvölum. Þegar Ross var 29 ára þá fór hann í skurðaðgerð á baki. Aðgerðin var mjög flókin og hún innihélt samruna. Eftir skurðaðgerðina þá hvarf helmingur sársaukans en hann segir að hann hafi samt sem áður verið í hryllilegum sársauka. Enginn skyldi af hverju hann var í sársauka vegna þess að það var enginn læknisfræðileg ástæða fyrir honum. Sársaukinn var lamandi og varð til þess að Ross þurfti oft að hringja sig inn veikan vegna þess að hann var rúmfastur.
Það var ekki fyrr en hann rakst óvart á bók sem heitir Mind over backpain eftir Jhon Sarno. Ross segir að hann hafi uppgötvað að bakverkir og önnur krónísk vandamál geta verið valdið af óleystum sálrænum vandamálum.
Ross setti þetta allt saman og komst af lokum að þeirri niðurstöðu að þegar hann er í sambandi þar sem hann upplifir að hann sé fastur sem er kjarna reynsla barnæsku viðhengissára hans þá bregst líkaminn hans við. Á þá vegu að það er tekið mest eftir á veikasta hlekknum. Fyrir Ross þá er það bakið á honum fyrir aðra þá eru það höfuðverkir, sumir eru með króníska verki í hálsinum aðrir fá blæðandi magasár eða háan blóðþrýsting, þetta er alvöru sársauki og alvöru læknisfræðilegar raskanir.
Ónæmiskerfið hjá SLD´s er skert út af stöðugu álagi og öll hormónin og efnin (chemicals) sem niðurstaða stress og þau tæma getu líkamans til að vernda sig. Niðurstaðan verður sú að þú verður veikur af líkamlegu og læknisfræðilegum vandamálum sem líkami þinn hefði venjulega getað barist við.
Þróunar brestur
Við tjáum sálfræðileg áföll í gegnum líkamleg vandamál. Áföllin eru tjáð ómeðvitað svo að við getum ekki tengt við þau. Ross segir að það hafi tekið hann næstum því sex ár eftir skurðaðgerðina að setja staðreyndirnar saman og að átta sig á því að þangað til að hann frelsaði sig frá tilhneigingu að vera í sambandi við narsissista þá myndi bakið á honum tjá tilfinningar stressins.
Þegar hann varð meðvitaður um þetta þá skyldi hann við eiginkonu sína og bakverkirnir hurfu.
Það er mikilvægt að íhuga þetta vel og vandlega vegna þess að þú gætir verið í sambandi við narsissista og það er enginn augljós (overt) líkamleg eða sálfræðileg misnotkun. Þú gætir verið að upplifa að þú sért fastur og þú gætir verið í mikilli líkamlegri og huglægri yfirþyrmingu eða með geðræn vandamál.
Orsök narsissískrar misnotkunar er mannlega segul heilkennið (Human Magnet Syndrome). Sambands dýnamíkin, "efnafræðin á milli SLD´s og narsissista, dansinn og samsvörun sambandssniðmáta.
Sambandsniðmátið er afleiðing viðhengisáverka
þegar þú varst barn þá upplifðir þú viðhengisáverka sem á endanum gerðu þig af SLD/meðvirkum. Þú fórnaðir sjálfum þér og gerðist ósýnilegur og fannst leið til þess að verða við þörfum narsissistans. Þessi leið skapaði falska skynjun á því að þú værir að upplifa ást. Þessi "ást" kom með skilyrðum.
Þetta er sambandssniðmátið þitt og þetta er grunnurinn af "efnafræði" (chemistry) á milli SLD´s og narsissista.
Þetta er ferli er ómeðvitað.
Þegar SLD fer á stefnumót með einhverjum sem er andlega heilbrigður þá upplifa þau taugaóstyrk og kviða vegna þess að þau óttast að vera dæmd og að segja eitthvað vitlaust og ef þau tala um eitthvað sem þeim þykir áhugavert þá upplifa þau það að manneskjan sem þau eru með tengir ekki við þau.
Þetta útkýrir líka af hverju þau upplifa sig örugg í þversögn í nærværu narsissista. SLD´s laðast ómeðvitað af narsissistum. Öflin sem koma með þig inn í samband með narsissista þar sem narsissísk misnotkun verður eru ómeðvituð. Jafnvel þó að þú komist út úr sambandinu þá munt þú endurtaka sama leikinn aftur og aftur þangað til að þú heilar sjálfan þig.
Önnur leið til þess að skilja af hverju meðvirkir og narsissistar passa vel saman í samböndum og hér er ekki meint á góða vegu. Þá förum við aftur í dansinn, hér lítum við á málið frá einföldu stærðfræðilegu þætti.
Ross er ekki að segja að narsissistar eða meðvirkir séu hálfir einstaklingar en merkingarlega séð þá er manneskja án sjálfsástar ( án sjálfsálits og hugrekkis) og þeirra persónuleika einkenni sem koma frá sjálfsástar gnægð (self love abundance), þessi einstaklingur þjáist kvalir.
Þessi manneskja er ekki andlega heilbrigð með innri auðlindir sem við fáum við fæðingu, þær hafa verið teknar. Ross kallar því sjálfsástarsnauða einstakling hálfa. Narsissistinn er svipaður þeir þróuðust ekki heldur í andlega heilbrigða einstaklinga þeir eru því annar hálfur. Þessir tveir hálfar þurfa á hvor öðrum að halda og án sambandsins þá getur þeim ekki liðið vel með sjálfan sig.
Þetta útskýrir sjúklegan einmanaleika og fíknina
Ef þú ert að berjast við efa og ótta við að vera einn og að enginn elski þig og þú hittir narsissista sem er fallegur og heillandi þá líður þér eins og að þú hafir hitt sálufélaga þinn. Þér finnst þú vera lifandi og hamingjusamur en aðeins í sambandi við narsissista upplifir þú það.
Hálfur og hálfur er jafnt og einn og einn er hálft samband. Aftur á móti ef þú ert með sjálfsástar gnægð (self love abundant) og þú þarft ekki aðra manneskju til þess að gera þig hamingjusaman en þú veist að þú munu gera þig hamingjusaman, þá ert þú háð innbyrðis sambandinu. Í öðrum orðum þá verður þú sjálfstæður á heilbrigðan hátt á þá vegu að þú ert háður á heilbrigðan hátt. Þú þarft ekki á sambandi að halda til þess að láta þér líða vel með sjálfan þig og til þess að taka sársaukann í burtu. Þetta er einn plús einn er jafnt og tveir og tveir er fullt samband.
Þetta er önnur leið til þess að skilja mannlega segul heilkennið og af hverju fólk kemur saman.
Ofur límið í samböndum er mannlega segul heilkennið
Hér innihald ofur límsins
Ein eining af meðvituðu lágu sjálfsmati
Ein eining af narsissískri ást
Ein eining af meðvitaðri skömm
Ein eining af ómeðvitaðri skömm
Tvær einingar af einmanaleika
Hristu þetta allt saman svo að öll innihöldin eru ofurflækt og bíddu í tvær vikur til þrjá mánuði þangað til að heillandi sálufélagaupplifunin hverfur.
Að lokum er ofurlímið tilbúið sem heldur SLD´s og narsissistum föstum saman í sambandi sem virðist vera endanlegt.
Til þess að útskýra hráefnin þá er manneskjan sem lágt sjálfsmat er SLD vegna þess að þau eru meðvituð um lága sjálfsmatið. Manneskja með stórmennsku og narsissíska sjálfsást er af sjálfsögðu narsissistinn. SLD er með meðvitaða skömm ómeðvituð skömm kemur frá narsissistanum. Bæði eru svakalega einamanna og saman þá heldur það þeim saman og gerir þeim næstum því ómögulegt og þá sérstaklega fyrir SLD að flýja sambandið.
Þegar Ross skrifaði fyrstu útgáfuna af bókinni hans The Human Magnet Syndrome árið 2013 þá var kafli þar um lífið hans fjölskyldu. Hann segir að hann hafi viljað að sagan væri fremst í bókinni en útgefandi sagði nei. Útgefandi sagði að fólk langar ekki að vita um fjölskylduna þína og þig. Þau vilja fá að vita um vandann, mannlega segul heilkennið. Þó að þetta sé hefðbundinn viska þá væri þetta gott ráð fyrir marga.
En Ross segir að honum hafi fundist að fólk þyrfti að þekkja söguna hans svo að þau upplifðu sig ekki alein og að það gerði það sem hann skrifaði í bókinni trúverðuglega.
Fimm árum seinna þegar Ross skrifaði seinni útgáfuna af bókinni þá ákvað hann að segja söguna af hans eigin SLDD frá sjónarhóli kynslóðaskipta. Meðvirkni og narsissismi líður frá einni kynslóð til þeirra næstu ef enginn heilar vandann.
Það er mjög fyrirsjáanlegt að ef þú átt systkini þá eru þau á báðum hliðum samfellunnar.
Ef þú er SLD þá átt þú narsissískan foreldra og meðvirkan foreldra
Ross segir að hver einasti skjólstæðingur sem hann er með eiga virkilega narsissíska foreldra og meðvirka foreldra.
Hver einn og einasti!
Það eru undantekningar eins og skipulögð hjónabönd
Þegar Ross byrjar að spyrja um afa og ömmu og ef þau þekkja þau og eru með nægar upplýsingar þá komust við af því að þau er annaðhvort. Ef þau þekkja ættingja sína þá geta þau séð að langamma og langafi voru svona. Ross segir að það séu undantekningar. Það sem Ross gerði í kaflanum var að skrifa um fjórar kynslóðir í fjölskyldunni sinni.
Það er Ross ljóst að þessi röskun er eins og lest á leið sem mun ekki stoppa fyrr en hún kemur á seinasta áfangastað. Þegar það kemur af SLDD þá erum við að tala um nútímann. Röskunin mun færa sig á fyrirsjáanlegan hátt og það er hægt að sjá útkomuna á fyrirsjáanlegan hátt. Börnin þín og barnabörn verða niðurstaða þess.
Eina leiðin til þess að stöðva sjálfsástarrsökun og narsissíska misnotkun er að heila og yfirstíga raunverulegar orsakir sjálfsástarrsökunar.
Efnafræði SLD´s og narsissista
Efnafræði á milli fólks er þegar skynsamleg hugsun er skammhlaupin þegar þér er leiðbeint af sambandssniðmáti sem hefur formast vegna viðhengisáverka. Þetta ástand setur þig í þær aðstæður að þú upplifir þig í þversögn sem öruggan og þér þykir narsissistinn kunnuglegur og þú verður ástfangin af því.
Þetta er efnafræðin á milli meðvirka og narsissista.
Það er mikilvægt að skilja það og þú þarft að skilja sambands stærðfræðina; hálfur og hálfur er jafnt og einn og einn tekur sársaukann í burtu.
Þú þarft að skilja fíknina og sjúklegan einmanaleika sem fer til hliðar í sambandi með narsissista.
Og önnur form af narsissískri misnotkun og sjálfsástarröskun.
Þú gerir þér þá grein fyrir því að þetta er ómeðvituð öfl sem laða þau af hvort öðru. Og þetta gerist aftur og aftur og aftur þangað til að þú finnur leið út í gegnum bata og heilun í meðferðar prógrammi Ross eða svipuðu.
Limerence
Limerence er þegar fólk hittir einhvern sem þau upplifa efnafræði samskipti (limerence) með. Þau upplifa ákafa tilfinningu spennings og löngun. Þau fá tímabundna þráhyggju og eru upptekin af hinum. Þau sjá aðeins jákvæða eiginleika og líta fram hjá neikvæðum.
Þetta ástand er eðlilegt fyrir fólk en munurinn fyrir SLD og sjúklegan narsissista er það sem Ross kallar limerence á krakki. Efnafræði samskiptin á milli þeirra eru yfirþyrmandi í styrk og þau auka sælu partinn í heilanum á SLD´s og narsissistum sem svo fá þig til þess að gera eitthvað sem þú myndir venjulega ekki vilja gera. Þetta ástand aftengir þig frá skynsemi.
Tom Cruise í limerence
TRAUMATIC BONDING
Áfallatengsl
Ross segir að áfallatengsl sé flókið hugtak og vil því reyna að einfalda hugtakið. Áfallatengsl eru tengd skilyrðingu (conditioning), Klassísk og óþægileg skilyrðing. í öðrum orðum ef þú ert SLD og varst alin upp með viðhengisáföllum/festingarsárum,og þú þekkir fólk sem hunsar þig og særir, lýgur af þér og veður yfir þig.
Ross segir að partur af mannlega segul heilkenninu (Human Magnet Syndrome) segir að slík hegðun breytist í hegðunarmynstur í samböndum og að þegar þú hittir einhvern þá hittir þú þessa fallegu yndislegu manneskju sem er heillandi og kynþokkafull og þú verður ástfangin af henni, en þú hefur ekki hugmynd um að hún sé narsissisti. Það er mannlega segul heilkennið.
Þegar áföllin byrja að dynja þá upplifir þú það sem kunnuglegt, eins og þú þekkir þessar aðstæður. Áfallatengsl eru tengsl á milli fórnarlamba og ofbeldismanna/kvenna. Það er styrking með hléum í gegnum verðlaun og refsingu. Ef þú ert vanur slíkri hegðun/upplifun þá veistu hvað þú átt að gera við þetta, þú veist hvernig þú stjórnar þessu.
Ross segist geta sannað þetta, ef þú ert andlega heilbrigð manneskja, þú hefur verið í 11 þrepa sálfræðimeðferð Ross, þú hefur unnið þrepin og þú byrjar að hitta fólk aftur, á rómantískan máta. Og einhver byrjar að hegða sér eins og narsissisti, byrjar að beita ofbeldi, þá sleppur þú strax tökunum. Ross segir að þetta sé þegar viðvörunarkerfi við narsissistum byrjar að hringja. Innra viðvörunarkerfi fer í gang, og mannlega segul heillkennið segir að þú sért andlega heilbrigð og þau séu það ekki.
Það er enginn aðlöðun til þeirra.
En ef þú ert SLD og þú hittir narsissista og allt þetta neikvæða gerist, það er kunnuglegt
Ross segir hér frá því í vinnustofunni að hann hafi farið á nokkur stefnumót upp á síðkastið. Hann segir að ein manneskjan hafi byrjað að sýna honum narsissíska hlið af henni og að hann upplifað að hafa viljað fara strax. Hann segir að ef hann hafi enn verið SLD þá hefði þessi reynsla verið kunnugleg og hann tengst henni. Ross segir að hann hafi oft upplifað á stefnumóti að einhver hafi byrjað að tala um vandamálin sín og þá hafi honum byrjað að líða vel og slakað á.
Ef þú ferð á stefnumót og manneskjan sem þú ert á stefnumóti með er með mikið af vandamálum þá munt þú ekki finna fyrir tengingu, en ef þið eruð bæði með vandamál þá tengist þið og í þversögn þá lætur það þér líða betur.
Vandamálið er að SLD fær alla drulluna og skítinn af þeim samning.
Áfallafíkn
Þegar SLD´s ljúka sjúklegum samböndum og eða hitta einhvern sem er andlega heilbrigður þá vita þau ekki hvað þau eiga að gera. Þau verða óstyrk og kvíðin þegar þau eru ekki í óheilbrigðum aðstæðum. Það er eins og þau séu háð óheilbrigðum aðstæðum.
Duluth verkefnið: Hjól valdar & stjórnunar
Duluth hjólið útskýrir hvað SLD´s ganga í gegnum í sambandi með narsissista þau upplifa stundum meiri sálfræðilegan skaða en ef það væri líkamle.gt ofbeldi
Gildra gaslýsingar
gaslighting 22 catch trap
Þetta hugtak útskýrir hvers vegna fólk verður ófært til að sjá um sjálft sig þegar það er í þessu narsissíska ofbeldis umhverfi. Það má líkja þessu við catch 22 stefnu.
You can't win for loosing
Þú getur ekki unnið fyrir að tapa
Í öðrum orðum þá færð þú misvísandi skilaboð sem stangast á Ég elska þig þú ert sálufélagi minn en ef þú gerir ekki þetta þá mun ég skaða þig eins og þú ert mér ekkert.
Þegar þú færð tvö misvísandi skilaboð sem stangast á sem stangast á og þú ert SLD þá skapar það kvíða og rugling (confusion). Ólíkt manneskju sem er heilbrigð SLA (Self love abundant) þá stangast skilaboðin ekki á. Þau vita það skilaboðin sem er verið að senda þeim séu röng og ekki allt í lagi.
Gildra gaslýsingar (crushing double bind) frýs manneskju og veldur meiri skaða ef þau reyna að flýja sambandið.
Það sem Ross meinar með þessu er að ef þetta er samband á milli SLD og narsissista þá mun SLD reynda að flýja sambandið en kemur aftur til baka af sjálfsdáðum eða SLD verður blekktur (manipulated) að koma til baka.
Gildra gaslýsingar (crushing double bind) tekur það í burtu og fær SLD til þess að upplifa hjálparleysi það skiptir ekki máli hvaða leið þau fara þeim mun mistakast. Það er miklu verra en að reyna að flýja og koma til baka.
Eftirfarandi eru nokkur dæmi um tvíbindingu eða gildru gaslýsingar
Gaskveikjarinn yfirtekur allt vald & stjórn yfir lífi GLF
Samband milli SLD´s og narsissista endar í narsissískri misnotkun!
Stundum veldur narsissísk misnotkun skaða sem ekki er hægt að snúa við ef þau leita sér ekki viðeigandi aðstoðar.
En hvað gerist ef SLD er með önnur geðræn vandamál sem eru samhliða sjálfsástarröskuninni.
Ef þú ert með adhd, þunglyndi, geðhvarfasýki, kvíða, áfallastreituröskun. Það eru fullt af öðrum geðrænum vandamálum sem eru sjálfstæðar frá narsissískri misnotkun.
Það er mikilvægt að skilja hvernig samhliða geðræn vandamál vinna með sjálfsástarrsökun og gera það erfiðari að flýja narsissíska misnotkun.
Geðheilbrigði vandamál versna og aukast við narsissíska misnotkun. Ef þú ert þunglyndur og þú ert í týpísku narsissísku/SLD sambandi þar sem þú upplifir að þú getir ekki farið það gerir þunglyndið verra.
Ef SLD er með geðræn vandamál fyrir sambandið með narsissista þá gerir það honum erfiðari fyrir því að fara.
Vímuefnaneysla
Ef þú hugsar um fíkniefnaneyslu eða fíknisjúkdóm sem ástand tengt upprunalegu ástandi sem þýðir að fólk sem er í sársauka hvort sem það sé innra með þeim eða fyrir utan þau, þá vilja þau léttir frá því. Þegar þú ert kvíðin eða þunglyndur eða þér líður eins og að þú hafir enga útleið þá finnur fólk vímuefni sem hjálpar þeim að flýja. Það getur verið kynlíf, vímuefni, áfengi. Þegar tíminn líður vegna efnafræðilegra eiginleika og áhrif þeirra á tugakerfið hjá okkur þá skapa sum þessara vímuefna fíkn óháð sjálfsástarröskun.
Ef þú ert SLD og þú drekkur tvö glös af víni til þess að flýja stressið þá er mikill möguleiki á því að með tímanum að þú verðir af alkóhólista. Það sama á við hvað fíkn sem er.
Til þess að skilja af hverju sumir SLD´s geta ekki flúið narsissískt samband þar sem ofbeldi og misnotkun á sér stað þá þurfum við að horfa á samhliða fyrirliggjandi geðræna sjúkdóma. Við þurfum að skoða fyrirliggjandi vímuefna vandamál. Vegna þess að manneskjan verður berskjaldaðri og veiklundaðri að fara og í sumum tilfellum með fötlun og getur því ekki flúið vegna endurtekna vandamála.
Ef þú ætlar að sækja þér hjálp við SLDD (sjálfsástarrsökun) vinsamlegast leitaðu þér af sálfræðing. Þjálfarar bjóða ekki upp á sálfræðilega aðstoð. Það er mikilvægt að átta sig á því að vandinn er þess eðlis að sálfræðingur er skynsamlegur kostur.
Ef þú ert með vímuefna vandamál þú mæli ég með að þú finnur manneskju sem er bakgrunn í að aðstoða einstaklinga með vímuefna vandamál, helst einhver sem er með vottun.
Hjónabands/samband vandamál þá mæli ég með ráðgjöf hjá vottuðum hjóna/sambands ráðgjafa. Osfrv.
En ekki fara í ráðgjöf með narsissista!
Ef þú ert með
Áfallastreituröskun
Þunglyndisröskun
Kvíðaröskun
Ef þú ert með eitthvað af þessum röskunum þá veistu hvað er átt við hér. Það virðist vera ómögulegt að brjótast út frá einhverju sem er hannað til þess að vera næstum þvi ómögulegt að verða frjáls frá.
Þunglyndið fær þig til þess að finna veiklyndi og að þú sért óelskandi og ófær bara röskunin sjálf!
Til þess að skilja hvernig þessar geðheilbrigði raskanir tengjast við SLDD og hvernig narsissistinn getur meðvitað notað sér þær sér til hagsbóta. Og hvernig þú festist í þessum samböndum með þessi fyrirliggjandi vandamál mun gera þér kleift að búa til áætlun um hvernig þú munt yfirstíga ástandið sem þú ert í. Finna þér tækifæri til þess að ná bata og heila þig.
Hólfavæðing
Er leið fyrir SLD´s til þess að takast á við stressið, kvíðan og áföllin af því að hafa verið misnotuð, vanrækt og sköðuð í þessum ofbeldis samböndum. Þetta er form af aftengingu (dissociation). Alveg eins og áfengi og vímuefni geta deyft eða tekið sársaukann í burtu þá getur hólfavæðing gert það sama. Afneitun og önnur viðbragðsaðferðir.
Hvaða áhrif hefur langvarandi narsissísk misnotkun
Hér er ekki verið að tala um þætti sem fylgja misnotkuninni sem gera þetta verra. Hvað gerist ef þú hefur verið í þessum samböndum bróðurpartinn af fullorðins lífi þínu? Eða í fimm ár þegar þú varst yngri. Það getur skapað þunglyndi sem lítur nákvæmlega út eins og meiriháttar þunglyndi (major depression) sem er orsakað af líffræðilegum og taugafræðilegum ástæðum.
Það getur skapað kvíða eða ofsakvíða raskanir sem er alveg eins og röskun sem þú erfðir frá mömmu þinni eða pabba.
Það skapar áfallastreituröskun (PTSD). í staðinn fyrir að tala um þessar raskanir og að þær komi í samsetningu þá er verið að tala um að narsissísk misnotkun skapi þessar raskanir.
Minnkuð orka, svefnleysi, þreyta, misnotkun á áfengi, fíkn í áfengi og líkamsverkir.
Áhrif af narsissískri misnotkun eru samlegðaráhrif sem hafa tilhneigingu til vandamála. Núverandi vandamál og vandamál sem skapast vegna narsissískra misnotkunar.
Það getur útskýrt af hverju það er hægt að spilla og eyðileggja líf vegna lúmskrar röskunar sem byrjaði í barnæsku.
Þetta útskýrir af hverju það er svo mikilvægt að finna leið út.
Lært hjálparleysi
Ef þú hefur lifað lífstíð trúandi því og hugsandi að enginn mun hjálpa þér og þú ert orðinn það veiklundaður og þú ert ófær um breyta eða koma þér út úr einhverju. Á endanum þá verður það að raunveruleika þínum. Þú upplifir hjálparleysi og þú trúir því ekki að þú getir komið þér út úr einhverju sem þú getur afrekað í raun og veru.
Hjálparleysi skapast þegar SLD upplifir stöðugt:
Hindranir
Endurtekin afleidd og skammarleg mistök
Fær enga samúð og empathy
Lítill sem enginn stuðningur eða úrræði
Stöðug skemmdarverk fyrir SLD - raunveruleg og gaslýst
SLD hættir að reyna að yfirstíga að því er virðist vonlausar hindranir jafnvel þegar þeir hafa getu en eru blindir á þær
Árangurslaus laga og verndarþjónusta
Rýrnaður verndarhæfileiki
Ross segir hér í vinnustofuni að vegna þess að hann var með bakverki þá hafi hann ekki getað stundað líkamsæfingar og tekið þátt í íþróttum. Vegna þess að hann óttaðist að bakið hans myndi gefa sig.
Ef við notum þetta sem myndlíkingu ef þú ert hræddur að standa með sjálfum þér, berjast og að nota náttúrulega varnarhæfileika þá verður þú á meira og meira óöruggur með varnarhæfileika þína. Alveg eins og með vöðva sem er ekki notaður þá rýrna þeir og það verður erfiðara að tengjast þeim.
Ranghugmyndir hjá SLD´s (meðvirkum)
Skilgreining á ranghugmynd er þegar manneskja trúir einhverjum sem er ekki stutt af raunveruleikanum.
Ef þú trúir því að einn daginn mun narsissistinn breytast eða að þú getir breytt þeim eða að narsissistinn muni finna leið til þess að elska þig á þann hátt sem þú þarft. Þá ert þú að blekkja sjálfan þig!
Þessar ranghugmyndir halda þér í hamsturs hjóli vonar og drauma sem munu aldrei raungerast.
"Geðveiki er að gera það sama aftur og aftur og búast við annarri niðurstöðu"
Töfrandi hugsun
Það er náttúrulegt fyrir börn að hugsa í fantasíu. Börn ímynda sér hluti sem eru svo skapandi eins og þau eiga vini sem þau tala við sem eru ósýnilegir. Þau trúa á tannálfin og jólasveininn. Þetta er eðlilegt ástand og heilbrigt fyrir börn.
En þessi hugsun og röksemd er svipuð því sem SLD gerir með vonir sínar og þrár fyrir sjálfan sig, sambandið og narsissistann. Þau hugsa að eitthvað muni hjálpa og koma að bjarga þeim hvort sem að það sé Guð, Jesús, karma. Þau trúa því að á einhvern hátt þá mun narsissistinn breytast.
Þetta er óskhyggja og töfrandi hugsun vegna þess að þetta er ekki byggt á oröskum og afleiðingu. Þetta tengir hugsanir þeirra ekki við raunveruleikann. Vonin og útkoman raungerist aldrei.
En þessar trú veita þeim innblástur og von að það verði önnur niðurstaða.
Rússíbana minnisleysi
Rússíbana minnisleysi er hugmynd sem Ross fékk. Þessi hugmynd útskýrir af hverju fólk er algjörlega skelfingu lostið og dauðhrætt við narsissíska misnotkun. Eftir að hafa verið laminn í sundur líkamlega, félagslega, tilfinningalega og hlæglega og stundum verða börnin þeirra fyrir skaða. Eftir að hafa orðið fyrir narsissískri misnotkun þá flýja þau í burtu og hugsa með sér aldrei aftur! Þetta ætla ég aldrei að gera aftur! Núna er ég komin með nóg!
Eftir það þá byrja þau að sakna þess. Þau missa spennunnar og fantasíunnar og vonarinnar að kannski þá getur þetta orðið betra.
Þetta tengist áfallatengslum (trauma bonding). Hér byrja SLD´s að láta sig dreyma um áföllin séu eitthvað sem stendur fyrir ást og tengingu.
En svo ferðu aftur í rússíbanann og þú segir aftur aldrei aftur! Þú ferð og bíður i smá tíma svo byrjar þú að sakna þess og þú ferð aftur.
Narsissísk misnotkun á sér stað vegna þess að SLD´s eiga erfitt með að taka ákvarðanir.
Narsissistar grafa undan öllum leiðum fyrir SLD að finna útleið út úr sambandinu. Við skulum muna eftir því að SLD´s eru í samböndum með sjúklegum narsissistum vegna þess hvað kom fyrir þau þegar þau voru börn.
Ótti, kvíði, triangulation, gaslýsing, ofsóknarbrjálæði, þunglyndi, að ganga um á eggjaskurn, að verða fyrir kúgun, allt þetta ásamt því sem kom fyrir þau í barnæsku og þá erfiðleika sem þau eru með fyrirliggjandi, frýs þau.
Ef þú getur ekki tekið ákvörðun vegna þess að hugurinn þinn getur ekki skilið leið út og fundið jákæða útkomu þar sem þú ert loksins laus við sársaukann. Þá ert þú fastur í stanslausri hugsun og ofur greiningu.
Þetta bætist oft við narsissískt misnotkunar heilkenni og það sem narsissistar gera er að frysta SLD.
Leiðir sem narsissistar nota til að beita ofbeldi og misnota
Gaslýsing
Halda börnum frá foreldra. Það í sjálfu sér er algjörlega hrikalegt
Eitra huga barna.
Snúa börnunum gegn þér.
Hringsólast í kringum þig (hoovering)
Finna kveikjurnar þínar og kveikja á þeim
Triangulation
(er ekki með íslenskt orð fyrir triangulation)
Afneitun
Vörpun
Vanræksla
Að vekja ógn
Það er svo margar leiðir sem narsissistar nota til þess að berja þig niður og valda þeirri tegund skaða sem aftengja þig og gera þér ekki kleift að flýja.
Ástæðan fyrir því að þetta virkar er vegna þess að þú ert þegar berskjaldaður fyrir því vegna þess sem kom fyrir þig þegar þú varst barn og það sem skapaði sjálfsástarröskunina þína.
Það eru munstur sem narsissistar sýna þegar þú slítur tengingu við þá og yfirgefur sambandið algjörlega. Ef þú ert ekki í bata meðferðarprógrammi sem er svipað og Ross Rosenberg bíður upp þar sem þú getur lært og afrekað leikni í því sem narsissistinn mun gera ef þú yfirgefur sambandið og það sem gerist fyrir þig sem gerir þig berskjaldaðan. Þetta er fimmta þrep í Codependecy Cure meðferðar prógramm Ross Rosenberg sem er að búa sig undir narsissískan storm.
Ömurlegar og örvæntingarfullar brellur narsissistans brjóta þig niður ef þú hefur tekið ákvörðun um að vera í engu sambandi (ef þú ert ekki í stuðningsúrræði). Ef þú hefur styrkinn til þess að slíta sambandi við narsissista og manst eftir útskýringunni að það er eins og þú sért að taka súrefnisgrímu af narsissistanum þegar þú ferð, þá veistu það að þau munu gera hvað sem er til þess að fá þig til baka.
Narsissisti er örvæntingafyllri og hræddari við einmannleikann en þú
Það fyrsta sem þeir gera þegar þeir skynja að þú sért að fara eða þú ert að fara er að blekkja (manipulate) meira og skrúfa meira fyrir gaslýsingu. Nú gerir ég ráð fyrir að allir eða flestir SLD´s hafa upplifað einhver stig af gaslýsingu. Narsissistinn mun gera allt sem í hans veldur stendur svo að þú haldir að þér muni mistakast að þú sért ekki nógu góður og að þú eigir ekki skilið að vera frjáls. Enginn mun elska þig og sá eini sem er tilbúin til þess að hugsa um þig er hann.
Ef einhver er að láta þig fá deyfi lyf svo að hann geti stjórnað þér og halda þér á sínum stað þá í myndlíkingu þá láta þeir þig hafa fleiri og fleiri deyfi lyf eftir því sem þú styrkist og fyllist hvatningu að komast í burtu.
Ef það virkar EKKI
Þá verða þau árásagjörn og ógnandi. Í gaslýsandi samböndum þá er þessi trú þar sem SLD trúir þvi að narsissistinn elski þau en á sama tíma þá er hann að skaða þig og meiða. Þegar við erum komin hingað og blekkingar og gaslýsing virkar þá verða þau ógnvekjandi. Ross segir að nokkrir skjólstæðingar hans hafi hótað þeim morði.
Til þess að ná þér aftur á sama stað þá þurfa þau að hræða líftóruna úr þér.
Ef það virkar EKKI
Þá fara þau neðanjarðar (underground) og verða aðgerðalaus og leynilega árásargjörn. Leynilega árásargjörn (passive aggressive). Þau eru að reyna að brjóta þig niður svo að þú komir aftur í sambandið eða að eyðileggja viðleitni þína til að verða heilbrigðari. Hvort sem það sé sálfræðimeðferð eða lyf til lækninga og vináttu. Með því að fara neðanjarðar þá eru meiri líkur á því að þau fái það sem þau vilja á þennan hátt ef árásargirni og hótanir virka ekki.
Ef það virkar EKKI
Þá er það skemmdarverk. Triangulation að eitra huga annarra gegn þér. Ef þau geta ekki hrætt þig til baka inn í sambandið og þau geta ekki á leynilega hátt náð þér til baka þá byrja þau að snúa fólki gegn þér. Svo að þú haldir að ef þú yfirgefur sambandið þá munu allir sem þú hélst að elskuðu þig munu ekki vilja vera í kringum þig.
Ef það virkar EKKI
Núna er þau þá tilbúin til þess að semja en það er ekki einlægt. Þetta er þegar þau segja okay hvað viltu? Ég skal hætta að drekka og halda fram hjá þér, ég skal hætta að öskra á þig. Vilji til þess að semja er ekki það sama og að verða sammála um eitthvað af þeim þáttum sem er verið að semja um. Þetta er því hálft átak.
Ef það virkar EKKI
Núna samþykkja þau að hætta öllum vandamálum og þau munu hætta vandamálunum. Á þessum tímapunkti er oftast þegar SLD sogast aftur inn. Narsissistinn hættir að öskra og eyðir tíma með börnunum. Narsissistinn hættir að stjórna SLD með hótunum og peningum.
Þegar þessir samningar verða af engu vegna þess að þeir eru ekki einlægir og Ekkert Samband ákvörðun er sett í stað þá fara þau í sálfræðimeðferð. Þetta er annað sem brýtur fólk niður. Margir trúa því að sálfræðimeðferð getur hjálpað hverjum sem er svo lengi sem fólk fer í sálfræðimeðferð.
Sálfræðimeðferð getur ekki hjálpað manneskju sem trúir því ekki að hún sé með vandamál.
Samningurinn um að fara í sálfræðimeðferð hefur ekkert að gera með það að þeim langi til þess að yfirstíga vandamálin sín. Þetta er önnur leið fyrir narsissista að plata þig aftur inn í sambandið. Ef þau fara í sálfræðimeðferð eða hjóna/sambands meðferð, sem verður alltaf af engu eða þau finna sálfræðing sem bara hlustar á þau eða veit ekkert um narsissisma. Þá óvart styrkja þau narsissistann.
Ef það virkar EKKI
Ef það virkar ekki vegna þess að Ekkert Samband ákvörðun er í gangi þá byrja þau að mann gera sig það er það sem nær flestum SLD´s. Þeir byrja að tala um hvað þau voru sködduð sem börn og hvað móðir þeirra eða faðir var ekki til staðar.
Þau tala um að þau hafi verið kynferðislega misnotuð og hve einmana þau voru og að þau hafi ekki átt neina vini og þau gráta. Þau byrja að tala um að þau vilji ná bata og að verða heilbrigðari og þau byrja að játa vandamálin sín.
Hérna þá sýna þau berskjalda einhvers sem er meðvitaður um vandamálin sín og sem einhver sem finnur samviskubit og skömm yfir þeim og vill tala um það.
Ef það virkar EKKI
Þá grátbiðja þau um annað tækifæri. Þau munu gera hvað sem er þau munu lofa þér hverju sem er. Ef þú fellur fyrir því þá gerist ekki neitt af því sem þau eru að lofa.
Ef það virkar EKKI
Þetta gerist ekki alltaf en þau hóta sjálfsvígi eða þau reyna sjálfsvíg. Þetta gerist vegna þess að skömmin sem narsissistinn ber er miklu meiri hjá SLD´s en hún er í blokki hjá narsissistanum. Á þessu augnabliki þá er óttinn og skömmin yfir því að verða ein og sú tilfinning að vera algjörlega brotin að koma upp á yfirborðið. Það leiðir þau til þess að hóta sjálfsvígi og þau meina það.
Hjá leynilegum narsissista, sósíópata og gaslýsandi narsissista þá er þetta stjórnunarbrella.
SLD´s sem er í sambandi við narsissista með borderline persónuleikaröskun er mjög oft mjög hræddur yfir því að narsissistinn muni fremja sjálfsmorð. BPD narsissistinn lætur SLD taka ábyrgð á lífi þeirra og kemur þeim aftur inn í sambandið.
Ef það virkar EKKI
Þú segir okay ef þú gerir það þá hringi ég í neyðarlínuna og ég skal sjá til þess að þú fáir alla þá hjálp sem þú þarft.
Ef það virkar EKKI
Þá er það allsherjarárás og eyðilegging
Þegar SLD´s og narsissistar eru að skilja þá sést allsherjarárásin og eyðileggingin. Þau gera hvað sem í þeirra valdi stendur til þess að skaða þig og meiða. Þau nota börnin og taka peningana þína og stundum þá er það svo alvarlegt að þau átta sig á því að þau eru að skaða sjálfan sig líka.
Ef það virkar EKKI
Þá skipta þau út. Þau gefast upp og leita af nýju fórnarlambi sem þau geta blekkt til þess að trúa því að þau elski þau í gegnum allt mannlega segul heilkennið.
Hér fyrir neðan er klippa úr myndinni The Blues brothers. Þetta er gott dæmi þar sem narsissisti manngerir sig. Í myndinni þá vitum við ekki af hverju hún er að elta þá og þeir virðast alltaf komast undan. En hér fyrir neðan er það sem gerist þegar hún nær þeim.
Þó svo að þetta sé grínmynd þá sjáum við tólf leiðir sem narsissisti notar til að halda SLD frá því að fara.
Þú tekur eftir því að hann gat krækt í hana í gegnum eina af afsökunum. Þegar hann gat fengið hana til þess sjá mannlega hlið á honum þá tók sólgleraugun af sér og sýndi henni tælandi svip.
Narsissistar ýta á hnappa (button pusher)
Þetta er manneskja sem veit nákvæmlega hvað hún á að gera svo að þú bregðist við á vissan hátt. Til þess að gera þig reiðann svo að þú getir eyðilagt fyrir sjálfum þér og niðurlægt og auðmýkt þig. Þau ná leikni á "heitu stöðunum" öll viðfangsefni sem eru næm fyrir þér. Þau reikna út hvað þau ættu að segja til þess að ná sem mestu viðbrögðum út úr þér.
Þau eggja þig þangað til að þau fá viðbrögð. Þau gera þetta þegar þau eru svöl og aftengd. Þau geta fengið þig til þess að missa stjórn á þér og skapi með því að ýta á "réttu hnappana" á þér.
Þau reikna út skömm og niðurlægingu og skapa keðjuverkandi bráðnun. Þegar þau hafa náð viðbragðinu sem þau vilja þá:
- they go for the kill -
Það er manneskja í fortíð Ross sem hann þekkti fyrir mörgum árum síðan hann segir að hún vissi upp á hár hvað hún ætti að segja við hann til þess að ýta á "réttu" hnappana hjá honum. Hann segir að vegna þess að hann hafi verið reiði SLD þá brást hann við með því að reyna að refsa þessari manneskju. Af sjálfsögðu virkaði það ekki vegna þess að Ross var þá færður inn í bardaga hringinn hjá manneskjunni þar sem hann var hvað færastur að sigra.
Ross segir að eitt augnablik þá hafi hann loksins séð skýrt hvað hann var að gera og Ross gerði sér grein fyrir því að í hvert skipti sem hann reiddist þá hafði hann minni möguleika á að sanna sjónarmið sitt. Ross segir að þegar hann áttaði sig á því og horfði á hann sem sá sem ýtir á hnappa (button pusher) þá hafði hann ekki lengur áhrif á Ross.
Strax og manneskjan sagði eitthvað sem gaf eitthvað í skyn eða var neikvætt þá sá Ross sem að hann væri að ýta á takka.
Þessi tækni varð síðar af Observe don´t absorb tæknin sem Ross þróaði og er partur af ellefu þrepa meðferðaráætlun hans
“Codependency Cure™.
Þegar Ross brást ekki við á neinn hátt hvorki í ytra né innra umhverfi þá segir hann að allur kraftur og máttur narsissistans hafi horfið!
Tilfinningalegar Vampírur
Ef þú hefur horft á myndir, þætti eða lesið bækur vampírur þá veist þú að vampírur þurfa lífskraft annarra, þær þurfa að sjúga blóðið úr þeim. Vampírur ganga ekki upp að manneskju og spyrja hvort að þær megi fá blóð úr þeim, nei, þær ráðast á fólk og taka blóðið með valdi.
Vampírur laða fólk af sér með heilindum og dáleiðslu og augnablikið sem þær ráðast á fórnarlambið og bíta í hálsinn á þeim þá var árásin óséð og sársaukafull. Fórnarlambið fer í sjokk og rugling og árásin gerir slekkur á öllum vörnum. Þetta skapar fíkn í vilja eða þörf fyrir vampíruna.
Þetta er vampíru mynd
Hugsaðu um það sem er skrifað hér að ofan um vampírur sem narsissista þá er það skynsamlegt ef við notum þetta sem myndlíkingu. Þess vegna segja sumir að narsissistar séu tilfinningalegar vampírur.
Höfuð leikir - Sálrænar blekkingar
Þessi týpa af narsissista er mjög passív agrasíf (passive aggresive) oft eru þau mjög menntuð og greind. Þau ná sálfræðilegri leikni (master) í berskjöldunum hjá manneskju. Þau reikna út hvað þau þurfa að segja til þess að koma af stað kveikju eða geðheilbrigði ástandi. Þau nota sálfræðilegar stefnur sem passa við berskjöldun fórnarlamba. Ef fórnarlamb er þunglynt þá ráðast þau á þegar þau eru í mikið niður fyrir. Þegar þau eru kvíðin þá fara þau á eftir þeim þegar þau er mjög kvíðin eða í ofsakvíða. Ef þau eru óörugg þá fara þau á eftir sjálfsáliti fórnarlamba sinna.
Þetta eru sósíópatar eða leynilegir narsissistar sem vilja ná manneskjunni niður og svo sparka þau í þau þegar þau liggja niðri.
Þetta er allt þaulhugsað og kerfisbundið gert
Triangulator
Ross segir að pabbi hans hafi spilað öllum á móti hvor öðrum. Ross segir að pabbi hans hafi sagt við hann að bróðir hans hafi sagt honum að honum fyndist Ross vera hálfviti og Ross reiddist. Ross segir að pabbi hans hafi þrifist á því að sigra með því að slíta fólk í sundur.
Svona fór Pabbi hans Ross af og aðrir narsissistar sem triangulate að ná krafti og stjórn (power and control) og viðhalda krafti og stjórn.
Triangulation er gert í gegnum leynileg sambönd og bandalög sem eru fóðruð upplýsingum til þess að hrella aðra gegn öðrum. Ef nóg af fólki er í rifrildum þá sjást narsissistarnir minna og illur ásetningur þeirra að yfirstíga, sigra og fá eitthvað út úr þeim einstaklingum sem þeir eru að triangulate verður óséð.
Til þess að gera þetta þá skapa þeir og dreifa sögum um manneskjuna sem er skotmarkið. Falskar upplýsingar og lygar sem eru trúanlegar. Þau deila neikvæðum sögum þau ljúga og ýkja.
Svo fá þau hverja manneskju til þess að halda leyndarmáli og ekki að láta hin vita að hann er að segja það sem þau eru að segja.
Laun-morðingi á samfélagsnetum
Þetta er að gerast meira og meira á internetinu. Narsissistar refsa þér á samfélagsmiðlum. Þau annað hvort brjótast inn á þína samfélagsmiðla eða finna leið til þess að hafa áhrif á skoðun fólks á þér.
Mikið af þessu gerist þegar hjónabönd renna í sandinn. Þau eru með eigin facebook síðu og þau deila vinum. Þetta getur orðið af einelti á netinu. Útreiknaðir póstar til þess að triangulate aðra. Að verða vinur einstaklinga sem þeir ætla sér að blekkja (manipulate) og að lokum gera af skotmarki.
Þetta getur verið hrikalegt og mjög skaðlegt og stundum skapar þetta meiri skaða en ef þetta er gert í raunheimum.
Þau sitja stundum fyrir fólki á internetinu og stundum þá setja þau inn malawear sem fylgir því eftir hvað þú ert að gera og segja.
Þau geta birt niðurlægjandi myndir og myndbönd.
Ef þau eiga kynferðisleg myndbönd af fórnarlambi þá geta þau notað kúgun á SLD´s.
Þau nota stundum persónulegar frásagnir fórnarlamba sem voru sögðu í trúnaði til þess að særa og skaða þau.
Hér fyrir neðan er myndband þar sem er netíð narsissista
Fyrir einhverja ástæðu þá varð þetta myndband viral (ofur vinsælt), þetta hlítur að hafa skaðað barnið. Sú skoðun sem Ross hefur á þessum manni hér að ofan í myndbandinu er sú að hann sé sjúklegur narsissisti sem er giftur SLD (meðvirkum einstaklingi). Niðurstaðan á því er að þau eiga mjög reitt barn sem verður annað hvort narsissisti á fullorðins árum eða SLD. Ross segir að allt bendir til þess að barnið verði eins og pabbi sinn.
Í myndbandinu þá er hann að segja mjög marga neikvæða hluti og hann tekur enga ábyrgð.
Barnið er fórnarlamb hér!
Faðir barnsins (maðurinn í myndbandinu) er kveiktur (triggered) bókstaflega að refsa henni. Ef hann væri ekki sjúklegur narsissisti þá væri hann ekki að lesa facebook síðuna hennar og ef hann gerði það þá myndi það sem hún skrifaði ekki koma honum á óvart. Hann hefði eins og hver foreldri sem er góður útskýrt fyrir stúlkunni hvað er að og refsað henni á viðeigandi hátt.
Eins og með alla táninga og foreldra þá mun táningur þegar hún er orðin fullorðin horfa til baka og skammast sín fyrir þetta. En hér þá vill hann refsa henni til þess að auðmýkja hana og stilla af reiðina sem hún kveikti á.
42 milljón áhorf ég er viss um að það hafði áhrif á hana.
Þetta er öfgafullt dæmi af samfélagsmiðla/youtube launmorðingja.
Fókus breytarinn
Gerðar voru 15 tilraunir til þess að draga Bill Cosby til ábyrgðar fyrir að hafa nauðgað fimmtán konum 18 - 20 árum áður en hann fór í fangelsi. En vegna greindar og árangursríkrar notkunar lögfræðinga sem eru siðlausir þá gat hann breytt fókusinum með því að færa fókusinn af sjálfum sér og setja hann á fórnarlamb.
Kúgarinn
Þegar sjúklegir narsissistar hafa eitthvað á þig. Leyndarmál, myndbönd, glæp og þau nota hvað sem þau eru með til þess að ógna, hræða, kúga og neyða fórnarlömb. Þetta getur oft verið mjög hræðilegt vegna þess að oft þá mun kúgandi narsissistinn gefa út þessar upplýsingar ef þau fá ekki SLD sem er að yfirgefa þau eða flýja aftur.
Skemmdarverkamaður
Eða manneskjan sem skapar gildru gaslýsingar (catch 22). Þetta krefst sérstakra viðmiða til að afsala eða gefa eitthvað frá sér.
Þessi persóna skapar aðstæður sem kerfisbundið skapar lesti til að láta þig mistakast. Svo að þú upplifir kraft og máttleysi og þau leiða þig inn í þessar aðstæður og láta þér líða eins og þú sért að gera eitthvað sem gæti hjálpað þér. En þau vita að þér mun mistakast og að þú upplifir enn meiri mátt og kraftleysi.
Leiðtogi fljúgandi Apa (flying monkeys)
Hér förum við til baka til illu nornarinnar í Wizard of Oz.
Narsissistar blekkja (manipulate) aðra til þess að taka hlið með sér og styðja, svo að þeir geti skaðað, náð yfirráðum, sært og grafið undan fórnarlambi. Þau nota þína vini og þeirra vini, þau vita nákvæmlega hvernig þau geta skapað söguþráð sem er trúanlegur sem lætur þig líta út fyrir að þú eigir það skilið og sért sekur þeim áróðri sem þau eru að dreifa um þig.
Narsissistar afreka þetta með triangulation og að eitra huga fljúgandi apa (flying monkeys).
Eitra huga
Þetta er hörmulegasta leiðin sem narsissistinn notar til þess að koma í veg fyrir að þú flýir sambandið eða til þess að refsa þér ef þú nærð að flýja. Þau gera þetta við bestu vini þína og fjölskyldu. Þetta virkar langbest fyrir leynilega narsissistann sem lítur út eins og fórnarlambið og spilar hlutverk fórnarlambsins.
Þau skapa söguþræði og sögur sem gera SLD sem er að reyna að standa uppi fyrir sjálfum sér og flýja líta mjög illa út. Vanrækjandi og skaðlegur. Þau geta látið börn hata annað foreldrið vegna þess að þau hafa enga samúð (empathy) fyrir skaðanum sem þau eru að skapa.
Ef narsissistinn er á síkópata eða sósíópata hliðinni þá er enginn samúð (empathy) fyrir hugum fólksins sem þau eru að eitra. Jafnvel þó að það séu þeirra eigin börn.
Þau innræta söguþræði til þess að byggja falska tengingu við einstaklinga sem þau eru að eitra fyrir. Þau byggja upp sambönd þar sem þau verða vinir við skulum segja barna og fá þau til þess að trúa því að þau séu góði gæinn og að SLD sem er að reyna að flýja er vondi kallinn.
Vegna berskjöldun þessa fórnarlamba sem eru oft börn þá eru þau auðveldlega blekkt og auðveld bráð fyrir þessa týpu misnotkun og skaða.
Observe don't absorb technique
George Bernard Shaw
Framkallað falskt valdaheilkenni
Það er þegar narsissistinn veit hvernig og hvaða hnappa hann á að ýta á hjá þér svo að þú verðir reiður. Þau gera þig svo pirraðan að þú missir stjórn á reiði þinni og þig langar virkilega bara að skaða þau.
Narsissistar vita það ef þau ná að gera þig nógu reiðan þá mun þig langa til þess að berjast við þau til baka.
Þegar þau ná þér þá geta þau rökstutt skaðann sem þau hafa og eru að valda SLD.
Narsissistar kveikja meðvitað á fölsku valdaheilkenni
Þau skilja það mjög vel að ef þau ná að gera þig nógu reiðan og brjálaðan þá munt þú berjast við þau. Ross segir þekkja þetta mjög vel vegna þess að hann er fórnarlamb falskt valdaheilkennis.
Sumir SLD´s er það sem Ross kallar Virkir SLD´s sem trúa því að þau geti barist við eða verndað sjálfan sig á þann hátt að það stöðvi narsissistann frá því að skaða þau og meiða. Eða að hræða narsisstann eða sannfæra narsissistann um að hætta að skaða þau.
En þau tapa alltaf!
Ef narsissistinn getur kveikt á fölsku valdaheilkenni hjá þér þá eru þau búin að ná þér inn í bardagahringinn.
Og þú munt tapa!
Framkallað samtal
Framkallað samtal er tækni sem þau nota til þess að ná þér inn í umræðu sem nær þér aftur inn í sambandið. Þetta er frábrugðið því að framkalla falskt valdaheilkenni. Vegna þess að SLDD (Self Love deficiant disorder) er byggt á reglum fíknar og vegna þess að það er svo erfitt fyrir SLD´s að yfirgefa samband og mörg þeirra yfirgefa af sterkum viljastyrk. Narsissistar þurfa bara að fá þig til þess að tala við þau og þú brotnar niður þar.
Fullkomið dæmi er myndklippan hér að ofan með Jake Blue úr Blues brothers. Hann sagði eins mikið og hann gat þangað til að hann fann það sem tengdi hana við hann, þá var hann búin að ná henni.
Ýmis form hugarstýringu
Ýmis form af gaslýsingu, heilaþvotti og Stokkhólms heilkenni.
Stokkhólm heilkenni
Ljónið var alltaf hugrakkt og hræði krákan var alltaf með heila. En eins lengi og wizard af Oz lét þig trúa öðru þá gat hann stjórnað þér.
Gaslýsing
Gaslýsing er sú aðferð sem narsissistar nota sem hefur hvað mestan eyðileggingarkraft. Gaslýsing er tilraun til þess að kerfisbundið fóðra einstakling ósannar upplýsingar sem skapar efa um minnið þeirra, skynjun og geðheilsu. Narsissistar sannfæra fórnarlömb að þau séu með vandamál sem þau voru aldrei með eða þau eru með lamandi vandamál sem voru einu sinni aðeins lítil vandamál. Narsissistar blekkja umhverfið til þess að sýna fram á "sannleika" þessa vandamála svo að þau geti sannað að þessi vandamál séu sönn en það ýtir fórnarlambinu eða SLD til þess að sjá að þau geti ekki stjórnað vandanum og að enginn elski þau eða líki vel við þau. Og að eina manneskjan sem mun hugsa um þau er narsissistinn sem þau auðkenna sem verndari þeirra. Manneskjan sem elskar þau sama hvað og sumir SLD´s munu aldrei gera sér grein fyrir því að þetta er manneskjan sem er að skaða þau mest.
Þegar gaslýsingin nær að taka rætur í huga fórnarlambs og þau verða yfirþyrmd af möguleikanum að þau geti leyst þessi vandamál sem gera þau svo óelskandi og óviðunandi. Gaslýst fórnarlömb eru leidd til þess að trúa því að allt sem þau óttast muni raungerast og allt sem narsissistinn sagði við þau um þau að gætu aldrei orðið eins og venjulegt fólk, þá er fórnarlömb meira föst (trapped) en þau hafa nokkurn tímann verið.
Eins og verkfræðingur þá blekkir (manipulate) umhverfið. Þetta er narsissískt misnotkunar heilkenni og gaslýsarinn er sjúklegur narsissisti (pathological narcissist) sem er líklega leynilegur narsissisti (covert narcissist) eða sósíópati.
Vinsamlega vittu til að allir gaslýsarar hafa einhver einkenni af sósíópata og allir leynilegir narsissistar eru með einkenni sósíópata.
Með því að stýra umhverfinu félagslega þætti, fjölskylda, atvinna, peningar, tilfinningar, líkamlegt þau skapa hindranir sem vernsa yfir tíma. Narsissistar framkvæma þetta rólega, kerfisbundið og eða hratt, þetta er þaulhugsað. Þau innræta nýja söguþræði eða auka þá sem voru fyrir. Sem sannar fyrir gaslýsta einstaklingnum að þetta vandamál sé raunverulegt og að það sé enginn von til þess að yfirstíga það.
Svo innræta þeir aðra söguþræði til annarra einstaklinga um gaslýstu manneskjuna sem fær þau til þess að trúa því gaslýsta fórnarlambið er ástæðan fyrir einangruninni sem þau eru í. Þetta gerist oft þegar gaslýsarinn er tengdur fjölskyldu og fjölskyldan veit ekki um sósíópatískan ásetning gaslýsingunar.
Fjölskyldan trúir því að hún sé góð manneskja sem sýnir samúð (empathy) og vill allt það besta fyrir gaslýsta fórnarlambið. Narsissistinn/sósíópatinn byrjar að segja fólki: Systir þín elskar þig ekki henni finnst þú vera hrokagikkur og lélegur pappír sem lýgur. Af sjálfsögðu þá verður systirin reið. Þessar aðstæður skapa erfiðari vegg til þess að yfirstíga sem blokka systurnar frá því að endurtengjast og verða nánar á ný.
í öðrum orðum þá gera þau það nánast ómögulegt að eina fólkið sem getur verndað þau og bjargað þeim, mun ekki gera það!
Gaslýsing er heilaþvottur!
Hver sá sem verður fórnarlamb gaslýsingar er mjög meira en líklega fórnarlamb gaslýsingar í æsku.
Ef þú ert barn sem hefur lært að aftengjast og afneita pörtum af þér sem narsissistinn líkar illa við og tengjast pörtum af sjálfi þínum sem annað hvort þér líkar ekki við eða voru skapaðir af narsissíska foreldra svo að þú gætir upplifa öryggi og skynjað að vera hluti af og ást.
Þetta þýðir að þú lærðir það mjög snemma að eina leiðin til þess að vera elskuð af narsissíska foreldra þínum var að breyta sjálfum þér á þann hátt, hvort sem það var á líkamlega hátt, tilfinningalega eða hvernig þú hugsar, þá verður þú elskaður og hugsað um þig.
Þessi tegund af barnæsku viðhengisáverkum (attachment trauma) er borin áfram í fullorðins sambönd.
Ross kallar þetta Grunngaslýsingu (Foundational gaslighting)
SLD´s eru fullkomin fórnarlömb gaslýsingu. Það sem er meint með þessu er að narsissistinn getur "þefað" þau uppi. Vegna barnæsku þeirra og allra þeirra sálrænu ferla sem gerði þau af fullorðnum SLD gerir þau af fullkomnu fórnarlambi gaslýsingar.
Ekki hafa allir sem eru SLD´s verið gaslýstir og það hafa ekki allir SLD´s upplifað gaslýsingu í barnæsku. En þeir sem gerðu það eru berskjaldaðir fyrir því að verða fórnarlamb gaslýsingu á ný.
Það sem veldur hvað mesta ruglingi í gaslýsingu er að gaslýsta fórnarlambið sér að narsissistinn er sá eini sem elskar þau án skilyrða og mun bjarga þeim. Það er það sem Ross kallar óvina bjargvættur (enemy saviour). Það er sá sem þau trúa að muni vernda þau en hann er í raun og veru á bak við tjöldin að skipuleggja hvernig hann heldur þeim föstum (trapped) í eigin gaslýstu vanstarfsemi.
Upprunarlega sjálfs sagan - The original self narrative
Frásögn sjálfs og tengsla - Self and relation narrative
Hverju við trúum og hverju við trúum um sjálfan okkur, sagan okkar er söguþráðurinn sem við spinnum lífið okkar með. Sjálfs sagan setur upp markpósta þar sem við getum mælt sigur og tap í lífinu.
Sjálfs saga er því hvernig við skilgreinum sjálfan okkur
Sjálfs-söguþráður frá öðrum er gaslýsing. Þetta fyrirbæri er söguþráður um okkur, sagt af öðrum sem við samþykkjum sem gilda og sanna. Innrætt saga sem við samsömum okkur við. Ef ég hefði verið með Guð gefna hæfileika að prjóna, en einhver sagði mér að ég væri alltaf að gera mistök við að prjóna og ég myndi trúa því, þá er það sjálfs-söguþráður frá öðrum (others self narratives). Saga um okkur sjálf innrætt af öðrum.
Mamma sagði mér alltaf að ég væri svona eða þannig og núna trúi ég því að ég sé svona og þannig.
Söguþráðurinn um hvernig við tengjumst öðrum - Self-relation narrative
Söguþráður frá öðrum um hvernig ég tengist öðrum - Gaslýsing
Others relation narrative/relational gaslighting
Sjálfsástarröskunar sjálfs-söguþráður
Þau trúa því að heilbrigt fólki muni hafna þeim
Þau trúa því að þau viti ekki hvernig þau eiga haga sér eða hvað þau eiga að segja í kringum heilbrigt fólk
Furðulega þá eru narsissistar kunnugir, kynþokkafullir og lokkandi
Furðulega þá finnst einstaklingnum með sjálfsástarröskun (SLDD) þeir vera öruggir í kringum narsissista
Þeir vita að sjúklegur einmanaleiki hverfur þegar þeir eru með eða í kringum narsissista
Þeir trúa því að þeir eru aðeins verðugir ástar að þannig gerð sem narsisstar geta “gefið”
Falskar innrættar sögur veikja okkur en styrkja GK.
Innrættar- Bætt við og Innfærðar sögur
Innrættir söguþræðir
GK skapa falska söguþræði og grafa þá djúpt og örugglega í meðvitund fórnarlamba sinna. Þar lifna þessir söguþræðir við og GLF lifir og trúir því að innrættu söguþræðirnir séu þeirra söguþræðir. Þau trúa því sem GK vill að þau trúi um sjálfan sig, sem er alltaf neikvætt!
Bæta við söguþræði
Með illum ásetning skipuleggur GK nýja söguþræði til þess að taka við raunverulega söguþræðinum (raunverulegu sögunni okkar) með valdi og þvingun tekst þeim að fá GLF til þess að samsama sig við nýja söguþræði sem er uppspuni og lygar.
Innfæra söguþræði
- Þeir þröngva trúar og pólitískum skoðunum upp á fólk
- Grunnhugmyndir eða reglur sem útskýra eða stjórna hvernig eitthvað gerist eða virkar
- Safn af viðhorfum eða meginreglum, sérstaklega þeim sem stjórnmálakerfi, flokkar eða samtök byggjast á.
GASLÝSING ER HEILAÞVOTTUR
Gaslýsing þvingar fólk til þess að tileinka sér gjörólíkar skoðanir með því að beita kerfisbundnum þrýstingi
Gaslýsing er þvinguð innræting sem hvetur til þess að afneita pólitískum, félagslegum eða trúarlegum viðhorfum og að samþykkja nýja trú sem einu sinni var framandi, ókunnug eða við andstæðu sem einstaklingur áður trúði.
Fortölur með áróðri eða sölumennsku
Gaslýsing er HEILAÞVOTTUR -aðferðaleg/kerfisbundin innræting á:
Þeirri trú að þú þarfnist verndar
Einmanaleika
Hjálparleysi
Tap eða engin sjálfsstjórn
Vanmáttar leysi
Þörf eða þrá til þess að einangra sig
Að horfa framhjá rauðum flöggum
Aðstæður eru skapaðar þar sem GLF trúir því að hann/hún geti ekki haldið áfram eðlilega án sjúklega narsissistans/gaskveikjarans
GLF er gaslýst til þess að setja GK á háan stall
AÐ AUKA SÖGUÞRÁÐINN - EXPONENTIATING THE NARRATIVE
Dæmi um hvernig GK auka á falska söguþræði:
GLF er innrætt með söguþræðinum um að GK sé verndari og bjargvættur.
Það gerir innrættu söguþræðina verri!
Ef þú hugsar um þetta, þegar þú varst barn og meiddir þig og þú fékkst bágt, og þú fórst til mömmu eða pabba til að kyssa á bágtið, þá fórum við flest að gráta. Hugmyndin er að einhver er þarna til þess að vernda mig og láta bágtið fara, við grétum meira þá. Það sama gerist með GK, strax og fórnarlambið heldur að það sé verið að hugsa um það, þá gerir það söguþráðinn enn trúarlegri.
Söguþræðir eru sögurnar sem skilgreina okkur
Sögurnar sem við trúum eru okkar, raunveruleiki okkar, við erum öll með spegil sem við getum horft í og þar sjáum við sjálfs-söguna okkar og sambands söguna, við sjáum söguþráðinn, þarna skilgreinum við hver við erum.
En....
ÞAÐ ER BRAGÐ sem gaskveikjarinn GERIR VIÐ GLF
Í æsku þá tekur foreldri sem er sjúklegur narsisisti (pathological narcissist) mynd af okkur, þessi mynd er brengluð og sjúk. Þeir vita hvað þeir vilja að við sjáum svo að við verðum algjörlega á þeirra valdi. Við þurfum að sjá einhvern sem er ljót/ljótur, sem er vitlaus og heimskur. við þurfum að sjá manneskju sem er háð þeim og verðlaus. Þau gera þetta til þess að ná stjórn á okkur svo að þau geti notað okkur fyrir eigin sjúklegar þarfir.
Þegar við erum ekki að fylgjast með þá breyta þeir myndinni í speglinum
Fjárhagssvelti
Fjárhagssvelti er önnur aðal leið gaslýsara til þess að stjórna fórnarlömbum sínum. Þeir félagslega einangra þau og taka í burtu trú þeirra á von og andlega líf þeirra. Þau hrifsa lækna af þeim, það er svo margar aðrar aðferðir og tæknir sem gaslýsarar nota.
Það getur innihaldið peningana sem gaslýsta fórnarlambið var einu sinni með eða að stjórna peningum sem þau voru aldrei með á þá vegu að fórnarlambið er sátt við það. Við skulum muna að gaslýsarinn kemst upp með þetta vegna þess að hann er ekki grunaður af SLD og narsissistinn getur oft snúið þessu við til þess að láta SLD trúa því að þetta sé þeim að kenna.
Narsissistar geta svelt SLD´s á marga vegu. Þeir minnka aðgang þeirra af peningum og láta þau hafa vasapeninga. Þeir vinna stundum skemmdarverk á vinnustað SLD´s og eyðileggja starfsframa fyrir þeim.
Þeir ljúga líka stundum og segja að þau eigi mjög lítið af peningum. SLD´s fá ekki aðgang af peningum og geta því ekki farið út og notið félagslega þátt lífsins. Þetta er gert svo að enginn fái aðgang af þeim til þess að tala við þau og breyta hugafari SLD´s og getur sýnt þeim að skynjun SLD´s af raunveruleikanum er algjörlega brotin.
Heilaga kirkja GK
Þetta er hryllingsástand!
Ósýnilega Rafmagns Girðingin/ Rafmagns Ólin
THE INVISIBLE FENCE / THE SHOCK COLLAR
Ósýnilega girðingin dregur úr vörn GLF að brjóta reglur GK. Hér eru nokkur dæmi þar sem GLF gæti verið að brjóta reglur GK.
Að fara að hitta vini
Að hafa samband við trúnaðarmann/trúnaðarkonu
GLF skoðar innihald síma GK og sér einkennileg skilaboð. Fórnarlambið fær skelfilegt áfall og í hvert skipti sem hún nefnir það þegar GK er að skoða símann sinn þá bregst hann við í ofsa-reiði.
Áfallið af “rafmagns stuðinu” mun fá GLF sem er þegar óöruggt og niðurbrotið og uppfullt af blekkingum og fölskum söguþráðum til þess að læra hjálparleysi og vanmátt.
RAFMAGNSÓLIN
Ef þú hugsar um barn sem lærði að ef það snertir heita eldavél þá brennir það höndina sína. Barnið gerir það einu sinni eða tvisvar og það hefur lært að snerta aldrei eldavélina aftur. Þetta er sama hugtak þetta er að skapa skilyrði (conditioning).
GK/Narsissistar skapa hugar-aðstæður þar sem GLF missir alla von
CONDITIONED TO HAVE NO HOPE
Gaskveikjarinn skapar og blekkir umhverfið til þess að færa fórnarlambinu ósigrandi högg (crushing blowsof defeat). GLF er stöðugt að gera fyrirsjáanleg mistök og að upplifa neikvæðar afleiðingar. Gaskveikjarinn vill vera sá sem er fórnfús (altruistic) góða manneskjan, hann hvetur GLF að reyna einu sinni en, á meðan sér GK til þess að fórnarlambinu mistakist. Fórnarlömb upplifa niðurlægjandi mistök og eru smánuð (sjeimuð) opinberlega og á Internetinu, orðsporið þeirra er eyðilagt og oft missa þau störf.
Fórnarlamb ver afneitun og sjálfsblekkingu GK
GLF er skelfingu lostið af ótta við hefnd narsissitans og heldur sig því í eigin afneitun og verndar afneitun GK.
Falskur greindarvísitölu samanburður
Þegar GLF samsamar sig söguþræðinum að þau séu illa gefin, að þeim skortir grunngreind og að þau geti ekki stólað á eigin vitsmunalega hæfileika til þess að leiða þau út erfiðum aðstæðum. Svo sjá þau maka/vin/foreldra sem einstakling með yfirburða greind, það fangar þau frekar í aðstæður sem þau komast ekki úr eða eiga mjög erfitt með.
Gaslýsarar þrífast á leyndarmálum
Leyndarmál sem þau halda frá fórnarlömbum sínum og leyndarmálum sem þau halda frá öllum í umhverfi þeirra. Hér minni ég á að gaslýsarar eru sósíópatar eða með sósíópatíska eiginleika.
Áhrifaríkasta aðferð gaslýsara sem þeir notað á SLD´s er fá þau til þess að halda leyndarmálum. Þau fá fórnarlömb til þess að trúa því að ef þú segir einhverjum eitthvað hvort að það er gott eða slæmt þá verða afleiðingar og fólk mun ekki skilja og ástandið verður verra.
Gaslýst fórnarlömb eru sannfærð um að halda leyndarmálum. Gaskveikjarinn lætur þau hafa mixtúru af sönnum og ósönnum leyndarmálum. Gaskveikjarinn skapar ofsóknarbrjálæði og ótta við niðurlægingu og ótta við afleiðingar á stórum skala.
Leyndarmálin sem SLD´s eru látin halda er á þessa vegu að þau séu eitthvað sem fólk mun ekki skilja og þau snúast gegn þér.
Leyndarmálin styrkja eða bæta við lögum af kjarna skömm sem gaslýsta fórnarlambið er með nú þegar. Skömmin hefur verið aukin gríðarlega í gegnum gaslýsinguna. Að lokum verður þetta olía á einangrun og festir (trapes) SLD.
Þegar gaslýst fórnarlamb trúir því að það sé enginn von yfir vandamálum þeirra. Það er enginn sem mun hjálpa þeim eða elska þau og að eina manneskjan sem þykir vænt um þau og samþykkir þau er gaslýsarinn.
Þá eru þau föst!
Gaslýsta fórnarlambið er þjálfað yfir tíma að missa von.
Gaslýsarinn raðar og skipuleggur umhverfið svo að gaslýsta fórnarlambinu sé afhent myljandi högg ósigursins.
Það er nógu slæmt að þér líði eins og þér sé alltaf að mistakast og hvenær sem þú reynir að gera betur þá líður þér í raun og veru verra. En eitt fylgir á eftir öðru. Það skiptir ekki máli hve oft þú reynir það mun ávalt vera sama niðurstaða. Gaskveikjari fær gaslýsta fórnarlambið alltaf til þess að reyna einu sinni enn á meðan þau skipuleggja í laumi að gaslýsta fórnarlambinu muni mistakast.
Það sem er verið að meina hér að sósíópatinn/narsissistinn/gaskveikjarinn lætur eins og að hann vilji að gaslýsta fórnarlambið bjargi sjálfum sér. Þau eru með bakgrunns sögu um að þau séu ein af góðu gæjunum.
Á meðan gaslýsta fórnarlambið er að reyna að yfirstíga vandmálið sem var því miður gaslýst yfir á þau. Þá upplifa þau meiri og meiri niðurlægingu hvort sem að það sé raunverulegt eða gaslýst þá upplifa þau að lífið líkar ekki við þau og sér þau sem slæmt fólk.
Þau eru smánuð (shamed) á almannafæri - Þau eru smánuð á internetinu - Þau eru smánuð í gegnum mannorðið þeirra, persónulegt mannorð eða fjölskyldu mannorð. Gaslýst fórnarlömb eru látin trúa því að allir horfir niður á þau og sjái þau sem slæmt fólk. Að gaslýsti söguþráðurinn sé sannur og að enginn muni elska þau eða virða.
Ef þau eru einangruð og missa peningana sína eða vinnan fer þá missa þau alla von á endanum og það er límið sem heldur háþróuðum stigum gaslýsingar alltaf til staðar.
Það verður því aldrei nein von, nokkurn tímann að brjótast út úr því.
Blekkt (manipulated) til þess að brjóta lögin
Gaslýsarinn blekkir (manipulates) gaslýsta fórnarlambið til þess að brjóta lögin eða að taka þátt í ólöglegum athöfnum. SLD eða gaslýsta fórnarlambið trúir því á endanum að þetta hafi verið þeirra hugmynd og ef upp um þau kemst þá upplifa þau meiri afleiðingar en félagi þeirra (gaslýsarinn).
Ef það er ekki hægt að sannfæra þau um að þetta hafi verið þeirra hugmynd þá eru samt sem áður látin trúa því að þau hafi viljandi tekið þátt.
Þetta lætur narsissistann líða eins og hann sé öruggur og verndaður. Ef gaskveikjarinn getur fengið gaslýsta fórnarlambið til þess að brjóta lögin sem stríðir formlega gegn siðferði þeirra og trúarbrögðum þá er það sem gaskveikjarinn er að gera að skapa alvöru brenglaða tvíbindingu (double bind).
Þau braust lögin og þú veist afleiðingarnar af því og ef þú verður handsamaður eða segir einhverjum frá þessu þá mun gaslýsta fórnarlambinu verða refsað og afleiðingarnar ýktar.
Ef gaslýsaranum fær þig til þess að trúa því sem hann er að segja og að lokum brjóta lögin þá vinna þeir skemmdarverk gegn öllum tilraunum gaslýsta fórnarlambsins að segja sannleikann. Þeir nota brenglaðar eða raunverulegar hótanir.
Love Bombing
Mikið af fólki veit hvað Love bombing er og það er hægt að love bomba án þess að vera narsissisti og þú getur verið fórnarlamb love bombing án þess að vera SLD.
En þegar sjúklegur narsissisti gerir þetta til þess að stjórna og festa fórnarlamb þá er þetta aðeins stefna sem er ekki einlæg. Þetta er úthugsað og hefur ekkert að gera með raunverulega ást, þetta er blekking (manipulation).
Love bombing er blekkingar stefna til þess að ná yfirráðum og stjórn í gegnum yfirgripsmikið rómantísk látbragð, þetta er beita og skipta stefna.
Í öðrum orðum þá er sætleiki heltur yfir fórnarlömb. Þau skapa skemmtilegar og spennandi reynslur fyrir þann sem þau eru að love bomba.
Þeir sýna of mikla athygli, hrós, ástúð, gjafir, áhugi sem fer ofan öll eðlileg áhugaþrep. Þau jafnvel stinga upp á því að þið séu sálarfélagar og að þessi tenging hafi verið sköpuð á himni.
Þessi yfirlýsing á "ást" er mjög skaðleg vegna þess að hún ræðst eðlilega mannlega tilhneigingu til að vilja ást og vilja vera elskaður. Að sé vel komið fram við okkur að vilja ævintýra tilhugalíf.
Ef love bombing gerist ekki í byrjun þá gerist hún oft þegar það ógn við að sambandinu ljúki eða raunveruleg ógn við ekkert samband. Við þessar aðstæður þá kveikja þau á "ástinni" á hvaða veg sem þau geta. Þau reyna að brjóta niður varnir SLD´s og skynjun að sjá að þetta sé blekking. Þau láta svo sem að þau hafi raunverulega breytt hugsun sinni og hegðun.
Sjúklegi narsissistinn berst gegn þrepi nr. 6
Að setja mörk í fjandsamlegu umhverfi
Þegar SLD´s fara í gegnum ráðgjöf og jákvæðan vöxt og heilun þá geta þau loksins frelsað sig frá narissistanum. Þau skapa ekkert samband aðstæður og viðhalda þeim án þess að fara í bardagahringinn sem við töluðum um áðan. Ef SLD getur þetta þá eru tólf stig eða tólf greinileg viðbrögð sem narsissistinn tekur svo að hann geti reynt að brjóta þetta niður.
Ross hefur skapað lista yfir tólf viðbrögð narsissista þegar SLD setur mörk í fjandsamlegu umhverfi og viðheldur þeim. Narsissistar munu ekki alltaf bregðast við í þessari röð né bregðast þeir alltaf á alla tólf vegu.
1. Gaslýsingin eykst
Hér reyna þau að láta fórnarlamb trúa því að þau séu meira brotin, það sé ekki hægt að elska þau (gasið skrúfað í botn. Vonlaus og einangruð. Allt sem var talað um í gaslýsingar kaflanum.
Ef það virkar ekki
2. Þá verða þau ógnandi og hótandi
Mundu að hvert viðbragð er hannað til þess að brjóta niður vilja þinn til að fara frá þeim og til að koma til baka og halda áfram að óbreyttu. Þau gera hvað sem er til þess að fá þig til þess að trúa því að það eru afleiðingar sem eru verri en kosturinn við það að fara.
Ef það virkar ekki
3. Óbein og leynileg árásargirni
Ef það virkar ekki að beita þig augljósi árásargirni þá gera þau það á bak við þig. Þau kynna það sem eitthvað sem er ástríkt og gott en það er í raun og veru hannað til þess að skaða þig. Óbein árásargirni er gerð á bak við þig og það eru engar tilraunir til þess að það sjáist.
Ef það virkar ekki
4. Skemmdarverk
Þau vinna skemmdarverk á nánum og mikilvægum samböndum og stuðningsnetum. Triangulation eða að eitra huga annarra.
Ef það virkar ekki
5. Núna vilja þau óeinlæglega semja við þig
Þetta þýðir ekki að þau ætli að breytast en þau reyna að fá þig til þess að trúa því.
Ef það virkar ekki
6. Hér samþykkja þau að hætta vandamálinu
Það getur verið að ljúga, halda fram hjá, öskur, blekkingar, stjórnun, drykkja, að hrella þig hvað sem vandamálin eru sem hafa skapað umhverfi sem er ekki hægt að lifa í.
Ef það virkar ekki
7. Þau samþykkja að fara í sálfræðimeðferð
Ef það virkar ekki
8. Mangera sig
Þau byrja að tala um barnæsku sína og hver erfitt lífið þeirra var og hve mikla skömm þau bera. Þau láta eins og að þau séu sárir einstaklingar sem þurfa samúð. Og ef þau hefðu ekki verið svona mikið sköðuð þá gætu þau elskað SLD á þann hátt sem þau vilja.
Ef það virkar ekki
9. Þau grátbiðja um annað tækifæri
Þegar þau grátbiðja þá er það mjög tilfinninglegt og þau vilja eitt tækifæri í viðbót og þau grátbæna um að þau séu séð mögulega sem ástríkt fólk sem getur breytt því hvernig þau hafa verið.
Ef það virkar ekki
10. Sum þeirra ekki öll hóta sjálfsvígi
Sum þeirra hóta sjálfsvígi eða reyna sjálfsvíg. Sum þeirra hóta að drepa maka sinn. í þeim dæmum þegar narsissistinn er augljóslega ekki að segja satt og það er augljóst að hann sé að blekkja (manipulate) og þú ert viss um það þá þarftu samt sem áður að hringja á lögregluna.
Ef það virkar ekki
11. Þá verður algjör eyðileggingarárás
Það er enginn samúð (empathy) og hún var aldrei raunverulega til staðar. Það eru engar slæmar tilfinningar yfir því eða eftirsjá hvernig þau skaða fórnarlömb. Þau nota lögfræðinga til að eyða þeim. Þau snúa börnunum gegn þeim og henda þeim fyrir lest og fórna geðheilsu þeirra bara svo að þau geti skaðað manneskjuna sem neitar að gefa þeim annað tækifæri.
Ef þetta virkar ekki
12. Þau skipta út
Þau gefast upp og finna nýtt fórnarlamb.
Brellan sem þau nota þegar þau eru að manngera sig er algengari en fólk gerir sér grein fyrir. Það er ekki að þau viti það ekki en þau bera ekki kennsl á það. Þegar það dregur nær endanum á sambandi þá sýna þau sig sem brotin og að þau séu að þjást. Þau eru að ráðast á samúð (empathy) hjá SLD sem er í eðli sínu fyrirgefandi. Narsissistarnir segja frá kjarna skömminni og barnamisnokun sem þau urðu fyrir. Að þau áttu enga vini og sjálfshatur.
Þau biðja um að vera ekki yfirgefin. Það sem narsissistinn er að gera í raun og veru er að hann er að reyna að ná SLD´s aftur í bardagahringinn með því að framkalla samtöl (induce conversation). Svo að þau geti kveikt á viðbragði frá SLD þar sem þau vorkenna þeim.
Vegna þess að þetta er allt þaulhugsað þá er alltaf krókur (hook) sem SLD upplifir ef þau samþykkja það sem narsissistinn er að gera.
Þegar narsissistinn er að horfa á enda sambandsins og þeim líður eins og það sé enginn von þá mun skömminn sem hefur verið ýtt niður eða aftengd sem narsissistinn tengist nánast aldrei meðvitað koma upp á yfirborðið. Skömmin kemur frá hluta vitundar þeirra sem er aftengd þeim meðvitað. Þau byrja að finna og muna eftir sársaukanum. Þannig að þegar þau manngera sig þá eru þau að vera rétt í því hvernig þau tjá sársaukann.
Parental Alienation Syndrome
Þetta gerist alltaf þegar sjúklegur narsissisti snýst gegn SLD sem er að fýja. Þau henda börnunum fyrir lest og þau gera hvað sem er til þess að snúa börnunum gegn foreldra sem er að yfirgefa narsissistann.
Þau skapa efa um að foreldrið geti hugsað um þau. Stingur upp á því við börnin að hitt foreldrið sé að reyna að brjóta upp fjölskylduna eða að yfirgefa þau öll. Þau eitra huga þeirra og láta þau hafa ósannar upplýsingar um foreldra sem hafa áhrif á trúr og tilfinningar barnsins og að lokum samband barnsins við foreldrið.
Þau skapa reiði og margir af þessum krökkum eru reiðir fyrir þegar reiði hefði ekki verið annars til staðar. Þau gera lítið úr og grafa undan foreldra. Þau sannfæra barnið til þess að velja hlið og til þess að vernda narsissistann sem hefur verið kynntur barninu sem góði gæinn. Þau láta barnið hafa fullorðins og einka upplýsingar sem er óviðeigandi. Svo að barnið trúi því hve sorgmætt, brotið og yfirgefandi þessi foreldri er.
í sumum tilvikum þá eru börnin hvött til þess að njósna um foreldra og safna upplýsingum sem eru ósannar. Barnið hefur verið blekkt (manipulated) og gaslýst til þess að trúa því að upplýsingarnar sem þau eru að fá séu skaðlegar. Þegar raunveruleikinn er sá að þetta er venjuleg og eðlileg virkni.
Mörk virka EKKi á narsissista
Markmiðið með því að reyna að skilja narsissista og að undirbúa þig til þess að vera frjáls frá þeim er að sætta þig við þetta og svo finna leiðir til þess að setja mörk.
Ef þú skilur narsissíska misnotkun á skilur þú það að ná frelsi frá þeim er nánast ómögulegt. Og þú skilur eðli mannlega segul heilkennis sem þú notaðir gegn sjálfum þér áður til að (ómeðvitað) vinna skemmdarverk gegn sjálfum þér. Þá skilur þú af hverju það er svona erfitt að ná frelsi frá þeim.
Kjarna skömmin, sjúklegur einmanaleiki og fíknin í samband með narsissista ásamt gaslýsingu og viðbjóðinn sem narsissísk misnotkun er. Svo eru yfirráð og stjórn ásamt lærðu hjálparleysi sem gera það að flyja og frelsast frá narsissískri misnotkun nánast ómöguleg.
Að yfirgefa sambandið eða flýja getur orðið mjög erfitt og stundum mjög hættulegt. Það er svo mikil þvingun og blekking í gangi sem er annað hvort beint í andlitinu á þér eða ósýnilegt. Leynilegar aðferðir eru notaðar til þess að blekkja hugann á þér og veikja þig og ef þú ert með lágt sjálfsmat og það er verið að gaslýsa þig og þú ert fastur í öllum þáttunum sem skapa mannlega segul heilkennið (sambands sniðmát á milli narsissista og SLD´s í þessu tilviki), þá mun þér líða eins og það sé enginn von.
Þegar einmanaleiki og fráhvarf myndast (sjúklegur einmanaleiki) og ótti við hefnd bætist við, festingar gerðar í gegnum fjárhag, að vera líkamlega föst (íbúðir, hús) og að fjölskyldan sé föst, hér förum við til baka í rafmagns ólar heilkennið. Þetta er ein af erfiðustu ákvörðunum að taka.
vegna þess er 11 þrepa bata meðferð Ross hönnuð til þess að búa skjólstæðinga undir þetta.
HOOVERING
Hoovering er ein af mörgum leiðum narsissistans til þess að sjúga þig aftur inn í sambandið. Blekkjandi stefnur skapaðar til þess að snúa við ákvörðun SLD að yfirgefa og ljúka sambandi við þau. Hoovering er notað sem stefna til þess að brjóta niður ákvörðun um EKKERT SAMBAND!
Sjúklegir narsissistar gera hvað sem er að til þess að fá lífskraftinn aftur eða tapað narcissistic supply. Sjúklegi narsissistinn er með verri skömm, verri sjúklegan einmanaleika og verri fíkni sársauka. Það er miklu sársaukafyllra fyrir narsissista (sérstaklega ef það er hætt með þeim) að tapa sambandi en fyrir SLD.
Hoovering gengur bara upp með SLD´s eða meðvirkum. Vegna þess að þeir sem eru ekki SLD´s þau bregðast við hoovering með "wtf" viðbragði! Það virkar ekki og steypir ákvörðun einstaklings að yfirgefa sambandið.
Hoovering er notað til þess að forðast sálfræðilega bræðslu. Sjúklegir narsisstar eru hvattir af því að brjóta niður og slíta mörk SLD´s. Hvort sem að það sé meðvitað eða ekki þá er narsissistinn virkilega hvatinn af því að sjúga þig aftur inn í sambandið.
Sjúklegir narsissistar þurfa uppruna orku svo að allt virki þau þurfa að fá til baka narcissistic supply, sem er þessi tilfinning að vera betri og ástrík og við stjórn. Þessi hvati lætur hoovering virka.
Sjúklegur narsissisti er með það sem Ross kallar hoovering grímu í öðrum orðum á eru þau að reyna að sjúga þig aftur inn í sambandið eins og með love bombing. En hoovering gríman eru þau að vera einhver sem tælir og blekkir (manipulates) SLD til þess að falla aftur undir stjórn narsissistans.
Mundu að SLDD er fikn
En þegar SLD´s hafa yfirstígið fíknina þá er enginn möguleiki á að sjúklegur einmanaleiki snúi aftur.
En narsissistinn er eins og fíkniefnasali ef þau fá SLD´s bara til þess að fá sér smá aftur þá kviknar aftur á fíkninni.
Loforðs gríman er manneskja sem lofar hverju sem er
Að segja satt gríman er þegar þau lofa að segja satt svo að SLD líði eins og hún sér virt og staðfest. En narsissistinn er alls ekki einlægur. Þau segja kannski ég er slæm manneskja þú hafðir rétt fyrir þér með mig, mér þykir þetta svo leitt.
Hótandi gríman er þegar þau hóta þér einhverju. Ef þú ferð þá skaðast börnin, ef þú ferð þá mölva ég þig, ég set kynlífsmyndbandið af okkur á netið.
Þau eru með margar grímur!
Observe don't absorb gerir hoovering hlutlæga
Gaslýsing getur verið ástæða fyrir:
Kvíðaröskun
Áfallastreituröskun
Líkamleg/læknisfræðileg vandamál
Geðræn vandamál
Vefjagigt
Verkir baki og hálsi
Magasár og margt fleira
Þetta eru kvillar sem voru ekki til staðar fyrir gaslýsinguna
GK lætur fórnarlamb líða og trúa því að þau séu veik, hann brýtur þau niður og gerir þau háð sér. Og ef GK hefur tekist að skapa alvöru heilbrigðis vandamál og röskun/raskanir, þá eru GLF algjörlega undir stjórn GK.
Það er aðaláætlun GK, því meira sem þessi vandamál skapast hjá fórnarlambi því háðari verður það og undir valdi og stjórn GK
Takk fyrir vonandi var vinnustofan hjálpleg
Ef þú hefur áhuga á frekari efni frá Ross Rosenberg farðu þá inn á https://www.selfloverecovery.com/ eða heimsæktu Youtube rásina https://www.youtube.com/@RossRosenberg