Meðvirkni er Sjálfsástarröskun

Innra áfalla barnið - Meðvirkni Endurskilgreind - Viðhengisáföll/Festingarsár og HITCH aðferð Ross Rosenberg kynnt.

Sár Innra áfalla barnsins

Meðvirkni endurskilgreind -

Viðhengisáföll/Festingarsár (Attachment Trauma)

& HITCH Aðferð Ross Rosenberg

Velkomin á Vinnustofuna Sár Innra Áfalla Barnsins. Vinnustofan er byggð á 35 ára reynslu Ross Rosenberg sem er bandarískur sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðvirkni eða sjálfsástarrsökun.
Vinnustofan er þrískipt, fyrstu tveir hlutar eru þýddir í heild en þriðja hluta var sleppt vegna þess að hann er ætlaður sálfræðingum, í stað þess er stutt lýsing á HITCH aðferðinni sem Ross þróaði.

Vinnustofan “Healing the inner trauma child, the HITCH treatment method” með Ross Rosenberg er þýðing Ingu Combs yfir á íslensku. Þær upplýsingar sem fram koma eru að mestu leyti hugarverk Ross Rosenberg. 

 Athugaðu að upplýsingarnar sem fram koma í vinnustofunni eru ætlaðar til þess að upplýsa lesenda um sjálfsástarrsökun, viðhengisáföll/festingarsár og HITCH aðferð Ross Rosenberg. Vinnustofan er ekki lækning. Telur þú þig vera með sjálfsástarröskun þá hvet ég þig að leita eftir geðheilbrigði aðstoð.

Aðstoð sérhæfðs fólks er æskileg til þess að yfirstíga afleiðingar ofbeldis

 

Um Ross Rosenberg 

 

Ross Rosenberg M.Ed., LCPC, CADC, er bandarískur sálfræðingur og forstjóri Self-Love Recovery stofnunarinnar. Ross Rosenberg hefur starfað sem sálfræðingur síðustu 35 ár, sérfræðiþekking hans á sviði sjúklegra narsissista (pathological narcissists), misnotkun narsissista (narcissistic abuse), og viðhengisáföll/festingarsár (attachment trauma) er alþjóðlega viðurkennd. 

Ross skapaði nýstárlega og árangusmiðaða meðferð í 11 skrefum sem nefnist “Codependency Cure™

Fræðslu- og hvetjandi málstofur hans hafa aflað honum alþjóðlegar viðurkenningar, þar á meðal 23 milljón áhorf á YouTube myndbönd og 269 þúsund áskrifendur. Auk þess að birtast í sjónvarpi og útvarpi á landsvísu hafa bækur hans „Human Magnet Syndrome“ selst í yfir 150 þúsund eintökum á 12 tungumálum. Ross veitir sérfræðiþjónustu/vitnaþjónustu.

Menntun, starfsreynsla og háþróaðar klínískar vottanir gera honum kleift að búa til, framleiða og bjóða upp á lífsbreytandi námskeið bæði fyrir leik og fagmenn.

Hafir þú áhuga á frekari upplýsingum, þjálfun/kennslu eða persónulegri þjónustu frá Ross Rosenberg þá getur þú farið á Self-Love Recovery Institute. Eða fundið hann á Ross Rosenberg á Youtube Ross Rosenberg - YouTube

 

Vinnustofa

Fyrsti hluti 

Meðvirkni Endurskilgreind

Ross Rosenberg endurskírði meðvirkni (codependency), Self Love Deficit Disorder (SLDD)/Sjálfsástarröskun. Honum þótti hugtakið meðvirkni vera niðrandi og óviðeigandi við vandann sem um ræðir. Ross skapaði lækningu við sjálfsástarröskun/meðvirkni og nefndi hann hana Self love abundance/sjálfsást (SLA) og manneskjan sem fær lækningu er Méð sjálfsást/self love abundant. Til að komast að lækningunni þarftu að fylgja 11 þrepa Self Love/sjálfsástar batameðferðaráætlun Rosenberg, Codependency Cure™

11 þrepa sjálfsástar batameðferðaráætlun Ross umbreytir sjálfsástarröskun/meðvirkni í sjálfsást/self love abundance. Meðferðaráætlunin er lækning. ADHD er ólæknalegt ástand, en til eru lyfjameðferðir til að draga úr einkennum. 11 þrepa batamerðferð Ross Rosenberg er endanleg lausn.

 Ef batameðferðaráætlun Ross Rosenberg, Codependency Cure™er fylgt þá mun sjálfsástarröskunin læknast, endanlega.

 

 

Meðvirkni/Sjálfsástarröskun (SLDD) útskýrð

Orðið meðvirkni var skapað á sjöunda áratuginum til þess að lýsa maka alkahólista, með-fíkill. Í byrjun áttunda áratugsins þá var meðferðaráætlun við áfengis og fíkniefna-fíkn breytt, þeir sáu ekki neinn mun og breyttu því meðferðaráætluninni í efnafíkn. Í kjölfarið þá var meðfíkli (makinn) breytt í "Co-dependent" eða með efnafræðilega háð/háður. Það voru of mörg orð og atkvæði og því festist codependent. Svo varð þessi hugmynd til að vandamálið við meðvirkni er að þú makinn/vinur/foreldri/systkini sért hluti af vandmáli fíklsins. Það þurfti því að taka á þínu hlutverki til þess að sambandið myndi virka og til þess að meðferð fíklsins yrði farsæl.

Á níunda áratugnum voru skrifaðar margar bækur um meðvirkni, sú hugmynd festist að meðvirkill væri veiklunduð manneskja og væri að gera allt fyrir alla og að þessi veiklundaði einstaklingur væri egó laus.

Í 12 þrepa meðferðaráætlun AL-Anon er fyrsta þrepið að viðurkenna fíkn og í AL-Anon er fíknin að stjórna öðrum, sem er fáránlegt!

Vandamálið er að þau eru í nánum samböndum með narsissistum

Ross vildi endurskíra meðvirkni vegna þess að nafnið á röskuninni þarf að passa við vandann. Þar sem meðvirkni er víða séð sem yfirgripsmikið persónuleikavandamál og eða vandamál tengt slæmum ávana, þá byrjaði Ross að hugsa að í grundvallaratriðum þá eiga allir meðvirkir eitt sameiginlegt og er það að þeim skortir sjálfsást. 
Þeim skortir kunnáttuna að elska, virða og sjá um sjálfan sig á meðan þau gera það fyrir alla aðra. Í fyrstu bók Rosenberg endurskilgreindi hann meðvirkni The Human Magnet syndrome, why we love people who hurt us. Þar skrifar hann að meðvirkni/SLDD sé vandmál í samböndum og að það sé vandamál dreifingu ástar, virðingar og umhyggju í samböndum.
Meðvirkir gefa alla ást, virðingu og umhyggju og þau vilja fá slíkt hið sama tilbaka en þau fá ekkert. Þannig útskýrir Rosenberg Mannlega segulheilkennið (The Human Magnet Syndrome). Meðvirkir falla alltaf fyrir narsissistum, alveg eins og hliðstæður sem passa saman.  

Hugtakið Sjálfsástarröskun

Hugtakið Sjálfsástarröskun hefur fallið vel í kramið hjá meðvirkum vegna þess að þau tengjast því, þarna er komið orð eða hugtak yfir raunverulega vanda þeirra. Ef þú hefur þegar sjálfsást (hér er ekki átt við narsissíska sjálfumgleði), ef þú upplifir kærleika gagnvart sjálfum þér, þá munt þú ekki óaðvitandi laðast af narsissistum. Ross segir að í ferlinu við að endurskapa hugtak yfir meðvirkni hafi "ný" röskun skapast með skynsamlegu greiningarsviði. Alveg eins og með allar aðrar geðraskanir.
Til þess að gera  sjálfsástarröskun óvirka skapaði Rosenberg endanlega lækningu. 
í 11 þrepa batmeðferð Rosenberg  Codependency Cure™. eru undirliggjandi vandamálin eða rótin leyst. Viðhengisáföllin/festingarsárin, undirliggjandi kjarna skömm, gaslýsing og áföllin. 

 
Hugtakið SLDD eða Self Love Deficit Disorder er skapað út frá pýramídanum hér að ofan. Neðst niðri eru viðhengisáföll/festingarsár (attachment trauma), festingarsár er upplifun áfalla frá barnsfæðingu allt fram að unglingsárum og þess að vera alin upp hjá sjúklegum narsissista þar sem annað foreldrið er með alvarlega persónuleikaröskun og hitt foreldrið meðvirkt eða sjálfsástsnautt.
Ef þú 
varst alinn upp í slíkri fjölskyldu, þá upplifðir þú gífurlegt tengslaáfall. viðhengisáfallið/festingarsárið eins og hvaða áfall og áfallastreituröskun er fest í hluta heilans þar sem hann vill ekki að við munum eftir því.
Það er vegna þess að það er of sársaukafullt en heilinn setur það einhvers staðar þannig að við getum verið meðvituð um hættuna af því svo við getum forðast það en ekki munað það, svo það er ekki aðgengilegt í venjulegu minni. 
Frá viðhengisáfallinu/festingarsárinu (attachment trauma) skapast kjarna skömm, en hún er grunntrúin að þú sért ekki elskulegur eða nógu góður frá eitraðri kjarna skömm kemur sjúklegur einmanaleiki sem er þessi tilvistakennda tilfinning um að þú sért óelskanlegur sama hvar þú ert ef þú og ef þú ert ekki í sambandi muntu þjást og eina leiðin til þess að láta sársaukann hverfa er að vera í sambandi með narsissista.
 Sjálfsástarröskun (SLDD)/meðvirkni er sambandsfíkn og eina leiðin til þess að láta sjúklegan einmanaleika hverfa er að vera í fíkninni og það er sambandið sem tekur sársaukann í burtu og efst í pýramídanum er SLDD eða meðvirkni. Samkvæmt pýramídanum þá er eina leiðin til þess að leysa SLDD/meðvirkni er að finna leið til þess að fá aðgang af og samþætta viðhengisfáföllin/festingarsárin. En þar sem við höfum ekki meðvitaða vitneskju eða aðgang af áfalla minningunum þarf að nota sérhæfða tækni til þess að einstaklingur geti munað og samþætt áföll æsku sinnar.
Ef slíkt er gert þá er kjarna skömmin leyst, einmanaleikinn og fíknin í samband með narsissista.  
 Meðvirkni

Þegar undirliggjandi viðhengisáföll/festingarsár hafa verið leyst þá hverfur meðvirkni, einkennin umbreytast öll náttúrulega. Festingarsár/áfalla áverkar barnæsku eru því aðal vandamálið eða óleyst áföll barnæsku.

Ef undirliggjandi áföll eru óleyst þá verður sá sem ber þau að berjast við þau allt sitt líf.

Í AA er talað um að vera þurr-drukkinn, en það þýðir að hafa bara sett tapann í flöskuna, alkóhólisti sem hættir bara að drekka en fer aldrei í meðferð eða í 12 spora samtök er kallaður þurr eða á hnefanum. Þessir einstaklingar skilja ekki hvers vegna þeir drekka og hvers vegna þeir særa og meiða fólk.

Ross segir að snemma á ferlinum hafi hann kallað þetta upprunalega ástandið sem ýtir fólki til sjálfslyfjunar svo að þau geti deyft sársauka tilfinningalegs ástands síns, fyrir suma er það áfengi, aðra marijuana, annað fólk tekur pillur, sumir stunda óhóflegt kynlíf, aðrir nota mat, og sumir verslunarferðir.

Ef manneskja kemst í bindindi og þeim byrjar að batna með góðum árangri en ekki er komist af rótar vandamálinu þá byrja þau smám saman að leitast eftir létti vegna endurvaxandi sársauka. Þau finna aðrar skaðlegar leiðir. Þess vegna er mikilvægt að þau leiti uppi meðferð sem krefst lausnar á upprunalega vandamálinu sem beindi þeim á leið fíknar og sjálfsástarbrests eða meðvirkni.

Ross segir að hann áætli að 15% jarðarbúa lifi með sjálfsástarröskun og að um 20% jarðarbúa séu sjúklegir narsissistar/m.persónuleikaraskanir.

The Human Magnet Syndrome bókin útskýrir Mannlega segulheilkennið þannig að  sjúklegir narsissistar og meðvirklar munu ávalt laðast hvort að öðrum, en mannlega segulheilkennið segir að þeir séu andstæður á þann hátt sem passa saman því að narsissistanum líður vel með meðvirklinum vegna þess að hann gefur ást, virðingu og umhyggju, er óöruggur og leyfir narsissistanum að taka ákvarðanir fyrir sig og stjórn.

 

Eins og í dansrútínu þá getur sá sem leiðir ekki dansað vel án þess að vera með fylgjanda. Þess vegna útskýrir Ross meðvirkni/sjálfsástarröskun sem jafnmikið einstaklingsvandamál og það er tengslavandamál. Þannig að ef við skiljum að SLDD skapast í samböndum með narsissistum og að vandamálið kemur frá dýpri stað eins og er útskýrt hér að ofan. Þá vitum við núna að meðvirkni snýst um skort á sjálfsást og að skortur á sjálfsást kemur frá ósýnilegum festingarsárum, hálf-ósýnilegrar kjarna skammar og ósýnilegs einmanaleika og fíknar í narsissista. Í stað þess að einblína á öll einkennin sem þú ert að upplifa, einbeittu þér af raunverulegu vandamálunum. Við þurfum að skilja raunverulega vandann og rót hans. 

Af hverju þurfti að skapa lækningu við meðvirkni/sjálfsástarröskun

Hugsaðu um einstakling sem er meðvirkur/með sjálfsástarröskun (SLDD). Hvort sem það sért þú eða einhver sem þú þekkir, og þú eða sá sem þú þekkir hefur "klárað" meðferð við meðvirkni eða hefur verið lengur en eitt ár í meðferð.
Hugsaðu um amk. tvo einstaklinga. Þessi manneskja er enn með narsissista, hvernig er hægt að leysa meðvirkni ef manneskjan er enn með narsissista? Getur alkóhólisti verið í bata ef hann er að drekka? Nei! Ef alkóhólisti byrjar að drekka aftur þá hefur hann orðið fyrir bakslagi.
Hve stór prósenta lauk sambandi við narsissista vegna meðferðar við meðvirkni? Ef þú þekkir stóran hóp af einstaklingum sem eru meðvirkir/m.sjálfsástarröskun (SLDD) þá fengir þú mjög lága tíðni. 
Því miður er óskilvirkar meðferðir við meðvirkni/sjálfsástarröskun (SLDD) þarna úti. Þær komast ekki í raunverulega rót vandans. Vegna þess að ef einstaklingur kemst af rót vandans þá kemst hann af því að samband við narsissista getur ekki haldið áfram. Flestir skjólstæðingar meðferðar við meðvirkni snúa aftur í eitruð  sambönd. Þau annaðhvort snúa strax aftur í samband með narsissista, yfirgáfu aldrei sambandið eða næsti "sálufélagi" er líka narsissisti
Aðalmálið er að það þarf að skilgreina raunverulega vandann og skilja hvað veldur vandanum. Það þarf að finna lausn við hvað veldur meðvirkni/sjálfsástarröskun (SLDD). Ross Segir að meðvirkni sé raunveruleg fíkn og að hún sé undirliggjandi eitruð skömm og áföll. Eina leiðin til þess að leysa meðvirkni/SLDD er að vinna í henni. 

Meðferð við meðvirkni virkar ekki

Orðið meðvirkni útskýrir ekki vandamálið, gúglaðu það, það er blaðsíður eftir blaðsíður sem "útskýra" meðvirkni, vandamálið er hreinlega ekki skilið, allir segja eitthvað öðruvísi. Aðferðirnar sem notaðar eru í dag eru gamaldags og úreltar. Vandamálið er útskýrt sem að einstaklingur með sjálfsástarrsökus sé með-fíkill/Codependent, það er fáranleg og niðrandi útskýring á djúpu sálfræðilegu vandamáli.

Niðurstaða gamaldags meðferðarúrræða við meðvirkni eru hræðilegar. Ross talar hér um athugasemdir sem hann fær á youtube rásinni sinni. Hann segir að flestar athugasemdirnar séu þær sömu eða svipaðar, ég er í meðferð við meðvirkni, en hún er ekki að virka, ég veit ekki hvað ég á gera. Þau meðferðarúrræði sem eru í boði í dag hreinlega virka ekki. Ef þú ert í meðferð við meðvirkni og manneskjan sem þú ert í meðferð hjá segist verða sérfræðingur í meðvirkni, þá er mögulegt að niðurstaða meðferðarinnar verði neikvæð. Ef þú ferð frá eða reynir að fara narsissistanum þá verður bakslag. Og ef þér tekst að fara frá honum þá eru líkurnar á að næsta manneskja sem þú hittir sé narsissisti.
Kenningin um meðvirkni sem er þarna úti, ef það er einhver, þá er hún svört og hvít. Ef þú ferð til sálfræðings og spyrð hann hvað meðvirkni er og hver þrepinn eru til þess að læknast, þá getur hann líklegast ekki svarað þér.
Ekki hafa verið skapaðar settar reglur eða föst greinargerð til þess að lækna meðvirkni. Og það er vegna þess að hugtakið og meðferðin sjálf er ekki til, meðvirkni er goðsögn. Meðvirkni er regnhlífarhugtak yfir risastórt svæði og raunverulega vandamálið er ekki skilið.
Það sem gerist þá er að það verður skortur á meðferðarúrræðum, meðferðarúrræði sem einangra raunverulega vandann sem meðvirkir berjast við.
Þær meðferðir sem notaðar eru í dag virka aðeins á einkenni meðvirka. EMDR, hugræn atferilsmeðferð við lágu sjálfsmati/sjálfstrausti, þjálfunar aðferðir, allt eru þetta viðurkenndar aðferðir en þær eru ekki tengdar stærri mynd meðvirkni. Þarna er verið að reyna að púsla saman brotnum hlutum og gera heilt. Ross kallar þessa aðferð Frankenstein meðferðin. Margir sálfræðingar sem nota þessar aðferðir á meðvirka vonast til þess að þetta virki.

 

Ófullnægjandi útskýringar

Ross segir að áður en hann hafi byrjað vinnu hans við mannlega seguheilkennið (The Human Magnet syndrome) hafi áföll ekki getað verið staðfest sem undirliggjandi ástæðan fyrir meðvirkni.
Ross segir það bæði vera satt og ósatt. Ross segir ástæðuna fyrir því að það sé ekki satt sé vegna þess að þegar hann var að læra allt um meðvirkni þá hafi hann lært af Jhon Bradshaw, Melody Beattie og Jhon Kellog. Þau töluðu um önnur mál og raskanir og fyrir honum var það skynsamlegt það sem þau voru að segja en enginn af þeim tengdi þessi mál og raskanir við meðvirkni.
Flestar bækurnar um meðvirkni eru gamaldags og úreltar og þær segja flestar það sama, ef ekki allar. Af sjálfsögðu eru góðar bækur til um meðvirkni, maður af nafni Burney skrifaði bókina „Dance of the wounded soul“ sú bók er mjög góð og útskýrir vandann af miklu leyti. En sumar þessar bækur eru erfið lesning aðrar eru dulspeki og þær útlína ekki vandann né útskýra lausnina. 
Því miður er flestar útskýringar á meðvirkni sú að hún sé veikleiki og að meðvirkni sé vandmál upprunarlegu fjölskyldunnar. Sumir kalla meðvirkni fíkn, AL-Anon tekst á við meðvirkni með 12 spora kerfi AA. Ross segir það bæði vera gott og slæmt.
Áföll hafa ekki verið staðfest sem ástæða meðvirkni og ef það hefur verið gert, þá hefur ekki enn fundist lausn á meðvirkni. Þess vegna virkar meðferð við meðvirkni ekki. Þess vegna er gamaldags meðferð við meðvirkni skaðleg.  
Segjum svo að þú sért kaþólikki og presturinn lýgur af þér, allt í einu er stofnunin sem á að hjálpa þér að bregðast þér. Þú tapar trú á veröldina og sumir lífið (þetta er alvarlegt dæmi). Hvað gerist ef þú ferð í sálfræðimeðferð og sálfræðingurinn veit ekki eða mjög lítið um meðvirkni og segir þér að þú getir sett mörk, þér geti batnað, og þú getur ekki sett mörk og þér batnar ekki. Þú ferð til baka og byrjar að greina hvað sé af þér og af hverju þú gerðir það (fórst aftur til narsissistans, gast ekki sett mörk, af hverju þú getur ekki komið í veg fyrir skaðlega hegðun gagnvart sjálfum þér). Á endanum hættir þú að fara í sálfræðimeðferð vegna þess að meðferðin ber engan eða lítinn árangur. Sum okkar tapa trú á sálfræðimeðferðum og sálfræðingum. Við vitum ekki hvert við eigum að fara að sækja hjálp. Ef við missum trú á sálfræðimeðferð, hvar stöndum við þá? Margir SLD´s eru staddir þarna, hafa mögulega oft reynt leiðir til hjálpar en ekkert virkar, þau tapa trú á sálfræðingum og sálfræðimeðferðum. 
Þess vegna virkar meðferð við meðvirkni ekki!
Meðferðin veldur meira skaða, óvart, flestir sálfræðingar meina vel, þeir eru einfaldlega ekki þjálfaðir eðamenntaðir í meðvirkni. Sálfræðimeðferðir og þær aðferðir sem sálfræðingar eru þjálfaðir í, virka vel á það sem þær eru hannaðar til þess að heila, en hér er verið að tala um sjálfsástarröskun/meðvirkni og þær leiðir sem notaðar eru á meðvirka virka ekki. 

 

Sjálfsástarröskun er mjög flókin

Sjálfsástarröskun er flókin, ef þú ert þunglynd/ur og ert í sorg, þá er það ekki næstum jafn flókið að leysa og sjálfsástarröskun/meðvirkni. Flestir sálfræðingar/þerapistar sem eru færir munu hjálpa þér eitthvað.

Vandamálið er að það sem er í boði er plástrameðferð

Meðvirkni/Sjálfsástarrsökun (SLDD), er viðhengisáföll/festingarsár (attachment trauma), kjarna skömm (core shame) og fíkn í sambönd með narsissistum, þetta er djúpt sár og ef þú ert alltaf að binda utan um það með plástri þá er það óumflýjanlegt að plásturinn dettur af.
Meðvirkni eins og hún er skilgreind í dag er bara súpa af einkennum og þegar við förum til læknis að leita hjálpar við einkennum eins og: það er verið að gaslýsa mig, hann er alltaf að gera lítið úr mér, ég er alltaf að hugsa um alla aðra og enginn um mig. Ef þetta verður það sem er til umræðu í sálfræðimeðferð, þá er þetta plásturinn, hér er ekki verið að takast á við rót vandans. Árangursrík meðferð krefst meðhöndlunar á sárinu.

 Plástursmeðferð dregur úr einkennum en leysir ekki vandamál

Þerapistinn og skjólstæðingurinn eru ómeðvituð um bakslög. Þú gætir verið í meðerð hjá sálfræðing/þerapista sem er meðvirkur og þetta verður óvart af plástursmeðferð, flestir sálfræðingar/þerapistar meina og vilja vel þó svo að þeir bjóði upp á plástursmeðferðir, þeir geta samt sem áður verið mjög færir, bara ekki í að lækna meðvirkni. Þeir gætu verið frábærir í lækna meðvirkni, en þeir vita ekki hvað það er.
Þegar sá sem er meðvirkur eða SLD upplifir bakslag þá verða allir undrandi vegna þess að það er ekki til kenning um meðvirkni.

 

 Skurðaðgerðir í gamla daga – 75% dauðsfalla

Fyrir ekki það mörgum árum var lítið vitað um frumur, bakteríur og sýkingar, en nýjar rannsóknir og upplýsingar hafa komið fram sem hafa þróað árangursríkar meðferðir sem notaðar eru í dag. En í gamla daga þá var lítið eða ekkert vitað um slíkt og því var beitt ófullnægjandi læknisaðferðum sem skaðaði sjúklinga og margir dóu í skurðaðgerðum. 
 
Í þá daga, áður en það var uppgötvað, þá var því haldið fram að bara sumir hefðu það í sér að lifa af, aðrir ekki. Svo var bakterían uppgötvuð og þegar skurðlæknar áttuðu sig á því að þeir þurftu að þrífa á sér hendurnar og sótthreinsa allt, þá strax fór dauðatollinn úr 75% í 25%. Skurðaðgerðir án sótthreinsunar og þrifa gekk á í yfir 100 ár. Það sama á við hér, ef ekki er vitað hvað meðvirkni raunverulega er þá upplifir fólk bakslög og enginn veit af hverju.

Frábending – Contraindicated

Frábending er meðferð sem ætti ekki að vera notuð vegna þess að hún er skaðleg manneskjunni sem þiggur hana. Það er frábending að nota tvö lyf saman sem vinna á móti hvor öðru, það verða samlegðaráhrif og sjúklingur getur dáið. Það er frábending að nota blóðtöku til að leysa persónuleika vandamál.
Gamaldags sálfræðimeðferðir við meðvirkni er frábending. Þær gera vandamálið verra! Þetta er víðtæk og djörf fullyrðing.
En gamaldags sálfræðimeðferð við meðvirkni er misræm í hugmyndum og nálgun, gamaldags aðferðir mistaka einkenni sem aðal vandamálið og þær gera ekki grein fyrir víxlverkandi dýnamík milli meðvirkra og narsissista sem er mannlega segul heilkennið (the human magnet syndrome). Þær taka ekki gaslýsingu og fíkn í samband með narsissista inn í meðferðina.
Gamaldags meðferðir við meðvirkni skilja ekki viðhengisáföll/festingarsár (attachment trauma), þess vegna eru gamaldags meðferðir við meðvirkni bæði úreltar, frábending og skaðlegar fólki. 

  

Hjóna/sambands ráðgjöf virkar ekki með narsissista 

Ef þú er SLD/meðvirk/ur og ert í hjónabandi/sambandi með narsissista þá virkar sambandráðgjöf ekki. Vegna þess að vandamálið er að flestir sálfræðingar/þerapistar vita ekki hvað meðvirkni er og óvart taka upp hanskann fyrir narsissitann og grafa undan SLD/meðvirklinum. Meðvirkir/SLD´s upplifa því enn meiri skömm og kenna sér um af hverju hjónaband/samband þeirra gengur ekki upp. Hér tapar meðvirkilinn en meiri trú á sálfræðimeðferðir, þetta er svakalega sorglegt vegna þess að núna er meðvirkilinn/SLD einstaklingurinn á enn verri stað en áður, því er hjónbandráðgjöf í slíkum aðstæðum frábending og því óhjálpleg og skaðleg meðvirklinum/SLD
Ross talar hér um að hann eigi bágt með að lýsa allri þeirri skömm sem hann bar þegar hann ákvað að skilja við þriðju eiginkonu sína. Þegar við höldum áfram að gera sömu mistökin, að falla aftur og aftur fyrir sjúklegum narsissista þá endum við með enn meiri skömm.
Áhrifin af árangurslausri meðferð er það sem Ross kallar að stafla skömm. Fólk kennir sjálfum sér um og styrkir gaslýsinguna. Narsissistinn gaslýsir þig og segir: þú ert í tómu tjóni og að það sé ekki hægt að tala við þig (eitthvað í þá áttina), meðferðin virkar ekki og þú gætir þá farið að trúa því að narsissistinn hafi rétt fyrir sér, ég er í tómu tjóni og það er ekkert hægt að tala við mig. Núna er gaslýsti söguþráðurinn um að þú sért í grunninn gölluð manneskja og brotin en læstari í persónuleika þínum. 
Óárangusrík meðferð við meðvirkni gerir meðvirkni verri og eykur fráhvarfseinkenni og fíknina í samband með narsissista.  
Fráhvarfseinkenni meðvirka er sjúklegur einmanaleiki 

 Ross segir að hann hafi farið í fullt af plásturs sálfræðimeðferðum og að honum hafi liðið vel eftir tímann, hann segir að loksins hafi hann haft einhvern til þess að tala við sem honum leið öruggur með og að sálfræðingurinn hafi staðfest líðan hans og frásögn. En þeir gátu ekki gefið honum svar við af hverju Ross var alltaf að falla fyrir narsissískum konum og af hverju hann var alltaf að endurtaka sama hringinn.
Þerapistinn og skjólstæðingurinn eru ómeðvituð um bakslög. Þú gætir verið í meðferð hjá sálfræðing/þerapista sem er meðvirkur og þetta verður óvart af plástursmeðferð, flestir sálfræðingar/þerapistar meina og vilja vel þó svo að þeir bjóði upp á plástursmeðferðir, þeir geta samt sem áður verið mjög færir, bara ekki í að lækna meðvirkni. Þeir gætu verið frábærir í lækna meðvirkni, en þeir vita ekki hvað það er.

 

Þegar sá sem er meðvirkur eða SLD upplifir bakslag þá verða allir undrandi vegna þess að það er ekki til kenning um meðvirkni.

Sjúklegur einmannaleiki SLD´s gerir narsissista djarfari 

 Þegar meðvirkill/SLDD fer í sálfræðimeðferð sem virkar ekki þá styrkist staða narsissistans sem drottnar eða er að reyna að drottna yfir fórnarlambi sínu/meðvirkli/SLDD. Gaslýsing narsissistans bætist og styrkist, og ótti við að fara eykst og fórnarlambið missir enn meiri von. 

IATROGENIC TRAUMA

Er þegar meðferðin og meðferðaraðili, sá sem á að hjálpa veldur í raun skaða. Þú ferð á slysavaktina til þess að láta sauma puttann á þér og meðferðaraðilinn saumar rangan putta. Það er þegar þú leitar þér hjálpar og "hjálpin" mistekst og gerir vandamálið verra. 

Í sambandi við sálfræðimeðferð þá er iatrogenic trauma, áfallið. Þerapistinn sem veit ekkert um sjálfsástarröskun/meðvirkni og narsissista, og hann byrjar að gefa þér "tilfinningu" um að hann sé vonsvikin. Þerapistinn sannar sjálfuppfyllingu spádóms. 

Uppfylling sjálfs spádóms 

Það er þegar þú vilt ekki að eitthvað gerist þú ert ofsahrædd/ur við það og þú gerir allt sem þú getur til þess að koma í veg fyrir að það eigi sér stað. En óttinn, kvíðinn og þráhyggjan fyrir því kemur því í sköpun. 

Það sem gerist vegna misheppnaðar sálfræðimeðferðar er enn meiri skammar stöflun og SLDD anorexia.

SLDD Anorexia er þegar einhver er svo yfirbugaður af neikvæðum endurteknum reynslum af narsissistum að þau taka ákörðun um að slökkva á rómantískum og kynferðslegum löngunum. Þau tapa allri löngun í rómantík og þeim líður eins og þau séu læknuð en raunverulega þá eru þau aðskilinn (Dissociated) 

 Misheppnuð sálfræðimeðferð við Sjálfsástarröskun hefur áhrif á: 

Hugsanlega eftirfylgni, trú á sálfræðinga og sálfræðimeðferðir og því miður stundum framtíðarhorfur um bata.
Stutt klippa af Ross Rosenberg að lýsa IATROGENIC TRAUMA
https://youtube.com/shorts/YTvW6YGrkrs?si=8jcxfJya905v3cEv

 

 

 Skilgreining á Meðvirkni

Meðvirkni er einstaklingsvandamál sem birtist í samböndum þar meðvirkilinn gefur mest ef ekki alla ást, virðingu og umhyggju til flestra. Það er ekki gagnkvæmt. Þú reynir að fá það til að vera gagnkvæmt, ekkert breytist en þú heldur samt áfram að vera í sambandinu. 

 Á sama tíma og Ross þróaði pýramídann sem sýnir þróun sjálfsástarröskunar þá þróaði hann 11 þrepa batameðferð við sjálfsástarröskun. 
 
Hvert einasta þrep er þaulhugsað og reynd leið af því hvað skal gera fyrst vegna þess að þú getur ekki stigið næsta þrem ef leikni á því sem á undan kom hefur ekki verið afrekað. Þrepin sjálf eru ekki aðalmeðferð eða sálfræði meðferðin. Hvert þrep inniheldur mikið af upplýsingum og margar aðferðir sem þarf að framkvæma til þess að batameðferðin virki. Það er mjög mikilvægt svo að árangur verður endanlegur að þú klárir þrepið sem þú ert á að hverju sinni.
Í hverju þrepi eru allar þær upplýsingar og tól sem þú þarft til þess að ná hámarksarangri.
Ef þú vinnur þrepin í meðferð með sálfræðing þá átta þeir sig á hvað þarf að gera fyrst. Ef þrep fimm er gert undan á þrepi þrjú þá mun þér mistakast.
Eitraða undirliggjandi skömmin og óttinn við að mistakast gæti fengið þig til þess að hætta í meðferð, það er því gríðarlega mikilvægt að fylgja þrepunum rétt eftir. Að fylgja þrepunum rétt eftir gefur öryggi og stöðugleika í bataferlinu. Ferlið unnið rétt aðstoðar þig við að taka upplýstar ávarðanir og vitund um að þú sért að gera það rétta í stöðunni. Ferlið gefur fólki einnig hugmynd um endastöð.

 

Partur 2

Viðhengisáföll/Festingarsár - (Attachment trauma)

Að leysa og samþætta Viðhengisáföll (attachment trauma)

Áskorunin við viðhengisáföll/festingarsár (attachment trauma), er að festingarsár eru geymd á stað í heilanum á okkur sem leyfir okkur ekki að muna eftir þeim, gera þau upp og tala um þau. Það þarf að vera til leið til að ná til þeirra og það er HITCH aðferðin. 
Ef við ætlum að skilja hvað festingarsár eru, þá er mikilvægt að skilgreina hvað áföll (trauma) er. Endurskilgreining áfalla á þann veg að þau séu skiljanleg og rökrétt. 
 

Áföll skilgreind 
Áfall er upplifun sem veldur tilfinningalegri-röskun eða geðröskun sem hefur varanleg neikvæð áhrif á hugsanir tilfinningar eða hegðun. 

 PTSD/Áfallastreituröskun

Áfallastreituröskun flokkast sem sjúklegt áfall. Áfallastreituröskun þróast þegar manneskja hefur upplifað atburð þar sem alvarlegt líkamlegt tjón varð eða því var hótað. PTSD er sú týpa af áfalli sem heilinn getur ekki algjörlega unnið úr að fullu í augnablikinu.

Heilinn og hugurinn geta ekki unnið úr minningunni og þeir vita ekki hvað skal gera við hana. Eðli þessa áfalls er slíkt að heilinn pakkar því og færir það á annan stað í heilanum. 

Þegar við hugsum um áfallastreituröskun þá hugsum við um fólk sem hefur verið naugað. Við hugsum náttúruhamfarir og eftirlifendur þeirra. Að deyja næstum því slys sem valda áfallastreitursökun. En PTSD/áfallastreituröskun er oftast einangrað atvik. 

 C-PTSD/Krónísk Áfallastreituröskun 

Viðhengisáföll/festingarsár

Til er mikið af upplýsingum um króníska áfallasteituröskun. Ross segir að hann hafi séð marga þjálfara á youtube tala um króníska áfallastreituröskun/C-PTSD. Ross vill taka það fram að þjálfarar/coaches eru ekki menntaðir sálfræðingar, þeir eru ekki þjálfaðir í geðheilbrigðisvísindum.

Það er svo mikið af upplýsingum þarna úti og það sem er að gerast er að fólk er að greina sjálfan sig með króníska áfallastreituröskun og þau eru ekki með hana, þau erum með eitthvað annað.

Krónísk áfallastreituröskun er skilgreind sem krónísk áföll og mörg atvik yfir langt tímabil, marga mánuði eða ár. Og C-PTSD er sameining og sambland allra þeirra atvika sem skapar alvarlegri útgáfu af krónískri áfallasteituröskun. Með krónískri áfallastreituröskun fylgja aðrar geðheilbrigði-raskanir. Ross segir að krónísk áfallastreituröskun sé áskorun að lækna vegna þess að það tekur mörg ár af sálfræðimeðferð að lækna hana. Hér er ekki átt við einangruð atvik.

Viðhengisáföll/Festingarsár -Attachment Trauma

Ross segist ekki hafa skapað hugtakið viðhengisáfall/festingarsár (attachment trauma) en hann segir að það hafi ekki verið mikið notað áður en hann fór að nota það.

Ross skilgreinir festingarsár örlítið öðruvísi en hefur gengið og gerst. Hann segir festingarsár vera áföllin sem gerðust í barnæsku. Þegar barn verður fyrir endurtekinni vanrækslu, misnotkun og illri meðferð. Ross segir viðhengisáföll/festingarsár vera faraldur og að ástæðan fyrir því að viðhengisáföll/festingarsár sé faraldur sé vegna þess að allir þeir sem eru meðvirkir/SLD´s eru með viðhengisáföll/festingarsár og allir narsissistar eru einnig með viðhengisáföll/festingarsár sem eru miklu verri en þeir sem eru meðvirkir/SLD

Narsissismi og meðvirkni er faraldur og tala þeirra fer fjölgandi!

Börn sem eru alin upp af sjúklegum narsissistum og meðvirkum hafa tilhneigingu til þess að þróa með sér viðhengisáföll/festingarsár/attachment trauma. viðhengisáföll/festingarsár eru mjög lík áfallastreituröskun en er öðruvísi og það er öðruvísi á þann veg að festingarsárin gera okkur það mikið erfiðari að leysa í sálfræðimeðferð.

Vegna þess að ef þú hefur orðið fyrir nauðgun eða verið fórnarlamb hryðjuverka. Þá hefur skapast atburður, og ef að þú gætir munað eftir atburðinum þá gætir þú talað um hann og leyst hann. Þú getur munað eftir því sem gerðist. En ekki með festingarsár, þau byrja strax við fæðingu. Sjúklegir narsissistar valda festingarsárum, narsíssískir foreldrar eru ófærir um að mæta þörfum barna sinna sem þurfa ást, virðingu og umhyggju.

Ef þú varðst fyrir áföllum fyrir fjögurra ára aldur þá eru aðrir partar af heilanum sem muna eftir þeim. Þú getur bara ekki munað eftir þeim, þau eru þó þarna. Þó svo að við munum ekki eftir því sem gerðist fyrir fjögurra ára aldur þýðir það ekki að heilinn hafi ekki stað sem hann geymir þær minningar. 

Viðhengisáföll/festingarsár gerast áður en við byrjum að tala. Ef þú ert tveggja ára og þú upplifðir að vera yfirgefin og vanrækslu, þá hafðir þú enginn orð til fyrir það sem kom fyrir, þú skildir ekki hvað var að koma fyrir þig. Ross segir að festingarsár séu mikil áskorun að ná til. Hér er verið að tala um tíma í lífi þínu þar sem þú kunnir ekki að tala, þú skyldir ekki tungumál og áfallið er aðallega hvernig þér leið og hvað þú sást. Festingarsár eru lífsáverkar sem gerðust yfir langt tímabil. Festingarsár eru lífsáverkar frá fæðingu eða getnað og enda á unglingsárum.

Meðvirkir geta sagt frá hræðilegum sögum um táningsárin sín og þegar þau voru fimm eða sex ára, sárin eru krónísk, festingarsár er ekki atburður, þetta gerðist aftur og aftur og aftur. Sárin eru kynslóðaskipt, Ross rakti festingarsár kynslóða sinna fjölskyldna niður fjórar kynslóðir. Hann segir festingarsár vera hljóð (silent) og ósýnileg. 

Ef þú áttir vin og hann því miður lést, þá veistu að það er eitthvað sértækt við það, en ef pabbi þinn var narsissisti og mamma þín meðvirk/SLDD og þú varst gaslýst/gaslýstur og þú veist ekkert um það, þá eru festingarsárin ósýnileg. Ef þú hefur enginn orð til þess að lýsa því eða enga útskýringu þá eru festingarsárin ósýnileg. 

Sjálfsástarröskun er aðskilin viðhengisáföll/festingarsár (Disosociated attachment trauma)

 Ef þú ert með festingarsár og þau eru ótengd meðvituðu minni þínu og ef festingarsár valda meðvirkni/sjálfsástarröskun þá eru þau það sama! 

Þú getur ekki yfirstigið og leyst meðvirkni/sjálfsástarröskun ef festingarsárin eru óleyst. 

 Festingarsár er niðurstaða bernsku-umhverfis í heild. Tímabil í lífi einhvers og stendur fyrir tímabil sem er aðskilið frá minningu einstaklings. Áföll sem heilinn hefur fjarlægt frá meðvitaðri minningu. við getum ekki munað þessar áfalla minningar, þær eru frosnar minningar og tilfinningar, þær eru of sársaukafullar til þess að muna eftir. En þær eru enn geymdar í heilanum á okkur. Öll reynsla sem við upplifum er geymd í heilanum okkar og hefur sálfræðileg áhrif á okkur. Festingarsárin eða aðskyldu sársaukafullu minningarnar hafa djúp vegleg sálfræðileg áhrif á okkur daglega, en við erum ómeðvituð um áhrifin. 
 
 
 Festingarsárin okkar eru eins og þau hafi verið sett í gamalt koffort og falin einverstaðar þar sem við vitum ekki hvar koffortið er, né erum við með lykil.
Sársaukafullu minningarnar eru grafnar, Ross segir þær bókstaflega vera líkamlega grafnar í heilanum á okkur. 
Festingarsár eru grafin í þeim parta af heilanum okkar sem kallaður er randkerfið/limbic system og vegna þess að sárin eru of sársaukafull til þess að muna eftir þá tekur heilinn sjálfstæða ákvörðun fyrir okkur. Hann ákveður að fela minningarnar svo að við getum lifað af.
Festingarsár eru aðskilin frá meðvituðu minni en þú gætir munað eftir því sem kom fyrir þig þegar þú varst barn, en áföllin sjálf getur þú ekki munað eftir. Það er ekki hægt að ná til þeirra í venjulegri sálfræðimeðferð eða með því að skrifa í dagbók, það er ekki hægt að ná til þessa minninga vegna þess að heilin þróaðist þannig að hann gerði okkur það ómögulegt. 

Á botni sjálfsástarröskunar pýramídans eru festingarsár/attachment trauma eða aðskildar sársaukafullar minningar frá meðvituðu minni. Annað þrep pýramídans er kjarna skömm. Meðvirkir/SLD´s eru hálf meðvitaðir um kjarna skömmina sem þau bera.

Kjarna skömm eru sú tilfinning að vera í grunninn algjörlega gallaður og ekki nógu góður

Sjúklegur einmanaleiki er þriðja þrep pýramídans og er hann nánast algjörlega meðvitaður meðvirkum/SLD´s

 

 Ross segir í vinnustofunni að þegar hann skapaði pýramídann að öll ljós hefðu kviknað hjá honum. Og þegar fólk sá hann þá segir hann að fólk hafi loksins fengið útskýringu á því hvernig þeim leið og af hverju þau halda áfram að vera í þessum skaðlegu samböndum og af hverju þau eru hrædd við að fara. 

Mannlega segulheillkennið

The Human Magnet Syndrome

Útskýrir afhverju við föllum fyrir narsissistum. Efnafræðin (chemistry) er aðalega ómeðvitað ferli. Meðvirkillinn/SLD´s fer ómeðvitaður inn í mannleg segulheilkennis sambönd. 

 Til þess að skilja mannlega segulheilkennið þá þurfum við að skilja að það eru tvö viðhengisáföll/festingarsár (tveir einstaklingar með festingarsár) í samspili. 
Ross segir þessa vinnustofu ekki fjalla um narsissista eða sjúklegan narsissisma eða áföllin sem bera ábyrgð á persónuleikaröskunum.
En fólk er að spila sambands sniðmát og efnafræðina (the chemistry) sem kom fyrir þau þegar þau voru börn. Ross segir að hann útskýri þetta fyrirbæri í smáatriðum í bókinni hans The Human Magnet Syndrome. Festingarsárin eru ómeðvituð en hugurinn er að reyna að finna einhvern sem er "öruggur" sem mun ekki kveikja (triggera) okkur, en oftast þá finnum við einhvern/einhverja sem er ekki góður fyrir okkur. Kunnugleiki er þversagnakenndur en í honum finnum við "öryggi". 

 

 

Reiknisfræðilegt hugtak í samböndum

 Ross skapaði hugtakið til þess að útskýra afhverju meðvirkir og narsissistar laðast af hvor öðrum. Ef þú ert með óleyst viðhengisáfall/festingarsár, og þú ert með kjarna skömm og sjúklegan einmannaleika, allt þetta þrennt eru narsissistar með einnig. 

Meðvirkir/SLD´s þeim líður svo illa með sjálfan sig, þau eru með kjarna skömmina, viðhengisáföllin/festingarsárin og einmanaleikann. Narsissistar eru líka með þetta en þeir hafa ekki hugmynd um það. Þegar þessir tveir einstaklingar sameinast þá líður þeim loksins vel í fyrsta skipti í langan tíma. Hálfur og hálfur er jafnt og einn. Og einn er í fyrsta skipti sem þeim líður vel með sjálfan sig, þau þurfa á hinni manneskjunni að halda til þess að líða betur með sjálfan sig. Vandamálið með þessa stærðfræði sambandsfléttu er að hún heldur ekki sambandinu stöðugu vegna þess að einn er SLD og einn er narsissisti.

 

Áfallabundinn meðferðaraðlili

 Ross segir að ein stærsta áskorunin við að lækna viðhengisáföll/festingarsár er sú að flestir sálfræðingar, eða 90% sálfræðinga byrja sem meðvirkir/SLD´s. Ross segir það vera jákvætt vegna þess að ef við værum ekki meðvirk/SLD´s til að byrja með þá myndum við ekki velja okkur þessa starfsgrein til þess að geta hjálpað öllum öðrum nema sjálfum okkur. Flestir sálfræðingar, eða þeir sem eru hvað færastir, verða heilbrigðari með tímanum, þeir fara sjálfir í sálfræðimeðferðir og komast af hlutunum. En Ross segir að flestir sálfræðingar byrja sem SLD´s, Ross segir að sú hugmynd komi frá bókinni The drama of the gifted child eftir Alice Miller. 

Sálfræðingur eða meðferðaraðili sem ekki skilur meðvirkni/sjálfsástarröskun er blindur á vandann. Þú getur ekki séð í öðrum sem þú sérð ekki í sjálfum þér. Ef þú ert sálfræðingur sem er með alkóhólisma og einhver kemur til þín og byrjar að tala um að drekka 2-3 vínglös á dag eða ég reyki marijúana, og þú ert þerapisti sem reykir grass, færð þér jónu þrisvar til fjórum sinnum á dag, þá sérðu það ekki sem vandamál. 

Það sama á við sálfræðinga/þerapista sem skilja ekki eða eru óheilaðir sjálfir af meðvirkni/sjálfsástarröskun og þeir eru ekki að vinna í henni. Það mun reynast þeim óskiljanlegt og erfitt að veita lækningu við meðvirkni/sjálfástarröskun. Ross kallar þetta meðvirkni/sjálfsástarröskunar blindu. 

Meðvirkur/SLD sálfræðingur/þerapisti mun upplifa þessa meðferð sem kvíðakallandi og meðferðin mun valda þeim uppnámi. Slík vinna fyrir þau eru mjög kveikjandi (triggerandi) og margir þessa sálfræðinga endast ekki lengur en í 2-5 ár. Eftir það segir Ross að þau fari í afneitun og sjálfsblekkingu. Afneitun er ekki eitthvað sem þú gerir heldur eitthvað sem kemur fyrir þig. 

Meðferð við meðvirkni/sjálfsástarröskun þarf tæra og rétta ásýnd 

 

Sálfræðingurinn/þerapistinn getur ekki séð meðvirkni/sjálfsástarröskun fyrr en þeir sjá hana í sjálfum sér. Og ef þeir hafa ekki leyst sín eigin viðhengisáföll/festingarsár þá munu þeir ekki geta beitt HITCH aðferðinni. 

 Ef það eina sem við höfum er ásýnd okkar í gegnum okkar eigin upplifun og reynslu og við getum ekki séð það sem er þarna vegna þess að við vitum ekki að það er til. Þá fer það algjörlega fram hjá okkur. 

Hubble sjónaukinn sér sýnilegt ljós, hann sér ljósið sem augu okkar geta numið. Spitzer sjónaukinn sér innrauð ljós og Chandra sjónaukinn sér x-ray ljós. 

Okkar ásýnd, okkar eiginleiki til þess að sjá og skynja er það sem stjórnar því hvernig við erum uppbyggð, þannig að við getum ekki séð innrauð ljós, það sem við sjáum er það sem augun okkar leyfir okkur að sjá. Við skiljum það sem við þekkjum. 

Ross segir okkur ekki geta treyst því sem við sjáum ef við erum ekki tilbúin að sjá heildarmyndina. Ross segir að með því að skrifa bókina The Human Magnet Syndrome og þróa lækningu við meðvirkni hafi hann breytt því hvernig við sjáum meðvirkni.

 Mannlega segulheilkennið/The Human Magnet Syndrome gefur fólki loksins útskýringu á ástandi þeirra og loksins verður allt skiljanlegt. Ross segir að það sé eins og að hann hafi bætt við sjónauka svo að við gætum loksins séð. Þegar við sjáum raunverulega vandann þá skapast meiri von. 

 

Áföll eru ekki stöðnuð eða einshliða

 Ross segir í vinnustofunni frá tíma þegar hann vann fyrir barnarvernd. Hann segir frá því að samstarfsaðili hafi spurt hann um um eineggja tvíbura sem hafi þurft að fjarlægja af heimili, en að einn þeirra væri tiltölulega verr farin sálfræðilega en hin. Ross segir tvíburana hafa alist upp á sama heimili við sömu félagslegu aðstæður en einn tvíburinn var prinsessa föðurins  ATH, næstu setningar verða truflandi ! Hún var uppáhald föður síns og partur af kynferðislegri misnotkun í æsku inniheldur heilaþvott, gaslýsingu og allavegaða hugræna blekkingu, og þeir láta barnið halda að það sé einstakt, þetta er truflandi og sjúklegt.

 Hitt barnið, foreldrinu var illa við það, faðirinn hafði merkt hana sem slæma barnið, barnið sem var alltaf með stæla. "Slæma" barnið vissi hvað var að koma fyrir systur hennar og hún kenndi sjálfum sér fyrir það og að hafa ekki sagt mömmu hvað pabbi var að gera við systur hennar. 

Barnið sem var ekki kynferðislega misnotað var verr afkomið sálfræðilega séð vegna þess að barnið hafði enga tenginu, hafði ekki fengið neina persónulega athygli, hin var gaslýst til að trúa því að það væri einhver tenging, eitthvað samband á milli hennar og föður. Sú sem var "slæma" barnið fékk ekkert frá pabba sínum og hún var gaslýst til þess að trúa því að hún bæri ábyrgð á því sem var að koma fyrir sig og systur sína. Þannig að hún ólst upp við verri vandamál. 

Ástæðan fyrir því að Ross hafði þetta með í vinnustofunni er að áföll/trauma eru ekki stöðnuð eða einhliða

 Áföll eru ekki það sem kom fyrir þig, þau eru summan af samverkandi innri og ytri kröftum.

Ástæðan fyrir því að ein systirinn var á verri sálfræðilegum stað var vegna þess að reynsla hennar var skelfilegri sálfræðilega. Áföll eru því ekki það sem kom fyrir okkur, við getum átt ástríka foreldra og upplifað skelfileg áföll þegar við vorum börn. Við hefðum getað misst bróður okkar eða tvíburasystur. 

En hvað með manneskjuna sem missti ekki bróður eða systur en hún var ekki elskuð, hún var hlutur, hún var gaslýst. Til þess að skilja áföll/trauma þá þurfum við að skilja að þau líta öðruvísi út fyrir öðruvísi fólki. Og áföll eru ekki alltaf það sem blasir við auganu. 

Ef við sjáum ekki áföllin okkar þá vitum við ekki hvað vandamálið snýst um og við getum ekki leyst það. Ef áföll/trauma eru ekki stöðnuð eða einshliða þá erum við  takmörkuð þegar kemur af því að greina þau. 

 

 
Ross skapaði áfalla samfelluna hér að ofan í þeim tilgangi að hjálpa okkur að skilja að áföll/trauma eru ekki bara öðruvísi í styrkleika, með öðruvísi þá er verið að meina með að stundum eru áföll sálfræðilega sjúkleg, þegar eitthvað er sjúklegt, þá þýðir það að einhvað er að valda sálfræðilegum skaða.

Ekki valda öll áföll sálfræðilegum skaða

Mild áföll

Hér segir Ross uppspunna dæmisögu um litla stúlku í Disney world til þess að útskýra eðli áfalla betur. 

Þessi litla stúlka fer með foreldrum sínum í Disney world og hana hefur alltaf langað að sjá Elsu úr Frozen.  Hún er með mömmu og pabba og Elsa á að koma út klukkan tólf að hitta krakka. Elsa kemur ekki út fyrr en hálftíma seinna og er aðeins út í 30 mínútur. Litla stúlkan fær tækifæri til þess að hitta Elsu, Elsa brosir til litlu stúlkunnar og klappar henni á höfuðið og fer svo að tala við næstu litlu stúlku. Litla stúlkan verður sár og fer að gráta, hana hafði dreymt um að hitta Elsu og núna loksins hitti hún hana í persónu og Elsa sýnir henni mjög lítin áhuga og talar eiginlega ekkert við hana og tekur ekki utan um hana. Litla stúlkan hafði verið með fantasíu um Elsu. Mamma stúlkunnar sýndi henni mikla samúð og pabbi reyndi að sýna samúð, þetta flokkast sem milt áfall.

Hérna er stúlkan örugg með mömmu sinni og pabba, hún upplifir öryggi og hefur innri getu til þess að vinna úr áfallinu og umhverfið hennar (mamma & pabbi) aðstoða hana við að vinna úr ferlinu. Þessi stúlkan mun ekki muna eftir þessu atviki, hún mun ekki þurfa að leita sér sálfræði aðstoðar og þurfa að vinna úr þessu áfalli eftir 25 ár. Hún gæti vel munað eftir atvikinu sem minning. 

Litla stúlkan grét, hún var í uppnámi, en mamma og Pabbi voru til staðar, þannig að það var allt í lagi með hana.  

Hófleg áföll

 Hófleg áföll er þegar þér líður eins og þú sért hóflega örugg/öruggur. Þá eru væg varnarkerfi nauðsynleg og þú getur unnið úr þeim og sleppt tökunum á þeim. Aftur í söguna með litlu stúlkuna, mamma er -4 á skala Ross, sem þýðir að hún er ekki með fullbirta sjálfsástarröskun og pabbi er +4 á narissista skalanum, það þýðir að hann er ekki með fullbirta persónuleikaröskun. Elsa kemur út og litla stúlkan fer upp af Elsu og Elsa segir hættu að toga í kjólinn minn og gefur litlu stúlkunni augnaráðið hvað ertu að gera. Stúlkan segir Elsa, þetta er ég og Elsa segir: hættu að toga í kjólinn minn, slæmar stúlkur toga í kjólinn hjá fólki og svo fer Elsa að tala við næstu stúlku. 

Stúlkan er miður sín og talar við mömmu sína og mamma er pínulítið utan við sig vegna þess að hún er að hafa áhyggjur af pabba sem er að drekka of mikið af áfengi. En vegna þess að mamma hennar er SLD/meðvirk þá er hún uppfull af samúð, hún segir við litlu stúlkuna þetta verður allt í lagi, Elsa meinti þetta ekki. En Elsa meinti þetta en mamman sá það ekki hún var annars huga. Hún tekur utan um litlu stúlkuna og segir henni að þetta hafi ekki verið henni að kenna og að þetta sé ekki alvöru Elsa að þetta sé leikari. Stúlkan verður mögulega ringluð, en það sem skiptir máli hér er að móðirin staðfesti það sem litla stúlkan var að upplifa og hún reyndi að hjálpa henni og útskýrði fyrir litlu stúlkunni að þetta hafði ekkert með hana að gera.

Barnið fór í uppnám og grét örlítið, en áfallið verður ekki af einhverju sem verður af áfallastreituröskun. Vegna þess að einhver var þarna til þess að staðfesta upplifun stúlkunnar og vernda hana og segja henni að hegðun Elsu hafi ekki verið allt í lagi og að Elsa sé leikari. 

Skaðleg áföll

 Elsa kemur út og það lítur út eins og hún hafi ekki sofið nóttina á undan og að hún hafi veri að skemmta sér alla nóttina (leikarinn sem er að leika Elsu í Disney world). Kjólinn hennar angar af sígarettureyk og leikarinn var ekki í standi til þess að vera að leika karakter fyrir börn. Barnið kemur upp af henni togar í kjólinn hennar og Elsa segir hættu þessu góðar stelpur toga í kjóla hjá fólki, hvað er eiginlega af þér? Litla stúlkan byrjar að gráta og hleypur til mömmu sinnar, hún finnur ekki mömmu sína vegna þess að mamma hennar að leita af pabba stúlkunnar, pabbi stúlkunnar er að drekka. Hún finnur mömmu sína á endanum og segir henni frá því sem gerðist, móðirin er annars hugar en segir við litlu stúlkuna að það sem hún hafi verið að upplifa sé kjaftæði, viltu að ég fari og láti hana heyra það, stúlkan biður mömmu sína um að gera það ekki. Móðirin segir að enginn eigi að koma svona fram við hana og hún fer að segja litlu stúlkunni frá því þegar hún var lítil þá kom svipað fyrir hana, fer í sína eigin sögu. 

Hér upplifir litla stúlkan sig ekki örugga, barninu líður ekki eins og að upplifun þess hafi verið staðfest. Móðirin reiðist og bregst ókvæða við. Þetta flokkast sem skaðlegt áfall. Vegna þess að áfallið er skaðlegt þá eru sterkari varnarkerfi nauðsynleg. 

Mamma var eiginlega ekki til staðar, hún hlustaði eiginlega ekki á barnið og mamman vildi fara og berja Elsu.

Heilinn og hugurinn þurfa sterk varnarkerfi við slíkum áföllum, hagræðingu, vitsmunavæðingu, vörpun og afneitun. Þetta áfall verður ekki af áfallastreituröskun, þetta áfall var slæmt, mamma stóð sig ekki vel en hún reyndi allavegaða að hjálpa barninu og barnið fann einhverjar tilfinningar um vernd og þess vegna takmarkaðist skaðinn af áfallinu. 

Alvarleg áföll - PTSD/Áfallastreituröskun 

 Elsa er á síðustu taugunum og hún hefur verið að drekka, barnið fer og togar í kjólinn á henni og Elsa öskrar á hana og ýtir henni i burtu, barnið dettur niður og rekur höfuðið í (hún verður ekki fyrir líkamlegum skaða). Barnið grætur og Elsa gefur henni dimmt augnaráð eins og hún sé norn eða eitthvað álíka. Barnið leitar af mömmu og finnur hana ekki, barnið er aleitt og lítur á Elsa, barninu líður eins og að það sé hræðilegt, Elsa elskar mig ekki, mamma er ekki hérna ég er alein. Litla stúlkan finnur mömmu á endanum en mamma er of upptekin af pabba sem er fullur og er að skamma hana. 

 Hér er enginn öryggistilfinning og algjört máttleysi og skelfing. Þannig að hugurinn og heilinn á barninu getur ekki samþætt áfallið, barnið getur ekki skilið aðstæður og heldur að mamma sín elski sig ekki og veit ekki að Elsa er leikari og meinti þetta ekki og að hegðun leikarans hafði ekkert með barnið að gera. Þetta þýðir því að heilinn á barninu getur ekki samþætt áfallið og setur því minninguna á annan stað í heilanum. Hér skapast áfallastreituröskun/PTSD 

 Flókin áfallastreituröskun/C-PTSD 

Hér er sama atburðarás og í alvarlegum áföllum en núna fer litla stúlkan aftur í Disney world og það sama gerist aftur. Flókin áfallastreiturröskun eru þessi endurtekin alvarleg áföll og það eru lög af þessum atburðum sem hafa verið aðskilin frá meðvituðu minni. 

Ástæðan fyrir þessari lýsingu hér að ofan er sú að það eru mismunandi lög af áföllum. Áföll eru aðallega ákveðin af því hvort að ytra umhverfi ræður bót á áfallinu, hvort að ytra umhverfi verndar manneskjuna og lætur hana líða eins og að hún sé örugg. Ef slíkt er ekki fyrir hendi þá verður áfallið miklu meira sálfræðilega sjúklegra og þarf aðstoð frá færum sálfræðingum/þerapistum til þess að leysa. 

 Ekki er allt áfallastreituröskun, sálfræðingar hafa ekki greiningargerð fyrir milt eða meðallags þunglyndi. Þeir hafa aðeins eina greinargerð og það er fyrir alvarlegt þunglyndi. Ef þú ert með meðlags þunglyndi þá færðu ekki greiningu. Til þess aðskilja áföll/trauma þá þurfa þau ekkert endilega bara að vera skyld sem áfallastreituröskun eða flókin áfallastreituröskun. 

 

Lítil Áföll & Stór Áföll  

Lítil áföll þurfa ekki að vera aðskilin meðvituðu minni. Heilinn þarf ekki að færa minninguna frá minni okkar. Lítil áföll eru þegar það eru innri auðlindir sem geta unnið úr þeim og við getum sótt stuðning og hjálp frá ytri auðlindum/umhverfi. Sálrænni starfsemi okkar stafar ekki ógn af áfallinu og það er náttúruleg hæfni fyrir sjálfvirkan og náttúrlegan samruna áfallsins. 

 Við tökumst oft á við áföll og oft höfum við einhvern til þess að tala við og við upplifum okkur ekki föst í áfallinu. Við fáum aðstoð við að leysa það. Þetta flokkast sem lítið áfall. 

Stór áföll eru sjúkleg áföll. Þau eru þegar auðlindir okkar, sálrænar og innri og ytri, mamma og pabbi eða einhver annar eru ekki til staðar til að hjálpa okkur að vinna úr áfallinu. Stór áföll eru þegar við sækjumst ekki eftir ytri auðlindum eða að þær eru ófullnægjandi og heilinn skynjar þennan atburð sem hættulegan til að muna. Því færir heilinn minninguna um atburðinn á annan stað og það er ferlið þegar minningin er aðskilin frá meðvituðu minni. 

 

Áföll eru skilgreind eftir alvarleika á fimm stigum

1. Væg áföll
2. Miðlungs áfall - Innri úrræði eru næg
3. Skaðlegt áfall - Krefst stuðnings og aðstoðar 
4. Alvarleg áfölll/PTSD/Áfallastreituröskun - Krefst áfallahjálpar frá hæfum einstaklingi/stofnun

  Kveikir á „áfallsrofa“ heilans
Kemur af stað sundrun/bælingu
Virkjar limbíska kerfishvelfingu

5. Krónísk áföll/Flókin Áfallastreituröskun/C-PTSD

 Af hverju fá sumir áfallastreituröskun en aðrir ekki? Ross segir útskýringuna að finna í sögu eineggja tvíburana hér að ofan. Hann segir líka að þetta gæti átt við tvo einstaklinga sem eru í hernum, þeir eru í sömu deild og þeir upplifa báðir dauða félaga þeirra. Ein manneskja kemur til baka gjörsamlega niðurbrotin og er útskrifuð vegna læknisfræðilega ástæðna, áfallastreitursökun, en hin manneskjan er ekki niðurbrotin með áfallastreitursökun. Hvernig stendur á því? 
Af hverju bregst annað fólk betur við áföllum en aðrir. 

 Ástæðurnar fyrir því eru: 

Líffræðileg/erfðafræðilega seigla 

Við fæðumst með persónuleika týpur. Sumir eru viðkvæmari en aðrir, það eru gen og líffræði. Ef þú fæddist viðkvæmari en margir aðrir þá hefur þú ekki jafn mikla seiglu og úthald og þarft meira af vernd og hlýju. Það er hvorki slæmt né gott það er bara hvernig við erum gerð. Sumir eru virkilega harðir af sér. Umhverfið hefur ekki jafn mikil áhrif á þessa einstaklinga eins og marga aðra. 

Sálfræðileg Seigla

Vegna summu alls þíns lífs þá hefur þú meiri sálfræðilega seiglu til þess að vinna úr áfallinu. Ef eitthvað kemur fyrir mig segir Ross, þá segist hann að hann mundi fara í sálfræðimeðferð eða hringja í vin, Ross segir að hann sé með sálfræðilegar auðlindir. Ekki eru allir í þeim sporum að hafa aðgang af fullnægjandi sálfræðilegum auðlindum. 

 Venslastuðningur

Ef þú ert ein/einn og þú átt enga vini og þú er með áfallastreitu á móti því að þú átt vini sem þú getur talað við, það breytir öllu. 

Tilhneigingarþættir

Sástu áfallið fyrir, vissir þú að áfallið gæti gerst. Oft þegar við vitum um eitthvað áður en það gerist sem gæti verið hættulegt, það í sjálfu sér mildar afleiðingar við áfallinu. 

Aðgangur að geðheilbrigðisþjónustu

Sumir hreinlega vita ekki um geðheilbrigðisþjónustu, aðrir óttast hana, sumir eru með fordóma fyrir henni, margir hafa ekki efn á henni eða hún er ekki til staðar 

Viðbrögð við eigin umönnun

Hver eru fyrstu viðbrögð þín við áfallinu? Eru viðbrögð þín, ég þarf að leita mér hjálpar þetta hefur haft áhrif á mig. Á móti "svona er lífið" hvað þarf ég að gera á morgun. Að bregðast við í kærleika fyrir sjálfum sér og leita sér hjálpar eru merki um heilbrigða vitund gagnvart sjálfum sér.

 

ÁSLAGSMÆÐIÐ / BÚÐARÞÆTTIR

 Stig og styrkleiki áfallsins

Eins og útskýrt var á samfellunni um áföll þá eru hin mismunandi stig áfalla með mismunandi styrkleika. Á seinasta stiginu þá ýtti Elsa litlu stúlkunni. Hún rak höfuðið í og svo fékk illt augnaráð frá Elsu. Ross segir að augnaráðið hafi valdið litlu stúlkunni meira áfalli en þegar henni var ýtt og hún datt. 

 

Líkamleg, líffræðileg, læknisfræðileg og taugafræðileg seigla 

 Sumir geta reykt einn pakka af sígarettum allt sitt líf og lifað til 80 ára aldurs og sumir deyja 50 ára. Munurinn er hvernig einstaklingurinn er ákvarðaður. Það sama gildir með áföll 

Sálfræðileg seigla

Upprunaleg geðheilbrigði seigla og fyrrum sjálfsvinna eða vinna með öðrum á sviði geðheilbrigði. Og geta þín til þess að hafa aðgang af geðheilbrigðisþjónustu. 


4. Næmnistig-erfðafræðilega ákvarðað

Hér skoðum við aftur persónuleika týpur, sumir kalla sig mjög næma eða HSP (Higly sensitive people) Ef þú ert mjög næm manneskja þá muntu bregðast verr við áfallinu. 


Ásýnd á áfallinu 

Það er þegar allir sáu það. Ef þú varst fórnarlamb í 9/11. Sýnilegt áfall er greinanlegur atburður, þrátt fyrir að einstaklingur sé aftengdur því. Nauðgun - Stríð - Erfið veikindi 

Ósýnileg áföll

Áföll sem þú getur ekki munað eftir. Áföll sem fólk sá ekki. Áföll sem þú getur ekki útskýrt eða gaslýst áföll, það er þegar ekkert gerðist í raun og veru en þú varst blekkt/ur til þess að trúa því að einhvað hafi gerst. Því meira sem áfallið er ósýnilegt því minni tengingu hefur þú við það og leitað þér hjálpar. 

Óundirbúið á móti Undirbúið áfall 

 Bú fyrirbærið, ef þú ferð í draugahús þá veistu það að ef þú ferð inn þá verður það "hræðilegt" Ross segist ekki líka við að fara í draugahús, hann segir að það sé eiginlega bara fólk að koma upp af þér og garga í andlitið á þér. Hann segist ekki verða hræddur frekar pirraður, vegna þess að hann veit hvað mun gerast. En hvað gerist þegar við erum að ganga um og enginn sér þér að þú sért að fara að ganga inn í draugahús og einhver kemur og gargar á þig í hræðilegum búning þá verður þú fyrir áfalli. 

Hver ber ábyrgð? 

Er það mér að kenna að Elsa í Disney world ýtti mér niður stigann og gaf mér illt augnaráð? Litla stúlkan sem núna er með áfallastreitursökun segir við sjálfan sig: ef ég hefði ekki togað í kjólinn hennar og sagt eitthvað, þá hefði hún ekki gert mér þetta. Barnið kennir sjálfum sér um. Á móti, hreinni útskýringu við barnið að þetta hafði ekkert með hana að gera en að hún hafi samt sem áður upplifað þennan atburð. 

Skynjun á verndun 

Hér vill Ross sýna að í fyrstu tveimur dæmunum á áfalla samfellunni þá er stúlkan vernduð. Móðurinni er sama, og það er einhver að fylgjast með barninu. Ef þú trúir því að öllum standi á sama um þig og að þú sért ein þá getur skapast alvarlegri áfalla reynsla. 

Hvernig viðbrögð ytri umhverfi bregst við á móti engum viðbrögðum

Ef þú varst í 9/11 og allir jarðarbúar hafa áhuga og vilja hjálpa þér og sýna þér samúð og þú hefur allar þessar auðlindir þér til taks á móti því þegar hryðjuverkamenn ráðast á Líbanon og þú upplifðir hryðjuverka árás og ríkisstjórnin  hylmir yfir það og enginn talar við þig. 

Hugmyndin um að einhver er að taka viðbrögð við því á móti því að enginn tekur viðbrögð 

Þegar einhver annar tekur viðbrögð þá virkar það eins og spegill sem sýnir hvað gerðist fyrir utan okkur á móti því að það sé enginn spegill

Catch 22 - Tvíbinding 

Tvíbinding er mjög algeng í gaslýsingu. Að leita sér hjálpar gerir allt verra, að tala um það gerir það verra. Ef það er leyndarmál mun manneskjan sem ég segi leyndarmálið refsa mér. Það skapar auka lag af áfalli. 

Að vera kennt um áfallið

Ef þú hefðir ekki togað í kjólinn á henni þá hefði hún ekki ýtt þér, það í sjálfu sér þegar einhver fær þig til þess að trúa því að þú eigir sökina það bætir sjúklegum þætti við áfallið. Hvort sem að sökin sé reist á rökum eða skálduð, gaslýst sök eða alvöru sök.

Stuðningsþjónustur 

Þurfum að sækjast eftir þeim eða þær eru boðnar

Ef þér eru boðnar stuðningsþjónustur eftir áföll, hvort sem það sé menntaður geðheilbrigðisstarfsmaður eða bara stuðningur þá gerir það greinarmun. 

 fyrirliggjandi og samhliða/ læknisfræðilegir/geðheilbrigði erfiðleikar

 Ef þú ert með geðhvarfasýki, alvarlegt þunglyndi og ef þú ert með endurtekin geðheilbrigðisvandmál og þú upplifðir áfall, þá eykst áfallið vegna fyrrum eða undirliggjandi geðheilbrigðisvandmála. 

Fíknisjúkdómar og fíkniefnaneysla 

 Ef þú ert háð/háður áfengi og eða ert fíkniefnaneyslu þá er mögulegt að áfallið verði upplifað verra en það er. Vegna þess að áfallið gæti verið tengt áfengi eða fíkniefninu eða einstaklingur gæti verið að nota áfengi og fíkniefni til þess að ráð bót á áfallinu. 

 Áföll eru ekki stöðnuð, hér hefur verið sagt frá þeim fimm stigum áfalla í sambandi við Elsu og litlu stúlkuna. Núna getum við séð hvernig hver þáttur getur orðið miklu verri við hvert stig. 

Vita börn að það sé verið að valda þeim áfalli? 

Ross svarar því að þau viti það yfirleitt ekki og nefnir að festingarsár séu öðruvísi en áfallastreita/PTSD/C-PTSD vegna þess að börnin vita það ekki að það er verið að valda þeim áföllum. Ross segir festingarsár miklu erfiðari viðfangs vegna þess að fólk veit ekki að lífið þeirra var/er eitt stór blæðandi sár. Þetta er stór partur af lífi fólks frá fæðingu til 17 ára aldurs. Margir skilja ekki áfallasögu sína, Ross segir að hann hafi ekki skilið sína fyrr en hann hafi verið 35 ára, þá hafi hann verið í lengi í sálfræðimeðferð. Ross segir engan hafa útskýrt fyrir honum skaðann sem barn verður fyrir sem á foreldra sem sér þau ekki.

Börn hafa enginn orð fyrir það, þetta er partur af lífi þeirra. 

 

TRAUMATIC BONDING

Áfallatengsl

Ross segir að áfallatengsl sé flókið hugtak og vil því reyna að einfalda hugtakið. Áfallatengsl eru tengd skilyrðingu (conditioning), Klassísk og óþægileg skilyrðing. í öðrum orðum ef þú ert SLD/meðvirk/ur og varst alin upp með viðhengisáföllum/festingarsárum, Og þú þekkir fólk sem hunsar þig og særir þig, lýgur af þér og veður yfir þig.

Ross segir að partur af mannlega segulheillkenninu (Human Magnet Syndrome) segir að slík hegðun breytist í hegðunarmynstur í samböndum og að þegar þú hittir einhvern þá hittir þú þessa fallegu yndislegu manneskju sem er heillandi og kynþokkafull og þú verður ástfangin af henni, en þú hefur ekki hugmynd um að hún sé narsissisti, en það er mannlega segulheilkennið.

Þegar áföllin byrja að dynja þá upplifir þú það sem kunnuglegt, eins og þú þekkir þessar aðstæður. Áfallatengsl eru tengsl á milli fórnarlamba og ofbeldismanna/kvenna. Það er styrking með hléum í gegnum verðlaun og refsingu. Ef þú ert vön/vanur slíkri hegðun/upplifun þá veistu hvað þú átt að gera við þetta, þú veist hvernig þú stjórnar þessu.

Ross segist geta sannað þetta, ef þú ert andlega heilbrigð manneskja, þú hefur verið í 11 þrepa sálfræðimeðferð Ross, þú hefur unnið þrepin  og þú byrjar að hitta fólk aftur, á rómantískan máta. Og einhver byrjar að hegða sér eins og narsissisti, byrjar að beita ofbeldi, þá sleppur þú strax tökunum. Ross segir að þetta sé þegar viðvörunarkerfi við narsissistum byrjar að hringja. Innra viðvörunarkerfi fer í gang, og mannlega segulheillkennið segir að þú sért andlega heilbrigð og þau séu það ekki. Það er enginn aðlöðun til þeirra.

En ef þú ert SLD/meðvirk/ur og þú hittir narsissista og allt þetta neikvæða gerist, það er kunnuglegt 

Ross segir hér frá því í vinnustofunni að hann hafi farið á nokkur stefnumót upp á síðkastið. Hann segir að ein manneskjan hafi byrjað að sýna honum narsissíska hlið af henni og að hann upplifað að hafa viljað fara strax. Hann segir að ef hann hafi enn verið SLD/meðvirkur þá hefði þessi reynsla verið kunnugleg og hann tengst henni. Ross segir að hann hafi oft upplifað á stefnumóti að einhver hafi byrjað að tala um vandamálin sín og þá hafi honum byrjað að líða vel og slaka á. Ef þú ferð á stefnumót og manneskjan sem þú ert á stefnumóti með er með mikið af vandamálum þá munt þú ekki finna fyrir tengingu, en ef þið eruð bæði með vandamál þá tengist þið og í þversögn þá lætur það þér líða betur. 

Vandamálið er að SLD/meðvirki fær alla drulluna og skítinn af þeim samning. 

 

Áfallafíkn  

Þegar SLD´s/meðvirkir ljúka sjúklegum samböndum og eða hitta einhvern sem er andlega heilbrigð, þá vita þau ekki hvað þau eiga að gera. Þau verða óstyrk og kvíðin þegar þau eru ekki í óheilbrigðum aðstæðum. Það er eins og þau séu háð óheilbrigðum aðstæðum. 

 
Hann er inn í matvörubúð og hann er að líta í kringum sig og það er þessi ofsóknarbrjálæðis tilfinning um hvernig það er verslað í matvörubúð, og það hræðir hann hve allt er eðlilegt og hljótt, hann heldur að eitthvað slæmt sé að fara að gerast, hann veit ekki hvað á að gera við eðlilegt og hljótt. Í myndinni Hurt locker þá reynir hann að fara heim og laga húsið og að leika við barnið en hann getur það ekki. Hann er ekki í sínu umhverfi og fallega konan hans sem vill aðeins athygli hans og ástúð fær hana ekki, hann getur aðeins talað um áföllin sín og segir að lokum við hana að hann þurfi að fara til baka í stríðið.
 Ross segir þörfina að fara til baka og að getað ekki fúnkerað í eðlilegum aðstæðum sé partur af áfallafíkn. 
 

Áföll hafa margar birtingarmyndir 

Að hafa þörf fyrir því að vera upptekin, alltaf. Slík hegðun er svörun við áfalli og hræðsla byggð á truflun frá því sem þú þyrftir að viðurkenna fyrir sjálfum þér ef þú myndir hægja á þér. 

Ross segir að á þeim tímapunkti sem hann skrifaði þessa vinnustofu þá hafi verið 15 mánuðir síðan hann hafi verið í afneitun og sjálfsblekkingu með sitt eigið líf. Að hann hafi verið í ofbeldis-hjónabandi og að hann hafi verið útbrunninn. Ross segir áföll hafi margar birtingarmyndir. Við sköpum aðstæður í lífi okkar sem koma í veg fyrir að við finnum fyrir áfallinu. Fíkniefni/pillur, alkóhól, kynlíf, matur, verslunarferðir, að stunda fjárhættuspil, vinna.  

Endurtekningarþvingun/Áföll endurgerð

 Að gera það sem er kunnuglegt, að endurtaka óaðvitandi það sem er kunnuglegt. Eins og í Hurt locker þá þykir honum það kunnuglegra og þægilegra að vera í hættulegum aðstæðum þar sem honum stafar ógn af umhverfinu.

Þegar áföll eru endurgerð þá er það þessi oftast ómeðvituð tilfinning að þú hafir tækifæri til þess að leysa það sem er að innra með þér. Sá partur af okkur sem ólst upp í viðhengisáfalli (attachment trauma), sá partur sem þykir í þversögn þægilegt og öruggt að vera í kringum narsissista. okkur líður eins og við séum örugg vegna þess að við vitum hvernig skal leysa slíkan vanda. Við ólumst upp á heimili sem var óheilbrigt og við urðum af SLD´s/meðvirkum, við fundum leið til þess að takast á við áföllin og "leysa" þau. Þannig að við vitum hvað skal taka til ráðs. 

Við vitum ekki hvað skal gera í heilbrigðum aðstæðum. Þegar karakterinn í Hurt locker fer í matvörubúð, þar sem allt er eðlilegt og hljótt, hann veit ekki hvað hann á að gera. Alveg eins er með okkur, við vitum ekki hvað skal gera í heilbrigðum aðstæðum, við þekkjum þær lítið eða ekkert. 

Sálfræðilegar útskýringar 

Áföll og líkamlegir eiginleikar

 Allar frumurnar í heilanum eru tengdar og mynda hringrás eins og í tölvu. Heilinn í okkur er vél. Áföll eru geymd í heilanum á okkur og allir heilar eru með líkamlega eiginleika. Eins og Ross hefur áður talað um þá erum við mismunandi hvað varðar harðneskju og viðkvæmni, heilinn á okkur er alveg eins. Heilinn hagar sér á vélrænan máta, við getum verið með heila sem er afkastamikill eða heila sem er ekki afkastamikill. Heilar hafa sömu eiginleika og innri brennslu, en sumir standa sig betur við ákveðnar aðstæður. 

Erfðafræði og umhverfi hafa margt að segja um þrautseigju heilans, veikleikar og viðkvæmni og þröskuldur seiglu. Allir þeir sálfræðilegu partar sem hafa verið ræddir eru tengdir líkamlegum eiginleikum heilans. 

Heilinn er ótrúleg vél sem hefur þróast í þá átt svo að við upplifum okkur örugg í okkar umhverfi. Heilinn þróaðist þannig að hann hjálpar okkur að lifa af hættuleg umhverfi sem við hefðum ekki getað lifað af án þróunarinnar. 

Ross segir að okkar tegund Homo sapien hafi lifað af vegna þess að heilinn í okkur þróaðist samkvæmt umhverfinu og hjálpar okkur að upplifa okkur sem örugg. Við vorum ekki alltaf á toppi þróunar.

Heilinn í okkur þróaðist á þann veg að við værum örugg. Ef áfallið er of stórt þá mun heilinn skrá það. Heilinn veit hver þröskuldur okkar er fyrir áföllum, hann þekkir bæði styrk og veikleika okkar. 

Þessu má lýsa eins og með aflrofa, ef það er of mikið rafmagn þá slekkur aflrofinn á sér. vegna þess að hann veit að ef hann gerir það ekki þá kviknar í húsinu. Heilinn okkar hefur sjálfsvörn. 

Áfallastakkar sem heilinn ræður ekki við sendir heilanum skilaboð um að hann verði að gera eitthvað svo að allt falli ekki í sundur. Þessu má líkja við að heilinn hafi sitt eigið tölvukerfi sem fylgist alltaf með því hvernig skal alltaf vera örugg/ur

Þetta er ekki meðvitað ferli, þetta gerist allt ómeðvitað. Heilinn forðast að kerfið hrynji eða að öryggi springi. 

Við erum öll með aflrofa í heilanum sem veit hvenær hann kveikir og slekkur á sér. Aflrofinn veit hve mikið af rafmagni hann getur þolað og hvenær hann þarf að slökkva á sér, sama er með aflrofann í heilanum á okkur, hann veit hvenær hann þarf að aðskilja minningu frá meðvituðu minni. Heilinn er með innbyggt sjálfsverndunarkerfi og hann veit hvað hann ræður og ræður ekki við. Heilinn veit að það er betra að slökkva á aflrofa eða að sprengja öryggi svo að við getum lifað  af. 

Þegar áföll eru of stór þá slekkur aflrofinn á sér og við aðskiljum minningarnar/reynsluna. Heilinn er með sitt eigið vöktunarkerfi og það segir: get ekki gert þetta, get ekki yfirstigið þetta, þá tekur heilinn minninguna frá meðvitaða huganum og færir hana annars staðar í heilanum þar sem minningin er gerð ómeðvituð. 

Ef við munum það sem var aðskilið meðvituðu minni þá væri það of mikið

Fólk sem hefur verið í stríði á mjög erfitt með að tala um það sem kom fyrir þau. Fólk á oft mjög erfitt með að muna eftir því þegar þeim var nauðgað. Fólk á erfitt með að muna eftir því þegar þau voru rænd með byssu. 

Fólk getur ekki og á mjög erfitt með að muna eftir viðhengisáföllum/festingarsárum  (attachment trauma) og er þetta ástæðan fyrir því. 

Við getum varla munað eftir þeim vegna þess að heilinn ákvað að þetta væri of mikið.  

Ross talar hér um að hann heldur hörf (retreats) þar sem hann aðstoðar fólk á tveimur og hálfum degi að tengjast viðhengisáföllum/festingarsárum sínum og tengja þau meðvitaða huga sínum. Hann segir engan eða fáa kunna slíka tækni, því hefur hann þróað HITCH aðferðina sem hjálpar fólki að tengjast og muna eftir viðhengisáföllum sínum. 

Þróun 

Heilinn þróaðist á þann veg að hann komst af því hvað skal gera ef minning er of mikið, hann sprengir öryggi. Hann tekur minningar og færir þær í ómeðvitað minni svo að við munum ekki eftir þeim, svo að við þurfum ekki að takast á við það sem heilinn segir vera of mikið fyrir okkur. Niðurstaðan af því er aðskilnaður við okkar eigin lífsreynslu eða tímabil á lífi okkar. Það þýðir að áföllin eru ósýnileg og við höfum ekki aðgang af þeim.

En eðli áfalla sem eru aðskilin er sú að þau eru enn til staðar, alltaf! Þau eru í bakgrunninum, þau spilast út í samböndum sem við erum í, mannlega seguheillkenninu.  

Ef við hugsum um þróun áfalla þá hugsum við um manninn í hellinum sem hefur tapað bróður sínum til tígurs sem át bróður hans fyrir framan hann. Bróðir hans var bestu vinur hans og hann upplifði þetta svo hræðilega að hann gat ekki munað eftir því. hugmyndin um að tígurinn sé að éta bróður hans lifandi á meðan hann öskrar þurfti að aðskilja en í hvert skipti sem hann gekk fram hjá hellinum fór líkami hans í ofsahræðslu og kvíða, berjast eða flýja. Áfallið er sko sannarlega til staðar, óuppgert, en hann man ekki eftir því. Vegna þess að heilinn segir: mér þykir það ekki öruggt fyrir þig að muna eftir því sem gerðist fyrir bróður þinn. En minningin í bakgrunninum mun minna þig á hvað er í gangi með ótta og kvíða tilfinningum. 

Viðhengisáföll eru í heilanum, bókstaflega í heilanum. Ross segir að þegar hann beitir HITCH aðferðinni á skjólstæðinga sína þá sé hann mjög meðvitaður að hann sé að tengjast öðrum parti af heilanum. Ross segist vera mjög meðvitaður að hann sé ekki að tala við minningar sem eru geymdar í heilberki heilans eða á yfirborði heilans. En á dýpri svæðum heilans. 

Viðhengisáföll/festingarsár (attachment trauma) eru fönguð og geymd í parti heilans sem kallaður er randkerfi heilans (limbic system) sem kemur í veg fyrir að minningarnar verði túlkaðar eða tengdar heilaberkinum. Heilabörkurinn er sá hluti af heilanum sem hugsar, næstum því allar minningarnar okkar eru einhvers staðar á heilaberkinum. Ef heilinn færir minninguna og setur hana einhvers staðar annars staðar þar sem við höfum ekki aðgang af henni en á sama tíma þá tengir hann minningarnar við okkur án þess að við munum eftir þeim, þá er áfallið munað þannig að manneskjan er örugg en hún man ekki eftir því. 

Ef heilinn færir minninguna í randkerfi heilans (limbic system) þá færir hann þær í part af rankerfinu sem heitir amygdala. Amygdala er á stærð við möndlu. Í Amygdala eru áfalla minningarnar geymdar og amygdala er ekki tengd meðvituðu minni. Það er þessi þarfa þróun sem heilinn okkar fór. Heilinn fann leið til þess að færa áfallið eitthvað annað svo að við gætum ekki munað það, en ef við erum í aðstæðum sem minna á áfallið þá fáum við skilaboð frá heilanum/áfallinu en við fáum ekki að muna áfallið. 

 

Áfalla barnið 

 Áfalla barnið býr í randkerfi heilans (limbic system), þar sem því er stjórnað. Það má lýsa þessu sem svo að líkami okkar sér að stöðva mengun. Heilinn veit það að ef við munum eftir áfallinu/áföllunum þá yrði það ekki gott fyrir okkur. Þannig að heilinn aðskilur þær og setur þær í amygdala í heilanum á okkur. Þannig stjórnar randkerfið áföllunum og minningarnar eru lokaðar inni í "hvelfingu". Við náum ekki til þeirra með venjulegri sálfræðimeðferð það er ekki hægt. Það er viðvörunarkerfi sem verndar minningarnar frá því að flýja og viðvörunarkerfið verndar minningarnar frá boðflennum. Það er bara ein leið og hún er inn, það er ekki útidyr. Áfalla barnið eða áfallið sjálft er frosið. 
Áföllin eru geymd í amygdala. Amygdala tengist vissum pörtum heilans en leyfir ekki manneskjunni að muna eftir áföllunum. 
Áfallið er kóðað. Ross segir að þegar hann nær að tengjast þessum áföllum hjá skjólstæðingum sínum, þá er manneskjan að muna eftir þeim með öllum smáatriðum sem tengjast áfallinu. Minningin af áfallinu eru frosið með öllum atriðum og smáatriðum 

 

Áfallið/áföllin eru frosin og upprunalegu tilfinningarnar er áfastar við skynfæra minningar. Þegar við náum til minninganna með HITCH aðferðinni þá erum að ná til einhvers sem hefur verið pakkað og lokað og minningarnar hafa ekki dalað að neinu leyti. Þróun gerði þessar minningar þannig að við gætum ekki náð til þeirra. En þessar minningar hafa samt sem áður samskipti við aðra parta af heilanum okkar, ef það skyldi vera hætta á ferðum. 

Ross lýsir því hér þegar hann var 18 eða 19 ára og hann fór niður í bæ með vinum sínum, þeir voru að skemmta hann og nokkrir aðrir þegar allt í einu að það verður bakslag í bíl (car backfire) einn vinur hans hrynur í götuna og byrjar að skjálfa. Ross segir að þessi vinur hans hafi verð 8-10 árum eldri en hann, að hann hafi verið svakalega geðgóður og rólegur en að hann hafi verið hermaður í Víetnam, og það sem hafi gerst þarna var að hann hafi upplifað endurupplifun frá Víetnam.

Þegar bakslagið í bílnum átti sér stað þá mundi hann ekki meðvitað eftir því að hafa verið í Víetnam, líkaminn hans henti honum niður í götuna. Hann varð svo ofsahræddur að hann datt niður í götuna. Hann sagði ekki hey! ég man allt í einu hvað gerðist í Víetnam þegar sprengjan sprakk og vinur minn dó. 

Limbíska kerfið

Hipocampus er partur af limbíska kerfi heilans (limbic system) sem skipuleggur allt og sameinar, hann skipuleggur minningarnar, þetta er vísitölukerfið. Hipocampus segir okkur hvað við skulum muna og hvað ekki og hvernig við munum það. 

Amygdala

Amygdala er sá partur af heilanum sem geymir áfalla minningarnar. 

Hypothalamus

HITCH aðferðin finnur frosnu minningarnar og Innra áfalla barnið, aðferðin gerir áfalla barninu kleift að tala um hvað koma fyrir hana á öruggan máta. Aðferðin samþættir og leyfir fullorðna aðilanum að fara frá T-1 í T, samþætta minningarnar og að tala um þær. Minningarnar eru ekki lengur faldar, frosnar og óaðgengilegar. 

Þú manst ekki eftir viðhengissárunum þínum, en partur af heilanum þínum (amygdala) man eftir þeim og tengist hypothalamus í heilanum á þér og sendir þessi efni af stað sem segir okkur að við séum í hættu og setur okkur í stöðu þar sem við komum okkur í burtu og reynum að vera örugg. 

Þróunarbrestur 

 Þróunin var glæsileg í að þróa kerfi sem fjarlægði áföllin og skapaði það sem Ross kallar aflrofa og fann leið til að fela áföllin en á sama tíma fann þróunin út leið fyrir áföllin að hafa samskipti við aðra parta heilans. Náttúran hefur ekki enn þróað leið fyrir áfallaminningarnar að náttúrlega fara, það er bara en sem komið er  leið inn fyrir minningarnar en ekki útleið. 

Þegar við höfum orðið fyrir áföllum og áföllin eru geymd og aðskilin frá meðvituðu minni, heilinn fann út leið til þess að gera þetta, mögulega eftir 1000 ár þá mun heilinn hafa þróast á þá vegu að hann hefur fundið leið til þess að ná minningunum til baka. 

Þetta er því ástæðan fyrir því að fólk getur ekki sótt minningarnar sjálf, náttúrulega. Og af hverju það vita svo fáir sálfræðingar ekki um þetta. 

Það eru engin náttúruleg innbyrðis ferli fyrir alvarleg áföll. Ef þú hefur upplifað alvarleg áföll og hefur aldrei leitað þér hjálpar við þeim, þá munu þau aldrei hverfa. Vegna þess að alvarleg áföll leysast ekki af sjálfum sér yfir tíma.  

Alvarleg áföll tengjast lokuðu menningarkerfi heilans 

Samlíkingar til að samþætta áföll

David Grove þróaði ferli sem olli samræðum sem hann kallaði "hreint tungumál" Hann gat hjálpað fólki að skilja áföllin sín. Ross segir að þegar hann hafi skoðað ferlið sem David Grove var að gera með skjólstæðingum, þá hafi hann hugsað að þetta væri meira en bar "hreint tungumál". Ferlið hans David Grove er byggt á myndlíkingum, og ef þú getur notað þessar myndlíkingar þá er hægt að leysa áföllin. Ross segir að 20 árum seinna hafi hann áttað sig á því að þessar myndlíkingar tengdust heilanum og taugakerfinu. 

 

David Grove þróaði aðferð sem Ross kallar T & T-1 eða skýring á áfallaminni. Ross segir David Grove ekki kalla ferlið sitt það en Ross nýtti sér útskýringu Grove og loks skildi. 

Grove trúði að rétt áður en einhver verður fyrir skaðlegu áfalli, þá stöðvar heilinn og hann frýs þá minningu rétt áður en áfallið á sér stað. Hann kallar þann stað T-1, það er augnablikið rétt áður en áfallið á sér stað. T er áfallið, áfallið sem heilinn getur ekki unnið úr, það er of stórt fyrir tilfinningalegar auðlindir einstaklingsins og áfallið krefst þess að vera aðskilið meðvituðu minni. 

Efni David Grove útskýrir ekki þetta allt, en það spilaði stóran part í að hjálpa Ross að komast af því hvernig myndlíkingar David virkuðu. Ross segist nota þessar myndlíkingar til þess að aðstoða skjólstæðinga sína. 

T-1 er rétt áður en minningin er aðskilin meðvituðu minni.

Þegar heilinn reynir að snúa aftur eða vera áfram samþættur og starfhæfur, þá getur hann aðeins leyft þér að muna minninguna um það sem gerðist rétt áður en aflrofið (áfallið) átti sér stað. 

Innri áfalla barnið frýs. Barnið frýs í minningu rétt áður en áfallið á sér stað. Minningin frýs óbrengluð og óbreytt á þróunaraldri barns. 

Ross segir að þegar hann er að beita HITCH aðferðinni á skjólstæðinga sína þá sé hann að tala við barn.  

T-1 verndar okkur frá því að minningin komi upp á yfirborðið. Varðveitir frosnar minningar og setur þær í hvelfingu eins og grip úr safni sem enginn veit af. 

T er afturkallað sem HD 360 myndband. Ross segir að minningarnar séu þannig í hvelfingunni (amygdala), hvert einasta smáatriði í minningunni er til staðar að þegar það er náð til áfallsins þér er hægt að skoða hvert einasta smáatriði, gólfefni, hurðarhún, birtan inn í herberginu, hvað er á borðinu. 

 Ef þú nærð til minningarinnar þá manstu eftir henni sem barnið í "myndbandinu" Þetta eru orkumiklar, hrár og áhrifamiklar minningar. Áhrifamiklar tilfinningar eru líkamleg birting efnis. 

T er Innra áfalla barnið 

HITCH aðferðin finnur frosnu minningarnar og Innra áfalla barnið, aðferðin gerir áfalla barninu kleift að tala um hvað koma fyrir hana á öruggan máta. Aðferðin samþættir og leyfir fullorðna aðilanum að fara frá T-1 í T, samþætta minningarnar og að tala um þær. Minningarnar eru ekki lengur faldar, frosnar og óaðgengilegar. 

 Líffræði styður vöxt T & T-1 

Heilin veranda sig sjálfur með því að binda T í amygdala. Aðskilur áfallið/minninguna, gerir hana óaðgengilega. Innri áfalla barnið læstist inni í limbíska kerfi heilans (limbic system). Barnið býr í amygdala sem lifandi og andandi HD áfalla myndband. Föst sem áfalla minning, HITCH finnur innra áfalla barnið í amygdala of byrjar að ná minningunum út með samræðu. 

Tenging við áfallið 

 Tengingin eða minningin um áfallið gefur heilanum leyfi til að sleppa aðskildum tilfinningum, minningum, hugsunum og tengingum tengdar áfallinu. T-1 er flutt til T í meðvituðu minningar kerfi heilans og samþætting á sér stað. 

Ef notast er við myndlíkingar David Grove T & T-1 frosnar minningar þá styður líffræði okkar sá kenningu. 

Þróunarbresturinn er slíkur að aðeins er inngangur en ekki útgangur og flestir sálfræðingar vita ekki hvernig skal beita HITCH aðferðinni, þá verður unnið í kringum áföllin. 

Ross segir að hér vilji hann fara örlítið til baka. Hann segir að það séu til mikið af mjög færum áfalla sálfræðingum sem skilja breytur af því sem hann er að tala um. Ross segir að hann hafi ekki uppgötvað þetta og að margir færir sálfræðingar skilji að áfallastreituröskun sé ómeðvituð, þeir skilja að til þess að ná til hennar þarf að samþætta eitthvað og að það sé áskorun að ná til þess. 

Ross segir þessa sálfræðinga ekki vera á hverju strái og það sé oft mjög dýrt að fara til þeirra. Ross segir að hans vinna sé ekki endilega betri, en að hún samþætti meira áföll en vinna flestra aðra. 

Ross segir að tilgangur vinnu hans sé að samþætta áföll í meðvitað minni. 

Það eru til margir mjög færir áfalla sérfræðingar og margir þeirra séu opnir fyrir að læra og beita HITCH aðferð Ross Rosenberg. 

Ross stingur upp á kerfi sem bindur þetta allt saman.

EMDR og aðrar aðferðir sem vinna á áföllum leysa ekki viðhengisáföll/festingarsár. 

Ross segir þessar aðferðir ekki virka á viðhengisáföll. Hann segir að EMDR sé mjög hjálplegt og hjálpi en að viðhengisáföll séu of stórt fyrirbæri fyrir slíkar aðferðir. 

 HITCH er lausn fyrir þróunarbilun

 Aðferðin nær til minninganna í amygdala og nær aðgangi af lokuðum kerfum heilans, aðferðin vinnur meðvitað úr T (aðskildum áföllum) og skipuleggur T á ný með hugarástandi fullorðins einstaklings. 
Því meira sem fólk getur munað eftir aðskildum minningum, rammað þær, unnið úr þeim og talað um þær, því meira skipulagðari verða þær samkvæmt sögu, þau geta komið minningunum út og þær samþættast meðvituðu minni. 
HITCH aðferðin endurskipuleggur aðskildar minningar í hugarástand fullorðins einstaklings, á móti því að minningin sé frosin í hugarástandi barns sem skilur ekki hvað er að gerast. 

 

HITCH, auðveldar meðvitaða úrvinnslu á áður ótengdum áföllum 
 
Þetta eru gagnaminningar. SLD´s komast af gagnaminningum við getum munað eftir þeim, þær eru minningar sem hafa verið skrúbbaðar af áhrifum á okkur, tilfinningalegu minningunni af áfallinu/áföllunum. 
Þar sem tilfinningarnar eru of sterkar og við brotnum og grátum og öskrum og verðum þunglynd. 
 

Áfalla minni 

Stafrænt - Tilfinningalegt - Líkamlegt 

  Áfalla minni má skipta í þrjá flokka, allir flokkar flokkast undir áfallastreitu/flókna áfallastreitu og viðhengisáföll/festingarsár. 

Þegar heilinn telur áfallið vera of stór að hann geti ekki stjórnað því þá verður það sem kallað er heilaskipting. Hann forðast hærri stig af aðskilnaðarferli minninga og skapar minnisleysi. 

Minnisleysi er form af aðskilnaði frá minningum. Slíkt ferli á sér stað þegar minningarnar eru það slæmar að þú gleymir mjög stórum parti af lífi þínu. Stundum gleymir fólk því hver það er. 

Aflrofa kerfi heilans, kerfið sem við þróuðumst í, kerfið sem tekur áfallið og felur það í hvelfingu amygdala. Heilinn gerir það til þess að forðast hærri stig aðskilnaðar.

Hærri stig aðskilnaðar eru persónuleikaraskanir, sundrunarsjúkdómar, röskun þar sem persónan þurrkast út. Mismunandi stig minnisleysis. 

Heilinn vill ekki verða sjúklegri en hann þarf að verða. Með því að aðskilja áfallið í þrjá flokka þá er það sent í randkerfi heilans og hann nær því að halda hreinu, öruggu ástandi. Þar leyfir heilinn huganum að halda það að hann sé við stjórn og heldur huganum frá því að sprengja öryggi.  

 Þetta ferli er þróunarkerfi sem hjálpar okkur að lifa af áföll. Eins slæmt og það er að hafa upplifað þessi áföll og að við getum ekki munað þau og að þetta ferli skapar mannlega segulheilkennið þar sem við löðum af okkur skaðlega einstaklinga, en án þessa ferlis þar sem minningarnar eru aðskildar og geymdar þá værum við á verri á stað. 

 Gagnaminningar 

Gagnaminningar eru þessar minningar sem eru svartar og hvítar byggðar á staðreyndum um barnæsku okkar.
Ef þú ert SLD/meðvirk/ur og þú getur talað um einhver stig af barnæsku þinni og Ross spyr  þig um reynslu þína af foreldra þínum sem var sjúklegur narsissisti. Sá foreldri beitti þig ofbeldi, vanrækslu og yfirgaf þig.
Þá munt þú ekki getað munað eftir tilfinningum sem þú upplifðir.
En þú munt geta munað eftir grunn minningum. Ég bjó með mömmu og hún var alltaf með öðrum mönnum sem komu heim, sumir voru ofbeldismann sumir ekki. Mamma er SLD/meðvirk, mamma var aldrei til staðar fyrir mig vegna þess að hún var alltaf að reyna að hugsa um pabba sem var narsissisti.
Þetta eru gagnaminningar. SLD´s komast af gagnaminningum við getum munað eftir þeim, þær eru minningar sem hafa verið skrúbbaðar af áhrifum á okkur, tilfinningalegu minningunni af áfallinu/áföllunum. 
Skrúbbaðar minningar geta ekki kveikt á áhrifamiklu ójafnvægi
í öðrum orðum að við forðumst tilfinningalegt niðurbrot
Þar sem tilfinningarnar eru of sterkar og við brotnum og grátum og öskrum og verðum þunglynd. 
Ef minningarnar eru skúbbaðar af tilfinningalegum áhrifum þá getur fólk forðast að missa stjórn á sjálfum sér.
Gagnaminningar eru aðskilin útgáfa af áföllum. Þær eru gögnin um áföllin sem kveikja ekki á tilfinningum um ofbeldið, vanræksluna og að hafa verið yfirgefin. 
Gagnaminningarnar eru þarna vegna þess að þær viðhalda sögulegri samfellu, sem er nauðsynleg svo að sjálfið/egó geti fúnkerað. Án þeirra yrði sögulegt bil. Gagnaminningarnar leyfa okkur að eiga sögu svo að við getum sagt þegar ég var krakki þá var mamma SLD og pabbi var narsissisti, þannig að við erum með sögu, sem er ekki með allar tilfinningarnar tengdar henni, en þær gefa okkur sögu. Sagan sjálf er mikilvæg vegna þess að ef við værum með minnisleysi þá myndum við tapa stórum pörtum af lífi okkar. Vegna gagnaminningana þá erum við með sögu og sjálfið/egó er samfellu til að byggja á. Hver við erum og hvaðan við komum. 
Gagnaminningar eru geymdar alveg eins og venjulegar minningar í heilanum á okkur, þær versna með tímanum.
Gangaminningar eru því svartar og hvítar minningar sem hafa verið skrúbbaðar af flestum eða öllum tilfinningum, þær hafa ekki tilfinningaleg áhrif á okkur eru skapaðar svo að við eigum sögu og fyrir sjálfið að byggja á. 

GASLÝSING í bernsku spillir gagnaminningum

 
 
Ef við erum SLD/meðvirk og við erum i sambandi með narsissista þá er mikill möguleiki að við vorum gaslýst í æsku. Ástæðan fyrir því að við erum viðkvæm fyrir gaslýsingu er sú að gaslýsing er kunnugleg og hún byrjaði þegar við vorum börn. 
Ef við göngum um og hugsum um hvað við erum heimsk og ljót og að engum líkar við okkur, þá segir Ross að hann spyrji skjólstæðinga sína um hvenær þeir hafi byrjað að hugsa svona. Þá eru þessar hugsanir raktar til barnæsku þar sem einhver sagði þetta við þig. Þú hefur í alvöru tekið það sem var sagt við þig og gert það af parti af sjálfum þér. 
Punkturinn með þessu er, að hægt er að spilla gagnaminningum með gaslýsingu.
Ef við viljum muna eftir því hvernig barnæska okkar var í raun og veru og okkur var alltaf sagt að við værum slæma barnið eða barnið sem þarf alltaf eitthvað og ef við værum þetta þá værum við ekki þetta og við vorum gaslýst á áhrifamikinn máta. Ross segir að ef þú sért skjólstæðingur hans að tala við hann um gagnaminningar þínar segir þú frá barnæsku þinni, byggða á gaslýstum gagnaminningum. 
Ross vill bæta því við hér að gagnaminningar eru ekki alltaf réttar. 
Áhrifamiklar minningar eru minningar um áfallið sem er frosið í tíma og sett í hvelfingu (amygdala) og limbíska kerfi heilans (limbic system). Þar er áfallið fullkomlega skráð í 3D HD myndbandi. 

Líkamlegar minningar eru þær minningar sem líkaminn segir okkur frá í gegnum líkamlegar skynjanir. Þegar Ross er að tala við skjólstæðinga sína um áföll þá spyr hann þau hvar þau finni fyrir áfallinu í líkamanum sinum, eins og ég finn fyrir sársauka í hjartanu eða ótta/kvíða í maganum.

Við munum ekki eftir áfallinu/áföllunum vegna þess að það er frosið og falið okkur, en áfallið er alltaf í líkamanum okkar. 

 Ross kallar þessa þrjá þætti áfallaminni

Áhrifamiklar minningar

Áhrifamiklar minningar eru þær minningar sem eru geymdar í amygdla í heilanum á okkur.  Ross segir að líkja megi þeim við HD 360°, 3-D” útgáfu af "T" (áfallinu), hvert einasta smáatriði úr áfallinu geymist og kemur til baka. Minningarnar eru ákafar og tilfinningalega nákvæmar, eins og þetta séu ljósmyndir í minningum, þetta eru óspilltar upplýsingar um „T“ áður en „T-1“ frystir þær. 
Það sem HITCH aðferðin gerir er að hún tengir okkur við þessar áhrifamiklu minningar og spilar "HD" myndbandið á öruggan máta svo að minningarnar samþættist meðvitaða huga okkar. 
Ross segir það vera mismunandi stig alvarleika, hann hefur þegar talað um þær sem eru alvarlegar en það eru líka til mildari afbrigði. Ekki er allt mikill sársauki, bakverkir eða ógleði, eða kvíði og ótti. Stundum eru vöðvarnir stífir, krampar eða sársauki, mildur kvíði, eitthvað sem minnir á áfallaminninguna. Og vegna þess að þetta "milda" ástand er alltaf til staðar, þá spáir þú lítið í því vegna þess að þú ert vön/vanur því.
Þetta tengist sögunni um steinaldar manninn sem átti bróður sem var étinn af tígur. Í hvert skipti sem hann gengur fram hjá helli þá byrjar honum að líða illa. Hann man ekki hvað kom fyrir bróður hans en líkaminn hans er að segja honum að halda sig færri. Ég ætla ekki að leyfa þér að muna hvað kom fyrir bróður þinn en ég ætla að gera þig veikan eða að láta þér líða mjög illa. 

Áhrifamiklar minningar þýðast því í sársaukafullar líkamlegar kenndir. Kvíði, ógleði, bakverkir, blæðandi magasár. Ross segir það vera ótal mörg læknisfræðileg ástönd sem stafa af líkamlegum minningum. 

Það eru gallar í þróuninni og það eru gallar í þróun líkamsminninga. Líkamsminningarnar er þarna til þess að vernda okkur, þær hjálpa okkur við það að þurfa að endur upplifa áhrifamiklar minningar, og að vera örugg í hættulegum aðstæðum. 

Ross segir að hann sjálfur hafi þurft að fara í aðgerð á baki og mænusamruma aðgerð, Ross var 29 ára gamall og virkilega þurfti á því að halda. Ross segir að þetta hafi verið neyðartilvik og að sex mánuðum seinna hafi hann misst vinnuna sína, eftir að hafa verið sjálfstæður í 10 ár og endaði heima hjá mömmu og pabba. Hann segir að verkirnir í bakinu hafi komið til baka og að enginn hafi skilið hvað var að, Ross segir að hann hafi heimsótt færustu lækna Chicago á sínum tíma. Ross segir að ekkert hafi komið fram á sneiðmyndatöku annað en að það væru bólgur og að vöðvarnir væru stirðir, en læknarnir sögðust ekki geta útskýrt af hverju honum var svona svakalega illt. Ross segir að þeir hafi leiðbeint honum að tala við sálfræðing. 

Til þess að gera langa sögu stuttu segir Ross, að eftir fyrsta lögskilnað sinn þá hætti honum að verkja í bakinu. Ross segir að á þeim tíma hafi hann ekki tengt þessi atvik saman og að ári seinna þá hafi mannlega segulheilkennið (the human magnet syndrome) verið að verki og að hann hafi hitt næsta narsissista. Bakverkirnir tóku sig upp aftur og þeir vildu ekki hverfa. Ross segist hafa fundið bók á þessum tíma "Healing backpain, by Jhon E Sarno" (https://a.co/d/1lAwtBi)  

Hann segist hafa uppgötvað að þegar honum líður eins og að hann sé fastur í sambandi þar sem hann upplifir að vera ekki elskaður þá verkjar honum í bakinu. Vegna þess að þegar Ross skildi við seinni eiginkonu sína, þá hurfu bakverkirnir. Ross segir að hann hafi áttað sig á því að ákveðið tilfinningalegt ástand þýða sig í veiklunduðustu parta baksins. Ross segir að hann hafi upplifað önnur vandamál en að hann hafi ekki verkjað í bakinu vegna þeirra, en ástandið sem skapaði verkina í bakinu var það sem endurgerði viðhengisáföll/festingarsárin hans. 

Ross segir að vefjagigt og aðir geðrænir vandar eru virkilega vandamál tengd líkama minningum. Það er eins og að heilinn sé að segja þetta er hættulegt þetta er alveg eins og það sem gerðist þegar þú varst barn og áfallið er að tengjast líkamanum þínum. 

Það er inngrip án meðvitaðar tengingar og verndarviðbrögð. Minningin lætur vita af hættu og þetta er partur af flýja eða berjast viðbragðinu (flight or fight response). Limbíska kerfi heilans (limbic system) skapar þessar aðstæður eða í gegnum sympatíska taugakerfið. Þetta viðbragð fylgist með öllu í hljóði og skannar stanslaust eftir hættum í bakgrunninum og gefur viðvaranir til okkar án þess að við munum eftir "T" (áfallinu) 

Þegar einhver er SLD/meðvirkur og Ross er að beita HITCH aðferðinni á þau, þá spyr hann þau; hvar finnur þú fyrir minningunni, Ross segist fara með þau á þann stað þar sem þau byrja að muna eftir áhrifamiklu minningunum. Hann segir að skjólstæðingar hans geti fundið strax fyrir því hvar í líkamanum þær séu. 

Líkamsminningarnar eru alltaf tengdar viðhengisáföllum/festingarsárum. Vandamálið er að heilinn/hugurinn okkar getur ekki tengt þær saman vegna þess að áhrifamiklu minningarnar eru of sársaukafullar. 

Líkamsminningar eru þróunarleiðréttingar fyrir hættulegar minningar sem verða fyrir áhrifum ef eitthvað gerist sem minnir okkur á að vera föst, yfirgefin, Ross segir að hálsinn á okkur, bakið á okkur, eitthvað gerist, við upplifum einhverskonar líkamleg einkenni, þetta er líkaminn okkar að minna okkur á viðhengisáföllinn/festingarsárin án þess að við munum eftir þeim í meðvituðu minni. 

Líkamlegu viðbrögðin eru samkvæmt Ross barnapía amygdala. Án þess að muna eftir "T" (áfallinu) þá er gerð tilraun til þess að forðast að það sama endurtaki sig.

Ross segir að sársaukinn í bakinu sem hann var að finna hafi ekki hjálpað honum á sínum tíma, hann segist ekki hafa skilið hvað bakverkirnir voru um. Hann segir engan hafa get sagt sér það fyrr en hann hafi lesið bókina hans Jhon Sarno. 

Líkamsminningar virka eins og verðir viðhengisáfalla/festingarsára. Þær vernda okkur frá alvöru skynjaðri hættu. Ef þú ert að upplifa kvíða og þú ert í kringum narsissista, þá er líkaminn að gefa þér merki um að láta þig hverfa með kvíðanum. Ef þú værir ekki SLD/meðvirk/ur þá myndir þú hlusta á það. En vegna þess að SLD´s eru með endurtekningarþvingun, fíkn í narsissista, og allt hitt sem Ross hefur þegar talað um, þá hunsum við þessi hættumerki (red flags). 

Ef bróðir þinn var étinn af tígur, þá þarf heilinn á þér að hunsa það en líkaminn þinn gleymir því ekki.   

Til þess að binda þetta allt saman

Amygdala sendir stress skilaboð til hypothalamus sem er partur af limbíska kerfi heilans (limbic system), það keikir á sympatísku taugakerfinu, en það er partur af taugakerfinu okkar sem sendir efni og hormón af stað til þess að koma pörtum af líkama okkar af stað svo að við verndum okkur. 

Flýja eða berjast svarið (fight or flight response) er hannað svo að við getum bjargað okkur frá hættulegum aðstæðum. Það kveikir á stress hormónum. Núna er kveikt öryggis svari frá líkamanum, og það gerir öndun hraðari, blóðþrýstingur hækkar, þú færð meiri orku, líkami þinn er að segja þér að koma þér í burtu, núna!

 Vandamálið er að SLD´s hunsa þessi viðbrögð vegna þess að SLDD/Sjálfsástarröskun er mjög flókin. Ross segir það vera margar ástæður fyrir því af hverju röskunin segir okkur að hunsa þessi merki.

Hvað gerist þegar við hunsum þessi nauðsynlegu merki; við upplifum krónísk líkamleg neikvæð einkenni. Áköf og mikil óþægindi, veikindi og sjúkdómar. Vefjagigt er læknisfræðilegur sjúkdómur en hann er geðrænn. Ross segist trúa því að sérhver manneskja sem er með vefjagigt sé með mikil viðhengisáföll/festingarsár. Ross segir að hann eigi enn eftir að hitta sá manneskju með vefjagigt sem upplifði heilbrigða barnæsku.  

 

Líkamsminningar sem ekki eru flýja eða berjast svar

 Ross segir það vera mismunandi stig alvarleika, hann hefur þegar talað um þær sem eru alvarlegar en það eru líka til mildari afbrigði. Ekki er allt mikill sársauki, bakverkir eða ógleði, eða kvíði og ótti. Stundum eru vöðvarnir stífir, krampar eða sársauki, mildur kvíði, eitthvað sem minnir á áfallaminninguna. Og vegna þess að þetta "milda" ástand er alltaf til staðar, þá spáir þú lítið í því vegna þess að þú ert vön/vanur því. 

Þetta ástand lítur út fyrir að vera einkenni áfallastreitu/PTSD, kvíði, ósértækur ótti, minningar og endurlit (flashbacks) 

Fólk sem er með áfallastreitu/PTSD segir að þegar þau fara inn í sumar aðstæður, þá byrja þau að upplifa mikil óþægindi, ótta og sársauka, sumir upplifa ógleði og aðrir upplifa þá tilfinningu eins og þau séu aftur komin í stríð. En upplifunin er í gegnum líkama þeirra. 

Líkamsminninga leki
Það eru gallar í þróuninni og það eru gallar í þróun líkamsminninga. Líkamsminningarnar er þarna til þess að vernda okkur, þær hjálpa okkur við það að þurfa að endur upplifa áhrifamiklar minningar, og að vera örugg í hættulegum aðstæðum. 
Kerfið er samt gallað. Svar amygdala við skynjaðri krónískri hættu er að bregðast við með tilfinningum og líkamlegri skynjun.  Þetta er langvarandi virkjun sympatíska taugakerfisins okkar sem með tímanum brýtur niður ónæmiskerfið. 
Ef við erum að reyna að skilja af hverju Ross var með þennan skelfilega sársauka í bakinu, Ross segir að stundum hafi hann ekki getað hreyft sig í marga daga, að hann hafi verið rúmfastur. Ross segir þetta ekki hafa verið í höfðinu á honum, eins og læknarnir héldu, þetta var í bakinu á honum. Ross segir að bakið á honum hafi verið orðið svo veiklynt að það hafi verið að tætast vegna þess að hann hafi ekki verið að gera neitt.

 

Ef við erum að reyna að skilja; hvað gerist ef þú hefur upplifað sársauka í hálsinum allt þitt líf? Það mun hafa áhrif á mænuna í þér, þú munt verða með hrörnunarvandamál í hrygg. Hvað gerist ef þú ert með magavandamál? Þú munt upplifa vandamál tengd efnasamskiptum og meltingu, og það mun leiða til annara vandamála. 

Mígreni, þarmavandamál.

Líkamsminningar er hannaðar til þess að halda okkur öruggum frá áföllum (trauma), en vegna þess að þróunin hefur ekki lokið sér af í þeim málum, þá skapa þær okkur líka meira skaða. Ross segir að hann nefni þetta ástand líkamsminninga leki. Ross segir þetta vera áfallastökkbreyting, það er þegar upphaflega áfallið sem er geymt sem áhrifamikil minning, við getum ekki munað eftir því. Líkaminn mun beita sér þegar hann er á óöruggum stað og byrjar því að skapa önnur vandamál sem eru raunveruleg og við aðlögumst þeim. 

Ross segir að þegar hann hafi verið orðin 33 ára gamall þá hafi áfallstökkbreytingin (bakverkirnir) verið farnir að hafa veruleg áhrif á flesta þætti lífs hans og að ástandið hafi gert vont, verra. 

Líkamsminnisgátt
 Ross segir líkamsminningarnar vera mjög mikilvægar þegar hann beitir HITCH, hann segir að hann komist af viðhengisáföllunum/festingarsárunum í gegnum þær. Hann segir að Innri áfalla barnið muni ekki tengjast okkur í gegnum hefðbundnar minningar, við getum aðeins tengst henni í gegnum líkamsminningu.
Ef þú þekkir ekki þessar upplýsingar og hefur ekki verið í þessari tegund af sálfræðimeðferð, þá muntu ekki getað tengt þau tvö saman. 
Bakvandamálið, magavandamálið eða eitthvað vandamálið sem þú ert með, þú munt halda að það fjalli bara um þig. 
Með því að tengja líkamsminningar við áföll, þá hefur verið sköpuð aðferð til þess að vinna í kringum þróunarbrestinn. 
 Líkamsminningar heyra í Innri áfalla barninu tala við okkur. Ef sálfræðingurinn/þerapistinn gerir sér grein fyrir því sem er að eiga sér stað og þú skilur hvað er að eiga sér stað, þá munt þú vita og gera þér grein fyrir að verkirnir/sársaukinn, læknisfræðilega ástandið er að senda þér skilaboð um eitthvað sem þú mögulega skilur ekki meðvitað. En ef þú áttar þig á því, þá skilur þú það sem er að gerast. 
Ross segir að hann hafi þegar tengt þetta áður en hann uppgötvaði mannlega segulheilkennið og áður en hann skapaði eitthvað af þessum upplýsingum sem hann kennir í dag. 

Ross segir að hann hafi áttað sig á því að þegar hann er í sambandi með konu og honum líður eins og að hann sé fastur og óelskaður, þá byrji taugaverkir í bakinu á honum. Ross segir að hann hafi áttað sig á þessu eftir að hann skildi við konuna sína. Hann fór á stefnumót með konu í þrjú eða fjögur skipti og að allt í einu hafi honum byrjað að vera mjög illt í bakinu og að ljósapera hafi kviknað í höfðinu á honum og hann tengt þetta tvennt saman.  

Ross segir að hann komist af því í gegnum vinnu Jhon Sarno að verkirnir táknuðu að honum leið eins og hann væri fastur.  

Ross segir að hann hafi áttað sig fljótlega á tengingunni þegar hann var á stefnumóti með konunni.

Á þessum tímapunkti segir Ross að hann hafi ekki vitað neitt um SLDD/meðvirkni,  eða viðhengisáföll/festingarsár (attachment trauma).

Ross segir að hann hafi áttað sig á því að eitthvað í bakgrunni hugar hans er að segja honum að þetta séu hættulegar aðstæður og að taugaverkir í bakinu byrji. 

Líkamsminningar eru því lykilinn að HITCH aðferðinni. 

Allir þrír þættir líkamsminninga eru vel samþættir. Það eru gagna-minningarnar, áhrifamiklu- minningarnar & líkamsminningarnar. Þessir þrír þættir vinna allir saman svo að viðhengisáföllin/festingarsárin eða önnur áföll, springi ekki í meðvitaða huga okkar og þeir verja okkur frá því að við missum ekki tökin og brotnum niður. 

Gagnaminningar halda "T" (áföllum) frá því að valda okkur "áhrifum" 

Áhrifamiklar minningar frysta Innra áfalla barnið, svo að það upplifi ekki meira sársauka. 

Líkamsminningarnar vernda fullorðna einstaklinga og innri áfalla börnin frá því að verða fyrir frekari áföllum vegna viðvörunarkerfis sem þær senda út. 

Þessir þrír þættir vinna saman svo að viðhengisáföllin/festingarsárin séu ósnert og að við munum ekki eftir þeim. 

í öðrum orðum þau halda okkur í skefjum svo að við verðum ekki fyrir frekari áföllum. Og á vissan máta örugg. 

 
 
Leiðin niður píramídan til að ná til Innri áfalla barnsins 
 

 

Viðhengisáföll/festingarsár (attachment trauma) skapa kjarna skömm.

Kjarna skömm

Er sú tilfinning að vera í grunninn gölluð/brotin og ekki að vera nógu góð/góður

 Kjarna skömm skapar sjúklegan einmannaleika  

Sjúklegur einmannaleiki

Er sú tilfinning að vera óverðug/ur ástar. Að upplifa sig óþægilega í samböndum og stundum óþægilegt að vera þú. 

 Sjúklegur einmannaleiki skapar þörfina fyrir sársaukann að hverfa 

Sem er fíknin, og fíknin ber ábyrgð á því af hverju við erum alltaf að velja fólk sem er okkur skaðlegt en þau virðast alltaf vera sá eina eða eini rétti

 Ross segir viðhengisáföllin/festingarsárin vera tengt öllum stigum píramídans

 

 

 Að leita uppi aðskilin viðhengisáföll/festingarsár

Ef SLDD/Sjálfsástarröskun er ekki vandamálið heldur einkenni, heldur þykist það vera sjálft vandamálið. Þá birtist vandamálið sem fíkn. Vandamálið viðheldur sér sem sjúklegur einmanaleiki og á rætur sínar í viðhengisáföllum/festingarsárum. Rótin eða áföllin hafa verið aðskilin meðvituðum huga og eru ósýnileg. 
Ef sálfræðimeðferðin er byggð upp til þess að leita uppi það sem er ósýnilegt þá mun hún finna það. Það þarf að púsla saman bitum og vísbendingum til þess að komast af því hvað það er. 
Ross skapaði aðferð sem hann kallar fornleifa sálfræðimeðferð. Fornleifafræðingar þeir grafa og grafa eftir risaeðlubeinum og fornsögu-munum. Ross segist hafa skapað þessa myndlíkingu til þess að geta útskýrt hvað áfalla sálfræðimeðferð gerir. 

Fornleifa Sálfræðimeðferð 

 Fornleifa sálfræðimeðferð skilur að viðhengisáföll/festingarsár eru steingervingar, Ross kallar þau áfalla steingervinga. Áfalla steingervingar eru bitar af því sem kom fyrir okkur sem er grafnir yfir tíma, lag eftir lag bætist yfir þau og þá byrjar eðli áfalla steingervingsins að breytast með tímanum. 

Til þess að geta fundið áfalla steingervinganna og setja þá saman, þá þurfum við að skilja hvað kom fyrir okkur. 

Ross segir að stundum þegar fornleifafræðingar eru að leita af beinum, þá finni þeir stundum þrjú eða fjögur bein og að beinin séu í brotum, og að beinin sé á vítt og dreif. Þeir verða að vanda sig vel og finna öll brotin, og ná þeim varlega upp. 

Þegar við náum áfalla steingervingunum upp, þá setjum við þá til hliðar og svo náum við fleiri upp. Ross segir sálfræðimeðferð virka á sama máta. Þegar þú ert að vinna með áfalla sálfræðing þá finnur þú mögulega ekki allt sem kom fyrir þig strax. 

Þú munt finna litla búta í hvert skipti sem þú ferð til áfalla sálfræðingsins, þeir eru kallaðir áfalla bútar. Ross segir að við munum vera að grafa steingervinga upp með fornleifa sálfræðingum okkar. 

Hver einasti bútur er mikilvægur, vegna þess á endanum þá endurbyggjum við tapaðar minningar og varlega þá setjum við þær aftur saman og í gegnum uppgröft á áföllum þá mun skapast líkamleg framsetning á því sem gerðist. 

Eitt lag í einu ferðu lægra og lægra og kemst af og finnur búta og brot og með tímanum þá verður þessu öllu púslað saman. Vegna þess að viðhengisáföll/festingarsár eru aðskilin, þau eru grafin og frosin. 

Þessi myndlíking útskýrir að áföllin koma ekki til baka, alltaf, öll í einum búti, þau koma oftast til baka sem brot og bútar. 

Ross segir að oftast er eitt brot í einu uppgötvað þegar hann er að vinna með skjólstæðingum, hvort sem hann er að nota hefðbundnar aðferðir eða HITCH aðferðina. 

Ross segir að í sinni eigin sálfræðimeðferð þá segir sálfræðingurinn hans eitthvað við hann og að hann muni þá eitthvað og geti púslað saman frekari brotum. 

Ross vill koma því á framfæri að heilinn gerir hvað sem er til þess að koma í veg fyrir að við munum áfallið, Ross segir að þegar hann er að beita aðferðinni þá sé hann að vinna gegn frumlegri vernd sem vill hann ekki þarna. 

Fornleifa sálfræðimeðferð er myndlíking á því hvernig við sjáum áföll verða leyst. Áfallið kemur ekki til baka sem ein heil minning, það kemur til baka í litlum bútum og mun ekki alltaf vera á sama stað. 

Það er undir okkur komið og sálfræðingum að vera opin fyrir því hvar áfallið er og að reyna ekki að skilja það með einum bút.  

Ross segir að hann sé enn að komast af hlutum um barnæsku sína, sem hann hefði ekki getað komist af fyrir 10 árum síðan, vegna þess að hann finnur oft nýja búta, sem hjálpar honum að endurskrifa söguna sína. 

Ross segir að hann geti líkt þessu þannig að nokkrir fornleifafræðingar hafi fundið steingervingabein af dýri, og að þeir hafi sett beinin saman, beinin hafi byggt einhvern fugl. Ross segir að þau hafi sett beinin saman vitlaust, vegna þess að seinna þá hafi fundist fleiri bein, og því hafi þurft að púsla steingervingunum aftur saman. 

Punkturinn með þessu er að þetta tekur tíma, að grafa upp áfalla steingervinga svo að heildarmyndin skýrist. 

Þolinmæði og fær sálfræðingur er krafa svo að við getum púslað saman réttri sögu sem var ómeðvituð og kemur aðeins til baka í litlum bútum á mismunandi stigum og þetta ferli er ekki auðvelt. 

 Samtalsmeðferð leysir ekki viðhengisáföll/festingarsár

Ross segir samtalsmeðferð vera mikilvæga en að hún sé gegnsæ á það sem sálfræðingar hafa lært. Gæði sálfræðimeðferðar fer eftir því hvernig sálfræðingurinn er menntaður og þjálfaður. Sálfræðingurinn er mögulega mjög fær en samtalsmeðferð nær ekki til viðhengisáfalla/festingarsára. 

Sálfræðingur þarf að fara á móti heilanum, heilinn mun vernda Innri áfalla barnið og í gegnum áhrifamiklu minningarnar sem segja að það sé hættulegt lífi okkar að muna þetta, þá berjast þær til baka. 

Heilinn gerir allt sem í hans valdi stendur til þess að koma i veg fyrir að þú munir eftir viðhengisáföllunum/festingarsárunum. 

Heilinn virkar þannig að hann skilur það þannig að ef áfallið kemur tilbaka, þá er það slæmt og að hann geti ekki meðhöndlað það. Heilinn reynir að vernda okkur með þessu móti, en endar með því að skaða okkur. 

 

3.hluti

HITCH

Viðhengisáföll/festingarsár valda sjálfsástarröskun/meðvirkni. Flestir sálfræðingar sem vinna með meðvirkum, vinna með einkenni. Vandamál sem fólk er að upplifa. Sjálfsástarröskun/meðvirkni skapast af því að hafa verið alin upp hjá sjúklegum narsissista og meðvirkil. Slík reynsla skapar króníska áfalla-lífs reynslu, gaslýsingin, vanrækslan, ofbeldið, og að vera hafnað og yfirgefin, er mjög sársaukafullt og flestir SLD´s hafa upplifað slíkt líf. 
Lífsreynslan er svo sársaukafull að við getum ekki munað eftir henni. 
Í grunninn eru viðhengisáföll/festingarsár (attachment trauma), viðhengisfáföll skapa kjarna skömm (sú trú að vera í grunninn brotin eða ekki nógu góð/ur). Frá kjarna skömminni skapast sjúklegur einmanaleiki, sem er nístandi sársauki yfir því að vera bara á lífi eða tilvistartóm. 
Út frá einmanaleikanum skapast fíkn í að sársaukinn hverfi, og það er val í að vera í sambandi með narsissista
Á toppi píramídans er Sjálfsástarröskun eða Meðvirkni 

 

  

Ross segir að vandamálið með hefðbundna sálfræðimeðferð sé sú að flestir séu að vinna með hegðun og hvernig skjólstæðingar hugsa og að það virkar ekki á sjálfsástarröskun. 
Ross segir að hann hafi boðið upp á sálfræðimeðferðir fyrir meðvirka í 35 ár, og að hefðbundinn sálfræðimeðferð virki ekki á slík djúpstæðar sálfræðilegar raskanir.

 Meðvirkni læknast ekki þegar það er aðeins talað um vandamál sem eru á yfirborðinu. 

Ross skapaði sálfræði meðferð eða aðferð sem kæmist að rót vandans eða að viðhengisáföllunum, HITCH aðferðin kemst af þeim sem leiðir til kjarna skammar, einmanaleikans og á endanum til meðvirkninnar. Aðferðin leysir upp rót meðvirkni og náttúrulega þá hverfa einkenni meðvirkni. 

Áföllin er miðjupunktur málsins 

Ross segir að með þvi að grafa eftir áföllunum, eitt lag í einu þá verður hægt að segja söguna, söguna um það sem kom fyrir okkur. 

HITCH virkar þannig að þegar skjólstæðingur tengist viðhengisáföllum sínum, þá séu þau aftur orðin af börnunum sem upplifðu áfallið. Ross segir að hann sé mjög meðvitaður um að aðferðin dregur fullorðið fólk tilbaka til æsku, í minningar sem voru of sársaukafullar til þess að muna. 

Skjólstæðingar endurlifa áfalla minningarnar eins og að þau séu stödd þar þegar HITCH aðferðinni er beitt. 

Ross talar við þau eins og að hann sé að tala við barn, sem hann er í vissu samhengi. 

Aðferðin opnar fyrir flóðgát af áfallaminningum sem nú er hægt að samþætta og vinna úr. 

Aðferðin fer með okkur aftur í tímann og tengist innri áfalla barninu okkar sem svo heilar okkur og við verðum heilbrigð á ný. 

Áfallaminningarnar eru frosnar og settar í annan hluta í heilanum 

Fíkn í samband með narsissista verður ekki leyst nema að við tengjumst innra áfalla barninu (sem er viðhengisáföllin/festingarsárin) og leysum þau. 

Áskorunin er sú að Innra áfalla barnið er ósýnilegt, við getum ekki séð viðhengisáföll. Við getum ekki munað eftir áföllunum. Heilinn í okkur skapaði öryggisverndarkerfi, hann tekur áfalla minningarnar og setur þær í lokað hólf í heilanum á okkur. 

Ross segir að hann hafi óvart fyrir þrjátu árum fundið leið til þess að ná til þessa minninga með skjólstæðing. 

Ross segir að síðan þá hefur hann verið að þróa HITCH aðferðina. 

Ef við ætlum að leysa sjálfsástarröskun/meðvirkni þá þurfum við að tengjast sögunni okkar, Innra áfalla barninu okkar. En heilinn á okkur leyfir okkur ekki að muna eftir sögunni okkar eða Innra barninu okkar. 

Ef Innra áfalla barnið okkar fær ekki rödd til þess að tala þá endurtekur sagan sig á ný. Mannlega segulheilkennið endurtekur sig og verðum aftur fyrir áföllum.

Þegar við vorum börn þá fundum við leiðir til þess að lifa af. Við fundum út leið til þess að verða af "góða" barninu, barnið sem narsissistanum líkar betur við, barnið sem hann verður ekki reiður við eða upplifir ekki narsisísk meiðsli (narcissistic injury) með. Við urðum af verðlauna barninu, eða barnið sem er alltaf að geðjast narsissistanum. Eða kannski bara barnið sem er ekki lamið. 

Ferlið að læra að verða ósýnileg/ur og að verða ekki fyrir árásum narsissistans, kennir okkur mjög snemma að sjálfsvirði okkar liggur í því að verða ósýnileg og að hugsa um aðra. 

Ross segir þetta ferli skapa sambands sniðmát. Þessi hegðun verður af því sem við leitum af í samböndum við aðra. 

Ef þú ert meðvirk/ur þá þýðir það að þú ert með viðhengisáföll/festingarsár og að þú sér með kjarna skömm, sjúklegan einmannaleika og fíkn í sambönd með narsissistum. 

Ef þú ferð á stefnumót þá munt þú í þversögn leita uppi narsissista sem er mjög kunnuglegur. 

Ross segir að þetta hljómi brjálað, en ef þú horfir í fortíðina þína og þú manst eftir því að þú veist hvernig þú tekst á við narsissista. Þú veist hvernig þú stjórnar þeim, hvernig þú heldur þig frá vandræðum, hvað skal forðast, þú veist hvað þú átt að gera, þú veist hvernig þú færð þá til þess að gera eitthvað.

Það er það sem þú veist

Tökum dæmi

Segjum svo að þú sért á Tinder eða match.com og þú hittir einhvern sem er heilbrigð manneskja, þá munt þú ekki hvað þú átt að gera og í þversögn þá verður þú taugaóstyrk/ur, þú munt upplifa óöryggi.

Óheiluð SLD/meðvirk manneskja mun endurtaka áföll æsku sinnar eða það sem er kallað áfallatengsl (trauma bonding) yfir óleystum áföllum. 

Það er sorglegi raunveruleiki mannlega segulheilkennsins

Við verðum ástfangin af narsissistum, þeir eru kunnuglegir, við tengjust þeim og skiljum sársauka þeirra. Tengingin er áköf og skapar vellíðan í byrjun.

Ef við viljum leysa geðveiki sjálfsástarröskunar, við viljum hætta að falla fyrir narsissistum sem byrja alltaf á því að vera sálfufélagar sem enda svo með því að verða klefafélagar, þá þurfum við að laga brotna veljarann. 
Við viljum velja heilbrigða manneskju, þá þurfum við að fyllast af sjálfsást (ekki er átt við sjálfsumgleði og sjálselsku) 
Við verðum að finna leið til þess að leysa og lækna sjálfsástarröskunina.
Sjálfsástarrsökun er leyst í gegnum HITCH aðferð Ross Rosenberg 
Ef þú hefur löngun til þess að lifa frjáls frá sjálfsástarröskun/meðvirkni, að heila þetta hræðilega ástand, þá þarftu að finna leið til þess að tengjst viðhengisáföllum/festingarsárum þínum.
Það er ekki hægt með hefðbundnum sálfræðimeðferðum.
Ross hvetur okkur í lokin að sýna seiglu, að læra meira um sjálfsástarröskun og viðhengisáföll. Að skilja það sem hann er að kenna og fara með allt sem þú hefur lært til þíns sálfræðings. 
Ross segir alla þá sálfræðinga sem eru færir að þeir muni verða opnir fyrir þessu og hafa vilja til þess að tileinka sér efnið og hjálpa þér með sjálfsástarröskunina þína.
Ross bætir því að allt efnið hans sé byggt á grunnhugmyndum sálfræði, hann segir að hann hafi ekki skáldað neitt af þessu, það sem hann gerði var að sameina margar kenningar og tæknir og pakkaði þeim saman í í eitt kerfi sem hann útskýrir í 11 þrepum, hvernig skal fara frá sjálfsástarröskun/meðvirkni til sjálfsástar. 
Takk kærlega fyrir 
Back to blog