Vitsmunaleg skynjun (Discernment)

Vitsmunaleg skynjun (Discernment)

Vitsmunaleg skynjun

Discernment
Andlega samfélagið einbeitir sér sérstaklega af persónulegri vernd og að hlífa sjálfum sér. Þetta er með þeim algengustu þemum sem við erum öll með áhyggjur af.
Greinin í dag fjallar um frumspekilega þátt vitsmunalegrar skynjunar (discernment) og hvernig vitsmunaleg skynjun verndar okkur á meðan við erum á andlegri vegferð. 
Vitsmunaleg skynjun er andstæða þess að leggja dóm á.
Í raun þá förum við að dæma þegar okkur skortir vitsmunalega skynjun.
Að dæma hefur rætur sínar í forrituðu egó sjálfsins.
Þegar við erum að dæma fólk - aðstæður - atburði/atvik - hluti þá er dómurinn ekki að koma frá sönnu innsæi og skýrleika.
Dómur er ekki að virkja heildræna getu okkar til upplýsingaöflunar.
Vitsmunaleg skynjun er þegar skynsemi og innsæi hafa sameinast í einingu
Vitsmunaleg skynjun er því að koma frá veru sem hefur vaknað.
Dómur kemur frá tilhneigingu, fordómum, ótta, þörf fyrir að vera yfir aðra hafin eða yfirburðatilfinningu, skortur á upplýsingum eða afneitun. 
Allar þessar aðgreindu skapgerðir tilheyra dómgreind.
Að dæma kemur frá lægri eðli okkar eða forrituðu sjálfi
Vitsmunaleg skynjun kemur frá tengingu okkar við æðra sjálfinu.
Þegar við erum að nota meira af hæfileika okkar til þess að geta tileinkað okkur vitsmunalega skynjun þá erum við á sama tíma að styrkja tengingu okkar við æðra sjálfið.
Vegna þess að við erum að æfa eiginleika æðra sjálfsins og með því þá tengjum við okkur við endurgjöfarlykkju. 
Æðra sjálfið okkar hefur því stöðugri tengingu til þess að láta okkur vita.
Þegar við æfum leiðina þá birtist leiðin fyrir framan okkur. Með þessu þú mun vitsmunaleg skynjun tengja okkur við hærri vídd meðvitundar (consciousness).
Þetta er mikilvægt að vita þegar það kemur af því að verða okkur út um vernd. Þegar við hugsum um það sem við þurfum vernd frá þá erum við oftast að hugsa um eitthvað sem er frumspekilegt í eðli sínu. 
Jafnvel þó að mörg okkar óttumst aðstæður/fólk/hluti sem eru áþreifanlegir sem tilheyra þriðju víddinni þá er oftast átt við frumspekilegt sjónarhorn. 
Vitsmunaleg skynjun er því aðal umtalsefnið þegar það er verið að tala um vernd frá þriðju víddinni eða frá hærri vitund.
Það er vegna þess að vitsmunaleg skynjun virkar á báðum á báðum víddum meðvitundar.
Þú getur hugsað um vitsmunalega skynjun sem kross, það sem gerist er að því meira sem við æfum okkur í vitsmunalegri skynjun þá erum við að tengjast æðra sjálfinu.
Þegar við gerum það þá verndar það okkur ekki aðeins í líkamlegri vídd (fyrirbyggjandi aðgerðir). Vitsmunaleg skynjun er því notuð sem framsýn í líkamlegri vídd.
Með framsýn þá getum við tekið viðeigandi viðbrögð áður en við förum á skelfilegan stað. Í sínu hversdagslegasta og hagnýtasta formi þá aðstoðar vitsmunaleg skynjun okkur að fara í gegnum þriðju víddina með því að taka betri ákvarðanir með framsýni svo að við endum ekki í skelfilegum aðstæðum með skelfilegum afleiðingum.

Hvernig verndar vitsmunaleg skynjun okkur?

Þegar við erum að fara í gegnum þriðju víddina ef við erum ekki tengd við hærra sjálfið okkar eða hærri vídd þá erum við að fara í gegnum þriðju víddina aðeins byggt á þriðju víddinni! 
Það þýðir að við höfum ekki Vitund (awareness) eða vitsmunalega skynjun (discernment) um að það séu hærri víddir af meðvitund (consciousness). 
Þegar við þróum kraftmikla vitsmunalega skynjun þá byrjum við að tengjast æðra sjálfinu og með því að gera það þá getur æðra sjálfið aðstoðað okkur frekar við að fara í gegnum þriðju víddina.
Það er því mikilvægt að æfa vitsmunalega skynjun í þriðju víddinni. Það er það sem samræmir okkur við okkar æðra sjálf.
Ástæðan fyrir því að við samræmust æðra sjálfi við æfingu vitsmunalegrar skynjunar er sú að hún er eiginleiki æðra sjálfsins. Þegar við æfum hærri eiginleika þá erum við að innlifa æðra sjálfið. 
Þegar við æfum okkur þá tengjumst við æðra sjálfinu og æðra sjálfið er annað form yfir framtíðar útgáfu af okkur. 
Núna getur æðra sjálfið látið okkur hafa auðlindir inn í þriðju víddar lífsreynsluna. Æðra sjálfið getur núna tekið þátt í lífi þínu vegna þess að núna hefur orðið samræming á milli þín og æðra sjálfsins.
Þegar þú æfir vitsmunalega skynjun þá ertu þú á hærri tíðni meðvitundar. Þegar þú ert að tengjast og ná stöðugleika á hærri tíðni þá ert þú stigvaxandi að hækka persónulega tíðni.
Þú getur hækkað tíðni þína og hitt æðra sjálfið þitt eða framtíðar sjálfið þitt í miðjunni.
Með því að gera það þá náum við stöðugleika inn í hærri meðvitund.
Og meðvitund sem er á lægri tíðni getur ekki lengur átt
samskipti við okkur.
Á sviði frumspekinnar þá virkar vitsmunaleg skynjun eins og vernd fyrir okkur og er hindrun vegna þess að við erum ekki lengur titringssamsvörun við ákveðið meðvitundarstig.
Sem þýðir vissar víddir og hvað tekur á þeim víddum. 
Þess vegna er það mjög mikilvægt þegar við erum að hækka titring okkar og tíðni  að við látum okkur um það varða að blanda skugga okkar ogeiginleika hans.
Það er vegna þess að ef við erum ómeðvituð um skugga eiginleika innra með okkur sem við erum að lifa út frá, þá getum við ekki fengið fullan aðgang af vitsmunalegri skynjun. Ástæðan fyrir því er sú að við erum þá að koma frá vörpun (projection), afneitun eða ótta.
Þú getur lesið greinina  Vörpun (projection) https://arctickowl.com/blogs/fraedi-salarinnar/vorpun-projection
Öll svið sem við erum ómeðvituð um, innra með sjálfinu virkar eins og ytri hindrun vegna þess að það blokkar okkur frá sannri vitsmunalegri skynjun (discernment).
Vitsmunaleg skynjun verndar okkur á mörgum sviðum raunveruleikans en vitsmunaleg skynjun ætti ekki að vera tengd við ofuvaka (hypervigilance).
Stundum þegar við erum á andlegri vegferð þá festumst við í ofuvaka og við trúum því að við séum að æfa vitsmunalega skynjun.
Þegar við erum í ofuvaka þá getur það á endanum orðið til þess að við drögum frekari lífsreynslu inn á sviðið okkar inn í líf okkar sem koma til þess að staðfesta það að við þurfum að vera í ofurvaka.
Þetta verður því af sjálfsigrandi spádómi. 
Þegar við erum föst í ofurvaka þá erum við að koma frá ofsóknarbrjálæði og ofsóknarbrjálæði er ekki vitsmunaleg skynjun.
Inn í vitsmunalegri skynjun er sá eiginleika að upplifa nóg frelsi og öryggi til þess að vera skapandi og að nota frjálsan vilja. Þegar þú ert að nota kraftinn þinn og frjálsan vilja þá ert þú ekki í ofurvaka. Jafnvel þó að vitsmunaleg skynjun beri með sér skýrleika, greind og hæfileika til að sía skaðlegar upplýsingar sem eru að koma í gegn þá getur hún síað þær út með rökfræði. 
Hér erum við ekki að koma frá ótta.
Ofsóknarbrjálæði og ofurvaki eru að koma frá vissri tíðni og á því stigi raunveruleika þá getur þú passað við svo margar mismunandi upplifanir sem koma og staðfesta við þig að þú ættir að vera með ofsóknarbrjálæði og ofurvaka. 
Vitsmunaleg skynjun hefur fallega jafnvægis-aðgerð og þegar hún er að störfum og við erum að fá inn upplýsingar og þær verða ekki alltaf notalegar. Hér erum við  ekki að loka okkur frá því sem við þurfum að læra til þess að verða meðvituð. Vegna þess að við erum ekki í afneitun um neikvæða eða jákvæða þætti raunveruleikans þá myndast fallegt jafnvægi þar sem við getum skilið og haldið á meiri meðvitund (awareness).
Þegar við gerum það þá getum við komið jafnvægi á og farið í gegnum lífið samhljóða.
Við erum í stöðu til þess að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða og við getum verndað sjálfan okkur og fullyrt með frjálsum vilja. 
En þegar við erum að koma frá ofurvaka þá erum við að staðfesta að raunveruleiki okkar þarf að verndaður.
Með vitsmunalegri skynjun þá erum við með kraftmikla sálræna vernd en athygli okkar er ekki ofur einbeitt á vernd og vegna þess þá er við með meiri lífsgæði. 
Mikil lífsgæði valda skapandi frelsi fyrir þann sem hefur þau og það skapar en meiri fullveldi og eiginleika fyrir hærri hugtök. 
Þú getur séð þetta sem spíral sem leitar upp á við.
Þegar við höldum að við séum að koma frá vitsmunalegri skynjun og við höfum notað rökfræði til þess að stýra okkur inn í ofsóknarbrjálæði og ofuvaka þá læsist taugakerfið inn á það ástand og
er því ekki að þróa endurgjöf lykkju við æðra sjálfið. 
Allar lífsreynslunnar eru því að staðfesta sig með því að koma inn í sviðið okkar frekar en að koma frá sönnu vitsmunalegu rými. 
Önnur leið sem vitsmunaleg skynjun verndar okkur er í draumalandinu.
Á meðan við erum sofandi þá virkar vitsmunaleg skynjun eins og hindrun eða varnar skjöldur sem ekki heimilar vissar tengingar eða reynslu vegna þess að vitsmunaleg skynjun festir okkur við ákveðið tilverustig.
Ef varnar skjöldurinn okkar rifnar eða það er gerð tilraun til þess að rífa hann þá vöknum við út af vitsmunalegri skynjun.
Vitsmunaleg skynjun hagar sér á tvenna vegu hún hrindir frá sér allar þær tengingar og lífsreynslu sem eru ekki í titringssamsvörun og á sama tíma þá vekur vitsmunaleg skynjun okkur sem svo hindrar hvað svo sem það var. 
Skynsemi okkar verndar okkur í raun gegn sálrænum árásum 

Hvernig þróa ég vitsmunalega skynjun?

Til þess að verða út um vitsmunalega skynjun þá þurfum við að fjárfesta í Vitund (awareness). Til þess að þróa vitsmunalega skynjun þá þarftu að stækka svið Vitund þinnar. 
Við lærum einnig um vitsmunalega skynjun í gegnum raunir og þrengingar lífsins. Hvernig ættum við annars að vita?
Endurspeglun er því mjög mikilvægt ferli vegna þess að það leyfir okkur að afla okkur upplýsinga og skilning á fortíðar og nútíðar lífsreynslu. Þetta ferli þróar vitsmunalega skynjun 
Afturvirk skynjun
Það er aðeins með því að endurspegla okkur í fortíðar lífsreynslu að við getum lært af þeim og notað það svo í framtíðinni. 
Jafnvægi á milli vitsmuna og innsæis
Þegar vitsmunir og innsæi eru að fullu sameinuð þá skapast það sem við höfum verið að tala um Vitsmunaleg skynjun. 

 

Það er visst stig gagnrýnar hugsunar sem við þurfum að þróa ásamt einlægni og sameinað innsæi þá getum við vitað án þess að vita af hverju að fullu eða að við getum skynjað án þess að geta útskýrt af hverju við getum skynjað það.

Þegar þessir tveir þættir eru sameinaðir og þeir eru að vinna saman í jafnvægi það sem er að gerast er að við erum að þróa endurgjöf lykkju við æðra sjálfið okkar. 

Hvel líkama og hugar eru að sameinast 

Til þess að virkilega þróa vitsmunalega skynjun er að skilja að blæbrigði eru mjög mikilvæg.

Vitsmunaleg skynjun er sá eiginleiki að þekkja og beita blæbrigðum. 

Stundum þá upplifum við áskorun við að þróa vitsmunalega skynjun vegna þess að við með ásetning hindrum sjálfan okkur frá afgerandi vitund.

Þetta gerist vegna þess að afgerandi vitund væri einhvern veginn ógn við heimsmynd okkar.

Við yrðum þá að sætta okkur við að illt og illar fyrirætlanir eru til.

Þegar þetta gerist þá getum við ekki þróað vitsmunalega skynjun að fullu. Vegna þess að við getum ekki hugsað um eitthvað sem er fyrir utan stig meðvitundar (consciousness) sem við erum að tjá.

Við getum ekki hækkað stig meðvitundar okkar ef við erum með ásetning að hindra þekkingu sem mynda hækka tíðni hennar. 

Þetta verður því af vítahring en þegar við höfum hækkað tíðni okkar af ákveðnum þröskuldi þá bætast blæbrigði (nuance) við jöfnuna. 

Blæbrigði verða einn af mikilvægustu þáttum á leið okkar. Blæbrigði er það sem leyfir og að sjá og bera kennsl á fínni og fínni brenglanar sem eru innra og ytra með okkur.
Blæbrigði gera okkur kleift að skynja hvað er á milli pólun lyga og sanns góðs og ills, gagnlegs og eyðileggjandi.
Blæbrigði gera okkur kleift að fara í gegnum lífið á þroskaðan máta og með skynjun sem er sveigjanleg og margþætt.
Að leggja dóm á tekur frá fyrri lífsreynslu og leggur ofan á núverandi reynslu orðrétt og vélrænt.
Vitsmunaleg skynjun lærir frá fyrri reynslu og beitir þeim lærdómi til líðandi stundar og leyfir núverandi stund að vera nýtt augnablik og að vinna sig í óþekktri leið. 
Þegar við erum að tjá okkur í þriðju víddar raunveruleika þá verðum við að læra vitsmunalega skynjun.
Enginn er útilokaður frá vitsmunalegri skynjun eða leiðinni að þróa hana. Það sem gerist er að við leyfum fágun vitsmunalegri skynjunar að verða beittari og beittari og eftir bestu getu og því sem við höfum lært af lífsreynslu okkar.

 

Með því að gera það þá stígum við lengra og lengra inn í okkar eigið andlega fullveldi (sovereignty). 

 

Back to blog