Vörpun (projection)

Vörpun (projection)

Vörpun 

Sálfræði vörpunarinnar

Hver er vélbúnaðurinn á bak við vörpun? Við vitum ekki af hverju við gerum það eða hvernig við hættum að varpa okkur yfir á aðra. 
Við fæddumst heil en þau heilindi er skammlíf vegna þess að við erum tengslaháð. Þegar við fæðumst tengslaháð inn í fjölskyldu sem hefur ekki þróast enn þá að fullu vegna þess að samfélagið og þjóðfélagið hefur ekki þróast að fullu. 
Það þýðir að við erum við það að fara að læra að ýmsir þættir við okkur er ásættanlegir og aðrir þættir ekki. 
Hérna byrja vandræðin 
Það sem er ásættanlegt og óásættanlegt er upp á það komið í hvaða fjölskyldu þú fæddist inn í. Þeir þættir sem eru séðir sem óásættanlegir (jákvæðir og neikvæðir) er hafnað af fjölskyldunni okkar. Og þeir þættir sem eru séðir sem ásættanlegir eru samþykktir af fjölskyldunni okkar. 
Að vera tengslaháð í nafni þess að komast af þá gerum hvað sem við getum til þess að afneita og bæla niður þá þætti af okkur sjálfum sem eru ekki samþykktir og við ýkjum þá þætti sem eru samþykktir. 
Við aftengjumst frá þeim þáttum við sjálfan okkur sem við höfnum við sjálfan okkur. Þetta ferli skapar klofning innan manneskjunar sem við köllum það meðvitaða og ómeðvitaða. 
Sjálfsbjargarhvötin er í raun fyrsta verk sjálfshöfnunar
Til dæmis: Barn fæðist inn í fjölskyldu þar sem reiði er ekki samþykkt sem tilfinning sem má tjá þegar barnið reiðist þá skammast það sín fyrir reiðina. Barnið bælir því reiði sína niður svo að hann geti lifað af innan fjölskyldunar. 
Reiðin hverfur samt ekki þau hafa neitað henni meðvitað og reiðin er því tjáð í undir-meðvitund. 
Sem fullorðin einstaklingur þá mun þekki manneskja líklega ekki vera með neina vitund yfir því að það sé eitthver reiði innra með þeim. Þau vilja ekki og geta ekki séð sjálfan sig skýrt vegna þess að þau hafa neitað þessum þætti við sjálfan sig. Þegar fólk segir við þau að þau séu reið þá tengja þau ekkert við það. Þau tengja líklegast aðeins við sjálfan sig sem þægilega manneskju. 
Þegar við höfnum, afneitum eða bælum niður eitthvað þá hverfur það ekki. Það sem gerist er að við missum meðvitaða vitund um það. Við aftengjum okkur frá vitund um það.
Svo að við getum borið kennsl á það sem við erum að hafna og bæla niður þá þurfum við að finna sársauka þess að það sem við erum að bæla niður sé ekki með okkur. 
Engin furða að sjálfsvitund sé svo erfið
Allir þeir sem hafa stundað félagsleg tengsl sem eru allir fór í gegnum ferlið að kljúfa sjálfan sig í parta. Partar sem eru leyfðir og partar sem er hafnað. 
Þetta ferli sjáfs höfnunar er fæðings sjálfs haturs.
Tómleikinn sem við finnum er niðurstaða þess að þeir partar af okkur sem hafa verið hafnað eða afneitað eru ekki til staðar.
Sálin okkar er hvatinn af því að gera okkur heil á ný. Okkur verður gefin mörg tækifæri aftur og aftur (hér missir þú ekki af þeim) til þess að verða heil á ný. En til þess að verða heil á ný þá þurfum við að sjá og samþykkja þá þætti af sjálfum okkur sem við höfnuðum, afneituðum og bældum niður. 
Þetta er sársaukafullt ferli. Sjálfsvitund kemur ekki eðlilega fyrir fólki sem vill forðast sársauka. Svo að við getum virkilega komist í rými heilleika þá þurfum við að hætta að forðast sársaukann. 
Við þurfum að hætta að forðast tilfinningu tómleikans sem er innra með okkur vegna þeirra þátta sjálfs okkar sem er ekki viðstaddur vegna þess að við höfnuðum þeim og bældum niður. 
Við þurfum að fara beint í áttina til sársaukans til þeirra þátta sem við samþykkjum ekki. 
Hvar kemur vörpun inn í allt þetta?
Við eigum það til að yfir verðlauna okkur fyrir þau einkenni sem við höfum bælt niður og hafnað. 
Til dæmis:
Fyrir eitthvern sem er sinnulaus mun bæla niður þann þátt í sjálfi sér sem leitast við og sá sem leitast við bælir niður þann þátt í sjálfi sér sem er sinnulaus. 
Vegna þess að sálin er hvatinn af því að ljúka leið og í leiðina af heilleika þá vil hún finna félaga sem lætur henni líða sem hún sé heil. Ytri heimurinn verður staðgengill fyrir það sem okkur vantar í innri heim. Fyrir þessa ástæðu þá eigum við til með að laða af okkur báðar öfgar. 
Við löðum fólk inn í líf okkar sem spegla báðar hliðar af okkur svo að við getum verið meðvituð um okkar eigin tvískiptingu. Lögmál aðdráttaraflsins bregst við báðum öfgum, ofurlaunin og sá þáttur sjálfs okkar sem við höfum bælt niður til hins ýtrasta.
Við erum samsvörun við þá þó þeir virðast vera andstæðar okkur. Vegna þess að afneitaði hlutinn af okkur er enn partur af okkur og lýtur því enn lögmálinu um aðdráttarafl. 

 

Þeir sem eru okkur nánastir þá sérstaklega rómantískir félagar eiga það til með að vera andstæður spegill. Þeir endurspegla eiginleikana sem við höfum bælt niður og við endurspeglum þá eiginleika sem þau hafa bælt. Manneskjan sem er sinnulaus mun því mjög líklega enda í sambandi með manneskju sem er einbeitt af velgengni

Bæði "valda" hvor öðrum sársauka vegna þess að þau minna hvort annað á þá hluta sem hafa verið hafnað. Þau endurspegla tapaða sjálfinu við hvort annað. 

Við sjáum og þekkjum í öðru fólki þá þætti sem við höfum sjálf hafnað innra með okkur. 

Þetta er kjarni vörpunar 

Þegar við tökum eftir einkenni í eitthverjum öðrum sem við höfum hafnað innra með okkur fyrir löngu síðan þá bregðumst við því eins og við gerðum við okkur sjálf. 

Við höfnuðum því 

Við forðuðumst það 

Bælum það

Losum okkur við það 

Á bakhliðinni þegar við sjáum jákvæða þætti sjálfsins sem við höfum bælt innra með okkur þá verðum við ástfanginn. 

Tilfinningin er eins og tækifæri til þess að verða meira heil við viljum meira af því og við verðum háð því við setjum það upp á háan stall. 

Þetta er það sem gerist þegar þú sérð stóran hóp af öskrandi stúlkum á Justin Bieber tónleikum. Þær eru allar að varpa þeim jákvæðum þáttum sem þær hafa hafnað innra með sér á hann. Aðallega tilfinning um mikilvægi og kynhneigð sem þær hafa af sjálfsögðu afneitað svo að þær geti verið góðar hlýðnar auðmjúkar litlar stúlkur sem hlýða foreldrum sínum. 

Aðaleinkenni sjálfsins sem er hafnað eða bælt niður er að parturinn eða þátturinn af sjálfinu er þér algjörlega ósýnilegur. En hann er sýnilegur öðru fólki. Þess vegna verður þú hissa þegar annað fólk sér einkenni í þér sem þú sérð ekki. En svona virkar þetta ef þú hefur hafnað og bælt niður þætti þíns eigin sjálfs. Þú átt ekki að vera með vitund um þá, til þess var leikurinn gerður. Aftengin frá því frá þín leið til þess að lifa af. 

Ef eitthver lætur þér líða eins og vörpun sé persónuleika galli, hugsaðu aftur..

Sérhver öfgafull andúð á eiginleikum annarrar manneskju er endurspeglun á höfnunarstigi sem þú þróaðir í átt að þeim eiginleika eða möguleika þess eiginleika innra með sjálfum þér. Því meira sem við elskum eitthvað innra með öðrum því meira höfum við hafnað því innra með okkur fyrir löngu síðan. 

Það er misskilningur þegar það kemur af vörpun það er sú hugmynd að þegar vörpun er að eiga sér stað þá séu þau að varpa því sem manneskja er ekki með. En vörpun er alltaf tvíhliða gata. 

Það þýðir tvo hluti annahvort eru bæði með sömu persónuleika einkenni eða þau eru samstæður og einn af þeim er að bera kennsl á það í hinum. Eða það að vera samsvörun við að vera varpað á er til marks um að verið sé að endurspegla það sem er í hinni manneskjunni. 

Svo að eitthver varpi yfir á okkur þá þurfum við að vera titringssamsvörun við þá lífreynslu. Sem þýðir að það sem er verið að varpa yfir okkur er einnig það sem er neitað innra með okkur. 

 Í ný-aldar samfélaginu þá er það orðið vinsælt hugtak að segja við aðra að þeir séu að varpa. Þetta er beyging svo að sú sem er að segja að hin sé að varpa þurfi ekki að skoða sjálfan sig og forðast því að taka ábyrgð á sjálfum sér. 

Þú munt ekki komast í rými sjálfsvitundar ef þú neitar að taka ábyrgð á þinni eigin Vitund.

Þú getur ekki séð eitthvern meðvitaðað fyrr en þú ert orðin meðvitaður um sjálfan þig. ef þú ert enn í ómeðvitund um sjálfan þig þá munt þú halda áfram að sjá alla í gegnum filter undirmeðvitundar þinnar. 

Í hvert skipti sem við stígum út og segjum að þú ert bara að varpa þá missum við af tækifærinu að sjá okkur skýrt og við missum af tækifæri að sjá veröldina og hvort annað skýrt. 

Hver einn og einasti varpar. Hver einn og einasti sér og þekkir það sem hann hefur afneitað innra með sjálfum sér í ytra umhverfi. 

Á þessum punkti í þróunarferli okkar þá mun vörpun ekki hætta algjörlega. Og markmið lífs þíns ætti ekki að vera að hætta að varpa í stað þess ætti markmið þitt að verða algjörlega í sjálfsvitund (self aware). 

Öfgafull viðbrögð við öðrum hvort sem það er á jákvæðan eða neikvæðan hátt er fullkomi tækifæri til þess að þróa sjálfsvitund. 

Því meira sem við höfnun í öðrum því meira viðhöldum við okkar eigin sárum. Vegna þess að þegar við höfnum eitthverju í öðrum, þá erum við hafna okkur sjálfum á ný. 

 

 

Hvernig afhjúpar þú sjálfshöfnun?  

 Með því að nota vörpun þér í hag 

#1

Skoðaðu neikvæð einkenni eða þætti við annað fólk sem þér líkar ekki við. Skoðaðu sérstaklega þætti og einkenni maka sem þér líkar ekki við. 

Hvað er það við hana eða hann sem þér líkar ekki við?

#2

Núna skalt þú komast af jákvæða ásetninginum á bak við það sem þér líkar illa við í öðru fólki. Í öðrum orðum hver er raunverulegur jákvæður ásetningur þess að  þau eru að gera þetta sem þér líkar svo illa við. 

Svarið verður alltaf að þau eru að reyna að koma í veg fyrir að þau verði fyrir sárum. 

#3

Af hverju var eða er það hættulegt fyrir þetta fólk að vera með andstæðu þeirra einkenna eða þátta sem þér líkar illa við?

Til dæmis:

Ef ég er latur, af hverju var það hættulegt fyrir mig eða ekki okay fyrir mig að vera með drifkraft og hvata?  

#4

Berðu kennsl á það að þó að þig langi að afneita því eða ekki að viðurkenna það þá eru þessi einkenni eða þættir sem þú fyrirlítur í öðru fólki oftast endurspeglun af sjálfum þér. Þetta er þættir sem þú hefur aftengst.

Þessi einkenni eða þættir eru speglar af því sem þú hefur hafnað í sjálfum þér. Því meira sem þú reynir að vernda sjálfan þig frá sjálfum þér því meira munu þættir og einkenni í  öðrum líta ekkert út eins og þú. 

Þú munt segja sjálfum þér að þú sért ekki á neinn hátt svona.

#5

Vertu tilbúin til þess að vera nógu berskjaldaður að þú getir opnað huga þinn fyrir þeirri hugmynd að þessi einkenni og þættir eru þín einkenni og þínir þættir og sjáðu hvernig það er satt að þetta séu þínir þættir. 

Hér eru tveir möguleikar

Annað hvort ertu alveg eins og það sem þú þolir ekki í öðrum eða það sem þú þolir ekki í öðrum eru svo grafnir og hafnað innra með þér að þú gerir aldrei það sama og þau á því stigi þar sem það er óheilbrigt. 

#6

Ef þú ert í erfiðleikum með þetta ferli fáðu þá aðra með þér inn í ferlið. Góð leið til þess að komast af því hvort að þú hafir afneitað, aftengst eða varpað eitthverju er sú að ef þú hefur heyrt sama neikvæða hlutinn um sjálfan þig frá fleiri en einni manneskju.

Önnur góð hugmynd 

Fáðu fólk sem þekkir þig vel til þess að skrifa niður nokkra þátti sem þeim líkar illa við þig. Svo skaltu íhuga vel það sem fleiri en einn skrifar. 

#7

Spurðu sjálfan þig af hverju það var hættulegt fyrir þig að vera með þessi hættulegu einkenni eða þætti sem aðrir eru með? 

Til dæmis:

Af hverju er það ekki allt í lagi fyrir mig að vera löt? 

#8

Byrjaðu að samþykkja það sem þér mislíkar í öðru fólki og sjálfum þér. Þetta er ekki það sama og að ljúga af sjálfum þér. Þú getur ekki sagt þau er narsissísk mér líkar vel við það, vegna þess að það er ekki satt. En það gæti verið eitthvað sem tengist við það að vera narsissískur sem væri jákvætt. Það er það sem þú þarft að skoða vel svo að þú getur sleppt tökunum á mótstöðu við annað fólk og sérstaklega við þann þátt af þínu sjálfi sem þú ert að reyna að afneita, hafna og aðskilja frá þér. 

Til dæmis:

Einstaklingur sem er grimmur gæti mögulega ekki verið með vandamál yfir því hvað öðrum finnst um þau. 

#9

Ættleiddu þá þætti og einkenni sem þér mislíkar við aðra sem eru í raun speglar og þáttir af sál þinni sem þér mislíkar við á þann hátt að það gagnist þér. Þetta þýðir ekki að þú eigir að verða latur eða grimmur. Þetta þýðir að þú eigir að taka þér frí og að hætta segja já við alla. 

Hvaða þáttur er jákvæður við þann sem er latur? Þau eru óhrædd við að hvílast, með því að ættleiða þann part sem er hafnað gæti verið að taka þér hvíldarfrí. 

Þetta mun færa þig nær heilleika

Þú getur gert þetta ferli sem er hér ofan með jákvæða þætti einnig.

Til þess að gera það þá þarftu að komast af því hvað það er sem þú dáist af, öfundar eða verður ástfangin af í öðru fólki. Sérstaklega maka þínum, börnum og þá sem þú hefur sett á háan stall. 

Komst þú af því hver er ásetningurinn á bak við að afneita og aftengjast þessum þáttum og einkennum innra með þér. 

Komst þú af því af hverju það var hættulegt að vera með þessi einkenni!

Til dæmis:

Ef ég er latur og ég öfunda fólk sem er drifið og hvatið, af hverju var það hættulegt fyrir mig að vera drifin og hvatinn þegar ég var að alast upp? 

Finndu leiðir til þess að tjá þess þætti og einkenni í þér í þínu lífi. 

Ef ég fer á tónleika með eitthverjum sem er talin mikilvægur, hvernig fæ ég meiri mikilvægi fyrir sjálfan mig?

Vitandi það að það er partur af mér innra með mér sem ég hef afneitað og aftengst sem er mjög mikilvægur og hann vill að mikilvægi hans sé tjáð. 

Breytum því hvernig við dæmum fólk í athuganir

Hvað ert þú að dæma? Hvern ert þú að dæma? 

Vörpun er eitt af þeim bestu tólum sem þú getur notað fyrir sjálfsvitund hún er líka ein af þeim bestu aföskunum sem er notuð til þess að forðast sjálfsvitund. 

Við getum ekki verið í sanngildi okkar ef við höldum áfram að hafna, ýta niður, forðast og aftengjast þáttum af sjálfum okkur hvort sem að þeir eru jákvæðir eða neikvæðir. 

Ef þú ert tilbúin að sjá sjálfan þig skýrt og þá sérstaklega þá þætti sem eru "týndir", þá ert þú vel á veg komin að stíga inn í sanngildi þitt og þú ert vel á veg komin til heilleika. 

 

Back to blog