Gaslýsing

 Þú hefur verið Gaslýstur

 Velkomin á vinnustofuna Þú hefur verið gaslýst/gaslýstur, á sama tíma og ég hrósa þér fyrir að hafa fundið leið þína hingað, þá vil ég vara þig við því, að hafir þú orðið fyrir gaslýsingu þá gæti vinnustofan kveikt (triggerað) erfiðar tilfinningar. 
Ég hef trú á þér og ég veit að ef þú ert komin hingað þá ertu tilbúin.
 Gangi þér vel

 

Gaslýsing er eitt djúpstæðasta form fangelsunar
Þessi setning er sláandi, hve mörg okkar eru hlekkjuð í brengluðum raunveruleika sem meðvitað og með illum ásetning var skapaður til þess að ná valdi og yfirráðum yfir skynjun, hugsun, tilfinningum og á enda raunveruleika okkar. 
Þessi vinnustofa er tileinkuð öllum þeim sem hafa/eru og munu verða gaslýst. Það er mín von að þessar upplýsingar finni þá sem þurfa og vilja þær. 
Vinnustofan “Gaslighting” með Ross Rosenberg er þýðing Ingu Combs yfir á íslensku. Þær upplýsingar sem fram koma eru að mestu leyti hugarverk Ross Rosenberg. 
Gott er að fara hægt yfir vinnustofuna og mæli ég með að lesa aftur yfir hana vegna þeirra mikilvægu upplýsinga sem fram koma.
Athugið að upplýsingarnar sem fram koma duga ekki einar og sér til þess að ná bata frá gaslýsingu, þær eru meintar til þess að upplýsa lesenda um hugtakið gaslýsing, hvaða áhrif hún hefur á fórnarlamb, hverjir gaslýsa, af hverju og persóna þeirra. 
Ég hvet þá sem telja sig hafa orðið fórnarlamb gaslýsingar í einhverju formi að leita sér frekari aðstoðar hjá hæfum einstaklingum.
Aðstoð sérhæfðs fólks er æskileg til þess að yfirstíga afleiðingar ofbeldis
Upplýsingar um skammstöfun: notast er við GLF sem skammstöfun fyrir gaslýst fórnarlamb og GK fyrir gaskveikjara/gaslýsara.  

 

Ross Rosenberg tók skömmina úr meðvirkni og endurnefndi meðvirkni (codependency), Sjálfsástarröskun (Self Love Deficiency Disorder (SLDD))

 

Um Ross Rosenberg 

 

 

Ross Rosenberg M.Ed., LCPC, CADC, er bandarískur sálfræðingur og forstjóri Self-Love Recovery stofnunarinnar. Ross Rosenberg hefur starfað sem sálfræðingur síðustu 35 ár, sérfræðiþekking hans á sviði sjúklegra narsissista (pathological narcissists), misnotkun narsissista (narcissistic abuse), og viðhengisáföll/festingarsár (attachment trauma) er alþjóðlega viðurkennd. 
Ross skapaði nýstárlega og árangusmiðaða meðferð í 11 skrefum sem nefnist “Codependency Cure™

Fræðslu- og hvetjandi málstofur hans hafa aflað honum alþjóðlegar viðurkenningar, þar á meðal 23 milljón áhorf á YouTube myndbönd og 271 þúsund áskrifendur. Auk þess að birtast í sjónvarpi og útvarpi á landsvísu hafa bækur hans „Human Magnet Syndrome“ selst í yfir 150 þúsund eintökum á 12 tungumálum. Ross veitir sérfræðiþjónustu/vitnaþjónustu.
Menntun, starfsreynsla og háþróaðar klínískar vottarnir gera honum kleift að búa til, framleiða og bjóða upp á lífsbreytandi námskeið bæði fyrir leik og fagmenn.
Hafir þú áhuga á frekari upplýsingum, þjálfun/kennslu eða persónulegri þjónustu frá Ross Rosenberg þá getur þú farið á Self-Love Recovery Institute. Eða fundið hann á Ross Rosenberg á Youtube Ross Rosenberg - YouTube

 


 

Vinnstofa

 Þú hefur verið Gaslýstur
Hvað er gaslýsing 
Gaslýsing er lúmsk heilarþvottaraðferð sem notuð er af sjúklegum narsissistum til þess að ná algjöru valdi og stjórn yfir viðkvæmum einstaklingum.
Eins og barnaníðingar þá “þefa” þeir uppi einstaklinga sem eru fyrir viðkvæmir, veikir eða stuðnings-/úrræðissnauðir. Þeir vita það að þessir viðkvæmu einstaklingar falla auðveldlega fyrir leynilegri uppgerð fórnfúsar, ástúð og verndar frá þeim.
Með ásetning blekkja (manipulate) gaskveikjarar fórnarlömb til þess að trúa fölskum frásögnum.
Gaskveikjarar skapa falska söguþræði til þess að gera fórnarlömb sín vanmáttug yfir hugsunum og tilfinningum um eigið getuleysi, vanmátt og smám saman versnandi skömm yfir persónulegum, huglægum, líkamlegum og andlegum einkennum, sem, fyrir gaslýsinguna, voru aðeins hófleg eða höfðu aldrei verið til.
Gaslýsing er eitt djúpstæðasta form fangelsunar
Þeir sem gaslýsa 
Þeir sem gaslýsa eru sjúklegir narsissistar (e.pathological narcissists) sem herja á viðkvæma einstaklinga (codependents). Sálfræðingurinn Ross Rosenberg hefur endurnefnt meðvirkni sem sjálfsástarröskun (Self love deficiency disorderc(SLDD)) en það er nýyrði fyrir meðvirkni eða codependency.
Gaskveikjarar blekkja kerfisbundið umhverfi fórnarlamba sinna, þeir framleiða falskar eða ónákvæmar sannanir um “vandamál” fórnarlamba sem aldrei voru til eða voru góðkynja mál.
GK skapa falskar “sögur” fyrir annað fólk að trúa, þeir inngræða falskar “sögur” í huga fórnarlamba og samsvara svo þeirri sögu í ytra umhverfi GLF. 

 

Gaskveikjari tæmir Innri og ytri auðlindir 

Innri og ytri auðlindir fórnarlamba eru smám saman þurrkaðar út

Innri auðlindir:
hér er átt við sjálfstraust, sjálfsmat, sjálfsvirðingu, jákvæða hugsun gagnvart sjálfum sér, innsæi/innri leiðsögn, jákvæð hugsun gagnvart öðrum og lífinu, trú á sjálfan sig, hæfileika og það að geta gert eitthvað vel.
Ytri auðlindir:
eru fjölskyldumeðlimir (mamma, pabbi, systkini, frænkur og frændur), vinir, vinnuveitendur, stuðningshópar, sálfræðingar, atvinnu, heimili, farartæki, lyf til lækninga og fleira.
Gaskveikjarinn ræðst á innri og ytri auðlindir fórnarlamba, með því að kerfisbundið inngræða aðstæður og “sögur” þar sem sjálfsálit og sjálfstraust GLF verður fyrir hnekkjum. Með tíð og tíma þá minnkar persónuleg virkni, og trú einstaklingsins á sjálfan sig verður lítil eða enginn. Einstaklingurinn hættir að treysta eigin dómgreind og innsæi, og vill ekki lengur taka áhættu af ótta við að mistakast.

 

Markmið GK er vel úthugsuð áætlun
GK þarf kerfisbundið að brjóta þig niður vegna þess að einstaklingar eru mis- viðkvæmir fyrir gaslýsingu. En fái gaskveikjarinn að halda göngu sinni ótrauður áfram, og nú fer það eftir því hvað hann vill frá þér, þá nær hann algjöru valdi og stjórn yfir hugsunum og tilfinningum þínum. Áætlun GK er að stýra því hvernig þú skynjar og upplifir veruleika þinn. 

Sjálfsálit - sjálfstraust & persónuleg virkni

Yfir tíma þá er sjálfstraust og sjálfsálit brotið niður og persónuleg virkni hverfur. Persónuleg virkni er sú trú að þú getir eitthvað og verið góð/góður í því. Þegar trú á okkur sjálf hverfur þá tekur við ótti og kvíði við að gera mistök. Af hverju að reyna, ég geri hvort eð er alltaf mistök! Oft þá gefst GLF upp við að reyna eitthvað sem gæti verið þeim til framdráttar.

Innsæi

Þegar sjálfstraustið, sjálfsálitið og persónuleg virkni er horfin þá hættum við að treysta innsæi okkar. Innsæi er innri leiðsögn sem leiðbeinir okkur í lífinu. Innsæið lætur okkur vita ef við þurfum að hætta að gera eitthvað. En ef innsæið er brotið niður og það eina sem það segir að allt sem þú gerir, er eða mun verða af mistökum, þá eru innri auðlindir okkar orðnar brenglaðar eða við höfum ekki aðgang af þeim lengur

Dómgreind

Dómgreind gerir okkur kleift að meta hvað er rétt og hvað er rangt. Að taka ákvarðanir. Þegar þú hættir að treysta því að taka ákvarðanir sjálf/sjálfur, þegar þú ert hætt/ur að treysta því að þú getir metið aðstæður lífs þíns á eigin spýtur, þá er ofbeldið orðið algjört og sjúklegi narsissistinn hefur náð algjörri stjórn á lífi þínu. Gaskveikjarar inngræða sögur um að þú sért alltaf að gera eitthvað rangt og að gera mistök. Smám saman ferðu að trúa því og innsæið þitt segir þér að þú sért að fara að gera mistök, og að þú getur ekki treyst þeim ákvörðunum sem þú tekur.

Gaslýsta fórnarlambið hættir að taka áhættu

Þeir brjóta þig niður þangað til að þú hættir að þora að taka áhættu. Án sjálfstrausts, sjálfsálits og persónulegrar virkni, og án innri leiðsagnar og traust á eigin dómgreind þá hættir þú að taka áhættu. Lífið, velgengni og hamingja treystir á að við tökum áhættu! Áhætta er partur af fegurð lífsins. 

Félagslegur stuðningur og fjölskylda 

Gaskveikjarar brjóta niður félagslegan stuðning. Vinir & fjölskylda. Þú gætir orðið þreytt/ur að vilja að vera með vinum þínum vegna þess að mjög oft hefur þú orðið fyrir gaslýsingu þess efnis að það er eitthvað af þeim eða að þeim líkar illa við þig og elska þig ekki. Og eftir smá tíma þá brýtur þetta þig niður og þú byrjar að trúa þessu og þig langar ekki lengur að tengjast þeim.
Þú hefur ekki lengur orkuna eða eldmóðinn að tengjast þeim vegna þess að öll reynslan þín af gaslýsingu sem er heilaþvottur hefur sagt þér að þessi vina/fjölskyldusambönd munu ekki ganga upp eða þú munt verða fyrir vonbrigðum.

 

Fjárhagslegur stuðningur

Ef þeir geta komið í veg fyrir að þú hafir aðgang af peningum. Tæmt vilja og orku að fara í vinnu og að vera með vinnu þá ertu undir þeirra stjórn

Gaslýsing skapar hjálparleysi/ávana og þörf frá utanaðkomandi aðila  

Þegar GK getur og hefur skapað hjálparleysi hjá fórnarlambi, þá er sá einstaklingur algjörlega viðkvæmur fyrir líkamlegum, tilfinningalegum og huglægum árásum frá honum. Þegar innri og ytri auðlindir hafa verið tæmdar og þau hafa ekki aðgang af frekari auðlindum, (peningum, fjölskyldu, vinnu, vinum.) þá hafa þau ekki annars kosta völ en að reiða sig á gaskveikjarann/sjúklega narsissistann, sem sýnir sig sem velviljaða góða manneskju. 

Ef gaskveikjarinn getur aðferðarlega svipt manneskju sjálfstrausti sínu, tilfinningalegri heilsu, atvinnu og þeirri trú að þau geti gert eitthvað vel, þá eru þau undir stjórn narsissistans. Gaskveikjarinn þarf að finna leið til þess að blekkja (manipulate) umhverfið, vegna þess að það dugar ekki bara að blekkja huga eða innra umhverfi fórnarlamba sinna. Gaskveikjarinn er með áætlun og það tekur tíma fyrir hana að virka. Hann veit að ef hann ætlar að ná algjörri valdi og stjórn yfir GLF, þá þarf hann að finna út leið til þess að blekkja umhverfið, hann þarf að fá GLF til þess að samsama sig við (identify) veröld sem er að gefa honum skilaboð um að eitthvað sé að. Vegna þess að ef umhverfið er ekki blekkt og GLF sér að þessi mál, aðstæður og erfiðleikar eru að koma frá gaskveikjaranum, þá mun áætlun GK verða af engu og gríman fellur af þeim. 

Gaskveikjarinn þarf að framkvæma nákvæma áætlun um blekkingu. Félags og fjölskylduumhverfi eru blekkt. Mikilvægt er að undirstrika það að þessi áætlun blekkingar er þaulhugsuð. Ef gaskveikjarinn ætlar sér að brjóta þig niður og gera þig háða/háðan honum þá verður hann einhvern veginn að inngræða falskar sögur í annað fólk (ytra umhverfi) og á sama tíma að inngræða blekkingar í innra umhverfi þitt, hann þarf að halda þessum tveimur fölskum sögum saman svo að þær passi við aðaláætlun hans.

Dæmi um blekkingar í ytra og innra umhverfi GLF fórnarlambsins

Ytra umhverfi:

Gaskveikjarinn vingast við systur þína sem þú varst einu sinni afskaplega náin. Gaskveikjarinn sem er með sósíópata eiginleika, mun leika afar heillandi einstakling og leitast eftir því að tengjast systur þinni. Því næst mun hann byrja að leka fölskum upplýsingum til systur þinna sem særa hana, systir þín verður sár og upplifir sig dæmda af þér. Þarna hefur gaskveikjarinn sett systur þína í aðstæður þar sem hún finnur sársauka og er vonsvikinn. Núna heldur hún að þessar upplýsingar sem hafa sært hana séu að koma frá systur sinni (þér). 

Sama með fjölskylduna. Gaskveikjarinn blekkir umhverfi GLF og fólkið sem er tengt GLF sem gaskveikjarinn er að reyna að blekkja, munu að lokum sjá þessar neikvæðu aðstæður, sem að þær séu að koma frá GLF.

Atvinnuumhverfi, vinna, sambönd þeirra við yfirmann sinn, hæfileikann að gera vinnuna. Setja aðstæður þannig upp að GLF er stanslaust að missa af vinnu eða þarf að hringja sig inn veika. 

Fjármál, að skipta sér af tékkheftinu að fá GLF til að halda að hún sé að eyða of miklu þegar hún er ekki af því. 

Heimilið, ef GLF er með ofnæmi, þá setja GK hluti inn í húsið sem GLF er með ofnæmi fyrir. Og þegar GLF kvartar undan óþægindum þá segir GK að það sé ekkert að, láta GLF líða eins og þetta sé allt í hausnum á henni. Ef GLF á við vandamál að fara upp stigann, þá er flutt í íbúð með stigum og hlutirnir gerðir erfiðari að gera, þægilega og vel. 

Þær leiðir sem þeir nota til þess blekkja (manipulate) umhverfið er framsækið í öðrum orðum þá mun illi GK ekki allt í einu breyta umhverfinu þannig að GLF tapi á öllum sviðum. Gríman yrði séð og illi ásetningur hans kæmi í ljós. Þannig að það er mikilvægt að GK blekkji umhverfið smám saman. Þeir byrja á eihverju sem var ekkert eða svo lítið að það skipti ekki máli, en með tímanum þá auka þeir erfiðleika umhverfisins á GLF. Það fer eftir því hvað þeim vantar frá GLF hve langann tíma þeir taka sér að blekkja GLF og ytra umhverfi eða þá einstaklinga sem eru tengdir GLF.

Gaslýsingin og blekkingin verður gerð smám saman vegna þess að GK vill ekki að upp komi um þá, vegna þess að þá tapa þeir öllu.

Gaskveikjarar eru allir sósíópatar eða með sósíapatíska eiginleika

Svo að GK takist að blekkja umhverfið þá þarf GK að inngræða nýjar, núverandi eða fyrrum innri sögur (narratives), í öðrum orðum þá þurfa þeir að fá GLF til þess að vera með þessar fölsku sögur í höfðinu á sér að eitthvað sér erfitt fyrir þau, að eitthvað sé þeim ómögulegt og að eitthvað þarna úti gerir þeim lífið óþægilegt og að þau hafi enga stjórn á einu né neinu.

Ef GK getur ekki innrætt falskar sögur (false narratives) þá mun hann ekki ná því fram sem hann vill afreka sem er algjört vald og stjórn yfir fórnarlambi sínu. Með því að blekkja umhverfið og inngræða falskar sögur þá er GK að heilaþvo fórnarlambið. 

 Á sama tíma þarf GK að inngræða nýjar, núverandi eða fyrrum ytri sögur í ytri umhverfi GLF. Fólk byrjar að trúa því að eitthvað sé að gerast hjá GLF. Eins og áður var nefnt í sambandi við fölsku inngræddu innri og ytri frásagnir þá gæti GLF trúað því að ástæðan fyrir því að systir hennar líkar ekki lengur við hana sé vegna þess að GLF er svo upptekið og sjálfselskt af sínum eigin þörfum að hún heldur að hún hafi gleymt henni. Báðar sögurnar eru inngræddar af sömu manneskjunni, GK. 

Ef GK nær að inngræða báðar sögurnar í sitthvorar systurnar þá færðu fullkomin storm gaslýsingar og blekkingar. 

Gaslýsing skapar eða eykur 

Gaslýsing skapar eða eykur neikvæðar tilfinningalegar aðstæður. Við höfum öll upplifað neikvæðar tilfinningalegar aðstæður þar sem við fundum fyrir ótta og kvíða.

Ef GK getur fengið manneskju til að vera alltaf óttaslegin, alltaf kvíðin, að finna fyrir skömm, skömm er sú tilfinning að líða eins og að vera í grunninn gölluð/gallaður,  að finna fyrir vonleysi og upplifa viðbrögð við því að vera yfirgefin. Og ef þú ert með þessi mál (issues) fyrir og GK eykur þau og gerir þessi mál verri, þá er virkilega verið að grafa djúpt til þess að inngræða gaslýstu sögurnar. 

 

Gaslýsing skapar/eykur sjúklegan einmannaleika

Sjúklegur einmannaleiki - patholological loneliness

Skapar/eykur - Óöryggi 

Skapar/eykur -Ofsóknarbrjálæði

Skapar/eykur -Rugl eða Confusion 

Skapar/eykur -Hjálparleysi/úrræðaleysi 

Skapar/eykur -Löngun til að gefast upp 

Skapar/eykur -Ánetjast/Dependency 

Þegar GK getur blekkt GLF til þess að reiða sig algjörlega á sig (become dependent on the gaslighter) þá mun GLF náttúrulega vilja hjálp við allt annað. Þannig verður GLF algjörlega á valdi og stjórn gaskveikjarans.

Lúmskasti og sjúklegasti þáttur gaslýsingar er sá að gera aðra manneskju hjálparlausa og að snúa henni gegn sjálfu sér, og að blekkja GLF til þessa að leita hjálpar frá manneskjunni sem er að brjóta þau niður og blekkja.

Gaslýsing skapar raunverulega sjúkdóma

Það er vísindaleg staðreynd að gaslýsing getur skapað geðheilbrigðis sjúkdóma. Hér er ekki verið að ræða um að stinga upp á að þú sért þunglynd/ur þegar þú ert það ekki eða kvíðin/nn þegar þú ert það ekki. Ef þú hefur orðið fyrir gaslýsingu sem er þaulhugsuð og vel framkvæmd þá verða niðurstöðurnar geðheilbrigðis sjúkdómar.. 

GLF getur upplifað þunglyndi, og þunglyndið getur verið svo alvarlegt að það myndi geta verið greint sem meiriháttar þunglyndi eða þunglyndis röskun. 

Gaslýsing getur verið ástæðan fyrir:

Kvíða

Kvíðaröskun

Áfallastreituröskun

Líkamleg/læknisfræðileg vandamál

Geðræn vandmál

Vefjagigt

Verkir baki og hálsi

Magasár og margt fleira

Þetta eru kvillar sem voru ekki til staðar fyrir gaslysinguna. Vegna gaslýsingar,þá skapast þessir sjúkdómar. 

GK skapa alvurðu kvilla hjá fórnarlömbum, þeir inngræða sögur um að þunglyndið sem mögulega var ekki svo alvarlegt fyrir gaslýsingu eða kvíðin sem var mildur fyrir, sé nú stjórnlaus, eða að meðalið virki ekki, eða að GLF þurfi að hætta að sækja þjónustu hjá sálfræðingi eða lækni. GK lætur fórnarlamb líða og trúa því að þau séu veik, hann brýtur þau niður og gerir þau háð sér. Og ef GK hefur tekist að skapa alvurðu heilbrigðis vandamál og röskun/raskanir, þá eru GLF algjörlega undir stjórn GK.

GK vill skapa alvörðu líkamleg, huglæg, tilfinningaleg og andleg vandamál 

Það er aðaláætlun GK, því meira sem þessi vandamál skapast hjá fórnalambi því háðari verður það og undir valdi og stjórn GK

Gaslýsing eykur vandamál

Þetta er örlítið öðruvísi en að skapa þunglyndi eða krónískan sjúkdóm hjá fórnarlömbum. Ef GLF er þegar með meiriháttar þunglyndi eða með áfallastreituröskun, þá mun gaslýsinging hafa það neikvæð áhrif á fyrir neikvætt ástand að meiriháttar þunglyndi eða áfallstreituröskunin verður stjórnlaus og GLF mun ekki geta ráða við ástandið.

Ef GLF var með fíkniefnavandamál fyrir, þá, getur það orðið af fíkniefnasjúkdóm, ef GLF átti við reiðis vandamál fyrir þá getur það orðið stjórnlaust vegna þess að reiðis vandamálið og gaslýsingin er pöruð. 

Öll vandamál verða miku stærri og erfiðari viðfangs og oft ræður GLF ekki við aðstæður lengur. GLF er þegar með vandamál sem eru erfið viðfangs, og núna þegar gaslýsingin bætist við þá mun GLF á endanum myljast undir álagi. 

 

 

 

Gildra gaslýsingar/Gaslighting 22 catch trap  

Tvíbinding eða double bind, er þegar þú gerir eitthvað til þess að hjálpa sjálfum þér en endar með því að skaða sjálfan þig. Það er þegar þú ert föst/fastur í aðstæðum þar sem allar tilraunir til að ná fram vilja þínum auðvelda þér að fá það ekki. 

Hér eru nokkur dæmi gaslýsingar gildru

GLF reynir að afsanna einhvað, en endar með að sanna það. GLF fer að rífast við GK, segir  ég held að þú sért að blekkja mig, þá snýr GK því við og lætur GLF trúa því að hún sé að blekkja GK. 

Ef ekki tekst að afsanna eða stöðva blekkinguna þá rýrnar sjálfsálit GLF en frekar. Skortur á sjálfsáliti veikir seiglu. Ef sjálfsálit og seigla einstaklings er tekin eða rýrð þá skapast hjálparleysi yfir vandamáli. GK taka hæfni fórnarlamba til þess að geta staðið með sjálfum sér. 

Hjálparleysi kveikir á skömm, skömm kveikir á vonleysi og vonleysi kveikir á ávana/dependency. Ávani/dependency og skömm hvetja GLF að einangra sig, og einangraða GLF hefur enga leið út.

Allar þessar gildrur/catch 22 skapa aðstæður þar sem það verður miklu erfiðari fyrir GLF að stöðva vandamálið sem þau eru að reyna að stöðva, og ef þau reyna að stöðva það þá endar það með því að gera það verra og erfiðara að forða sér frá þeim aðstæðum þar sem þau eru að upplifa sársauka. 

Gaskveikjarinn yfirtekur allt vald & stjórn yfir lífi GLF

 

 

Power and control wheel

 

 

Heimilisofbeldi er ekki bara líkamlegt ofbeldi, tilfinningalegt, andlegt, munnlegt og sálfræðilegt ofbeldi skapar meiri og dýpri sár en líkamlegt ofbeldi. Brotin handleggur eða glóðurauga grær en sjálfsvirði, sjálfstraust, vinasambönd, og trú á sjálfan sig vex ekki tilbaka náttúrulega. 

Þegar gaslýstum fórnarlömbum er sýnt valdar og stjórnunar hjólið frá Duluth þá kviknar á ljósaperu. Hjólið aðstoðar þau að sjá að hver kaka í hjólinu er þaulhugsuð áæltun GK til þess að yfirtaka alla stjórn og vald yfir þeim. Þegar GLF áttar sig á því að þetta var allt partur af stærri áætlun, þá vakna þau frá heilaþvættinum.

Ekki hafa allir sem verða fyrir heimilisofbeldi orðið fyrir/upplifað að verða gaslýsir. Munurinn á þeim og meðvirkum (Self love deficiant(SLDD´s)) er sá að SLD´s trúa því að þeir verðskuldi ofbeldið og að ofbeldis-maður/kona sé góð manneskja.

 

Til þess að gaslýsing virki þarf að vera þagnarskylda

GLF eru sannfærð um að halda leyndarmálum. GK smánar þau (shames them) til þess að segja engum frá. GLF eru sannfærð um að enginn mun trúa þeim eða að fólk mun horfa niður á þau. Leyndarmálin læsa fórnarlömbin inn í gaslýsinguna. Ef þau geta ekki sagt einhverjum einhvað og eru sannfærð að segja einhverjum eitthvað væri að brjóta leyndarmál og traust við GK, þá eru þau frekar einangruð og föst. 

Fyrr í vinnustofunni var skrifað um innri sögur/söguþræði og ytri sögur/söguþræði (inner and outer narratives)

Ástvinir eða ytri auðlindir (vinir, fjölskylda, vinnufélagar) GLF eru einnig blekkt til þess að halda leyndarmálum. Þetta er kallað “Triangulation”, og það sem særir GLF enn frekar er að GK skapar þessi leyndarmál og byggir upp bandalög, án þess að segja GLF það. 

Brenglun gaslýsingar 

Brenglun gaslýsingar er þegar gaskveikjarinn sýnir ósannar staðreyndir sem sannar, lýgur og skapar aðstæður/söguþræði til þess að sanna gaslýsingu. 

Eftirfarandi er sönn saga:

Kona giftist manni og hafði verið gift honum í 50 ár og hann sagði henni að eitthvað væri af píkunni á henni. Og ég veit að þetta hljómar ógeðfellt en þetta er mikilvæg saga til þess að útskýra blekkingu og gaslýsingu. 

Hann sagði henni að píkan á henni væri ofsa stór, ógeðsleg, og innri stærðin gæti aldrei unað neinum. Hann sagði henni þetta stanslaust hvað var af henni og píkunni hennar. Hann neitaði að hafa kynmök við hana fyrir utan kannski einu sinni á ári. Það var ekki fyrr en 50 árum seinna að hún fór til læknis, þetta var þegar hún var í hugrænni meðferð hjá hæfum sálfræðing. Og hún spurði lækninn um píkuna sína og kvennsjúkdómalæknirinn mældi hana og sagði að píkan á henni væri eðlileg, að hún væri ekkert öðruvísi en aðrar, hún er ekkert lengri eða stærri, læknirinn sagði hana vera eðlilega píku. Konan varð skelfingu lostin yfir því að hún hafði eytt öllu lífi sínu að halda það að ástæðan fyrir því að eiginmaður hennar stundaði aldrei ástaratlot með henni var lygi, var inngrætt í huga hennar. Eins lengi og hún trúði því þá sýndi hún honum samúð vegna þess að hún trúði því, að hún væri í grunnin gölluð og ófullnægjandi kona.

GLF barnavætt/gert af samábarni/ Infantilizing the GLF

GK kemur fram við GLF eins og að það sé ósjálfbjarga barn. GK inngræðir barnslegar, þurfandi og ósjálfstæðar sögur (narratives) í huga GLF. Sem dæmi þá segir GK:

Hvernig ætlar þú að gera án mín

Þú er ófær um að taka ábyrgð 

Þú ert óþroskað stórt barn

Þú ert alltaf vælandi, þú þarft á mér að halda, sjáðu öll mistökin sem þú gerir

Þú getur þetta ekki, þú þarft á mér að halda 

Mamma hugsar vel um barnið sitt (við fullorðin einstakling!) eða eiginkona/eiginmaður kemur fram við maka eins og að þau séu ósjálfbjarga börn. 

Þegar GK kemur fram við GLF eins og barn þá skerðir hann sjálfstæði þeirra. GK ýtir undir ótta og vantraust á umheiminn, sem skapar ótta við að vera ein/einn og ýtir undir að GLF ánetjist GK. GK blekkir GLF að það geti ekki staðið á eigin fótum og þarfnist þeirra. Ef GK getur fengið fórnarlömb sín til þess að trúa því að þau séu með þessar barnalegu þarfir þá er GK núna í foreldrahlutverki og er þetta  annað skref í áttina af gaslýstri martröð. 

Einangrun 

Sá allra skaðlegasti þáttur gaslýsingarinar er að einangra GLF frá ástvinum, vinum, atvinnu, áhugamálum etc. GK skapar aðstæður þar sem fjölskyldu/vina og atvinnusambönd enda. Og hvernig GK fer af í þessum málum bendir til sósíópata eiginleika, þeir þaulhugsa og skipuleggja áætlanir sínar út í æsar hvernig skal einangra fórnarlambið með því að enda sambönd þeirra við ástvini. GK kemst af því hvaða fólk, og hvað fólk þarf að gera til þess að samböndin endi, hlutverk GK er að ganga í skugga um að það gerist. Það má lýsa þessu eins og leikriti, ef allir leika sitt hlutverk eins og GK hefur skipulagt þá er GLF meira einangrað. 

Að Brenna brýr 

Ef GK nær að skapa sambandsslit eða ágreining þá er mikilvægt að brúin sem er þarna til þess að ná þeim saman aftur er sprengd í loftið. Þetta er vitað í hernaði að þegar þú hefur sprengt brú,  þá kemur þú í veg fyrir að óvinurinn nái að endurstokka sig. 

Ef brúin er sprengd þá hefur GK komið í veg fyrir að GLF geti endurstokkað sig með ástvinum og vinum. Hér hefur GK einangrað GLF í burtu frá ytri auðlindum sínum og gert það enn viðkvæmara og háðari sér. Núna getur GK sannfært GLF um að flytja í burtu, sannfært þau um að finna sér vinnu hinum megin á landinu eða flytja í annað land. Þetta gerir GLF miklu erfiðara fyrir að tengjast stuðningsnetinu sínu.

Síminn - Tölvan - Samskiptamiðlar 

Þær leiðir sem við notum í dag til þess að hafa fjarsamskipti, GK takmarkar þær og gerir GLF erfiðari fyrir að nota. GK á við fjarskiptatæki og miðla GLF og takmarkar möguleika aðra að geta náð sambandi við GLF. 

GK Sannfærir þau um að hætta að nota meðul - Að hætta að hitta þerapista - Að hætta að hitta lækna

Sjúklegir narsissistar/GK, gætu reynt koma í veg fyrir að fórnarlömb þeirra (GLF) haldi áfram að hitta lækna og þerapista sem geta gert gaslýsinguna óvirka. Ef GK er að gaslýsa þunglyndisröskun yfir á fórnarlamb sitt og GLF er að taka þunglyndislyf sem GK fær hana til þess að hætta að taka, þá verður þunglyndisröskunin algjörlega stjórnlaus. 

Þarna er verið að eyðileggja fyrir GLF þá geðheilbrigðisþjónustu sem þau þarfnast. Ef þau eru með þerapista þá ert þau ekki einangruð. Ef samband þeirra við heilbrigðisþjónustu er eyðilagt þá er verið að einangra þau enn frekar. GK sannfærir fórnarlamb sitt að læknirinn er ekki að hjálpa þeim eða það sé einhvað að honum og fær þau til þess að hætta að hitta hann. Því fleiri vandamál sem GLF eru með því háðari verða þau GK eða viðkvæmari fyrir gaslýsingu. 

GK virkja (triggera) skömm og niðurlægingu hjá GLF           

 GK virkja undirliggjandi skömm og niðurlægingu hjá fórnarlömbum. Þeir minna þau á einhvað, eða stríða þeim með einhvað sem virkjar eða triggerar tilfinningaleg viðbrögð sem lætur þau líða enn verr en fyrr. Stundum er GK svo góður í því sem hann gerir að það eina sem hann þarf að gera er að horfa á GLF á vissan máta eða segja eitthvað ákveðið orð eða setningu, og eins og að ýta á takka þá virkjast djúpstæð skömm og niðurlæging hjá GLF.

GK skapa gervi lausnir með því að tengja þau við lækni eða þerapista sem þau GK veit að verður enginn hjálp í eða að kynna þau fyrir vin sem GK veit að verður óhjálplegur. Ef slíkt ástand skapast og GLF veit að manneskjan verður óhjálpleg og vil ekki þiggja þjónustu eða vinskap þeirra, þá engangrast hún en frekar, verður hræddari og kvíðnari við umheiminn.

INCULCATION

THE GASLIGHTING WORD

Google translate þýðir orðið inculcation sem Ráðun. Fyrir betri skilning þá nota ég orðið gaslýsing, að gaslýsa. Eftirfarandi eru útskýring á orðinu gaslýsing og sögnin að gaslýsa.

Athöfnin að innræta, eða kenna eða hafa áhrif á stöðugt og ítrekað til að innræta hugmynd, kenningu, viðhorf osfrv. (https://www.dictionary.com/browse/inculcate)

að kenna og vekja hrifningu með tíðum endurtekningum eða áminningum (https://www.merriam-webster.com/dictionary/inculcate)

Að fá einhvern til að hafa sérstakar skoðanir eða gildi með því að endurtaka þau oft (https://dictionary.cambridge.org/dictionary/english/inculcate?q=Inculcate)

 


 

 

 

 

Vitsmunaleg röskun (Cognitive distortions)

Vitsmunaleg röskun er þegar þú hugsar um einhvað og þú notar brengluð rök eða trúarkerfi til þess að styrkja það sem þú trúir

Eftirfarandi eru dæmi um vitsmunalega röskun (cognitive distortions) sem GK hefur inngrætt í huga fórnarlamba sinna og þau samsamað (identify) sig við þær.

Ef ástkæri GK minn segir að ég eigi það, þá hlýtur það að vera satt.

Ef ástkæri GK minn segir að það sé satt, þá hlýtur það að vera satt.

Ef vinir mínir og fjölskylda eru sammála GK, þá hlýtur það að vera satt.

Ef ég lendi í vandanum, þá hlýtur það að vera satt.

Ef læknir/meðferðarfræðingur segir að ég sé með vandamálið, þá hlýtur      það að vera satt.

Ef fólki líkar ekki við það sem ég geri eða hver ég er, þá hlýt ég að vera slæmur.

Ef ég særi einhvern, þá hlýt ég að vera vondur/vond.

Ef fólk sem eitt sinn hafði gaman af félagsskap mínum hættir að vilja vera í kringum mig, þá hlýt ég að vera vond

Að vera ein kemur í veg fyrir að ég meiði fólk.

Vegna þess að hann/hún segist elska mig og muni ekki yfirgefa mig, þá elska ég hann.

Ef GK tekst að endurtaka þessar setningar við GLF, lesa yfir þeim, minna þau á þær og skammað og ýtt á þau ef þau eru ósammála þeim, þá mun GLF því miður á endanum neyðast til þess samþykkja þessi rök.

Gaslýsing er þess vegna Heilarþvottur!

Upprunarlega sjálfs sagan  - The original self narrative

Fullorðið fólk sem viðkvæmt (vulnerable) er fyrir gaslýsingu/narsissistum hefur orðið fyrir gaslýsingu í æsku og uppeldi. Rosenberg kemur hér inn á í vinnustofunni afhverju meðvirkir (codependents) eða SLD´s er viðkvæmir fyrir gaslýsingu. Samkvæmt tölum Rosenberg þá eru 99% þeirra sem verða fyrir gaslýsingu meðvirkir eða SLD´s.

Gasljósafyrirbærið eru ríkjandi hjá meðvirkum vegna þess að þau voru alin upp í umhverfi þar sem foreldri þeirra var/er sjúklegur narsissisti og umhverfið krafðist þess að þau samþykktu sögu (narrative) sjúklega narsissistans svo að þau gætu fundið fyrir því að einhver elskaði þau. 

Börn sem munu verða meðvirk eða með sjálfsástarröskun (SLDD) sem fullorðnir, hafa orðið fyrir gaslýsingu í æsku, vegna þess að foreldri þeirra sem var/er sjúklegur narsissisti getur bara elskað þau með skilyrðum. Þau voru þvinguð til þess að trúa því að foreldri þeirra sem var/er sjúklegur narsissisti (pathological narcissist) sé ástrík, umhyggjusöm og gefandi manneskja. Meðvirkir trúa því að þeir eigi aðeins skilið örlítið af ástúð og umhyggju og aðeins ást með skilyrðum.

Gaslýsing í barnæsku leiðir til þess að SLD´s verða fyrir gaslýsingu og ofbeldi á fullorðinsárum. Þetta ástand er skapað á þeim árum sem barnið er að mótast og er þetta útkoman af festingar sárum (attachment trauma). Ef barnið finnur aðeins fyrir kærleik og ást þegar það getur fórnað sjálfum sér eða verið “ósýnilegt”, “góða” barnið eða fyndna barnið, “verðlauna” (trophy) eða barnið sem er svo svakalega ábyrgt. Þegar slíkt hefur átt sér stað þá hafa þessi börn erft “upprunarlegu sjálfs söguna” 

Ég er bara einhvers virði þegar ég hugsa um annað fólk

 Ég er einhvers virði þegar ég er ekki ósammála

Þessi saga að lokum réttlætir ofurstöðuna (entitlement) sem sjúklegi narsisstistinn er með í lífi GLF og þessi ofurstaða flyst til maka/vin/vinnufélaga GLF á fullorðinsárum. 

Frásögn sjálfs og tengsla - Self and relation narrative

Söguþráður (narrative) er saga sem við segjum okkur um sjálfan okkur, sjálfsagan er saga sem við trúum.

Sagan sem við segjum okkur um hver við erum, við skilgreinum okkur með sögunni okkar um hver við erum. Ég heiti X, ég er félagsfræðingur, ég les bækur, ég er frænka. Ég er þetta, ég er hitt, ég er góð í þessu og ekki góð þessu, mér líkar við appelsínu o.sfrv., svona skilgreinum við okkur, skilgreinum okkar eigin sögu. 

Þau öfl sem við skilgreinum að hafa skapað okkur, skapar söguna sem við segjum okkur um sjálfan okkur. Þessi öfl útskýra velgengni okkar eða skort á henni. Ég nýt velgengis sem blaðamaður vegna þess að... Þetta er sjálfs sagan mín. Mér gengur ekki vel kenna að prjóna vegna þess að mér þykir leiðinlegt að prjóna. Sjálfs sagan okkar styrkir trú okkar á sjálfan okkur, sagan hjálpar okkur að spá fyrir og útskýra sálfræðilega og tilfinningalegu heilsu. Hún spáir fyrir og útskýrir sambönd sem við erum í. Sagan mín í dag er m.a. Ég var einu sinni með virkilega alvarlega sjálfsástarröskun (SLDD) og vegna þess hafa farir mínar í gegnum lífið hingað til verið áskorun. 

Hverju við trúum og hverju við trúum um sjálfan okkur, sagan okkar er söguþráðurinn sem við spinnum lífið okkar með. Sjálfs sagan setur upp markpósta þar sem við getum mælt sigur og tap í lífinu. 

Sjálfs saga er því hvernig við skilgreinum sjálfan okkur

Sjálfs-söguþráður frá öðrum - Others self narratives

Sjálfs-söguþráður frá öðrum er gaslýsing. Þetta fyrirbæri er söguþráður um okkur, sagt af öðrum sem við samþykkjum sem gilda og sanna. Inngrædd saga sem við samsömum okkur við. Ef ég hefði verið með Guð gefna hæfileika að prjóna, en einhver sagði mér að ég væri alltaf að gera mistök við að prjóna og ég myndi trúa því, þá er það sjálfs-söguþráður frá öðrum (others self narratives).Saga um okkur sjálf, inngrædd af öðrum.

Söguþráðurinn um hvernig við tengjumst öðrum - Self-relation narrative

Við erum með söguþráð eða sögu um hvernig við skilgreinum sjálfan okkur eins og var skrifað um hér fyrir ofan, og við erum með söguþráð um hvernig við tengjumst öðrum. Tengsla sagan okkar fjallar um hvernig við pössum inn í sambönd, hvert sambands virði okkar er, og hvað við verðskuldum og verðskuldum ekki í samböndum. 

Sambands söguþráðurinn minn er sá að ég get stundum verið pirrandi og tala stundum of mikið, þegar fólk kynnist mér raunverulega þá þykir þeim afar vænt um mig og sjá að ég er góð manneskja. Ég er trygg og það er hægt að treysta á mig. Stundum glími ég við veikleika í samböndum mínum en ég er að vinna í þeim. Ég er sko sannarlega ekki fullkomin og ég hef sært fólk og gert mistök

Hér er ég að lýsa sjálfum mér í sambandi við annað fólk, þetta er söguþráður um hvernig ég tengist öðru fólki. 

Söguþráður frá öðrum um hvernig ég tengist öðrum - Gaslýsing

Others relation narrative/relational gaslighting

Hér er inngræddur söguþráður um hvernig við tengjumst öðrum

þetta er RISA - STÓRT! 

Hérna er týpískt dæmi um söguþráð frá öðrum um hvernig ég tengist öðrum: 

Ég er reið manneskja sem bregst oft í reiði við annað fólk

Ég ætti að skammast mín fyrir hegðun mína, fólk veit alveg hvernig ég er

Ég er skelfilegur foreldri, það vita það allir

Ég nota þessar þrjár setningar sem dæmi vegna þess að þær eru ekkert endilega sannar. Þær voru inngræddar. 

Nú förum við aftur þar sem við byrjuðum, umhverfið var blekkt og ég hagaði mér á þann máta sem sannaði að GK hafði rétt fyrir sér. Og af lokum þá fór ég að samsama sjálfan mig við blekkinguna. Blekkingin var sú að ég væri oft stjórnlaus í reiði, að ég ætti að skammast mín fyrir sjálfan mig og að ég væri ömurleg móðir sem gæti ekki hugsað um sín eigin börn. Ég var ekkert af þessu áður en GK inngræddi þennan söguþráð inn í sjálfs sögu mína og umhverfið mitt

Ég gat ekki á sínum tíma séð að umhverfið mitt var blekkt til þess að láta þetta gerast. Og ég byrjaði að trúa þessum inngrædda söguþráð. Ég trúði því að ég væri aumingi, að ég væri skömmustuleg mannvera og að ég hafi gjörsamlega brugðist börnunum mínum. 

Þegar þú trúir þessu, þegar þú byrjar að samþykkja þennan ömurlega söguþráð um sjálfan þig, þá hefur gaskveikjarinn náð stjórn á þér. 

Við höfum verið blekkt til þess að hegða okkur á vissan máta og þetta er partur af tvíbindingu (double bind) við höfum verið blekkt að trúa fölskum söguþráðum um sjálfan okkur og þegar við trúum söguþráðnum frá öðrum, þá trúum við því að það sé einhvað virkilega mikið af okkur og við trúum því að hvernig við erum við aðra réttlætir hvernig aðrir koma fram við okkur

Hér eru nokkur dæmi um sjálfs söguþráð og söguþráð frá öðrum 

Sjálfs söguþráður:

Kvíðinn minn gerir mig af vitleysing

Söguþráður frá öðrum:

Eiginmaður minn segir að kvíðinn minn er óþolandi, hann getur ekki farið neitt með mig

Sjálfs söguþráður:

Ég er taugaveikluð og kvíðin í kringum vini mína, ég er viss um að ég verð þeim til skammar

Söguþráður frá öðrum:

Eiginmaður minn segir að engum líkar við óörugga og kvíðna einstaklinga, hann segir að vinir mínir skammst sín alltaf fyrir mig. 

Ef ég trúi því að kvíðinn sem ég er með geri mig af manneskju sem engum líkar við og ég er þegar óörugg fyrir þvi að engum líka við mig, þá er þetta söguþráður sem ég trúi: 

Eiginmaður/eiginkona minn/mín segir mér að kviðinn minn sé pirrandi og hann/hún segir mér stanslaust að kvíðinn minn sé virkilega það sem er af mér að kvíðinn sé undirliggjandi galli við mig. Þessi sögurþráður byggir þá trú að ég sé skemmd og gölluð manneskja.

Sjálfs-söguþráðurinn verður því að ég er taugaveikluð og óstyrk í kringum vini mína og ég verð þeim til skammar. En það sem hefur verið inngrætt er að engum líkar við taugaveiklunina og kvíðann í mér og allir skammast sín fyrir mig. Núna hef ég verið gaslýst að trúa því að ástandið er miklu verra en það er.

Sjálfsástarröskunar sjálfs-sögurþráður

Self Love Deficit Disorder Narrative

Það er innri frásögn, sagan sem við segjum okkur sjálf. Næstum hver einasta manneskja sem er með sjálfsástarröskun trúir þessum trúm um sjálfan sig. Þau trúa að:

 • Að í grunninn séu þau einmanna
 • Þau trúa því að heilbrigt fólki muni hafna þeim
 • Þau trúa því að þau viti ekki hvernig þau eiga haga sér eða hvað þau eiga að segja í kringum heilbrigt fólk
 • Furðulega þá eru narsissistar kunnugir, kynþokkafullir og lokkandi
 • Furðulega þá finnst einstaklinginum með sjálfsástarröskun (SLDD) þeir vera öruggir í kringum narsissista
 • Þeir vita að sjúklegur einmannleiki hverfur þegar þeir eru með eða í kringum narsissista
 • Þeir trúa því að þeir eru aðeins verðugir ástar að þannig gerð sem narsisstar geta “gefið”

Söguþráðurinn er sagan sem við segjum okkur sjálfum. Sagan sem við trúum að sé raunveruleikinn okkar. En ef við lítum á sjálfsástarröskunar söguþráðinn, þá sjáum við að þessi söguþráður er inngræddur söguþráður frá öðrum. Þetta eru falskar og ósannar sögur sem hafa verið inngræddar af sjúklegum nasistum.

Með tímanum þá byrjuðum við að trúa þessum sögum um okkur og við byrjuðum að haga okkur samkvæmt þessum trúum.

Þessar sögur fæddust í festingar-sárum (attachment trauma) sem við upplifðum í umsjá foreldra okkar.

GK breytir sögunni í höfðinni á okkur, hann breytir því hverju við trúum um sjálfan okkur, hverju við trúum um okkur í sambandi  við aðra. Þessar fölsku sögur veikja okkur og styrkja þá, þegar það hefur gerst þá erum við algjörlega föst í stormi gaslýsingar.

Falskar inngræddar sögur veikja okkur en styrkja GK.

 Innrættar- Bætt við og Innfærðar sögur 

Innrættir söguþræðir

GK skapa falska söguþræði og grafa þá djúpt og örugglega í meðvitund fórnarlamba sinna. Þar lifna þessir söguþræðir við og GLF lifir og trúir því að inngræddu söguþræðirnir séu þeirra söguþræðir. Þau trúa því sem GK vill að þau trúi um sjálfan sig, sem er alltaf neikvætt!

Bæta við söguþræði 

Með illum ásetning skipuleggur GK nýja söguþræði til þess að taka við raunverulega söguþræðinum (raunverulegu sögunni okkar) með valdi og þvingun tekst þeim að fá GLF til þess að samsama sig við nýja söguþræðin sem er uppspuni og lygar. 

Innfæra söguþræði

Sjúklegir narsissistar eða gaskveikjarar innfæra heila söguþræði

 • Þeir þröngva trúar og pólitískum skoðunum upp á fólk
 • Grunnhugmyndir eða reglur sem útskýra eða stjórna hvernig eitthvað gerist eða virkar
 • Safn af viðhorfum eða meginreglum, sérstaklega þeim sem stjórnmálakerfi, flokkar eða samtök byggjast á.

GASLÝSING ER HEILAÞVOTTUR

 • Kerfisbundin innræting sem byggir á endurtekningu, ruglingi og pyntingum sem framkallar streitu
 • Gaslýsing þvingar fólk til þess að tileinka sér gjörólíkar skoðanir með því að beita kerfisbundnum þrýstingi
 • Gaslýsing er þvinguð innræting sem hvetur til þess að afneita pólitískum, félagslegum eða trúarlegum viðhorfum og að samþykkja nýja trú sem einu sinni var framandi, ókunnug eða við andstæðu sem einstaklingur áður trúði.
 • Fortölur með áróðri eða sölumennsku

Gaslýsing er HEILAÞVOTTUR -Aðferðaleg/kerfisbundin innræting á:

 • Falskri skömm
 • Þeirri trú að þú þarfnist verndar
 • Einmannaleika
 • Hjálparleysi
 • Tap eða engin sjálfsstjórn
 • Vanmáttar leysi
 • Þörf eða þrá til þess að einangra sig
 • Að horfa framhjá rauðum flöggum
 • Aðstæður eru skapaðar þar sem GLF trúir því að hann/hún geti ekki haldið áfram eðlilega án sjúklega narsissistans/gaskveikjarans
 • GLF er gaslýst til þess að setja GK á háan stall

GK innfæra söguþræði þar sem þú fyllist af skömm og fá þig til þess að trúa því að þú þarfnist verndar og að þú þurfir að einangra þig og að þú sért hjálparlaus. Þeir þurfa að þú horfir framhjá rauðum flöggum og sért háð/háður þeim og á þeirra valdi.

Sé gaslýsingar-áætlun GK ógnað, mun hann kerfisbundið með ásetning fá þig til þess að trúa einhverju sem er í andstæðu og viðheldur söguþræðinum þeirra og blekkingum. Áætlun GK gengur aðeins upp ef hann fær einstaklinginn til þess að breyta því hvernig hann skynjar og upplifir reynsluna af GK, sem góða manneskju.

 

 AÐ AUKA SÖGUÞRÁÐINN - EXPONENTIATING THE NARRATIVE

Söguþráðurinn er lykilatriði til þess að áætlun GK gangi upp. Ef hann getur breytt sögunni, þá hefur hann stjórn á fórnarlambi. Ef hann getur breytt sjálfs-söguþræðinum þá stjórnar fórnarlambinu, ef hann getur breytt söguþræðinum um hvernig fórnarlambið tengist öðrum þá er GLF undir hans stjórn.  

Ef GK getur tekið söguþráð og gert hann kraftmeiri, þá verður saga fórnarlambanna meiri og meiri af sögu gaskveikjarans. GK veikja fórnarlömb sín þannig að inngræddi söguþráðurinn verður stærri og verri. 

Þreytt og hrætt fólk þjáist enn meira. Því meira sem þau þjást því meira þurfa þau á hjálp að halda, því háðari verða þau gaskveikjaranum. 

GK minnir þau á eða bendir linnulaust á falska söguþráðinn. Hann býr til aðstæður þar sem stjórnleysi GLF er magnað. Hér er verið að magna upp “vandamál” til að það sé miklu verra en það var í byrjun. 

Núna hefur GK skapað falskan söguþráð og inngrætt hann, GLF hefur verið þvingað til þess að samþykkja falskan söguþráð, og er farin að trúa honum og hegða sér samkvæmt gaslýstu sögu narsissitans. Hér er GK ekki búin að ljúka sér af, núna eykur hann söguþráðinn (exponentiates the narrative) Hann gerir það stærra og falski söguþráðurinn þarf að vaxa.

 

Dæmi um hvernig GK auka á falska söguþræði:  

GK skapa aðstæður þar sem GLF missir oft stjórn á sjálfum sér. 

Þeir skapa aðstæður sem bera af sér tíðar neikvæðar afleiðingar. 

Þegar GK hefur inngrætt falska söguþráðinn og GLF er í verulegu uppnámi, þá segir GK, á elskulegan máta (sem er kjaftæði) “ég veit að þér líður eins og þú sért vonlaus”. Hér er GK í raun og veru að leggja áherslu á og að láta þig vita að þú ert ekki að ímynda þér það að þú sért vonlaus. 

GLF er innrætt með söguþræðinum um að GK sé verndari og bjargvættur

Það gerir inngræddu söguþræðina verri! Ef þú hugsar um þetta, þegar þú varst barn og meiddir þig og þú fékkst bágt, og þú fórst til mömmu eða pabba til að kyssa á bágtið, þá fórum við flest að gráta meira. Hugmyndin er að einhver er þarna til þess að vernda mig og láta bágtið fara, við grétum meira þá. Það sama gerist með GK, strax og fórnarlambið heldur að það sé verið að hugsa um það, þá gerir það söguþráðinn enn trúarlegri. 

Söguþræðir eru sögurnar sem skilgreina okkur 

Ein leið til þess að skilja söguþráð er að sjá hann eins og spegill, ég eða annað fólk höldum á spegli og speglum okkur eins og ég eða þau sjá okkur. 

Spegilmyndin er sú sem við samsömum okkur við sem sjálfan okkur. Spegilinn er myndin af sjálfs-sögunni okkar, söguþráðurinn er upplýsingarnar um sjálfs-söguna okkar. Spegillinn er sjálfs- sagan sem við trúum. Þessi spegill er myndlíking yfir hverju við trúum um virði okkar og virði okkar í samböndum, sambands sjálfs-sagan. 

Sögurnar sem við trúum eru okkar, raunveruleiki okkar, við erum öll með spegil sem við getum horft í og þar sjáum við sjálfs-söguna okkar og sambands söguna, við sjáum söguþráðinn, þarna skilgreinum við hver við erum. 

En....

ÞAÐ ER BRAGÐ SEM gaskveikjarinn GERIR VIÐ GLF 

Þegar við erum ekki að horfa þá setur GK aðra mynd á spegilinn. GK setur dapra og sorgmædda mynd á spegilinn. GLF lítur í “spegilinn” og sér dapra og sorgmædda manneskju, hún sér sjálfan sig eins og GK, sem er sjúklegur narsisisti vill. 

Í æsku þá tekur foreldri sem er sjúklegur narsisisti (pathological narcissist) mynd af okkur, þessi mynd er brengluð og sjúk. Þeir vita hvað þeir vilja að við sjáum svo að við verðum algjörlega á þeirra valdi. Við þurfum að sjá einhvern sem er ljót/ljótur, sem er vitlaus og heimsk. við þurfum að sjá manneskju sem er háð þeim og verðlaus. Þeir gera þetta til þess að ná stjórn á okkur svo að þau geti notað okkur fyrir eigin sjúklegar þarfir.

Þegar við erum ekki að fylgjast með þá breyta þeir myndinni í speglinum

Við trúum því að þetta séu við. Við gerum okkur ekki grein fyrir því að þetta er fölsk mynd af okkur, sköpuð til þess að eyðileggja okkur. Margir þeir sem hafa verið gaslýstir munu aldrei gera sér grein fyrir því hvernig þau líta raunverulega út, þau munu aldrei sjá sannleikann um sjálfan sig. 

Inngræddir sjálfs-sögu þræðir og sambands sögu-þræðir eru algjörlega nauðsynilegir til þess að GK nái algjörri stjórn og valdi á GLF og líka til þess að GLF sé samræmt ásetning eða sögu GK.

 

 

 

 

STOKKHÓLMS HEILKENNIÐ - STOCKHOLM SYNDROME

Stokkhólms heilkennið er aukaafurð af gaslýsingu

Sumir skilja stokkhólms heilkennið sem að: tengjast fangara tryggðaböndum/ Capture bonding/Projective identification. 

Þegar fórnarlamb samsamar sig við það sem hún vil sjá í tiltekinni manneskju. Hún tengist fangara sínum tryggðarböndum og trúir því að fangari sinn sé ástríkur og fullur samúðar.

Stokkhólm heilkennið er að hafa samúð fyrir einstaklingnum sem er að beita þá ofbeldi. Þau verja og samsama sig þörf þeirra að beita sig ofbeldi. Þau líta á það sem góðvild þegar fangarinn dregur úr eða hættir að beita þau ofbeldi. Og þau halda hollustu og bandalag við hann. 

Ein ömurlegasta tegund gaslýsingar er þegar einhver er augljóslega fórnarlamb glæpsamlegra atvika, kynferðisofbeldis etc, en er inngrædd af rökfræði sem stangast á við raunveruleikann og á endanum samsamar sig við þann söguþráð og sér hann sem sinn eigin raunveruleika. 

Sjúklegir narsissistar þvinga  fórnarlömb til að skilja og upplifa annan raunveruleika með því að skipta út myndinni á spegilinum.

Fleiri leiðir sem gaskveikjarar nota á fórnarlömb sín

Þeir skipuleggja falskar aðferðir sem virka ekki. Þessi leið er mjög algeng. GK gæti leitað uppi manneskju sem hann veit að er óhæf. Ef GK vil gaslýsa þig þá finnur hann þerapista sem triggerar þig, þerapista sem hefur fengið engar eða rangar upplýsingar um þig. Þerapistinn gæti verið kyrktur (Triangulated) til þess að vantrúa fórnarlambinu og trúa GK. 

Það hefur oft gerst að GK fær eiginkonu eða eiginmann sinn til þess að koma í meðferð hjá sínum þerapista sem GK hefur algjörlega gaslýst og GK hefur komið því í kring að þerapistinn eyðileggur meðferð GLF, eða að GK finnur annan þerapista sem hann getur komið fölskum upplýsingum til. Sumir þerapistar eru ekki nógu þjálfaðir til þess að átta sig á því að það er ekki viðeigandi eða öruggt að hitta maka skjólstæðinga sinna. 

GK gæti pantað tíma hjá hjá þerapista sem GLF hefur ekki efni á eða staðsetning þerapistann er of langt í burt og það skapar stress fyrir fórnarlambið eða að hann er liðsveinn GK, hann þekkir GK, þeir eru vinir. 

GK þykist vera fullur af samúð og áhyggjum og lætur eins og sér sé brugðið þegar tilraunir fórnarlamba til þess að leita þér af aðstoð og hjálp mistakast. Þetta er sósíópatísk hegðun, þessi áætlun er þaulhugsuð og skipulögð svo að fórnarlambi mistakist!  

USS USS ELSKU KARLÓTTA HEILKENNIÐ - “HUSH HUSH SWEET CHARLOTTE” SYNDROME

Uss uss elsku Karlótta heilkennið er þegar GK gerir GLF geðveika eða andlega skerta með því að nýta sér áfallastreituröskun GLF. Í öðrum orðum þá veit GK að fórnarlambið er með áfallastreituröskun. 

Þeir valda GLF meiri áföllum og bæta fleiri lögum af áföllum við áfallastreituröskunina. Þeir notfæra viðkvæmu og brothættu þætti GLF með því að nýta einangrunna sem þau eru þegar í eða tilfinningar þeirra um einangrun með því að skapa hættulegt og óútreiknanlegt umhverfi. 

Þeir nota uppáskrifuð lyf til þess að byggja upp sögu um hve andlega veik eða geðveik þau eru. Þetta gerir GK fyrir persónulegan ávinning. 

Hush hush, sweet Charlotte er uppblásin Hollywood kvikmynd en hún sýnir marga þætti gaslýsingar sem hefur þegar verið skrifað um að ofan. 

 

TRIANGULATION  

Sálfræði-aðferð sem notuð er til þess að blekkja (manipulate) einhvern í sambandi þar sem þar eru þrír eða fleiri er kölluð “Triangulation”, ég hef ekki enn fundið gott orð sem útskýrir grimmdina og dýptina í þessari aðferð og því held ég mig við enska orðið triangluation. 

Gaskveikjarinn getur komið með þriðja aðila til þess að hjálpa þeim við ferlið, stundum áttar þriðji aðilinn sig ekki á blekkingunni. Þannig skapst triangulation í mörgum venjulegum samböndum og fjölskyldumálum þar sem ein manneskja getur sannfært aðra að þau hafi rétt fyrir sér og togað þriðja aðilann inn í sambandsvandamál sem þau eru að upplifa. Með því að fá þriðja aðilann til þess fara í lið með þeim þá geta þau fengið manneskjuna sem þau eru í sambandi við til að trúa því að þau hafi rangt fyrir sér. 

Þriðji aðilinn gæti verið fús og virkur í ferlinu eða þau gætu ekki áttað sig á raunverulega ferlinu. 

Hér er dæmi um venjulegt samband: 

Móðir er að upplifa vandamál með pabba, eiginmanni sínum. Móðirinn fær elsta son sinn til þess að sanna að pabbi er ekki að vera góður við mömmu. Þegar hún hefur fengið soninn á sitt band þá spilar hún syninum gegn pabba sínum. Þetta er Triangulation. 

Ytri Triangulation - External Triangulation 

Ytri triangulation er þegar þriðji aðili er togaður inn í meint vandamál eða inngrædda söguþráðinn til þess að brjóta niður GLF, efla máttleysi þeirra og einangrun.

Gaslýsing og Triangulation er mikið lúmskari og sjúklegri en venjulega er gert grein fyrir

GK skapar áætlun til þess að snúa fólki gegn GLF. Hann inngræðir ytri söguþráð á meðan hann inngræðir innri sögurþráð. GK/narsissistinn útbýr falska sögu sem hann fær þriðja aðila eða fleiri til þess að trúa á meðan hann skapar nýja innri sögu sem GLF oft trúir. Þessar sögur samsama sig og enginn nema GK veit að það er allt saman haugalygi. 

Hér er verið að ræða um þegar þriðji aðili eða fleiri eru gaslýst með fölskum söguþræði, þeir svo fegnir á band GK, sem hann notar sem handbendi til þess að vinna “skítavinnu” fyrir sig, þ.e. GK notar þau til þess að gaslýsa og beita fórnarlömb GK misrétti og ofbeldi. 

INNRI TRIANGULATION - Gaslýstu raddirnar

Neikvæður raddirnar sem segja “þú ert veiklunduð/veiklundaður” “Þú ert vitlaus og heimsk/ur” “Þú ert aumingi” “Hver heldur þú að þú sért eiginlega að” “Það er einhvað af þér” “Skammastu þín” 

Þetta eru inngræddir sjálfs og sambands söguþræðir sem verða af svo af sjálfs-tali.

GLF trúir því af lokum að Inngræddu söguþræðirnir séu þeirra eigin hugsanir og fara að trúa þeim.

Ef GK segir við GLF að það sé heimskt, að það sé óöruggt (insecure), að það sé kvíðið og að enginn mun elska þau, og ef áætlun GK gengur upp. Þá mun inngræddi söguþráðurinn færast yfir í söguþráð frá öðrum. Svona sér fólk mig! Meiri skömm færist yfir GLF og lausnin að einangra sig færist yfir. 

Innrættur sjálfs-söguþráður

Ég er heimsk 

Innrættur söguþráður frá öðrum

Engum líkar við mig 

Þessir flösku söguþræðir er það sem Ross Rosenberg kallar “raddirnar í höfðinu” 

Þetta er sjálfs talið. Ingrædda vandamálið sem við höfum samsamað okkur við, hefur núna orðið af því sem við segjum okkur sjálfum, um sjálfan okkur.

Inngræddu sögu-þræðirnir senda okkur skilaboð, gagnrýni og harða dóma sem við trúum að séu sannir og við segjum við okkur sjálf. 

GK virkjar “raddir” til þess að herja stríð gegn GLF. GK, gaslýsir (inngræðir) með söguþræði frá öðrum og sambands söguþráð. GLF samsama sig þessum söguþráðum. Eins og myndin sem hefur verið límd yfir spegilinn að þetta séu þau, að lokum verður þetta af sjálfstali þeirra. 

Raddirnar sem segja: Þú ert heimsk, vitlaus, ljót, þú munt aldrei eignast neina vini og þegar GK veit að þetta er orðið af sjálfstali þínu þá tengist hann því og eykur neikvæða sjálfstal GLF. Þar af leiðandi verður neikvæða sjálfstalið miklu verra. 

Hér er GK að triangluate fólk sem er á hans hlið til þess að aðstoða sig við að brjóta niður gaslýsta fórnarlambið. “Raddirnar” og GK eru að vinna saman. 

Þetta ástand kallar Ross Rosenberg “Internal Triangulation”.

 Hringlaður Heilaþvottur

Gaskveikjarinn nær algjöri stjórn á fórnarlambi þegar hann inngræðir þá trú/frásögn að hann sé fær um og viljugur láta þá líða eins og að þeir séu metnir, virtir og elskaðir. Gaskveikjarinn græðir þá trú að hann sé góði gæinn, að hann muni hugsa um þau og elska. Þetta er fölsk frásögn vegna þess að GK líður ekki þannig, né trúir því.

En hann slær gull ef þegar sama ígrædda frásögnin útskýrir í vörn hvers vegna GLF veldur svo oft og fyrirsjáanlegum vonbrigðum. Þeir sem eru með self love deficit disorder (meðvirkni) verða þessari hringlaga heilaþvottaaðferð að bráð.

GK getur fær fórnarlömb til þess að trúa því að þeir séu ástríkir og fórnfýsir, og á sama tíma útskýrir sami söguþráðurinn af hverju GLF veldur þeim stanslaust vonbrigðum. Söguþráðurinn heldur GLF í gildru tvíbindingu. 

Gaslýsta fórnarlambið segir: eiginmaður minn er svo góður, hann mun ávalt hugsa vel um mig, en ég veld honum ávalt vonbrigðum og ég er uppfull af samviskubiti og skömm. Þetta er hringlaður heilaþvottur. 

Hann er fullkomin, ég er slæm og það er hringurinn sem fangar GLF í gildru 

Ef GK getur skaðað trú GLF á faglega hæfileika

Stundum er það áætlun GK að einangra GLF algjörlega frá útheiminum, að gera fórnarlambið algjörlega upp á sig komin. Þá gæti GK skaðað trú GLF á faglega hæfileika og þannig náð höggstað á sjálfsáliti og sjálfsvirði GLF. TIlfinningar um eigin sjálfræði fellur og trú á sjálfan sig hverfur. 

GK gæti hvatt GLF til þess að taka við starfi sem hún er óhæf að sinna eða ef GLF er með atvinnu, þá græðir GK efa og óöryggi, hann ýkir neikvæð áhrif mistaka (aftur eitthvað sem var lítið eða ekkert er blásið upp og aukið) 

Niðurstöðurnar eru neikvæðar og GLF brotnar undan gaslýsingunni. 

Ígrædd sektarkennd, “Þú ættir að hafa eða ættir ekki að hafa” 

Það er mjög mikilvægt fyrir GK að skapa skömm, sektarkennd og niðurlægingu. Ef þeir vilja að manneskja hætti eða mistakist í starfi. Hér er þar sem þeir hamra fórnarlömb með að vera ekki nógu góð, að þau séu sér til skammar og eða séu að særa aðra í vinnunni. 

GK minnka eða gera óvirkt; sjálfstraust, sjálfræði, stuðningsnet í vinnunni og þá trú að þau hafi hæfileika til þess að sinna vinnu sinni. Oft hafa fórnarlömb tapað trú á faglega hæfileika sína  og gengið í burtu frá atvinnuferli sem þau hefðu aldrei gert ef ekki hefði verið fyrir gaslýsingar. Ef þú gengur í burtu frá vinnu þá hefur þú enga peninga og þá ertu háðari GK. 

 

 Gaskveikjarinn ræðst á fórnarlambið/Fókus-tilfæring 

Ef GLF dirfist til þess að standa með sjálfum sér og ásakar GK, þá breyta þeir fókusinum. Ef GLF ver sjálfan sig fyrir GK eða reynir að fá GK til að sjá að hann hefur rangt fyrir sér, þá koma þeir af fullum krafti í “gagnárás” þeir breyta um fókus, brjálast af reiði og ráðast á GLF með reiði og háð. “Gagnárásin” hræðir GLF í flestu tilvikum og við það hörfa þau aftur, þau hætta að ásaka GK. GK stingur upp á því í að þau hafi haft rangt fyrir sér, og að hafa komið honum í uppnám hafi ekki verið vilji þeirra. 

Fókus-tilfæringin gerir GK kleift að smyrja (smear-campaign) orðspor GLF. Stundum segja GK að fórnarlambið sem er að verja sig, sé fullt af gremju og hatri gegn sér eða ásaka þau um geðheilbrigðisvandamál.  

Settu hér inn myndband af Bill Cosby ráðast á fórnarlamb

Bill Cosby notaði þessa aðferð til þess að verja sig öll þessi ár. Ef einhver sagði að hann hefði nauðgað sér, þá brjálaðist hann og fór í gagnárás. Þau fórnalömb voru svo hrædd, þau voru annaðhvort blekkt til þess að trúa því að þau hefðu mögulega verið fórnarlömb nauðgunar (gaslýsing) eða að þau gerðu sér grein fyrir því að gagnárás Bill Cosby var einum of mikið til að lifa af. 


 

 

 

Ósýnilega Rafmagns Girðingin/ Rafmagns Ólin 

THE INVISIBLE FENCE / THE SHOCK COLLAR

Rafmagnsól er sett á hund og það eru ákveðnir punktar í kringum húsið og ef þeir fara framhjá punktunum þá fá þeir raflost. Hundurinn lærir það að ef hann fer fram hjá þessum mörkum þá munu þeir gjalda fyrir það.

Þessi myndlíking virkar vel fyrir gaslýsingu. Gaslýsing er ósýnileg rafmagnsól sem gefur frá sér andstyggilegt áreiti. Gaskveikjarinn er sá eini sem getur fjarlægt “rafmagnsólina” Rafmagnsólin er ósýnileg! Girðingin er ósýnileg! 

Gaskveikjarinn gengur úr skugga um það að fórnarlambið veit ekki að þeir eru sá sem settu rafmagnsólina á þá og þeir ganga í skugga um að fórnarlambið veit ekki að þeir bera ábyrgð á ósynilegu girðingunni. Ef fórnarlambið fer lengra en mörkin leyfa þá mun GK fyrirsjáanlega gefa henni “lost” eða færa fram einhverjar afleiðingar fyrir að hafa farið yfir girðingar mörkin. 

Því samkvæmari sem afleiðingarnar eru fyrir að fara fram úr girðingunni, því meira gerir GLF sér grein fyrir því að þegar þau eru í þessum aðstæðum og fara framhjá mörkunum þá gera þau sér grein fyrir því að þau eru að gera einhvað “rangt” og þau halda sér í fjarlægð frá þeim. 

GLF sem hefur fengið mörg “lost” eða neikvæðar afleiðingar mun ávalt halda sig innan marka girðingarinnar. Föngun innan rafmagns girðingarinnar skapar hjálparleysi og vanmátt GLF eins lengi og GLF veit ekki að GK ræður fyrir girðingunni, þá heldur fórnarlambið að neikvæðu afleiðingarnar eða lostið sé að koma að utan frá. 

Ósýnilega girðingin dregur úr vörn GLF að brjóta reglur GK. Hér eru nokkur dæmi þar sem GLF gæti verið að brjóta reglur GK. 

Að fara að hitta vini 

Að hafa samband við trúnaðarmann/trúnaðarkonu

GLF skoðar innihald síma GK og sér einkennileg skilaboð. Fórnarlambið fær skelfilegt áfall og í hvert skipti sem hún nefnir það þegar GK er að skoða símann sinn þá bregst hann við í ofsa-reiði. 

Ef fórnarlambið kemst af því að það eru neikvæðar afleiðingar af því, þá mun GLF byrja að gera sér grein fyrir því að það er ekki þess virði. 

Áfallið af “rafmagns stuðinu” mun fá GLF sem er þegar óöruggt og niðurbrotið og uppfullt af blekkingum og fölskum söguþráðum til þess að læra hjálparleysi og vanmátt. 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

RAFMAGNSÓLIN 

Narsissistinn hefur sett upp mörk sem fórnarlambið má ekki fara yfir, annars verða neikvæðar afleiðingar fyrir GLF. 

Mörkin gætu verið þegar GLF líður vel með sjálfan sig eða þegar þau eignast nýja vini, það er mörk sem eru hættuleg fyrir GK vegna þess að einangrun fórnarlambsins er nauðsynlegt fyrir gaslýsingu að virka. GK þarf stanslaust að skapa “stuð” til þess að snúa við áreiti sem gæti komið í veg fyrir áætlun GK. “Stuðinn” koma í veg fyrir að GLF geti horft fram á við í heilbrigða átt.

Þeir vilja að fórnarlambið sé hrætt við umheiminn og það sem er meint með hér er að koma í veg fyrir  GLF upplifi jákvæðar afleiðingar. 

Ef þú hugsar um barn sem lærði að ef það snertir heita eldavél þá brennir það höndina sína. Barnið gerir það einu sinni eða tvisvar og það hefur lært að snerta aldrei eldavélina aftur. Þetta er sama hugtak þetta er að skapa skilyrði (conditioning). 

GK/Narsissistar skapa hugar-aðstæður þar sem GLF missir alla von

CONDITIONED TO HAVE NO HOPE

Þegar gaskveikjari hefur skapað það neikvæðar aðstæður innra með fórnarlömbum, að þau missa alla von, þá hefur áætlun gaskveikjarans/narsissistans virkað að fullu, það er toppurinn á kissuberinu. 

Ef fórnarlambið hefur enga von þá hafa þau verið mölbrotin. 

Gaslýsta fórnarlambið er þjálfað yfir tíma að missa alla von

Gaskveikjarinn skapar og blekkir umhverfið til þess að færa fórnarlambinu ósigrandi högg (crushing blows of defeat). GLF er stöðugt að gera fyrirsjáanleg mistök og að upplifa neikvæðar afleiðingar. Gaskveikjarinn vill vera sá sem er fórnfús (altruistic) góða manneskjan, hann hvetur GLF að reyna einu sinni aftur, á meðan sér GK til þess að fórnarlambinu mistakist. Fórnarlömb upplifa niðurlægjandi mistök og eru smánuð (sjeimuð) opinberlega og á internetinu, orðsporið þeirra er eyðilagt og oft missa þau störf. 

Fórnarlamb ver afneitun og sjálfsblekkingu GK

GLF er blekkt til þess að verja allar árasir annarra á GK. GLF verður reitt ef einhver heldur því fram að GK sé að gera einhvað rangt. Þetta er Stokkhólm heilkennið. En það er þegar GLF samsamar sig að narsissistinn er sá sem er góður og fórnfús. GLF verja með reiði sjónarhorn og mörk GK, sem í kjarnann er að vernda afneitun GK. 

Gaslýst fórnarlömb hafa ekki áhuga á sannleikanum. Ef þau hafa verið full-gaslýst þá eru þau að upplifa stokkhólm heilkennið. Það er einhvað aftan í höfðinu á þeim sem er ómeðvitað sem veit að sannleikurinn mun þýða einhvað slæmt. 

Afneitun er ómeðvitað ferli, ef þau trúa að systir þeirra þeirra sé að segja satt, en á sama tíma er maki þeirra að gaslýsa þau og hann er að reyna að gera þig geðveika svo að hann geti fengið peninga þína, eða húsið þitt, eða yfirráð yfir börnunum. Ef fórnarlambið hefur verið nógu gaslýst þá sér hún systir sína sem hræðilega, afbrýðissama, hvaðeina sem var innrætt inn í huga GLF sem passar við fölsku sögu GK.

Gaslýsta fórnarlambið mun sjá systur sína sem hræðilega manneskju sem er að reyna að ná höggstað á GK sem hún er að vernda. Það er einhvað innra með meðvirku manneskjunni þar sem hún vill ekki vera ein og einmanna og að vera með GK er flótti frá einmannaleika. 

Það er því ómeðvitað ferli sem gerir meðvirka/self love deficiants áhugalausa um sannleikann. Þau skilja það ómeðvitað að ef þau mundu trúa systur sinni að þá myndi GK hamra þau. Þau vita það ómeðvitað að slóð narsísískra meiðsla (narcissistic injuries) og hefndaraðgerða yrði stjórnlaus.

GLF er skelfingu lostið af ótta við hefnd narsissitans og heldur sig því í eigin afneitun og verndar afneitun GK. 

Falskur greindarvísitölu samanburður 

Ef GK getur látið þér líða eins og þú sért heimsk/heimskur, ófullnægjandi og ómenntuð/ómenntaður, hvað sem söguþráðurinn er þá mun það hafa áhrif á sjálfsálitið þitt. Þetta er kraftmikil aðferð til þess að gaslýsa. 

GK auka eigin greindarvísitölu á meðan þeir draga úr greindarvísitölu fórnarlamba sinna. Það er eins og GLF missi vitneskju um eigin greind, GK kerfisbundið sviptir GLF “greind” þangað til að þau fara að trúa því að þau séu fyrir neðan meðallag eða meðal greind. Oft eru þau ótrúlega greind og sum þeirra mikið menntuð, en þau hafa verið gaslýst til þess að trúa því að þau hafi lága greindarvísitölu. 

GK skapa brenglaðar, sviksamlegar eða villandi fullyrðingar um eigin yfirburða greind og að GLF sé með lægri/óæðri greind. 

GK gæti verið farsæll í starfi og mun tengja afrek í starfi á villandi máta sem sönnun um hærri greindarvísitölu, á sama tíma tengir hann á sviksamlegan máta mistök GLF í starfi, mistök sem GK skapaði sem sönnun um lægri greindarvísitölu.

Þegar GLF samsamar sig söguþræðinum að þau séu illa gefin, að þeim skortir grunngreind og að þau geti ekki stólað á eigin vitsmunalega hæfileika til þess að leiða þau út erfiðum aðstæðum. Svo sjá þau maka/vin/foreldra sem einstakling með yfirburða greind, það fangar þau frekar í aðstæður sem þau komast ekki úr eða eiga mjög erfitt með. 

 Heilaga kirkja gaskveikarans  

Þessi partur fjallar ekki um trú, trúarhefðir eða reglur. Ég hef enga skoðanir á slíkum málefnum og er þetta ætlað til þess að upplýsa um andlegt og tilfinningalegt ofbeldi. 

Hin heilaga kirkja gaskveikjarans. Þetta eru gaskveikjarar/sjúklegir narsissistar sem nota trúarhefðir og trúr sem partur af inngræddum fölskum söguþræði. Þeir eru mjög blekkjandi (manipulative) og varpa fram föskum “staðreyndum” um trúanlegan og andlegan bakgrunn, og skilning þeirra á trú.

Sumir segjast vera gegnsýrðir af hinum Heilaga anda, að Guð hafi valið þá til þess að vera talsmaður hans. Sumir þeirra trúa því að þeir séu í beinu sambandi við Guð, að Guð tali við þá í draumum þeirra, eða að þeir heyri í Guði eða fái skilaboð frá Guði. 

Vegna þess að þeir trúa því að þeir séu gegnsýrðir af hinum Heilaga anda þá séu þeir alvitir vegna þess að Guð rennur í gegnum þá. 

Þær gætu trúað því að þeim hafi verið bjargað og fyrirgefið fyrir fyrrum sakir. Sem er mjög heppilegt vegna þess að það er “laus úr fangelsi” spilið, núna þurfa þeir ekki að svara fyrir ranglyndi vegna þess að þeir eru í beinni tengingu við Guð.

Gamlar syndir fortíðarinnar hafa verið skolað í burtu og þeim fyrirgefið. Þetta er allt mjög heppilegt fyrir gaskveikjarann sem vill nú fjarlægð frá dimmri fortíð.

 

Það er mjög mikilvægt fyrir þessa týpu af narsissista/GK að þeir verði af nýrri persónu (sem er leynileg ímynd sem þeir varpa). Þessi nýja ímynd er 100% fornfús og óeigingjörn. Þessi nýja gaslýsta ímynd "ég er heilagri en þú" gæti verið trúanleg útskýring á afhverju einhver ætti að hlusta á þá. Afhverju maki þeirra ætti að lúta lægri haldi fyrir þeim. 

Slíkir GK geta varpað því fram að þeir séu regluverðir Guðs. Hér er trúarhefð og túlkun GK af biblíunni, kóraninum, handriti eða reglum brenglaðar og breytt í þeirra eigin túlkun og GK krefst fullkomins samræmis og tryggðar frá fylgjendum á þeirra túlkun. 

Þeir blekkja og breyta raunverulegum orðum Guðs.

Ef þeir eru að tala um það sem Guð vill og GLF gerir sér ekki grein fyrir því að þetta er gaslýst þvæla en samsamar sig við að þetta sé þeirra trú og þeirra Guð sem þau trúa á, þá falla þau reglunum að brá og finnst þau bera ábyrgð á að framfylgja þeim. 

Þessir GK predika mikið um eld og brennistein hugmyndafræði. GK gæti tekið samþykktar hugmyndir um hvernig skal iðka trú og umbreytir þeim í reglur sem eru stjórnsamar, stífar og óhagganlegar. Þessar trúar hugmyndir eru uppfullar af reglum og refsingum sem mun koma fyrir fólk sem brýtur reglurnar sem hann kallar syndgara og á leiðinni til helvítis. Þetta er partur af rafmagnsólar fyrirbærinu. Ef þú ferð fram hjá mörkunum sem í þessu tilviki eru fölsku innrættu trúar reglurnar þá munt þú þurfa að upplifa afleiðingar og sú hugmynd að þú sért syndgari og ert á leiðinni til helvítis er partur af raflostar reynslunni. 

GLF eru innrætt til þess að trúa því að Guð sé ástúðlegur, góður og fyrirgefur þeim sem trúa gaslýstu brengluðu túlkun GK á orðum Guðs. Á sama tíma er Guð reiður og refsandi þeim sem trúa ekki á orð “Guðs” eða túlkun GK á þeim, aftur er rafmagnsólar fyrirbærið á ferð. 

Á sama tíma þá iðkar gaskveikjarinn ekki það sem hann predikar, hann afsakar það eða gerir það leynilega.  

Ekki skiptir það máli hvort að GK sé prestur, trúarlegur rabbíni eða andlegur leiðtogi, og ekki skiptir það máli hvort að þeir séu að gaslýsa heilan söfnuð eða eina manneskju. Allir gaskveikjarar notfæra sér kjarna skömm (core shame) fórnarlamba sinna. GLF trúa því að þau séu náttúrlega vond og hafa syndgað og að eina leiðin til þess að brjótast í burtu frá þessari syndugu manneskju sem þau eru, er að samþykkja raunveruleika reglna sem GK hefur innrætt. Ef gaslýsta fórnarlambinu er sagt að ef þú gefur upp vilja þinn til GK og undirgefni er skylda þá er hægt að fyrirgefa syndir þínar og GLF fær einhvað sem hún getur ekki ímyndað sér. Ef GK innrætir slíkan söguþráð í huga GLF, þá hefur GK, sem er ekkert annað en svikahrappur verið hækkaður í en meiri kærleika og virðingu. 

Að auki ef GK er að þykjast vera leiðtogi eða talsmaður fyrir trúarhefð og hann innrætir ofsóknarbrjálæði (paranoia) þ.e. Að allir utanaðkomandi sem eru á móti þessari trú eru slæmt fólk, þá hefur hann skapað kraftmikla rafmagnsól á gaslýstu fylgendur sína.

Gaslýstu fylgendurnir trúa því að þetta eru hinu einu réttu trúarhefðirnar og trúar reglur, Guð elskar okkur, við erum ekki á leiðinni til helvítis, allir aðrir eru á leiðinni til helvítis. GK, ljúga af fórnarlömbum sínum og skapa ofsóknarbrjálæði. Þessar reglur standa í vegi fyrir að fjölskyldur GLF hafi aðgang af þeim og geti hjálpað þeim. 

Þetta er hryllingsástand!

 

 

Gaskveikjarar eru sjúklegir Narsissistar/P-Narcs

Sjúklegur narsissisti er með eina af þremur persónuleika röskunum 

Narsisísk persónuleika röskun (NPD)

Borderline persónuleika röskun (BPD)

Andfélagsleg persónuleika röskun (ASPD) 

Fíknisjúkdómur/skaðlegir fíklar

Narsissísk persónuleika röskun (NPD) 

Þeir einstaklingar sem þróað hafa með sér narsisíska persónuleika röskun (NPD) finnst þau vera stórkostleg (grandiose), þau eru sjálfselsk og þykir þau hafa rétt á (entitled). Allt sem þau gefa þarf á einhvern máta að láta þau líða vel. Þeir (NPD) narsisistar sem upplifðir eru sem gott fólk, eru hækkaðir í slíka vexta vegna þess að þau eru upplifuð sem dásamlegt fólk. En jafnvel narsisísku “hetjurnar” eru ófærar um að deila ást og virðingu í samböndum. 

NPD Gaskveikjari 

Þessi tegund gaskveikjara er ómeðvitaður um að hann sé að gaslýsa í öðrum öðrum þá eru þeir ekki sósíópatar, þeir eru ekki að gaslýsa vegna flóknar illvígar áætlunar til þess að ná algjöri stjórn og valdi yfir fórnarlömbum. NPD einstaklingur gaslýsir vegna þess að hann trúir því að GLF eigi það skilið, þessi gaslýsar aðferð er frábrugðin aðferðum sósípata sem er meðvitaður um hver hann er og hvað þeir eru að gera. Einstaklingar með NPD persónuleikaröskun hafa ekki hugmynd um að þeir sé narsissistar og sjálfselskir, í þeirra eigin huga trúa þeir því algjörlega að það sem þeir gera sé allt í lagi og þeim finnst þeir hafa rétt á því að gera þetta.

 

Leynilegur Narsissismi 

Er form af narsisískri persónuleikaröskun. Leynilegir narsissistar eru þeir einstaklingar sem eru með narsissíska persónuleikaröskun sem þykjast vera fórnfúsir, góðir og ástríkir. Þó svo að leynilegir narsisistar séu svakalega narsisískir í persónulegum samböndum. Þá geta þeir haldið narsissismanum í leynu frá utanaðkomandi heiminum. Þannig geta þau fengið atvinnu, peninga, stöðu, sjálfstraust og virðingu. Leynilegir narsissistar eru meðvitaðir um narsissismann sinn og leyna umheiminum hann. En sýna hann í nánum samböndum. 

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að leynilegir narsisistar eru með sósíópata einkenni. Þeir eru lygarar, svindlarar og blekkjarar. Þeir gera sér grein fyrir því hvað þeir eru að gera en trúa því á sama tíma að fórnarlambið eigi það skilið. Þeir sjá ekki narsissíku hliðina á sér sem að sök, heldur einhvað sem gæti orðið til þess að þau missi vinnuna, einhvað álíka. 

Einstaklingur með NPD getur elskað aðra og notið stund með öðrum en aðeins í samböndum sem láta þá líða vel sjálfan sig. Þó svo að leynilegir narsisistar séu með sósíópata einkenni, þá eru þeir ekki sósíópatar. 

Illkynja narsissismi - Malignant narcissist

Illkynja narsissistar eru miklu verri. Þeir upplifa minni samvisku og skömm þegar kemur af því að særa fólk. Þeir reyna ekki að fela skaðlegu eða illkynja hliðina á sér eins og leynilegur narsissisti. 

Hér eru nokkur dæmi um illkynja narsissista 

Hitler-Stalin

Castro

Það sem aðskilur sósíópata frá illkynja narsissista er að illkynja narsissistinn vill raunverulega vera í samböndum, hann vill vera tengdur fólki, hann vill vera faðir eða móðir fólksins síns. Hann vill vera tryggur fólkinu sínu en af sjálfsögðu ef einhver fer á á móti narsissískum þörfum þeirra þá verður þeim eytt, drepinn, nauðgað eða að þau hverfa. 

Andfélagslegur gaskveikjari 

 Andfélagsleg persónuleikaröskun (ASAP)

Sósíópatar 

Andfélagslegur gaskveikjari er ekki sá sami og narsissískur gaskveikjari. Þeir hafa enga samúð þeir hafa enga eða litla tilfinningalega nánd, þeir eru meðvitaðir um hver þeir eru. Og raunverulega vilja þeir ná öllu því sem þeir geta fengið og að geta sloppið við allar afleiðingar. 

Svo að einstaklingur með andfélagslega persónuleikaröskun lifi af þá þurfa þeir að þaulhugsa áætlanir sínar á kerfisbundin og aðferðalegan máta til þess að fá fólk til þess að skilja hver þeir eru EKKI. Þetta eru þeir einstaklingar sem falsa það að þeir séu viðkunnalegir og heillandi. Þeir meðvitað falsa fórnfús leika. Þeir hafa enga tilhneigingu að vilja eða þurfa ást. Andfélagslegur gaskveikjari þarf samband svo að þeir líti út fyrir að vera mannlegir. Sambandið er hlutverk eða búningur sem þau þarfnast svo að þau passi í heiminn sem þau búa í.

Svo að þeim vegni vel í viðskiptum þá er það hjálplegt að þeir eigi fjölskyldu og börn, þeir tala um fjölskylduna sína og börn, þeir eru með myndir inn á skrifstofum sínum. En þeim er alveg sama og þeim var aldrei sama. 

Munurinn á flestum GLF er þegar þau komast af því að GK er sósíópati, þau eru miklu meira hissa vegna þess að sósíópatar skilja minni ummerki eða sönnunargögn sem benda til þess að þau séu slæm á einhvern máta. Vegna þess að allt er þaulhugsað og skipulagt. 

Geðveiki gaskveikjarinn hann er sósóípati, en hann sadískur og nýtur þess að særa aðra. Týpískt dæmi um geðveikann gaskveikjara væri Jim Jones, sem er hin frægi séra sem fékk þúsundir manna til að fara frá Bandaríkjunum og að fara til hans í Jonestown Guyana og þegar það átti að handtaka hann. Þá fékk hann alla fylgendur sína til þess að drekka mixtúru af kool aid og sýru og 900 manns létu lífið. 

Þetta er hrikaleg áminning um valdið sem geðveikur gaskveikjari hefur. 900 mannverur töpuðu lífi sínu vegna þess.

 


 

Borderline persónuleikaröskun (BPD)

Borderline persónuleikaröskun er ein af þremur röskunum sem flokkast undir sjúklegar narsissískar raskanir. Þau eru fólk sem verður ofsa reitt mjög hratt. Eitt augnablik þá elska þau þig og þú ert það besta sem kom fyrir þau og þau myndu lifa og deyja fyrir þig. En ef þú kemur þeim í uppnám á einn eða annan máta, eða þau trúa því að þú hafir valdið þeim vonbrigðum eða að þú skapar einhverja skynjun á því að þau verði yfirgefin, þá munu þau særa þig, ráðast á þig og gleyma því að þú sért til. 

Það er mjög erfitt að vera í sambandi með þessu fólki vegna þess að það er allt eða ekkert. Þegar þau eru glöð þá er allt frábært en þegar þau eru það ekki þá er allt hættulegt. 

Mjög vinsæl bók um borderline persónuleikaröskun heitir “walking on eggshells” 

Hvernig passa BPD inn sem gaskveikjarar ?

Hér notar Ross Rosenberg alvörðu reynslu skjólstæðing síns sem dæmi. 

Tom var giftur konu sem var með BPD. Hún verandi sjúklegur narsissisti þá var hún ekki með mikla innsýn inn í hvað var af henni. Hún trúði því að allt sem fór á mis eða ástæðan fyrir því að hún réðst á Tom var vegna einhvers sem Tom gerði. Það var alltaf einhvað sem Tom gerði. Ef Tom langaði ekki í það sem hún eldaði í kvöldmat þá væri það ástæða til þess að ráðast á hann og særa. Ef Tom kom heim seint úr vinnu þá var það önnur ástæða. 

Tom hélt framhjá eiginkonu sinni og er það eitt það versta sem þú getur gert manneskju með BPD, vegna þess að náttúrulega þá er fólk með BPD mjög andvígt öllu sem viðkemur því að vera yfirgefin. 

En það sem gerir þetta af gaslýsingu er að Tom getur ekki yfirgefið eiginkonu sína vegna þess að hann trúir því að eiginkona hans mun fremja sjálfsmorð ef hann skilur við hana. 

Ross segir að Tom, skjólstæðingur sinn hafa talað um það nokkrum sinnum við hann að eiginkona hans hafi reynt að fremja sjálfsvíg þegar hann talaði um skilnað við hana og þegar hún komst af því að hann væri að halda framhjá henni. 

Tom sem var meðvirkur/self love deficiant, var innrættur þeirri trú að hann bæri ábyrgð á eiginkonu sinni. Að hann væri slæm manneskja og að hún ætti hann skilið, og að hann ætti það skilið að vera með henni og að vera óhamingjusamur. GLF þurfa að vera með inngrædda söguþræði sem heldur þeim föstum í óheilbrigðum samböndum, og söguþráðurinn þarf að vera GK í vil og á móti fórnarlambinu. 

Tom trúði því að ef hann færi, þá mundu börnin hans hata hann. að hann væri slæm manneskja eins og pabbi sinn. Ef hann færi frá henni þá myndi hún eiga enga vini og enga fjölskyldu og að hann myndi skapa hræðilegan einmanaleika fyrir hana. Hann trúði því að ef hann yfirgæfi hana þá myndi hún taka sitt eigið líf. Allt þetta var innrætt inn í huga Toms.  

Ross segir að það hafi ekki gengið að fá Tom til þess að trúa því að hún mögulega myndi ekki taka sitt eigið líf og að þetta hafði verið blekking (manipulation).

Ross reyndi einnig að segja Tom að ef hún tæki sitt eigið líf þá fjallaði það um hana og hennar eigin illkynja hvatningar til að halda honum föngum. 

Tom var svo gaslýstur af henni og allri þeirri gaslýsingu sem hann hafði orðið fyrir alveg niður í barnæsku.

Fólk með BPD geta verið gaskveikjarar, en Ross trúir því ekki að þeir séu jafn meðvitaðir um hvað þau eru að gera eins og þau með narsissíska persónuleika röskun (NPD) og andfélagslega persónuleikaröskun (ASPD), sósíópatarnir. 

Ross trúir því að eiginkona Toms var meðvituð um hvað hún var að gera þegar hún var að hóta og reyna sjálfsvíg. Ross tengir blekkingu eiginkonunar við sósíópatíska eiginleika. 

Narsisískir foreldrar undirbúa GLF 

Börn narsissista upplifa festingar-sár (attachment trauma) þau hafa verið undirbúin eins og þegar barnaníðingur undirbýr barn svo að hann geti á endanum misnotað það kynferðislega. Líkindin á milli barnaníðinga og narsissista er sú að GK miða (target) fullorðið fólk sem eru viðkvæm og  munu falla fyrir gaslýsingu. Narsissistar geta “þefað” þau uppi, í herbergi af tuttugum manns þá veit narsissistinn hvern hann getur blekkt. Ef GK er sósíópati eða með mikla sósípatíska eiginleika þá “veiðir” hann þessa viðkvæmu einstaklinga. Þessi fórnarlömb eru valin varlega vegna veikleika þeirra og að þau trúi því að þau séu vanmáttug, þau eru berskjölduð og skortir félagslegan stuðning. Þau eru með lágt sjálfsmat og litla félagsfærni og trúa því að öllum sé sama um þau (það er því miður oft þannig) Þetta fólk trúir því að segja frá eða kvarta mun gera allt verra. 

Þetta er það sem börn svara þegar þau eru spurð af hverju þau sögðu ekki frá manneskjunni sem var að misnota þau. Þetta er svipað fyrirbæri. Ross er með myndband á Youtube þar sem hann útskýrir þetta enn frekar. 

 


 

Það sem ekki var sagt/Ósýnileg gaslýsing

Hvað var ekki sagt

Ross Rosenberg segir að hann hafi fengið þessa hugmynd í eigin þerapíu. Hann segist ekki muna eftir því að foreldrar hans hafi kallað hann ljótan eða heimskan, og hann trúði því og hélt að hann væri heimskur og ljótur. Hann segist muna eftir því að hafa fengið góðar einkannir en muni ekki eftir því að hafa liðið eins og hann væri klár.

Allt upp að fertugsaldri trúði hann því að hann væri ómyndarlegur og að vitsmunir hans væru ekki raunverulegir, hann næði aðeins árangri með því að leggja mikið á sig. En hann mundi ekki eftir þvi að einhver hafi sagt eitthvað slíkt við hann, hvernig þá varð hann gaslýstur af þessu? Ross segir að lokum komst hann af því að hann hafði trúað röngu um sjálfan sig, hann komst af því hver hann raunverulega er.

Foreldrar hans sögðu aldrei það við hann upphátt að hann væri ljótur eða illa gefin, heldur var það sem þau sögðu ekki. 

Ef þú hugsar um það, ef þú ert ill, blekkjandi manneskja og þú vilt að einhver sé óöruggur, þá getur þú brotið þau niður, niðurlægt þau og gert lítið úr því sem þau hafa áorkað. Vegna þess að þú ert að brjóta manneskjuna niður meðvitað, þá ertu að gaslýsa.

Hvað gerist ef þú vilt sömu niðurstöðuna en þú notar aðra aðferð. T.d. barn kemur heim úr skólanum með 5 gullstjörnur og bros allann hringinn og hann er svo stoltur af sjálfum sér og fer upp af pabba/mömmu til þess að sýna afrekið.

Narsissistanum þykir barnið vera nú með aðeins of mikið sjálfsmat og sjálfstraust. Narsissistinn skilur ekki að sjálfsamt og sjálfstraust barnsins ógnar óöryggi hans. 

Barnið skín af stolti og leitar eftir jákvæðum viðbrögðum foreldra sinns. Narsissistinn segir ekkert. 

Gaskveikjarinn segir ekkert meðvitað svo að barninu vaxi ekki "of mikið" sjálfstraust, ef slíkt gerist þá getur hann ekki stjórnað barninu. 

 

Stjórnmálamenn eru náttúrulegir gaskveikjarar

Það er til uppskrift af gaslýsingu og eru flestir stjórnmálamenn sekir um að fylgja henni fullkomlega eftir. Ef þeir gera það, þá eru miklar líkur á því að þeir verði kosnir og miklar líkur eru á að þeir séu sjúklegir narsissistar. Líkur eru á að þeir hafi gaslýst fólk svo fullkomlega að þeir verði valdmiklir. 

Hér er ekki verið að tala um einhverja einstaka manneskju eða stjórnmálaflokk, hér er verið að tala almennt um stjórnmálamenn. En eitt eiga þau sameiginlegt að þau skilja öll kraftinn og valdið í uppskriftinni

Uppskrift stjórnmála af GASLÝSINGU 

1.Fórnarlamb kúgunnar - Sjálfsfrásögn/söguþráður. Hér er sagan að þegar þeir voru yngri þá voru þeir líka kúgaðir og særðir og þeir skilja sársaukann að vera haldið aftur af þeim sem eru við völd. 

 1. Byggði mig upp frá engu/Rags to riches. Hér er sköpuð fösk saga að hann naut ekki forréttinda og að hann hafi unnið sig upp metorðastigann einn og óstuddur. Og hann sé bara venjuleg manneskja.

3.Robin Hood - Frásögnin um að vera komin til að bjarga deginum. Hér eru þeir komnir til þess að að fórna sjálfum sér og tii þess að brjóta allar reglurnar til þess að bjarga fólki úr örbrigð. 

4.Lögmæti þess að hann er frægur - Frásögn: Þetta fólk hefur byggt upp aðdáendahóp með því að gefa út bækur, blogg, myndbönd, þeir hafa komið fram í raunveruleikaþáttum og kvikmyndum.

5.Ég er raunveruleg manneskja - Sjáðu fallegu fjölskylduna mína - Frásögn, hann sýnir myndir og sögur til að reyna að sýna eðlileg ástarsambönd, en felur sannleikann. 

6.Afhjúpar “sannleikann”, leyndarmál á réttum tíma. Þeim hefur verið sagt einhvað sem enginn annar veit 

7.Dreifir fjandskap á frásögn stjórnarandstöðunnar - Frásögn að kalla stjórnarandstöðuflokka sem óvini vegna þess að þeir eru: 

Óþjóðræknir

Óæðri

Ótryggir

Syndgarar 

8.Þeir skapa vantraust og grun í átt af andstæðingum, þeir segja þá Siðferðislega ámælisverða og innræta óheiðarlegri og tvísýnni frásögn.

9.Raunverulegt eða skynjað vanmáttarleysi gagnvart sameiginlegum óvini  Kveikir á reiði og gremju

10.Útlendingahatur/ótta við útlendinga - Frásögn, hér gera þeir “utanaðkomandi” sem óæskilega

11.Fórnarlamb Frásögn - hér mun þjóðin  tapa peningum, störfum og að það muni verða efnahagssamdráttur. Hér spila þeir fórnarlambs spilið

12.Verndarhyggja - Frásögn: Þeir kveikja á ofsóknaræði um erlenda samkeppni og leggja til stöðvun á fyrrverandi efnahags samstarfi. 

13.Byggja vegg - Frásögn, hér er einangrunarhyggja, hystería, líkamlegir, pólitískir, lagalegir og sálfræðilegir veggir skapaðir. 

14.Refsing/Ábyrgð - Frásögn - Hér einhver gerður af blóraböggli eða kennt um mistök annarra.

15.Björgunaráætlun - Frásögn, hér er björgunaráætlun sköpuð frá skálduðum hótunum, óvinunum eða töpum. Þeir skapa sig sem hetju. 

16.Vísindin eru ekki rétt - Frásögn - Draga úr, hrekja og jaðarsetja gild vísindatölfræði og setja trúarleg eða óvísindaleg gagnrök í staðinn.

17.Kamelljónið, hér komast þeir hjá því að upp um þá komið með því að aðlaga sig því sem er að gerast í bakgrunninum

18.Uppfæra/endurskapa frásagnir til þess að að þær passi við atburði líðandi stundar. Þeir breyta um fókus eftir að hafa gert mistök eða að upp um þá komst.

19.Aðlagast valdartapi og áróðusbresti

20.“Skugga” fólkið verður af þjóðernissinnum - Óæskilegir, útskúfaðir, þrjótar, þjófar og rasistar eru allir endurskipaðir sem föðurlandsvinir.

21.“Ég var misskilinn” Frásögn - Endurnefnir misheppnuð frumkvæði og fær að byrja upp á nýtt. 

22.„Við Þurfum að Vera hörð/WeDon'towtowto Bullies Frásögn • Rambo Esque viðbrögð hvetja leiðtoga

23.„Slæmir ráðgjafar“ frásögn:Kenna starfsfólkinu um og reka það síðan

24.„Kenndu hinum almenna óvini“ Frásögn • Þegar spilaborgin byrjar að hrynja • Kenna pólitískum andstæðingum um • Ásaka erlend ríki eða „óvini“

25.„Vð þurfum stríð“ frásögn, styrkir valdgrunn og framkvæmdarvald

26.„Þú misskildir mig eða ég meinti þetta í alvöru“ Frásögn - Snýr frásögninni við þegar sannleikurinn er ljós og verndar sjálfan sig frá því að upp komi um lygar

27.Ég þarf tíma til þess að svara - Frásögn: Bregst við yfirvofandi bresti, skapar gagnráðstöfun og byggir upp ný bandalög/gerir nýja samninga

28.Kennir fórnarlambinu um - Frásögn: Ég Fékk aldrei tækifæri, þetta er ekki mér að kenna, það er þér að kenna. 


 

Að lokum

Besta leiðin til þess að útskýra gaslýsingu er að skilja hvað gaslýsing er. Því meira sem þú lærir um gaslýsingu og afhverju GLF er viðkvæmt og opið fyrir gaslýsingu því meiri skilning færð þú á því hvað gaslýsing er. Og hvernig GK hugsar, af hverju hann gaslýsir og hvernig hann fer af því og hvernig samskiptin eru á milli þeirra. 

Því meira sem þú lærir um þetta því meiri innri fullyrðingu hefur þú um þessa röskun, (self love deficiency disorder)(SLDD)), ekki bara einstaklingslega líka í samböndum og í þjóðfélögum. 

Besta leiðin til þess að útskýra gaslýsingu er að nota hugtökin í vinnustofunni. Sjálfs-söguna/sjálf-söguþráðinn, og sambands-söguna/sambands-söguþráðinn.

Taktu bestu bútana úr þessari vinnustofu, gerðu þá auðskiljanlega en hafðu það í huga að fólk mun ekki skilja hugtölin ef þau eru ekki tilbúin.

Það er nánast ekki hægt að útskýra gaslýsingu fyrir manneskju sem er í kult, ef þau eru ekki tilbúin. 

Hægt er að kenna meðvirkum/SLD´s hvað sjálfs-ástarröskun er og að setja mörk, hægt er að útskýra hvað gaslýsing er, en það mun eitt og sér ekki lækna rót vandans. Því er slíkt aðeins plástur sem dettur af.

Rót sjálfsástarröskunarinnar þarf að vera heiluð, festingarsárin, undirliggjandi eitraða skömmin og áhrif gaslýsingar mun halda áfram að brjóta niður meðvirkilinn/SLD og fíkn í sambönd með skaðlegum narsissistum heldur áfram.

Að lokum þá langar mig að segja að þessi vinnustofa hefur notað hugtakið “gaslýsing” og stækkað hana. Hún hefur hjálpað okkur að skilja hvernig gaslýsing virkar og hvernig gaskveikjarinn hugsar og hans persóna. Hún hefur hjálpað okkur að skilja hvernig GK með blekkingu, leikstjórn og andfélagslegum aðferðum kemst inn í höfuð annarra og snýr þeim gegn sjálfum sér til þess að skapa orku ryksugu þar sem þessi manneskja getur ekki lengur tekið það sem hún sár þarfnast og vill. 

 

Ég vona að vinnustofan hefur verið hjálpleg.