11 Lyklar af persónulegri umbreytingu

11 Lyklar af persónulegri umbreytingu

 

Ellefu Lyklar til Persónulegrar Umbreytingar eru byggð á heimspeki Dr. Joe Dispenza. Dr. Joe hefur tileinkað sér sem tilgang að kenna persónulega umbreytingu til betra lífs. Í þessari vinnustofu eru ellefu lyklar til persónulegrar umbreytingu kynntir samkvæmt heimspeki Dr. Joe Dispenza. Vinnustofan er þýdd, sköpuð og útfærð af Ingu Combs.

 

 Persónuleg Umbreyting

Persónuleg umbreyting krefst hugtaks í taugavísindum sem kallast metacognition. Við verðum að verða meðvituð um hvernig við hugsum, við verðum að hugsa um það sem við erum að hugsa um og við verðum að verða meðvituð um hvernig við tölum. Við verðum að taka eftir og verða meðvituð um hvernig okkur líður til að breytast.
Til þess að þú breytist þarftu að vera kyrr. Þú verður að loka augunum og aftengjast allri örvun frá ytra umhverfi. Þú verður að setja líkamann niður og hann ætti ekki að vera borðandi, sjáandi, lyktandi og heyrandi, hann ætti ekki á þessari stundu að upplifa margt úr ytra umhverfi.
Og við verðum að komast lengra en að bíða eftir næsta augnabliki og minningar okkar um fortíðina.

Hvað gerir fólk til þess breyta lífi sínu með huganum?

Vísindin segja að við hugsum að meðaltali 60-70 þúsund hugsanir á dag. Vandamálið við það er að 90% þeirra hugsana sem þú hugsar daglega eru sömu hugsanirnar og þú hugsaðir daginn áður. Ef þú trúir þeirri hugmynd af einhverju leiti að hugsanir þínar hafi eitthvað að gera með líf þitt og framtíð. Ef hugsanir þínar eru þær sömu í 90% skiptanna, þá mun líf þitt halda áfram í sama fari. Vegna þess að sömu hugsanir leiða alltaf til sama vals. Sama valið leiðir alltaf til sömu hegðunar og sama hegðun skapar sömu lífsreynslu og sama lífsreynsla skapar sömu tilfinningar og sömu tilfinningarnar hafa áhrif á sömu hugsanir sem þú hugsaðir í gær. 
Líffræði þín, taugakerfi, taugaefnafræði, hormón og jafnvel genatjáning þín er alltaf jöfn því hvernig þú hugsar, hvernig þú hegðar þér og hvernig þér líður. Og hvernig þú hugsar, hvernig þú hegðar þér og hvernig þér líður er kallað persónuleiki þinn. Og persónuleiki þinn skapar persónulegan raunveruleika þinn. 
Það þýðir að sá persónuleiki sem þú ert núna, hefur skapað það persónulega líf sem þú ert að lifa núna! Ekki foreldrar þínir, ekki fyrrverandi, ekki börnin þín, þú skapar lífið þitt. 
Ef persónuleiki þinn skapar raunveruleika þinn og þig langar að skapa nýjan persónulegan raunveruleika, þá þýðir það að þú þarft að breyta því hver þú ert. Þú þarft að breyta persónuleika þínum og það er ferli breytingar.
Núna þarftu að byrja að hugsa um það sem þú hugsar um og breyta því. Þú þarft að verða meðvituð/aður um ómeðvitaða hegðun, hugsanir, trúr, mynstur og breyta þeim. 
Svo þarftu að líta á vissar tilfinningar sem halda þér í fortíðinni og þú þarft að ákveða hvort að þessar tilfinningar eigi heima í framtíðinni þinni. 
Eitt stærsta vandamál þegar kemur af því að breyta lífi sínu er sá að flestir reyna að skapa nýjan persónulegan raunveruleika með gamla persónuleika sínum og það virkar ekki. Þú bókstaflega þarft að verða af annarri manneskju. 
Það er meginregla í taugavísindum sem segir að taugafrumur sem tengja saman vinna saman. Sem þýðir að ef þú heldur áfram að hugsa sömu hugsanirnar, ef þú heldur áfram að taka sömu ákvarðanir og í gær, ef þú heldur áfram að haga þér á sama máta eða tala á sama máta og ef þessi hegðun leiðir til sömu lífsreynslu dag eftir dag, þá ertu að stimpla sömu taugafrumur og mynstur allt fyrir þá kunnuglegu tilfinningu sem þú kallaðar þig. Og þú hefur gert það í síðustu tíu ár.
Þegar við hugsum sömu hugsanir dag eftir dag, tökum sömu ákvarðanir dag eftir dag, sýnum sömu hegðun, finnum sömu tilfinningar, upplifum það sama dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár og jafnvel í áratugi þá steypum við taugafrumur í heilanum okkar inn í endanlegt harðsvírað einkenni sem verður svo af sjálfsmynd okkar og persónuleika.
Þegar við erum þrjátíu og fimm ára  gömul byrjar þessi stöðuga hleypa að endurskapa sama hugarstig eins og kassi í heilanum, við verðum röð af minnislausri hegðun og ómeðvituðum tilfinningaviðbrögðum, sjálfvirkum vana, harðsvíruðum viðhorfum og skynjun sem hefur orðið eins og undirmeðvitund tölvuforrits.
í öðrum orðum þegar þú hefur gert eitthvað svo oft, endurtekin framkvæmd, þú. hefur tekið sömu ákvarðanir og valið það sama svo oft. Þú heldur áfram að skapa sömu reynsluna aftur og aftur og aftur. Þá byrjar í heilin í þér að skapa hugbúnað svo að þú getir endurtekið reynsluna sjálfkrafa. Þegar við erum orðin 35 ára þá erum við orðin af settum af forritum sem við höfum lagt á minnið.
95% af því sem þú ert þegar þú ert 35 ára er sett af forritum sem þú hefur lagt á minnið
Þegar það kemur af því að breytingu þá eru flestir að nota 5% af huganum sínum til þess að fara gegn 95% af huganum sem er núna orðin af setti af forritum sem við höfum munað. Þetta verður af vandamáli vegna þess að þú getur hugsað eins jákvætt og þú vilt, þú getur sagt að þú sért virkilega ánægð/ur, glöð/glaður osfrv. Þú getur endurtekið þessi orð og setningar með 5% af meðvitaða huga þínum. En vandamálið er að líkaminn þinn er líklegast forritaður sem eitthvað annað. Þegar þú ert að segja að þú sért virkilega ánægð/ur, glaður, heilbrigð/ur, þá segir líkaminn á móti, nei, það ertu ekki, þú ert óánægð, kvíðin, vonsvikin osfrv. Þannig að hugsunin kemst aldrei fram hjá heilastofninum til þess að hafa áhrif á líkaman vegna þess að hugurinn og líkaminn eru að vinna á móti hvor öðrum. 
Það er skynsamlegt þá að nýjar hugsanir og nýjar upplýsingar og þegar þú lærir eitthvað nýtt sem leiðir til nýrra hugsana ættu að leiða til þess að þú veljir upp á nýtt. Þegar nýtt val er beitt ætti að það að leiða til nýrrar hegðunar. Ný hegðun ætti að skapa nýja reynslu og ný reynsla ætti að skapa nýjar líkamlegar tilfinningar og tilfinningar. Nýjar líkamlegar tilfinningar og tilfinningar ættu að hvetja til nýrra hugsana.
Þetta köllum við þróun 
Heilinn þinn er skrá yfir fortíðina. Hann er gripur af öllu sem þú hefur lært og upplifað í þessu augnabliki. Flestir þegar þau vakna á morgnana, það fyrsta sem þau hugsa um eru vandamálin þeirra. Þessi vandamál eru minningar sem eru í heilanum og eru þær  tengdar vissu fólki, hlutum, aðstæðum, atvikum, tíma og stöðum.
Strax og þau byrja að hugsa um vandamálin sín sem eru í fortíðinni þá eru þau að hugsa í fortíðinni.  Með sama hætti vegna þess að þau hafa upplifað þessi vandamál þá eru öll þessi vandamál með tilfinningu áfasta við hana. Strax og þau hugsa um vandamálin sín og þau byrja að upplifa óhamingju, þá byrjar að dragast úr þeim, kvíði og þunglyndi birtist.
Núna er líkami þeirra í fortíðinni.
Hugsanir eru tungumál heilans og líkamlegar tilfinningar eru tungumál líkamans og hvernig þú hugsar og hvernig þér líður er hvernig þú skapar veruástand þitt.
Ef þú ert ekki að skilgreina sjálfan þig daglega með framtíðarsýn.
Þá ert þú skilin eftir með minningum fortíðarinnar og þú verður fyrirsjáanleg/ur í lífi þínu. 
Hugsaðu um þetta, manneskja sem er að muna eftir vandamálum sínum er að kveikja á sömu óþarfa hringrásum í heilanum sínum. Á hverjum degi gera þau þetta, þó þau séu ómeðvituð um hvað þau eru að gera. Hér eru þau að bíða eftir því að kunnuglega óhamingju tilfinningin láti sjá sig í líkama þeirra.
 Líkaminn er hlutlægur, hann getur ekki greint muninn á lífsreynslu sem er að gerast í raun og veru og tilfinninga sem manneskjan er að skálda upp. 
Líkami þeirra er að byrja daginn trúandi því að hann sé enn í sömu fortíðar reynslu  og hann var í gær. Það þarf aðeins hugsun og líkamlega tilfinningu, minningu og tilfinningu, til að skilyrðingarferlið (conditioning process) hefji sig. 
Flestir vakna á morgnanna og byrja strax að skilyrðingarferlið. Þau skilyrða líkama sinn og huga í fortíðinni. Strax og manneskjan byrjar að líða óhamingju þá byrjar hún að líða kunnuglega, hvernig mér líður venjulega, þetta er ég. Það eru þessar neikvæðu tilfinningar sem skapa óhamingju sem byrja að hafa áhrif á sömu hugsanir og þeir hugsuðu daginn áður. 
Þetta ferli skapar annað ferli eða skapar efni svo að þú getir nú farið að líða illa. Augnablikið sem þú byrjar að líða illa þá er heilinn á þér að fylgjast með því hvernig líkamanum líður sem skapar fleiri líkar hugsanir sem samsama tilfinningu óhamingju. 
Hugsanir skapa líkamlegar tilfinningar og líkamlegar tilfinningar skapa hugsanir og endurtekning þessa hrings skilyrðir líkamann að verða af huga þessara tilfinninga.  Núna er líkami manneskjunnar bókstaflega í fortíðinni. Líkaminn er að trúa því að hann sé búandi í sömu fortíðar-reynslu 24 klukkutíma sólarhringsins, sjö daga vikunnar, 365 daga ársins. 
Þetta þýðir að manneskja er að byrja daginn sinn í kunnuglegri fortíð. 
Svo fyrir okkur að breytast þá þurfum við að verða MEIRA en kunnuglegu neikvæðu tilfinningarnar sem eru geymdar í líkamanum okkar og við upplifum daglega. 
Flestir í dag þegar þau vakna í staðinn fyrir að snúa sér að maka sínum og gefa þeim knús og koss, þá snúa þau sér að farsímanum sínum. 86% vestræna manna snúa sér af farsímanum sínum á morgnanna fyrst. Þau athuga skilaboðin sín, whatsapp, facebook, instagram, tölvupóst og núna eru þau tengd öllu sem er þekkt í lífi þeirra. 
Þau standa upp og gera það nákvæmlega sama og í gær Þau fara á klósettið, þau nota kaffivélina, þau fara í sturtu og klæða sig. Þau sitja í sama stólnum, þau horfa á sömu fréttastöðina. Þau borða með sömu höndinni, í sama stólnum sem snýr í sömu átt. Þau keyra í vinnuna, þau hitta sama fólkið á sama staðnum. Þau halda áfram að upplifa sömu atburði í lífi sínu. 
Gærdagurinn er morgundagurinn og dagurinn í dag! 
Ef þú heldur áfram að gera það sama aftur og aftur 
Ávani er endurteknar sjálfvirkar ómeðvitaðar hugsanir, hegðun og tilfinningar sem við þróum í gegnum tíðar endurtekningar.
Vani (habit) er eitthvað sem þú hefur gert svo oft að líkaminn þinn veit það núna betur en meðvitaði hugurinn þinn hvernig á að gera það. 
Í gegnum rútínu þá er líkami manneskju að draga þau í gegnum sömu reynsluna daga eftir dag, byggt á því sem þau gerðu í fortíðinni. Núna hefur manneskjan misst frjálsan vilja til forrits. Og núna eru þau á sjálfstýringu í fyrirsjáanlegri framtíð byggða á fortíð þeirra. 
Þannig að til þess að breytast þá þarftu þú að verða MEIRA en líkaminn þinn og venjur/rútínur. 
Ef þú ert ekki að skilgreina þig í framtíðarsýn og þú stendur upp úr rúminu og snýrð til baka í kunnuglega lífið þitt, þá mun hver manneskja, hvaða hlutur, staður og reynsla sem þú hefur upplifað skapað taugafræðilegar tengingar í heilanum á þér. Og vegna þess að þú hefur upplifað alla þessi þætti í umhverfi þínu, þá er það skynsamlegt að það sé tilfinning tengd því.
Þú gætir verið með tilfinningu sem er tengd vinnufélaga sem er öðruvísi en önnur tilfinning sem er tengd öðrum vinnufélaga. Þú átt samband við bílinn þinn, tilfinning er tengd honum. Ef þú hugsar um það þá hafa allir þættir ytra umhverfi þíns tilfinningu tengda þeim. 
Þetta þýðir að ef þú ert ekki að vakna á morgnana, skilgreinandi þig með framtíðarsýn, þá munt þú á því augnabliki sem þú vaknar tengja sjálfan þig við umhverfið þitt með skynfærum þínum. 
og það eru skynfærin þín sem tengja þig við umhverfið þitt.
Þegar þú hittir sama fólkið og ferð á sömu staðina og gerir nákvæmlega það sama á sama tíma þá er persónuleiki þinn ekki lengur að skapa persónulegan raunveruleika þinn. Núna er persónulegi raunveruleiki þinn að skapa persónuleika þinn.
Umhverfið þitt er að stjórna (ómeðvitað) hvernig þér líður og hvernig þú hugsar. Þannig að ef umhverfið þitt er að stjórna því hvernig þér líður og hvernig þú hugsar og þú ert að hitta sama fólkið og þú ert að fara á sömu staðina að gera það nákvæmlega sama á sama tíma, þá þýðir það að þú sért að hugsar og finnur á par við allt sem þú þekkir. 
Eins lengi og þú hugsar of finnur og bregst við á par við allt sem þú þekkir, þá þýðir það að lífið breytist ekkert. 
Til þess að breytast þá þarftu að verða MEIRA en umhverfið þitt. Þú þarft að verða MEIRA en aðstæður og skilyrði lífs þíns.
Ef dagurinn þinn er góður og að ganga upp og þú ert hamingjusöm/samur vegna þess að allt er að ganga upp. En svo seinni partinn eða næsti dagur þá fer eitthvað úrskeiðis og þú upplifir óhamingju.
Ég spyr þig af hverju ertu óhamingjusöm/samur og þú svarar að þú sért óhamingjusöm vegna þessa atviks eða þessara manneskju.
Núna ert þú ómeðvitaða að samþykkja að þessar aðstæður og þessi manneskja fær að stjórna líkamlegum tilfinningum mínum, hugsunum mínum og tilfinningum! Ef eitthvað í umhverfi þínu er að stjórna þér þá ert þú fórnarlamb aðstæðna í umhverfi þínu. Þegar allt gengur vel þá líður þér vel og þegar hlutirnir ganga ekki vel þá líður þér illa. 
Þannig að til þess að breyta því þá þarftu að verða MEIRA en aðstæður umhverfi þíns.
Hugsaðu um þetta: Það er skynsamlegt að sjá að umhverfið er svo kraftmikið að það hefur áhrif á líkamlegt, huglægt og tilfinningalegt ástand okkar. Og hugsanir okkar og tilfinningar framkalla áhrif í lífi okkar, og ef við erum að hugsa á par við allt í lífi okkar, þá mun líf okkar verða óbreytt. 
Ef líkami okkar hefur verið skilyrtur (conditoned)  í kunnuglega fortíð og vaninn inn í fyrirsjáanlega framtíð þá þurfum við að verða MEIRA en líkami okkar. 
Kunnugleg fortíð - fyrirsjáanleg framtíð  = Það þekkta, hvar þá er það óþekkta? 
Hið Óþekkta er aðeins til innan Sæta bletts hinnar rausnarlegu líðandi stundar (the sweet spot of thegenerous present moment). Hér búa allir möguleikar.
Það er því skynsamlegt að svo að við getum byrjað að nota þetta ferli breytinga þá þurfum við að setjast niður og loka augunum okkar og að aftengjast umhverfi okkar áður en við byrjum daginn okkar. Það þýðir að ef þú ert sitjandi með lokuð augun þá er minna af upplýsingum frá skynfærum okkar að koma til heilans.
Ef þú setur heyrnartól í eyrun á þér og spilar væga tónlist þá munu þau takmarka það sem þú heyrir í umhverfinu sem afvegaleiða þig. 
Ef þú situr og ert ekki að borða eða lyktandi eða á ferðinni að upplifa líkamlega reynslu, þá eru minni skynjunarupplýsingar að koma til þín. 
Með því að láta líkama þinn setjast niður og að vera kyrr þá ertu að þjálfa dýrið. Þú ert að biðja hann um að vera kyrr. Hér ertu ekki að hugsa um dagskrá dagsins eða það sem þú þarft að gera eftir nokkrar mínútur eða það sem gerðist í gær. Núna ert þú að vinna fyrir líðandi stund (presentmoment).
Hér byrjar þú að skilja Þetta líkan af persónulegri umbreytingu. Hugleiðsla þýðir að þú aftengist umhverfi þínu. Að láta líkama þinn setjast niður og kyrr og það þýðir að þú sért MEIRA en líkaminn þinn. Hér ert þú ekki þræll fortíðar þinnar eða framtíðar, hér finnur þú líðandi stund. 
Ef við gerum þetta almennilega þá koma öll forritin. Þegar við setjumst niður þá koma allar hugsanirnar sem hafa verið að gerast og þema meðvitundar (awareness) koma upp á yfirborðið. Hve lengi þarf ég að sitja hérna, ég þarf að svara tölvupósti, og hringja þangað, ég þarf að gera þetta og þetta. Heilinn á þér er vaninn að gera þetta. 
Og ef þú verður meðvituð/aður (conscious) að þú sért að gera þetta eða heilinn þinn segir að þú getir þetta ekki eða að þetta sé of erfitt.
Mundu þá að bara vegna þess að þú fékkst hugsun, þá þýðir það ekki að það sé satt. 
Það næsta, bara vegna þess að líkama þínum langar til þess að standa upp og byrja að hreyfa sig vegna þess að hann hefur verið forritaður til þess, og hann hefur gert það í mjög langan tíma og þú verður meðvituð/aður að hann sé að gera  þetta. Þú lætur líkama þinn setjast aftur niður í líðandi stund þá er það sigur! 
Nú ertu að framkvæma vilja sem er MEIRA en forritið!
Oftast á þessu stigi gefst fólk upp á hugleiðslunni sinni. Fólk segir ég get ekki hugleitt, en hér ertu að hugleiða á réttan máta. Ef þú byrjar að hugsa um vissar lífsreynslu úr fortíðinni sem skapa vissar tilfinningar og í staðinn fyrir að þú upplifir ótta/kvíða og óhamingju sem þú hefur enga stjórn á, þá skaltu láta líkama þinn setjast aftur niður í líðandi stund og þú segir líkama þínum að hann sé ekki hugurinn að þú sért hugurinn, að þú stjórnir honum. 
Það má lýsa þessu ferli eins og þegar dýr er tamið. Áður en veist af þá mun líkami þinn og hugur líða inn í líðandi stund og þegar það gerist þá frelsast orka. Núna ertu að frelsa sjálfan þig frá hlekkjum kunnuglegrar fortíðar og fyrirsjáanlegrar framtíðar, og þú gerir pláss fyrir það óþekkta í lífinu þínu. 

Heimavinna

Skrifaðu niður vissar hugsanir sem þú vilt ekki lengur hugsa; ég get það ekki, þetta er of erfitt, ég get ekki breytt lífi mínu, hvað eina sem þú trúir. Vertu meðvituð/aður um hvernig þú talar og hegðar þér. Skrifaðu þetta allt niður. Skoðaðu þær tilfinningar sem þú finnur á hverjum degi sem færa þig niður á lægra stig og taktu ákvörðun um hvort að þú viljir halda áfram að finna þær eða hvort að þú getir breytt þeim. 
fyrsta skref breytinga er að verða meðvituð/aður um hver við erum svo að við getum gert þessar nauðsynlegu breytingar 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Back to blog