Tveir í Sprotum

Tveir í Sprotum

Tveir í Sprotum

Upprétt: Framtíðarskipulag, framfarir, ákvarðanir, uppgötvun, sjónarhorn

Snúið niður: Persónuleg markmið, innri röðun, ótti við það óþekkta, skortur á skipulagningu

Lýsing

Tveir í sprotum sýnir mann, klæddan í rauða skikkju og með hatt. Hann heldur á litlum hnetti. Heimurinn er bókstaflega í höndum hans og markar þá gríðarlegu möguleika sem liggja fyrir honum ef hann getur stækkað sjóndeildarhringinn í samræmi við það.
Hann stendur innan ramma kastalans síns sem gefur aftur til kynna að á meðan hann íhugar mikilvæg tækifæri hafi maðurinn ekki enn yfirgefið þæginda rammann sinn til að elta þau; hann er enn að skipuleggja sig.
Hönd hans hvílir á uppréttum sprota og annar sproti er festur á vegg kastalans, enn fremur merki um að hann sé enn ekki tilbúinn til að hætta sér út.
Í bakgrunni er landið frjósamt en jafnframt grýtt, sem lofar að hann eigi góða möguleika á árangri, svo framarlega sem hann getur sigrast á áskorunum sem munu koma upp.

Tveir í sprotum uppréttir

Tveir í sprotum tekur innblásturs-neistann frá Ásnum og breytir honum í skýra aðgerðaráætlun. Þú hefur þegar farið í gegnum uppgötvunar stigið og veist hvað þú vilt skapa - nú þarftu að finna út hvernig þú ætlar að gera það. Hér erum við að kanna möguleika okkar og skapa leiðina vandlega sem er fram undan, hér gerum við okkur grein fyrir öllum þeim möguleikum og hugsanlegum áskorunum sem gætu verið fram undan. Við erum opin fyrir vexti og könnum ný svæði, svo framarlega sem að þú heldur vissu um að viðleitni þín muni ganga upp á endanum.
Þegar sprotarnir tveir birtast í Tarot-lestri ertu ekki tilbúin til þess að framkvæma, strax, hér er mikilvægara að skapa skýra áætlun áður en þú heldur áfram. Sprotarnir tveir snúast líka umuppgötvun, sérstaklega þegar þú stígur út fyrir þægindarammann og kannar nýja heima og upplifunar. 
Þú gætir þurft hugrekki til að leggja af stað.
Sprotarnir tveir gefa þér sjálfstraust sjálfsþekkingar. Þú veist hvert markmið þitt er og ert viss um að það náist að lokum. Láttu innsæi þitt og ástríðu leiðbeina þér þegar þú tekur næstu skref.
Tveir í Sprotum segir okkur að við séum að íhuga langtímamarkmið og vonir og að við séum tilbúinn að skipuleggja hvað við þurfum að gera til að ná þeim. Þú ert þegar komin það langt að þú ert tilbúin til þess að skapa breytingar- að þessu sinni með langtíma framtíð þína í huga. Mögulega ertu að íhuga ferðalög til útlanda, frekari menntun eða nýjan starfsvettvang. Ef þú vandar vel til með hófstilltri nálgun máttu búast við jákvæðum árangri. Hér skiljum við að lífið hefur eitthvað stærra og þýðingarmeira að bjóða okkur, við gerum okkur líka grein fyrir því að við þurfum að sleppa tökunum á gömlum forsendum til þess að nýta ný tækifæri. Jafnvel þó að þú hafir lagt mikið í núverandi aðstæður þínar, þá er mikilvægt að þú stígir út og kannir möguleika þína.

 

 

Tveir í Sprotum Snúið Niður

Tveir í Sprotum snúið niður hvetur þig til að draga athygli þína inn á við og að einbeita þér að persónulegum markmiðum þínum. Hugleiddu hvað það er sem er  raunverulega mikilvægt fyrir þig og hvað lýsir þig upp.
Þú gætir hafa farið í eina átt, aðeins til að átta þig á því að það var ekki í fullu samræmi við dýpri gildi þín og tilgang. Tveir í Sprotum býður þér að fara aftur á teikniborðið og að tengjast draumum þínum og metnaði á ný.
Stundum eru Sprotarnir tveir snúið við vísbending um að þú sitjir á frjórri hugmynd, en að sama leiti að þig skorti skýra stefnu til að framkvæma hana. Þar af leiðandi ertu að vinna af tilviljun og óhagkvæmni og nærð ekki tilætluðum áfangastað eins fljótt og þú vilt.
Vertu viss um að þú hafir skýra áætlun til að birta markmið þín. Skoðaðu upphaflegu ætlun þína, og orkuna og eldmóðinn sem þú fannst í upphafi. Leyfðu innri auðlindum þínum að leiðbeina þér í næsta skref.
Ef þú ert á tímamótum um hvaða átt þú átt að fara til að uppfylla drauma þína skaltu spyrja sjálfan þig: Hvað er það sem ég vil? Hvað er það sem er að stoppa mig frá því að fá það sem ég vil? 
Þú gætir verið að velja auðveldustu leiðina , þegar það er í raun sú erfiðari sem gefur okkur besta tækifærið til vaxtar.
Á sama máta þá gætu sprotarnir tveir snúið við bent til þess að þú sért treg/ur til að stíga út á óþekkt svæði þrátt fyrir gríðarlega möguleika, þú ert frekar að kjósa að halda þig við það sem þú þekkir, það þekkta.
Tengst draum þínum og sýn aftur, hvers vegna þú ert hér og þú munt vita til þess að ná hærra stigi þá þarftu að stíga inn í það óþekkta.

 

 

 




 

 

 
 

 



Back to blog