Þrír í Sprotum
Upprétt: Framfarir, jákvæð útþennsla hugar, framsýni, tækifæri,
Snúið niður: Að leika sig minni en maður er, skortur á framsýni, óvæntar tafir, vonbrigði
Lýsing
Þrír í sprotum sýnir mann í rauðum og grænum skikkjum sem stendur á kletti með snúið baki. Þrír sprotar standa þétt í jörðu og endurspegla skuldingi hans við áætlanir sínar. hann hefur yfirgefið þægindin í kastalanum í sprotunum tveimur og er nú í víðáttumiklu opnu rými og horfir út yfir hafið til fjarlægra fjalla. Hann horfir á þrjú seglskip fara fram hjá hjá, táknræn fyrir hreyfingu og framfarir. Frá hærri sjónarhorni sínu getur hann séð allt sem er fram undan, þar á meðal allar komandi áskoranir og tækifæri.
Þrír í Sprotum Upprétt
Þrír í Sprotum Snúið við
Þrír í Sprotum, snúið við, gefur til kynna að þú hafir reynt að leggja af stað í persónulega þróun en ekki náð markmiðum þínum. Óvæntar tafir og skapandi hindranir gætu hafa skotið upp kollinum á vegi þínum. Það eru vonbrigði, gremja, og almenn tilfinning um að þú hafir sóað tíma þínum á þessari braut.
Það sem þú mögulega sérð ekki er að þessi áföll eru mikilvægur hluti af lífsferð þinni og stuðla að persónulegri þróun.
Að sama skapi geta sprotarnir þrír bent til þess að áætlanir þínar gætu stöðvast með óvæntum töfum og öðrum pirrandi hindrunum. Þú gætir þurft að bíða eftir öðrum til að klára verkefni eða þú hefur vanmetið hversu mikinn tíma verkið tekur. Þegar þú skipuleggur þig, skaltu bæta við biðtíma, svo að ytri vandamál hafi ekki neikvæð áhrif á þig.
Erfiðleikar með að koma áformum í framkvæmd er einnig einn þáttur sprota þrennunnar snúið við. Áhyggjur af því að hafa ofskuldbundið þig og hvernig skal leysa þá flækju er einnig einn þáttur þrennunnar snúið við.
Það er mögulegt að þú hafir ekki undirbúið þig nægilega vel fyrir áskoranirnar á vegi þínum, eða þú varst óraunsær varðandi áhættuna sem tengdist áætlunum þínum.
Gott er að skrifa niður áætlanir þínar og skipta þeim niður í smærri verkefni til þess að gera þær viðráðanlegri og raunhæfari.
Einnig er gott að skilja áhættuna sem fram undan er og að meta hvort hún sé þess virði, svo að þú skiljir hvaða áskoranir gætu verið fram undan, búðu svo til aðferðir til að forðast eða lágmarka þá áhættu.