Þrír í Sprotum

Þrír í Sprotum

Þrír í Sprotum 

Upprétt: Framfarir, jákvæð útþennsla hugar, framsýni, tækifæri, 

Snúið niður: Að leika sig minni en maður er, skortur á framsýni, óvæntar tafir, vonbrigði

Lýsing

Þrír í sprotum sýnir mann í rauðum og grænum skikkjum sem stendur á kletti með snúið baki. Þrír sprotar standa þétt í jörðu og endurspegla skuldingi hans við áætlanir sínar. hann hefur yfirgefið þægindin í kastalanum í sprotunum tveimur og er nú í víðáttumiklu opnu rými og horfir út yfir hafið til fjarlægra fjalla. Hann horfir á þrjú seglskip fara fram hjá hjá, táknræn fyrir hreyfingu og framfarir. Frá hærri sjónarhorni sínu getur hann séð allt sem er fram undan, þar á meðal allar komandi áskoranir og tækifæri.

 

 

Þrír í Sprotum Upprétt

Sprotarnir tveir tala um skipulagningu framtíðarinnar frá stað þar sem öryggi og þægindi eru til staðar, sprotarnir þrír sýna að áætlanir okkar séu nú vel á veg komnar og að við séum að íhuga enn fleiri tækifæri til að auka núverandi stefnu og að hámarka möguleika okkar.
Allt gengur vel eins og búist var við í sprotunum tveimur, þökk sé traustum undirbúningi, þoli og þrek.
Þrír í sprotum segir okkur að mörg tækifæri séu nú í boði fyrir okkur til þess að stækka sjóndeildarhringinn með námi, ferðalögum, nýju starfi og mörgu fleira. Þegar þrír í sprotum birtist þér þá segir það þér að þú sért að verða meðvitaðri um tækifærin sem eru í boði fyrir þig núna - og að það er enn fleiri á leiðinni.
Svo að þú getir nýtt þessi tækifæri og þá möguleika sem fylgja þeim þarftu að vera staðráðinn í vegi þínum og þú þarft að vera tilbúinn til þess að stíga út fyrir þæginda rammann, vitandi að bestu vonir þínar liggja utan núverandi ramma sem þú situr í. 
Núna er tími til þess að hugsa stórt!
Hugsaðu hvað þú getur gert til þess að opna fleiri dyr fyrir meiri þróun og sjálfsskoðun. Þrír í Sprotum hvetur okkur til þess að dreyma stærri drauma og yfirstíga takmarkanir. Haltu fast í þá sýn sem þú hefur og en fastara í þá von um að hún verði þín.
Þrír í Sprotum vekur einnig athygli þína á breytingum og áskorunum sem eru fram undan. Þú sérð að maðurinn á þessu korti sér langt í fjarska, það þýðir að nú ert þú líklega meðvituð/aður um komandi þróun og hindranir og þú hefur komið þér í þá stöðu að geta undirbúið þig fyrir þær fyrir fram.
Land og sjórinn tákna stundum ferðalög, og þá sérstaklega til útlanda eða yfir vatnshlot.
Sprotarnir þrír hvetja þig til þess að vera ævintýragjörn/gjarn og fara á óþekkta staði til að uppgötva meira um sjálfan þig og læra margt nýtt á leiðinni.

 

 

Þrír í Sprotum Snúið við

Þrír í Sprotum bendir til þess að vöxtur og útþensla sé í boði fyrir þig, en þú ert að velja það að spila það öruggt og vera innan þægindarammans. Fyrir vikið ertu að loka á ný tækifæri og að takmarka möguleika þína.
Hvað er að halda aftur af þér? 
Núna er tími til þess að breiða út væng og fljúga.

 Þrír í Sprotum, snúið við, gefur til kynna að þú hafir reynt að leggja af stað í persónulega þróun en ekki náð markmiðum þínum. Óvæntar tafir og skapandi hindranir gætu hafa skotið upp kollinum á vegi þínum. Það eru vonbrigði, gremja, og almenn tilfinning um að þú hafir sóað tíma þínum á þessari braut.

Það sem þú mögulega sérð ekki er að þessi áföll eru mikilvægur hluti af lífsferð þinni og stuðla að persónulegri þróun.

Að sama skapi geta sprotarnir þrír bent til þess að áætlanir þínar gætu stöðvast með óvæntum töfum og öðrum pirrandi hindrunum. Þú gætir þurft að bíða eftir öðrum til að klára verkefni eða þú hefur vanmetið hversu mikinn tíma verkið tekur. Þegar þú skipuleggur þig, skaltu bæta við biðtíma, svo að ytri vandamál hafi ekki neikvæð áhrif á þig.

Erfiðleikar með að koma áformum í framkvæmd er einnig einn þáttur sprota þrennunnar snúið við. Áhyggjur af því að hafa ofskuldbundið þig og hvernig skal leysa þá flækju er einnig einn þáttur þrennunnar snúið við.

Það er mögulegt að þú hafir ekki undirbúið þig nægilega vel fyrir áskoranirnar á vegi þínum, eða þú varst óraunsær varðandi áhættuna sem tengdist áætlunum þínum. 

Gott er að skrifa niður áætlanir þínar og skipta þeim niður í smærri verkefni til þess að gera þær viðráðanlegri og raunhæfari.

Einnig er gott að skilja áhættuna sem fram undan er og að meta hvort hún sé þess virði, svo að þú skiljir hvaða áskoranir gætu verið fram undan, búðu svo til aðferðir til að forðast eða lágmarka þá áhættu.

 

 

 



 

 





Back to blog