Sprota Ás

Sprota Ás

Sprota Ás

Snúið Upprétt: Innblástur, Ný tækifæri, Vöxtur, Möguleiki, ný byrjun

Snúið niður: Hugmynd sem kemur fram, Stefnuleysi, Truflun, Tafir

Í Ási Sprotanna sjáum við hönd sem heldur á sprota koma út úr skýi. Höndin kemur bjóðandi nýtt tækifæri eða hugmynd með möguleika til vaxtar. Ríkt, gróið landslag er enn frekari staðfesting á því tækifæri til vaxtar. Í fjarska vinstra megin er kastali, sem táknar fyrirheit um tækifæri sem eru á leiðinni. Hæðir og fjöll liggja við sjóndeildarhringinn. Hvolfandi tindar þeirra minna á að í lífinu er ávalt áskoranir, en á sama tíma séu áskoranir til þess að yfirstíga, og þær eru yfirstignar með nægri fyrirhöfn.
Þú gætir spurt sjálfan þig, hvað er það sem ég þarf að gera.

 

 

Ás í Sprotum uppréttur

Sem ás færir þetta sprota-spil þér hreinan möguleika, að þessu sinni á hinu andlega, orkuríka sviði. Hugmyndir streyma til þín, hvetja þig til að leggja af stað á nýrri braut. Hér erum við opin fyrir nýjum tækifærum sem samsama þínu Æðra Sjálfi.

Ás í Sprotum er hreinn möguleiki!

En vegna þess að við erum í sprotum (wands), þá er birting möguleikans á andlega, orkuríka sviðinu. Hefur þú upplifað vá, mér var að detta þetta í hug,  það er sprota ásinn.

Hugmyndir streyma til þín og hvetja þig til þess að feta nýja braut.

Líttu á sjóndeildarhringinn þinn og sjáðu alla þá möguleika sem eru í boði fyrir þig!

Sprota ásinn segir þér að fylgja hjarta þínu og lifa þínu lífi, þinni ástríðu. Ef þú ert að upplifa að vera toguð/aður í átt að nýju verkefni eða nýrri lífsstefnu, en ert að velta því fyrir þér hvort að það muni virka, þá gefur ás í sprotum þér stórt já.

Leyfðu þér og þinni orku að vera þér hvatning og leiðbeina þér á þínum vegi, þú þarft að lifa þínu lífi

Ef þú hefur verið að bíða eftir merki frá Guði um að þetta sé rétta stefnan, þá er ása sprotinn, skýrt Já! 

Sprota-ásinn og frjósama landslagið í bakgrunni eru allt jákvæðar vísbendingar um að þessi hugmynd eigi möguleika á að breytast í fullnægjandi og orkugefandi útkomu. 
Sprota-ásinn hvetur þig til þess að hlusta á eðlishvöt og innsæi þitt, jafnvel þó þú kjósir frekar að skipuleggja allt í þaula, þá er hér stungið upp á að þú hlustir í meira mæli á innsæi þitt, þú veist þegar "maginn" talar. 

Ef hugmyndin virðist vera góð, þá er hún það líklegast. Byrjaðu á nokkrum grundvallaratriðum til þess að koma þér af stað og haltu síðan áfram og þróa hugmyndir þínar. Aðalmálið núna er að bregðast við hugmyndinni núna, frekar en að eyða tíma í að hugsa málið, pæla og svo gerist ekkert.

Ásinn í sprotum bendir til jákvæðrar niðurstöðu, en það er undir þér komið að framkvæma það sem til þarf. Ásinn í sprotum er neistinn sem hefur verið kyntur undir miklum eldi, en mundu að neistinn sjálfur dugar ekki til að halda logum logandi til lengri tíma. 

Þegar sprota-ásinn birtist þá hefur þú tækifæri til að vaxa á persónulegu og eða andlegu stigi. Þú gætir viljað fara á námskeið eða viljað flytja hinum megn á landið eða í annað land. Hér fullvissar ása sprotinn þig um að þessi reynsla muni opna frekari möguleika fyrir þér

 

Ás í Sprotum snúið Við 

Þegar ásinn birtist snúið við þá bendir hann til þess að þú hefur þegar skynjað hugmynd sem hefur komið innan frá en þú ert óviss hvað þú ætlar að gera við hana. Þú ert mögulega með ástríðu og orku til þess að framkvæma hugmyndina en þú hefur enn ekki fengið skýra ásjónu til þess að byrja framkvæmdir við hugmyndina. 

Mögulega ertu að bíða eftir eða að safna af þér frekari upplýsingum og eða sjálfstrausti áður en þú byrjar framkvæmdir við hugmyndina. 

Hér eru fullt af hjálplegum og skapandi hugmyndum að spretta upp, en núna er þér boðið að virkja innra með þér skapandi orku og byrja framkvæmdir.

Ásinn í sprotum eru kraftmikill og öflugur hann getur bent til þeirra áskorunar sem mannkynið margt á í áskorun með, hver er tilgangur lífs míns og hvað vil ég skapa?

Stefnu & tilgangsleysi er orkusuga, slíkt ástand skilur okkur eftir áhugalaus og án innblásturs.

Hvað er það sem þú vilt skapa í lífinu? Hvað er það sem þú vilt? 

Mundu að þú komst til þess að lifa þínu lífi, ekki lífi annarra, eða lífinu sem er í fjötrum kassa samfélagsins!

Stefnuleysi og dagleg endurtekning á sama mynstrinu leiðir til þess að við endurtökum fortíðina og því erum við ekki að skapa neitt nýtt.

Hvaða nýjar hugsanir hugsaðir þú í dag? Eða í gær, eða seinustu viku? Ert þú að endurtaka gærdaginn, seinustu viku eða mánuð, jafnvel ár? 

Ef þú hefur óaðvitandi læst sjálfan þig í endurtekningar-mynstri þá er mögulega komin tími til þess að spyrja sjálfan sig hvað það er sem þú vilt í lífinu, eru spennandi tækifæri annars staðar. 

Hér í ása sprotanum snúið niður átt þú erfitt með að vita hvað það er sem þú vilt, hvar ástríða eða ástríður þínar liggja. Hér er mælt með að komast af því hvað það er sem þú raunverulega vilt, hlustaðu á innsæi þitt, það mun aldrei stýra þér í ranga átt!

Ásinn snúinn getur verið merki um að pirrandi tafir séu að hindra framgang verkefna og hugmynda þinna. Ef þú er metnaðarfull/ur þá er líklegt að slíkar aðstæður skapi óþolinmæði. Hér biður ásinn snúinn niður þig til þess að slaka á (hver hefur slakað á þegar hann er beðin um það, haha!) að skoða tímasetninguna, iðka þolinmæði og að bíða eftir tækifæri til þess að halda áfram. Stundum eru tafir blessun að ofan!

 




 



Back to blog