Klofin Vitun
VIÐBRAGSAÐFERÐ
Sjálfshatur hættulegasta form viðbragðsaðferða
Viðbragðsaðferðir eru aðferðir eða hegðun sem er hönnuð til að draga úr, stjórna og eða útrýma neyðarstigi sem stafar af sérstakri reynslu.
Ef við ráðumst við eitthvað þýðir það að við höfum þegar ákveðið að við getum ekki breytt einhverju og því verður að bregðast við því.
Við myndum öll vonast eftir heimi sem ekki þarf að takast á við viðbragsaðferðir, því miður er það ekki heimurinn sem við búum í í dag. Og því verður að segjast að það séu einhverjar viðbragðsaðferðir sem eru hættulegri og skaðlegri en aðrar. Og kannski er ekkert hættulegra en sjálfshatursaðferðin.
Við fyrstu sýn getur verið erfitt að skilja hvernig sjálfshatur gæti verið aðferð til að takast á við aðstæður lífs síns.
Hvernig gæti það mögulega dregið úr streitu?
Til þess að geta skilið svarið við þessari spurningu þá þurfum við að ferðast til baka í tíma, til tíma þar sem uppruni sjálfshaturs sem viðbragðsaðferð hefst.
Þegar við skoðum óstarfhæft heimili þá finnum við að hver einstaklingur í fjölskyldu-einingunni er uppfullur af af skömm. Skömmin er arfur frá eldri kynslóðum. Skömmin er aðalstreitu valdurinn á heimilinu.
Allir í fjölskyldunni þurfa að finna leið til þess að lifa með skömminni. Og leiðirnar sem þau takast á skömmina skapa óvirkt og óstarfhæft fjölskyldukerfi. Skömmin skapar hlutverk innan fjölskyldunnar og hverjum meðlim er úthlutað hlutverk til þess að leika/lifa.
Til þess að skilja hvernig sjálfshatur þróast þá þurfum við að skilja að þegar foreldri er í grunninn með sjálfs-ímynd skammar, þá mun barnið sem ekki er með sjálfs-ímynd skammar, hvað sem barnið getur ekki breytt við sjálfan sig til þess að spegla foreldra, mun sjálfkrafa valda foreldrunum skömm.
í meginatriðum mun þetta barn fara í gegnum lífið bara með tilveru sinni ógilda kennileiti foreldra síns. Þetta veldur því að foreldri upplifir ógn stafa af barninu.
Þetta er ástæðan fyrir því að gullna barnið í fjölskyldunni hendir auðkenni sínu til þess að "lifa af" í fjölskyldu-einingu sinni. Þau tapa öllum mörkum og verða af spegil ímynd eða mini mí útgáfa af foreldra sem þú þurfa að upplifa öryggi og stöðugleika með.
Foreldrið sem þeir verða að samræmast til að tilheyra yfirhöfuð og það skapar sína eigin óvirkni (dysfunction).
En það sem við erum að skoða í dag er hvernig alvöru sjálfshatur sem viðbragðsaðferð þróast.
Þessi gríðarlega skaðlega viðbragðsaðferð þróast oftast hjá barninu sem ekki gat aðlagast foreldra. Stundum getur barn ekki aðlagast umhverfinu og foreldra með því að kasta kennileiti eða auðkenni sínu.
Það eru margar ástæður fyrir þessu, hér er dæmi.
Kannski er barnið viðkvæmt sem er mögulega með öðruvísi taugakerfi. Þetta barn þó svo að þeim langi að geðjast mömmu og pabba og samræmast, getur það ekki. Vegna þess að taugakerfi þeirra verður yfirþyrmt af tilfinningum. Það að þau geti ekki samræmst gerir þau af skotspónn fyrir þann foreldra.
Í meginatriðum þá veldur barnið sjálfsmynd foreldra það miklu uppnámi að foreldri snýst gegn barninu ómeðvitað. Foreldri gæti sagt við barnið að þau elski það og þau reyna að gera kærleiksríka hluti fyrir barnið. En sannleikurinn er sá að foreldrið sýnir ekki hvernig þeim líður gagnvart barninu í raun og veru á yfirborðinu. En sannleikurinn kemur út á marga vegu.
Eina leiðin til þess að forðast skömmina sem þau finna og skömmina sem barnið kveikir á innra með þeim er að afneita barninu tilfinningalega og að beina þeirri skömm til barnsins.
Þannig verður barnið af fjölskyldu blóraböggli (scaepgoat)
Hér er foreldri ekki lengur slæmur, barnið er núna slæmt og það er vandamál foreldrana og foreldri er orðið af "fórnarlambi" blóraböggulsins, líka allir aðrir í fjölskyldunni.
Fjölskyldan getur þá falið alla truflun sína á sama stað, öll skömmin sem allir í fjölskyldunni eru með er falin undir skjóli blóraböggulsins.
Núna breyta allir meðlimir fjölskyldunnar nálgun sinni gagnvart barninu, þessi vandamáls manneskja fjölskyldunnar sem er í raun og veru ekki vandamálið. Þau nálgast hana sem vandamálið sem þarf að laga. Núna fá þau að vera góðu kallarnir vegna þess að allt líf þeirra fjallar um að laga þetta hræðilega vandamál.
Þetta er það sem flestir meðferðaraðilar kalla auðkennda sjúklinginn sem er bara blóraböggull sem er nú búið að fara með í meðferð hjá sálfræðing sem aðal vandamál fjölskyldunnar.
Það er í raun og veru ekkert af þessari manneskju, það sem er að hjá þeim er að allir í fjölskyldunni hafa snúið sér á móti þeim.
Aðrir fjölskyldumeðlimir er gjörsamlega blindaðir fyrir þessari staðreynd
Upplifunin af því að þau sem þú þarft mest á ást frá að halda sé snúið gegn þér er ólýsanlega sársaukafullt og eyðileggjandi fyrir geðið.
Það er enginn leið fyrir blóraböggul að takast á við þessar aðstæður, þetta er hryllingur og pynting fyrir barnið, síðar fullorðin einstakling.
Þessar aðstæður skapa umhverfi þar sem barnið getur ekki fundið leið til þess að finna öryggi. Þetta er aðstæðurnar sem taugakerfið þeirra er að þróast í. Taugakerfi sem þróast í umhverfi þar sem ekkert öryggi er, þróast öðruvísi.
Þetta barn upplifir það að vera hataður af fjölskyldu sinni. Sérstaklega af foreldra sem er aðal andstæðingur barnsins. Sá foreldri sem upplifir hvað mestu ógn af barninu.
Þetta barn er að alast upp með andstæðingi, en andstæðingur er sá sem líf þeirra er upp á kominn. Leiðin sem þau bregðast við þessum aðstæðum hjálpar þeim kannski í stuttan tíma en gjörsamlega eyðileggur líf þeirra til lengri tíma.
Barn sem er sett í þessa aðstöðu í lífi sínu ýtir sjálfum sér í burtu. Það er náttúrulegt viðbragð við því þegar einhver sem líf þitt er upp á komið hafnar svo stórum parti af okkur. Við ýtum þessum pörtum af okkur sjálfum í burtu.
Við getum samt ekki líkamlega gert það, hvað gerist þá þegar við ýtum okkur sjálfum í burtu?
Vitund okkar Klofnar
Vitund þeirra klofnar, einn helmingurinn inniheldur þá þætti af þeim sem foreldrið hatar við þau eða það sem þau skynja að foreldrið hatar við þau. Hin helmingurinn verður af spegilmynd af foreldranum sem hatar þau. Andstæðingurinn hefur hér verið innbyggður inn í geðið á barninu.
Innri andstæðingurinn tekur við starfinu að hata þá parta sem foreldrið hafnaði innra með sjálfinu.
Innri andstæðingurinn hefur tekið við hlutverki foreldra að hata þau
Innri andstæðingurinn verður sá sem er stöðugt að smána og gagnrýna þá hluti innan viðkomandi sem eru álitnir rangir og slæmir af foreldrinu og nú sem afleiðing af einstaklingum sjálfum.
Þetta gerir sársaukann stjórnanlegan og fyrirsjáanlegan.
Barnið trúir því að með því að gera þetta þá gætu þau mögulega breytt þeim hlutum við sjálfan sig sem er svo hræðilegir. Manneskjan er orðinn þeirra eigin ofbeldismaður og hatari svo að foreldrið sem er andstæðingur barnsins fái ekki tækifæri til þess að gera það sjálfur.
Til þess að skilja af hverju þessi vibragðsaðferð virkar þá vil ég að þú ímyndir þér að þú sért virkilega reið og hatursfullur út í einhvern, þú tekur þá ákvörðun að fara upp af þeim og berja. Ég vil að þú ímyndir þér að sú manneskja sem þú ætlar að berja byrjar að berja sjálfan sig. Það sem gerist nánast strax er sú að vilji þinn til þess að berja hana hverfur, strax!
Þú upplifir annaðhvort Guð minn góður, það er eitthvað virkilega mikið af þessari manneskju, ég ætti líklegast að hjálpa þeim, eða þú ert OhMæGad, þau eru sammála mér. Núna líður mér eins ég sé staðfestur (validated). Þú hefur rétt fyrir þér að berja sjálfan þig, haltu áfram. Ég ætlaði hvort eð er að gera þetta við þig.
Hvor tveggja tekur vindinn úr seglunum hjá þér.
Á þessum tímapunkti hefur barnið í fjölskyldunni þróað sjálfshaturs viðbragðsaðferð og er breytt í fjölskyldu vandamálið eða auðkenndi fjölskyldu sjúklingurinn.
Af hverju?
Vegna þess að foreldrið ómeðvitað fær extra boost af sjálfsáliti með því að verða af fölskum fjölskyldu-heilara.
Er ég ekki frábær og góð manneskja vegna þess að barnið mitt er með svo mörg vandamál og ég ætla að hjálpa þeim að laga það.
Sjálfshaturs þátturinn og byrjunin á honum er í raun og veru sá partur af þér sem er að bjarga lífi þínum frá foreldra. Hann er því ekki á móti þér. Þó svo að það líti þannig út. Það sem er mikilvægt að skilja með þennan þátt af þér sem er svo gagnrýnin eða hatursfullur gagnvart þér, er sá að hann er með öll svörin um hvað skiptir þig mestu máli í þínu lífi.
Hér er dæmi:
Kannski er það sem foreldrið hataði við barnið var að það var viðkvæmt. Þá mun parturinn sem hatar og gagnrýnir þig stanslaust gagnrýna og smána þig fyrir að vera "of viðkvæmur".
Vegna þess að hugsunin er sú að ef það er nóg vanþóknun til staðar þá hætti ég annaðhvort að vera viðkvæm eða fyllist hvata til þess að laga þessa viðkvæmni.
Með þessu fær barnið sá skynjun öryggis og að hún tilheyri sem hún þarfnast.
Sannleikurinn er sá að sjálfs hatandi þáttur sjálfsins heldur á þeim upplýsingum um hve öryggi og að tilheyra er mikilvægt og hve mikið við þurfum á því að halda.
Hvað þarftu á halda?
Við þurfum að komast af því á hvaða lyklum sjálfs hatandi þáttur okkar heldur á. Við þurfum að reyna að fá þessa þætti beint frá þeim stöðum sem við getum fengið þá frá.
Sjálfshatur er viðbragðsaðferð sem er svo hættuleg og eyðileggjandi. Jafnvel þó að hún bjargi þér frá andstæðing sem þú þarft á að halda (foreldri) í æsku, þá þýðir það þrátt fyrir það að þú munt lifa lífi í algjörum kvíða, alltaf. Vegna þess að núna ertu að búa með óvin, alltaf, innra með þér.
Þetta ástand leiðir til allskonar hegðunar sem eru neikvæðar lengra litið. Eins og ofbeldis sambönd, áhættu-hegðun, sjálfs eyðileggjandi hegðun, sjálfsskaði og stundum sjálfsvíg.
Þegar þú finnur þessa parta innra með þér sjáðu þá velvilja þeirra og ástæðu tilveru þeirra. Sjáðu áætlun þeirra, sjáðu að þegar þú vart í ofbeldisfullu umhverfi þá voru þeir bjargvættir en að núna eru þeir að eyðileggja hæfileika þinn að lifa heildrænu og hamingjusömu lífi.
Sjáðu þá parta af sjálfinu sem þessi partur er andsnúinn. Sjáðu að þú þarft að samþykkja þá og elska þá.
Farðu beint til þeirra þátta sem þú varst að reyna að fá óbeint með því að hata þessa þætti sjálfs þíns. Gefðu sjálfum þér það sem þú þarft og fáðu það frá öðrum.
Lífið sem þig virkilega langar að lifa er hinum megin að langa til þess að vera þú.
Greinin Klofin vitund, viðbragsaðferð, er byggð á fyrirlestrinum Self hate the most dangerous coping mechanism, fluttur af Teal Swan.