á meðan andlegri vakningu stendur byrjum við að skilja hversu mikilvæg athygli okkar og áherslur eru. Við byrjum einnig að skilja að við sköpum raunveruleika okkar með tilfinningalegri athygli okkar líka.
Við sköpum raunveruleika okkar með orku sem var gefið nafnið Loosh.
Loosh er hugtak sem Robert Monroe skapaði. Þegar Monroe var að "ferðast" utan líkama eða Astral traveling. Uppgötvaði hann að tilfinningaleg orka okkar er einhverskonar efni sem er keppt um og jafnvel lifað á. Þessi orka er notuð til þess að skapa.
í dulspeki er orðið Loosh notað í mismunandi samhengi á mismunandi vegu. Dulspeki vissi einnig um þetta skapandi efni þó að hún kalli það ekki Loosh. Dulspekin vissi að það er keppt um þessa skapandi orku til þess að skapa marga raunveruleika í gegnum hana.
Loose er tilfinningaleg orka eða tilfinningaleg orka sem notuð er til þess að skapa.
Ímyndaðu þér leiðslu frá Upprunanum (Source) til þín. Þessi leiðsla er tilfinningalegt eldsneyti sem er byggt á óskum eða því sem þér finnst notalegt og vilt eða því sem lætur þér líða vel.
í meginatriðum ást í tilfinningalegu formi.
Hægt er að komast inn í þessar orku leiðslur og breyta upplýsingunum í annað form það er hægt að breyta þeim í lægra form af þessari skapandi orku og jafnvel í fjandsamleg form.
Flestir sem vita eitthvað um hugtakið loosh hugsa um það í neikvæðu samhengi. Loosh er í raun og veru skapandi lífs kraftur. Hann er lífs orkan sem við notum til þess að skapa raunveruleikann með.
Loosh er skapandi orka sem kemur fljótandi inn sem laðar af sér reynslu sem við köllum fram.
Lífsreynsla sem við köllum fram eða hvað sem við viljum upplifa er kallað fram með loosh (tilfinningalegri orku).
Hvað eina sem við köllum fram er birt í gegnum loosh eða skapandi orku Upprunans (Source). Loosh er því ástandið þar sem okkur líður svo vel sem er mjög eftirsóknarvert. Þetta ástand er svo notað til þess að skapa raunveruleika okkar.
Í dag er það vel vitað að hugsanir og tilfinningar skapa raunveruleika okkar. Hugsanir, tilfinningar og framkvæmdir saman, skapa.
Hugsanir og tilfinningar eru ólíkamlega formið af birtingu (manifestation). Framkvæmd á líkamlega sviðinu er líkamlega leiðin sem við notum til þess að skapa.
í dag erum við tala um ólíkamlegu leiðina til þess að skapa, það er gert í gegnum skapandi leið sem er þekkt sem Loosh.
Tilfinning er orka á hreyfingu og Loosh er þessi orka á hreyfingu.
Upprunalega og fyrsta birting Loosh er utan okkar vídd og fyrir utan vídd jarðar. Monroe kallaði orkuna Frumorkuna vegna þess að hún er upprunalegi orkugjafinn sem öll önnur form koma frá.
Hún er það því öll form koma tilfinninga frá honum líka.
Þegar Loosh er í Frumorku þá er hún hreinn lífs kraftur eða hreinn skapandi kjarni sem við köllum ást.
Áður en loosh er stolið af okkur og breytt í neikvæðar tilfinningar þá er hún Frumorkan, Ást.
Loosh er tilfinningaleg næring ekki ólíkt því að við þurfum líkamlegan mat til þess að næra líkamlegu líkama okkar.
Loosh er orkumatur til þess að næra allan alheiminn.
Loosh er eldsneytið sem nærir okkur og Alheiminn
Þetta er dýpsta leyndarmál dulspekinnar að tilfinningar eru næringarefni.
Allt er gert í þeim tilgangi að komast yfir Loosh
Þegar þú skilur ekki af hverju eitthvað óskiljanlegt og grimmt er að gerast eða þú heldur að þetta sé allt græðgi, þá er dýpri meiningin á bak við það Loosh.
Loosh er efnið sem nærir og skapar sköpun
Loosh getur verið jákvæð sköpun og neikvæð sköpun, en það er ekki mikil munur á henni og batterí. Hún gefur orku og lífs kraft til alls alheimsins.
Lykilþáttur lífs okkar er að læra að næra okkur almennilega, að læra að gefa og þiggja tilfinningalegt efni á meðvitaða vegu.
Svona lifa jákvæðar verur á hærri vitund þær eru nærðar í gegnum samlífsorku og gagnkvæmi. Jöfn orkuskipti með því að gefa og taka í gegnum kærleiksríkan ásetning.
Mannkynið á einnig að læra að gera þetta í okkar vídd raunveruleika. En núverandi staða orkuskipta er ekki samlíf. Það er gert í gegnum tilfinningalega aðfangakeðju sem þú getur hugsað þér sem ofvíddar narsissisti. Þetta er því matarkeðja framboðs frekar en jöfn skipti.
Best er að útskýra Loosh sem innyfli ástar það er það sem Loosh er í hæstu tjáningu.
í lægstu tjáningu er Loosh notað til þess að skapa raunveruleika í gegnum ótta
Sjáðu okkur öll, allt mannkynið sem verur sem eru dýrmætar "geymslur" fyrir dýrmætan lífs kraft. Hver ein og einasta mannvera hefur hann, við birtum (manifest) með honum, við köllum fram það sem við viljum upplifa með lífs kraftinum eða tilfinningalegu næringarefni sem er kallað Loosh.
En..
Ef við vitum það ekki og skiljum það ekki þá er mjög líklegt að það sé verið að stela henni af okkur og eiga við hana.
Ef annað fólk veit að við erum gangandi og talandi lífs-kraftur en við vitum það ekki þá er hægt að nýta sér það, og það er gert!
Hvernig er Loosh þekktast?
Neikvæða hlið Loosh er þekktust. En það er þegar athygli veru og reynsla hennar er einbeitt af einhverju til þess að óttast, af eitthverju hræðilegu eða fjandsamlegu. Þegar heill hópur (human collective) notar skapandi orku eða Loosh á neikvæða fjandsamlega óttalega tímalínu eða raunveruleika eða hluti sem við á langvarandi máta einbeitum okkar af atburðum, fólki og hlutum sem vekja ótta og fjandsamleika innra með okkur.
Looshið sem við erum er því notað til þess að skapa neikvæðar tímalínur sem við viljum ekki upplifa.
Loosh er því dýrmætasta efnið í allri tilverunni! Loosh er efni sem gefur lífs krafti líf. Efnið sem gefur birtingu (manifestation) líf
Þegar samansafn vitundar (whole collective) er að nota skapandi lífs kraft sinn í að einbeita sér af neikvæðri reynslu og upplifum, þá erum við að skapa okkar eigin valdleysi.
Við erum að gefa okkar eigin lífs kraft
Við erum að birta óaðvitandi neikvæðar tímalínur. Allur óttinn sem við sem sameiginleg vitund (collective consciousness) erum að skapa í tilfinningalegu formi er notað til þess að skapa neikvæðar tímalínur.
Það sem er mikilvægast að vita um Loosh er að það er orka í tilfinningalegu formi. Þegar Loosh er breytt frá tærri ást í ótta eða reiði þá ert þú að eiga við (manipulate) lífs kraft.
Þú ert að einbeita meðvitund þinni af neikvæðri upplifun.
Þú notar Loosh til þess að birta eitthvað!
Það sem er mikilvægt að skilja þegar það kemur af Loosh er að birting skapast með efninu Loosh.
Birting er sköpuð með því að finna tilfinningu. Upplifun tilfinninga er hægt að eiga við (manipulate)
Nútíma rásir fyrir hærri orkusvið (channelers) eins skaðlegir og þeir geta stundum verið með því að tengjast og predika skilaboð sem eru ofur jákvæð, þá tengja þeir fólk við þung stig blekkingar og tengja fólk við spiritual bypassing.
En jákvæða hliðin er sú að þeir eru að endurtengja mannkynið við Loosh.
Tengingin við mannlega meðvitund (human consciousness) og Loosh í hreinasta formi.
Þau tengja mannlega meðvitund og Loosh við sitt hreinasta form.
Jákvæðni, ást og sköpun hefur verið aftengd
Því er það áskorun fyrir okkur að tengjast óendalegum möguleikum birtingar.
Það er áskorun fyrir okkur að kalla inn lífs kraftinn og líða vel að finna fyrir eigin krafti og valdi og jákvæðni og svo að skapa frá þessu kraftmikla rúmi.
Loosh er á bak við uppstigningar ferlið okkar.
Partur af því að þróast og þroskast andlega er að geta birt (manifest) jákvæðari útgáfur af raunveruleikanum. Partur af andlegri vakningu og þróunn er sú að tengjast þeirri staðreynd að við erum skaparar sjálf.
Við erum skapandi verur!
Við höfum aftengst þeirri staðreynd að við séum skapandi verur en við erum Skapandi Verur að sigla í gegnum eilífðina eða ímyndunaraflið og með því þá erum við að skapa okkar eigin andlegu þróun.
Á vissum punkti þróunar þá þarf raunveruleiki okkar að vera sjálfs skapaður
Til þess er leikurinn gerður!
Það þýðir ekki að þú sért sá sem gerir þetta allt einn, nei þetta þýðir að þú getur viðurkennt og vaknað við þá staðreynd að þú sért skapandi vera.
Það sem við virkilega erum í kjarnanum er Loosh. Við erum skapandi hugsanir og tilfinningaleg orka sem er notað til þess að birta (manifest).
Því meira meðvituð sem við verðum að við séum skapandi Verur sem skapa sinn eigin raunveruleika með skapandi hugsunum og skapandi tilfinningalegri orku
því meira getum við einbeitt vitund okkar af því sem þarf að heila.
Við getum einbeitt vitund okkar frekar af því að stækka vitund okkar. Vitund okkar inniheldur bæði jákvæða og neikvæða póla, en það sem er gríðarlega mikilvægt er að ná algjörum yfirráðum og stjórn á tilfinningum okkar. Þannig getum við stjórnað orkunni okkar og skapað það sem við viljum upplifa með því að stjórna því hvernig okkur líður.
Þetta er svo kraftmikið ferli að Robert Monroe sagði að Loosh í hæsta möguleika væri líka kallað flótta hraði (escape velocity).
Escape velocity er orkugjafi sem keyrir veru áfram út úr þykku og þungu þriðju víddinni, út úr karmísku hjóli samsara út úr hjóli endurholdgunar, þar sem við fæðumst og deyjum, aftur og aftur, út úr endurholdgun andlegs minnisleysis inn í kerfi jarðarinnar.
Þetta er allt gert í gegnum Loosh sem er ást í hæstu tjáningu. Þegar ástin er tærð af öllum óhreinindum og allt sem er ekki ást er fjarlægt, það sem eftir stendur er hreinn kjarni tilfinningalegs innihalds sem er eldsneyti.
Þegar það er ekki notað meðvitað sem eldsneyti þá er það veitt notað og uppskorið af fjandsamlegri tjáningu.
Loosh er því skynjunar upplýsingar og innihaldsefni ástar. Þessa ást er hægt að breyta í mismunandi flokka, mismunandi áferð og brögð og það er hægt að lækka tíðni þess.
Hvert tilfinninglegt ástand er Loosh
Hver er styrkleiki Loosh og hvað er verið að nota það í?
Þegar við erum í erfiðum og stressandi aðstæðum, líf eða dauði aðstæður þá er looshinu okkar stolið og notað til þess að skapa neikvæðar tímalínur.
Við erum sett í stressandi aðstæður þar sem við erum undir pressu. Þar er hægt að tengjast lífs orkunni okkar og meðhöndla hana og breyta henni í neikvæðar tilfinningar sem skapa erfiðar lífs aðstæður.
Þar erum við blekkt til þess að skapa neikvæðan raunveruleika frá neikvæðu ástandi
Gott dæmi er um móðurinna sem hefur nógan styrk til þess að lyfta bíl til þess að geta bjargað börnunum hennar. Það er fullkomið dæmi um hvernig lífs kraftur okkar er settur í aðstæður þar sem hann er undir miklu álagi, streitu og ótta. Í slíku ástandi framleiðir lífskrafturinn okkar loosh.
Og það er matur Kósmósins.
Lífskrafturinn okkar er settur undir ógurlegt álag í ótta svo að hann framleiði loosh
Við erum nú ekki alltaf í aðstæðum eins og móðirin sem var nefnd hér að ofan þannig að við erum ekki alltaf að framleiða loosh. Raunveruleiki mannkynsins er slíkur í dag að það er verið að blekkja hann svo að við framleiðum loosh eins og Kýr í mjólkurbúi. Það er gert með því að innræta og græða aðstæður þar sem við mannkynið erum fangar í lífsaðstæðum sem skapa streitu, kvíða og ótta í þeim tilgangi að kreista lífskraftinn úr okkur.
Rétta bragðið
Loosh er eins og þegar við erum að velja okkur hvað við skulum taka okkur til mats. Langar mig í ítalskan mat, eða kínverskan eða ... Loosh er matur fyrir aðrar verur og sumar verur líkar vel við ótta, sumir vilja sorg og þunglyndi, þess vegna eru svo mikilvægt að við heilum okkur svo að við erum ekki loosh fyrir aðrar verur.
Hvernig nærast aðrar verur á Looshinu okkar?
Við umbreytum því, við gerum það óvart hvenær sem við höfum sterkan ásetning sem áfastur er við neikvæða tilfinningu, það er jafnan svo að að hægt sé að stela loosh af okkur og nærast á henni.
Það þarf að vera upprunalega frumorkan okkar sem er sterk þrá eða sterkur ásetningur sem er svo fyllt með neikvæðum tilfinningum. Ef það er aðeins sterk þrá eða ásetningur þá er það ekki neikvætt þeir koma frá hærra Sjálfinu okkar. Það er þegar sterk þrá er tengd neikvæðri tilfinningu
Fullkomið dæmi er hefnd, sterkur ásetningur er fylltur með reiði. Það er eðlilegt að upplifa neikvæðar tilfinningar, ekki fara að bæla niður tilfinningarnar þínar.
En það sem gerir þetta af loosh er að ef við erum ómeðvituð um ferlið að það sé verið að umbreyta orkunni okkar í mat fyrir aðrar verur. Að við séum að senda frá okkur allt þetta tilfinningalega næringarefni í Ætherinn með engri vitund um hvað við erum að gera
Hvernig sendum við frá okkur Loosh
Allt sem þú er ómeðvitaður um og heldur ekki utan um og er fyrir utan kærleika ljóssins þíns, það getur því verið Loosh
Önnur leið sem við sendum frá okkur Loosh
Hér erum við ekki saklaus og ómeðvituð. Hér með ásetning leyfum við að orkan okkar sé undirbúin eða breytt í neikvætt ástand svo að looshið okkar sé leitt til þess að skapa óreiðu, áföll og neyð. Þetta er líka sýnt í occult setningu þar sem er sagt "order out of chaos"
Í þessum raunveruleika laðar líkt það sama.