Fullt Tungl
Af hverju er fullt og nýtt tungl séð sem mikilvægir tími?
Þegar tunglið tekur ákveðna stöðu hækkar það allt sem þú ert. Ef þú ert hamingjusamur verðurðu miklu hamingjusamari, ef þú ert andlega óstöðugur verður þú mun óstöðugri andlega.
Tunglið er gervihnöttur fyrir þessa plánetu og það er "bundið" fast við hana
Mörg ykkar sem lesa þessa grein vita það kannski, vonandi ekki af eigin upplifun að þegar einhver er andlega óstöðugur þá verða þau óstöðugri á fullu eða nýju tungli.
Hefur það komið fyrir þig?
Mögulega þá kemur þetta ekki fyrir þig en þetta kemur fyrir aðra
Það er ekki að tunglið hvetur til brjálæði. Þegar tunglið fer í ákveðna stöður þá hækkar hún hvað þú ert.
Ef þú ert ástrík/ur og kærleiksrík/ur þá verður þú miklu meira ástríkari og kærleiksríkari en á öðrum tímum.
Ef þú ert hamingjusöm/samur þá verður þú miklu meira hamingjusamari en á öðrum tímum
Ef þú ert örlítið andlega óstöðug/ur þá verður þú miklu meira andlega óstöðug/ur en á öðrum tímum
Ef þú ert hugleiðandi þá verður þú miklu meira hugleiðandi en á öðrum tímum
Á fullu og nýju tungli þá hækkar sá eiginleika sem er hvað ríkastur í þér
Fullt og Nýtt tungl er tækifæri fyrir þig að verða meðvitaðri og fyrir þig að velja á meðvitaða vegu hvaða eiginleiki hækkar í þér.
Segjum að í dag er fullt tungl og þú vaknar og þú velur hvaða eiginleika þú vilt að sé hækkaður í þér og um kvöldið þá mun sá eiginleiki vera bættur innra með þér.
Að velja meðvitað hvaða eiginleika þú vilt þróa með sjálfum þér í stað þess að vera fórnarlamb ómeðvitaðs andlegs óstöðugleika innra með þér.
Tunglið er ekki það sem gerir þig brjálaða eða hugleiðandi það eykur aðeins það sem þú ert nú þegar.
Þú veist að sjórinn rís á fullu tungli. Þegar sjórinn er að reyna að rísa þá eru aðstæður einnig heppilegar fyrir þig að rísa, ef þú ert viljug að nýta þér það.
Áhrif tunglsins á mannslíf er miklu meira en þetta. Að vera meðvituð um hvar tunglið er, gæti verið hjálplegt vegna þess að staða tunglsins skapar mismunandi eiginleika inn í kerfinu á okkur.
Í ensku tungumáli þá er tunglið ´lunar´, ef þú stígur einu skrefi lengra þá verður þú af ´lunatic´
Áhrif tunglsins er talið vera órökrétt. Allt sem er órökrétt hér í vestræna heiminum er oftast merkt sem brjálæði.
Í austri þá er takmörkun rökfræðinnar vel þekkt.
Rökræði er mjög hjálpleg til þess að reka efnislega þátt lífs þíns. Ef þú vilt reka fyrirtæki eða byggja hús eða hvað það er sem við gerum í efnislega heiminum þá þurfum við að beita rökfræði. Það er ekki hægt öðruvísi.
Vandamálið er slíkt þessa dagana að til þess að framkvæma fyrir utan okkar þá köllum við til Guðs og til þess að framkvæma innra með okkur þá viljum við framkvæma það með rökfræði.
Bæði munu ekki virka fyrir okkur
Þegar kemur að huglægum víddum lífsins
Ef þú ert ekki tilbúin til þess að yfirstíga takmarkanir rökfræði þinnar þá mun aldrei neitt gerast.
Ef ég bið þig um að loka augunum og gera eitthvað mjög einfalt. Þá byrjar þú að hugsa og reikna hvað fæ ég út úr þessu, hvað mun gerast?
Ekkert mun nokkurn tímann gerast fyrir þig
Ef eitthvað fallegt mun snerta þig í lífinu. Ef hugleiðsla mun snerta líf þitt, ef ást snertir líf þitt, þá hlítur þú að vera órökréttur.
Allt er rökfræðilega rétt en það er sársauka svipur á andlitinu á þér vegna þess að allt er rökrétt hjá þér.
Þú ert rökréttur!
En lífið virkar ekki þannig
Á morgun þegar þú vaknar hugsaðu 100% rökrétt. Ekki hugsa um allar þær fallegu stundir sem þú hefur upplifað í lífinu þínu. Ekki fara til baka til allra þeirra lífsreynsla sem skipta þig miklu máli. Ekki hugsa um fuglana sem fljúga svo fallega á himnum. Ekki hugsa um fallega brosið frá barninu þínu.
Ekki skoða neitt af þessu
Hugsaðu bara rökrétt
Núna þá þarftu að fara fram úr
Og svo þarftu að fara á klósettið
Borða
Vinna
Borða
Vinna
Fara að sofa
Endurtekning á morgun
Klipptu út upplifun lífsins og hugsaðu rökrétt og sjáðu að þú ert að fara að gera það sama næstu 30 - 40 eða 50 ár!
Sama vitleysan alla daga
Hugsaðu bara rökrétt, er það þess virði?
Er það þess virði?
NEI
Augnablik þar sem öfga rökfræði er beitt eru augnablik sjálfsvígs
Horfðu til baka
Ef þú getur ekki horft til baka þá vil ég að þú skoðir gamlar myndir og ég vil að þú skoðir hvernig andlitið á þér var þegar þú varst fimm eða sex ára. Þú varst glöð/glaður.
En núna þá er það að súrna meira með hverju árinu sem líður
Að stíga út úr rökfræði hljómar óskynsamlegt, nema að þú gerir það á vissan hátt. Vegna þess að núna þá er hugmynd þín um vit aðeins rökrétt.
Ég bið þig að sjá að fallegustu stundir lífs þíns hafa verið upplifaðar þegar þú hélst rökfræðinni aðeins í burtu frá sjálfum þér.
Skoðaðu ástarævintýrið þitt með rökfræði. Það verður það asnalegasta sem þú hefur upplifað.
Kannski er það, það allra fallegasta sem þú átt í lífnu. En ef þú beitir rökfræði og greinir það með ´viti´ þá sérðu að ástarævintýrið er það asnalegasta sem þú getur gert.
En það er kannski fallegasta lífsreynsla lífs þíns
Rökfræðilegar víddir lífsins og upplifunar partur þess hver þú ert eru þveröfugar.
Í Yoga þá horfum við á þig sem tvo þætti Sólin og Tunglið.
Þú hefur séð táknfræðina og heyrt orðið hatha yoga.
Ha þýðir sólin og ta þýðir tunglið.
Þú hefur séð Shiva táknaður sem hálfur maður og hálf kona. Allt þetta segir að það sé rökfræðileg vídd við þig og að það sé vídd sem er yfir það hafin.
Ef þú kannar ekki bæði verður þú ófullkomin manneskja. Eða þú verður aðeins hálf lifandi.
Þegar það er verið að tala um andlega ferlið eða Yoga þá erum við að skoða hvernig við verðum af fullgilt lífs ferli, ekki hálft líf.
Að líkaminn sé bara á lífi er ekki nógu gott.
Allt við þig ætti að vera í botni, aðeins þá munt þú sjá hvort að það sé þess virði að vera hér eða ekki.
Þó að þú sjáir tunglið eða ekki eða vitir ekki af því þá eru áhrif þess að vinna á þér. Á nýju tungli þá eru áhrifin miklu meiri en á fullu tungli.
Þó svo að þú skynjir eitthvað eða ekki er ekki málið. Áhrifin eru þar.
Það er rökfræðilegur þáttur í þér sem hjálpar þér að takast á við efnislegan þáttinn. Það er vídd sem er án rökfræði og án hennar þá er ekki hægt að tengjast huglægum víddum.
Tunglið er tákn fyrir þá vídd