Leiðsögn í Anda  - Spirit Guides

Leiðsögn í Anda - Spirit Guides

Hvað eru Andlegir Leiðbeindendur & Hvernig höfum við samskipti við þá? 

Ein af dýpstu þrám okkar þegar við erum að upplifa andlega vakningu er að eiga samskipti við andlega leiðbeindur okkar

Það sem við köllum Andlega Leiðbeinendur, eru eins og bergmál af framtíðarútgáfum af okkur sjálfum 

Frumspekilegt (Metaphysical) eðli raunveruleikans er Skammtasviðið. Skammtasviðið (Quantum Field) hefur marga möguleika. Inn í skammtasviðinu eru margar útgáfur af okkur vegna þess að inn í því eru allir möguleikar. Skammtasviðið geymir allar þær ákvarðanir og allt val sem við höfum. Þær ákvarðanir og val sem við tökum skapa mismunandi útkomur og mismunandi útgáfur af okkur. 

Þetta stig raunveruleika er það sem við þekkjum sem 5. vídd raunveruleikans og víðar. Þessi vídd raunveruleikans viðheldur fleiri en einn möguleika af raunveruleika, ekki aðeins einn möguleiki eða ein útgáfa af okkur, þannig að á þessum tímapunkti þá margfaldast raunveruleiki okkar. Þetta er ástæðan fyrir því að við þekkjum orðið fjölvídd svo vel á þessum tímum. 

Á þessu stigi raunveruleika er hugtakið Eining eða Sameining miklu raunverulegra en það er í þriðju víddinni. Þannig að þegar það er talað um margar útgáfur af okkur eða margar víddir af raunveruleika eða andlega leiðbeinendur þá er verið að tala um skammtasviðið (Quantum field) og alla hina mismunandi möguleika sem geta verið til í skammtasviðinu byggða á mismunandi brautum. 

Allar þessar mismunandi brautir geta allar verið til á sama tíma vegna raunveruleika Einingu eða Sameiningu sem á sér stað í hærri þéttleika eða víddum. 

Hægt er að horfa á Andlega Leiðbeinendur sem bergmál af okkur núna

Þetta bergmál ber sig inn í hverja vidd, þeir eru því partur af flæði meðvitundar okkar (stream of consciousness) en í mismunandi fjarlægð, alveg eins og bergmál. Andlegir leiðbeinendur hafa jafn gott af því að aðstoða okkur vegna þess að þeir eru líka verur sem er að þróast og þeir þróa sína eigin meðvitund með því að læra hvernig þeir aðstoða okkur. 

Tæknilega þá eru ekki allir andlegir leiðbeinendur við frá öðrum víddum, sumir þeirra koma frá samningum sem við gerðum við gagnlega veru áður en við endurfæddumst. Ástæðan fyrir því að þessir samningar eru gerðir eru vegna þess að þessar verur eru með sértæka hæfni eða dýrmæta tíðni sem aðstoða okkur í okkar tilgangi hér. 

Ef við viljum virkilega skilja hvað andlegir leiðbeinendur eru þá þurfum við að skilja orðið Skyldleiki. 

Skyldleiki er mjög hjálplegt orð sem mun hjálpa þér ekki aðeins að skilja hvað andlegir leiðbeinendur eru, en skyldleiki mun aðstoða þig við að skilja hvaða dulspeki (esoteric) sem er, hvaða andlegu þekkingu sem er og hvaða frumspeki þekkingu sem er. 

Hvort sem þú hefur áhuga á dulspeki (occult) eða frumspeki (metaphysical), þá þarftu virkilega að skilja hvað skyldleiki er.

Í Alkemí er skyldleiki kallaður samúð, en skyldleiki er hjálplegra orð til þess að skilja þetta. 

Skyldleiki þýðir að vera með sameiginlega eiginleika, líkingu við okkar náttúru og framtíðar útgáfur, þannig að það er aðdráttarafl eins og segulvæðing í gegnum sameiginlega eiginleika. Við þekkjum þetta fyrirbæri hér í þessari vídd sem að það sem líkist dregur af sér það sama. Það er það sem samúð þýðir, það er það sem skyldleiki þýðir.

Það er þessi líking í náttúru, líkingin er í okkar náttúru og þeirra náttúru, náttúra andlegu leiðbeinda okkar. Þetta er það sem samræmir okkur við okkar andlegu leiðbeinendur á hverjum tíma. 

Skyldleiki okkar er því innbyggðir eiginleikar og við deilum sömu innbyggðum eiginleikum sem svo skapa skyldleika.

Í grunninn þá er hægt að útskýra skyldleika svona; ef okkur líkar vel við frumefnið eld, þá erum við samræmd eldinum og löðumst af honum, miklu frekar en hinum frumefnunum. Þetta er gott dæmi um hvernig við deilum skyldleika með framtíðarútgáfum af okkur 

Þegar við viljum vita meira um andlegu leiðbeinendur okkar en við erum að upplifa það að vera blokkuð í sálrænum hæfileikum (psychic capabilities) og innsæi og við upplifum okkur ótengd þeim, að vissu leyti. Þá þurfum við ekki að leita lengra en í okkar eigin náttúru á þessu augnabliki. Við þurfum að líta á okkar eigin skapgerð og eiginleika, hvað erum við að sýna? Það getur gefið okkur hugmynd um þá andlegu leiðbeinendur sem er með okkur núna.

Í styttra máli, þá eru andlegir leiðbeinendur við, en þeir fóru á aðrar brautir, fyrir þeirra eigin þróunarferli. Og vegna þess að skammtasviðið geymir fleiri en einn möguleika, fleiri en eina braut eða eina tímalínu, þá eru til mismunandi útgáfur af okkur.  Þeir starfa á mismunandi víddum og sem mismunandi eiginleikar sem hafa öðruvísi skyldleika.

Við getum einnig horft á andlega leiðbeinendur sem sértækar erkitýpur. Þeir eru með erktýpíska orku vegna þess að þeir hafa þroskast að fullu á gefni leið í átt að þróun. Það eru margar leiðir sem vera getur valið til þess að þroskast og þróast á. Andlegur leiðbeinandi er því kláruð útfærsla eða kláruð framkvæmd af einum af þessum gefnum leiðum í átt af þróun (evolution). Annar andlegur leiðbeinandi er því önnur fullkláruð leið í átt að andlegri þróun sem valdi aðra braut. 

Þessar mismunandi útgáfur af okkur eru mismunandi tjáningar af okkur sem leiðir til hátinds og erkitýpu. Vegna þess að þegar leiðin er orðin af erkitýpu þá ertu að horfa á upprunarlegu teikninguna (blueprint) af vissum einkennum. Þetta er því upprunarlegi bitinn af meðvitund sem ber með sér öll einkenni af einni skynjun. Ein leið til þess að vera í tilverunni.

Þegar leið eða braut er kláruð í gegnum þróun, þá leiðir hún til mismunandi parta af tilverunni sem hún valdi að kanna, mismunandi þema í tilverunni sem hún vex og þroskast, byggð á þessari braut eða leið. 

Einn okkar leiðbeinenda gæti hafa upplifað að fullu braut skilyrðislausrar ástar, sá leiðbeinandi gæti verið sá sem hjálpar okkur að opna hjarta okkar að fullu og að læra að lifa meira í hjartanu. Annar gæti hafið að fullu upplifað braut visku og náð stigi meistara, annar gæti hafa valið að upplifað kvennlegu orku sína.

Hvernig hafa þeir samskipti við okkur? 

 Hvað eina sem nær athygli okkar. Ef við erum að hugsa vissar hugsanir eða að segja einhvað óaðvitandi sem er mikilvægt, þá munu þeir reyna að leggja áherslu á það með því að ná athygli okkar. Þetta getur verið hringing í eyranu á okkur eða ljós inn í herberginu okkar. Allt sem nær athygli okkar svo að við gerum okkur grein fyrir því sem við vorum að hugsa eða segja.

Þeir starfa í gegnum innblástur og stundum breyta þeir umhverfi okkar svo að við skoðum betur hvað við erum að gera. Þeir eru við í framtíðinni og við erum þeir í fortíðinni, vegna þess þá fóðra þeir okkur gjafir þeirra, orku og auðlindir og við notum þær og það er það sem gefur okkur innblástur og hvetur á vissar leiðir. 

Þeir fóðra okkur í gegnum innblástur. Þeir fóðra okkur í gegnum einstaka visku sem þeir hafa lært í gegnum þeirra leið til þroskunar. Þeir eru ekki í keppni, þegar þeir hafa að fullu gengið sína braut og leið þá hafa þeir þroskast að fullu. Þeir eru að gefa okkur af ávöxtum visku sinnar og að gefa okkur gjafir af þeirra braut. 

Þeir eru lind af innblástri í okkar lífi og á okkar braut

Þeir veita okkur innblástur og við veitum þeim innblástur. Við höfum áhrif á þá og þeir hafa áhrif á okkur. 

Andlegir leiðbeindendur vita ekki öll smáatriði og þeir vita ekki allt sem mun gerast í lífi okkar. Það sem þeir eru að gera er að þeir eru að líta á þá leið sem við erum á núna í átt að þróun, og þeir eru að hjálpa okkur við að stýra okkur í gegnum þá leið.

Þeir hafa jafnvel áhrif á okkur í gegnum líkamlegar tilfinningar sem við gætum verið að upplifa. Þeir hjálpa okkur við stýra leið okkar í gegnum innsæi og innblástur, jafnvel í gegnum samstillingar (synchronicities) 

Þeir hafa engan áhuga á því að stjórna okkur eða að við verðum af einhverjum dúkkum sem hlýða þeirra vali í einu og öllu.

Þeir sjá okkur á þeirri braut eða á þeirri tímalínu sem við erum á núna, þeir sjá framtíðar-tímalínur sem við gætum verið á byggðar á þeim ákvörðunum sem við munum taka og við erum að taka. Það fer mikið eftir því hvaða ákvarðarnir við erum að taka, hvort að við erum að taka ákvarðanir sem eru djarfar og valdeflandi.

Andlegir leiðbeinendur vita ekki allt, þeir eru ekki að reyna að vita allt þeir eru einungis að reyna að leiðbeina okkur með gjöfum sínum og auðlindum. Þeir eru til staðar með það sem þeir geta veitt okkur byggt á þeirra visku og leikni. 

Að vera með fleiri en einn andlegan leiðbeinanda er mjög til bóta vegna þess að þá erum við með fleiri tól, meiri orku og frekari auðlindir frá mismunandi leiðbeinendum, sem er mjög hjálplegt fyrir okkur í þessu augnabliki til þess að finna fyrir stuðning og að við upplifum okkur sem fær til þess að taka okkar eigin ákvarðanir, vegna þess að við erum ekki háð þeim. 

Ef við viljum ekki vera í meðvituðum samskiptum við þá, þá er sú leið að verða of háð þeim, endingargóð. Þeir vilja það ekki að við séum að gefa þeim of mikið vald.

Ef slíkt gerist þá skilja þeir það sem að þeir séu ekki lengur hjálplegir. Þeir eru ekki hliðhollir sjálfsmiðaðri þjónustu (service to self). Þeir munu sjá þegar við förum yfir óheilbrigð mörk, það er þegar við viljum að þeir taki ákvarðanir fyrir okkur, gangi með okkur eins og öryggisteppi eða bangsi. Þá sjá þeir að þeir eru ekki lengur hjálplegir fyrir okkur, þeir sjá að þeir geta ekki lengur hjálpað okkur beint vegna þess að við erum orðin of háð hjálp og aðstoð þeirra.

Þeir sjá það að við skiljum ekki raunverulegt samband okkar við þá, raunverulega samningin á milli okkar, þeir taka því skref tilbaka og aðstoða aðeins á á óbeinan máta. Slíkt ástand lítur út fyrir að við séum ótengt andlegu leiðbeinendum okkar, en það er ekki sannleikurinn, við erum aldrei ótengd leibeinendum okkar. 

Það sem þeir eru að gera að hverju sinni er að horfa á okkar frjálsa Vilja með skilyrðislausri ást að reyna að sjá hvernig er best fyrir þá að veita okkur þeirra auðlindir byggt á okkar eigin þroska stigi vakningar. 

Hærra Sjálft

Hægt er að horfa á Hærra Sjálfið sem samansafn af öllum framtíðar-sjálfum inn í einni veru inn í samansafni af orku og  einingu. Þegar það nær til þeirra einingu af öllum framtíðar-sjálfum með okkur líka, þá nær það Einingu (Oneness). Þessi eining er hámark sem er kallað Hærra Sjálfið. Hærra-Sjálfið er ein eining eða vera, en það er það sem fóðrað er í gegnum fjölvídd frá öllum mismunandi reynslunum sem það hefur fengið visku sína frá. 

Bylgjulengdir

 Til þess að skilja meira um andlega leiðbeinendur þá þurfum við að tala um bylgjulengdir. Alveg eins og það eru mismunandi útvarpsrásir sem eru á mismunandi útvarpsrásum, þá eru mismunandi meðvitandir okkar á mismunandi bylgjulengdum. Þessar bylgjulengdir haga sér á mjög frumspekilegan máta. Þegar meðvitund okkar er á sömu bylgjulengd og önnur meðvitund þá sameinast þær í einingu. Þess vegna tengjumst við öðrum svo vel sem við sjáum í sjálfum okkur sem við köllum sálarfélaga.

Sálarfélagar eru allir, hver sem er, jafnvel ef þú þekkir þá ekki eða hefur ekki hitt þá. Þeir eru allir þeir sem eru tengdir við sömu meðvitund og bylgjulengd sem þú ert á núna.  

Ef þú stígur á hærri bylgjulengd þá bíða þín nýjir sálarfélagar á þeirri tíðni og á þeirri bylgjulengd.

Frá sjónarhorni frumspeki, ef við zúmmum út og sjáum allt frá stóra viðhenginu og við sjáum að meðvitund okkar er á sömu bylgjulengd og meðvitund annarra veru, þá er það skynjun á einingu meðvitundar.

Vegna þess eru andlegir leiðbeinendur okkar skynjaðir sem við jafnvel þó að við fórum ekki þessar þróunarbrautir, þá er það þó eins og við séum þeir.

Á hærri sviðum þá er þessi eining bókstaflegt form tilveru. Þegar við nálgumst hærri svið tilverunnar þá er eining stærsta þeman á vissu stigi og svo framvegis. 

Þegar okkar meðvitund er skynjuð á sömu bylgjulend og meðvitund annarra veru þá eru þær skynjaðar á hærri sviðum sem að þær séu í einingu.

Andlegir leiðbeinendur okkar eru tengdir okkur á þann máta að það skiptir ekki máli hvort að þeir séu virkilega við eða einhver annar spilaði út þessar brautir vegna þess að skammtasviðið raðar sér þannig að það lítur út fyrir að þetta hafi/sé við. Þetta þýðir því að andlegir leiðbeinendur eru ekki að byrja frá þriðju víddinni sem mannverur, heldur eru þeir að taka aðar ákvarðanir sem leiða til mismunandi útkoma í mismunandi víddum. 

 

 

Tími er ekki til á hærri sviðum 

"Tími" er ekki línulegur á hærri sviðum, hann er ólínulegur. Það er áskorun fyrir hug okkar að skilja slíkt hugtak. En það er mjög mikilvægt að reyna að skilja að tími er ekki til.

Í þriðju víddinni þurfum við í raun og veru ekki að lifa samkvæmt línulegri tímalínu, þar sem við völdum að fara þessa leið og á þessari leið urðum við að þessari erkitýpu á hærra sviði.Það gæti hafa verið málið, en vegna þess að tími er tálsýn og allt er að gerast á sama tíma, þá er hærri sannleikurinn sá, að það er í raun veru aðeins skyldleiki. Er meðvitund þín í línu við þessa bylgjulengd og þessa meðvitund, þetta er alvöru galdurinn við Dharma (hið eilífa og eðlislæga eðli raunveruleikans) og núverandi augnablik, það er opið og það er hægt að breyta því. 

Meira um Andlega Leiðbeinendur

Andlegir leiðbeinendur eins og hvert annað hugtak í andlega og dulspekisheiminum mun þurfa skynsemi. Vegna þess að það eru til leiðbeinendur sem koma inn í orkusviðið okkar, og það er hægt að horfa á þá á mjög einfaldan máta sem andlegir leiðbeinendur en þeir eru ekkert í líkingu við það sem hefur verið lýst hér að ofan. Ástæðan fyrir því að neikvæðar verur koma og kynna sig með eða við hliðin á alvöru andlegum leiðbeinenda er sú að þetta er framlenging af okkur sem er sár, og hún er að kalla fram hlið af sjálfum sér til þess að verða heiluð. 

Þessi orka laðar af sér neikvæða veru svo hægt sé að læra lexíu svo að hægt sé að samþætta sárið. Þetta gerist þegar við erum að upplifa fjandskap frá plat leiðsögumönnum eða "aðskotahutum" í orkusviðinu okkar. Það eru vissir "hlutir" sem laðast af sárum innra með okkur, og það á óvelviljðan máta er að aðstoða okkur að samþætta sárin, en það er ekki ásetningur þeirra. 

Ef við verðum af Alkemistum og notum það sem þau eru að beina af okkur til þess að öðlast viskuna og uppskeruna af því hvað þetta er. Þá getum við heilað þetta og samþætt meðvituðum huga. Við getum víbrað það hærra og fært það úr stað í líkama okkar. Með því að verða meðvituð um það og sætta okkur við það og með því að sýna sárum okkar skylirðislausa ást, þá hækkum við stig víbringsins.

Hægt er að horfa á þetta á þennan máta. Þetta var eitthvað sem var fast í orkusviðinu okkar, og að við vorum ómeðvituð um það og við vissum ekki að meðvitund okkar þurfti að fara þangað. 

Ljós meðvitundar okkar verður meðvitað um sárið sem þarf heilun, vegna þess að "neikvæður" leiðbeindandi kom. 

Vegna þess að við lifum í frjáslum vilja alheimi þá getur vera komið inn og hagnýtt sér. Þessar verur geta orðið tækifærisinnaðar og af sníkjudýrum. Þær segja við erum í frjálsum vilja alheimi, ég sé sár þarna og líkur laðar líkann. á þennan máta þá eru þær að beina okkur á rétta vegu en það er ekki á velviljaðan máta. 

 

Ég vona að þú hafir notið ávaxtar af þessari grein.

 

 

 

 

 

Back to blog