Tíu í Sprotum

Tíu í Sprotum

Tíu í Sprotum

Upprétt: mikið álag, byrði, íþyngjandi aðstæður

Snúið Niður: tökunum sleppt á álagi, byrði og íþyngjandi aðstæðum

Lýsing

Sprotarnir tíu sýna mann bera stórt búnt af prikum í átt að litlum bæ sem er skammt frá. Bakið er bogið og hann virðist vera íþyngt af þungu byrðinni sem hann ber, en hann veit að hann er næstum komin á áfangastað og mun fljótlega geta losað sig við þungann sem hann ber.

 

 

Tíu í Sprotum Upprétt

Sprotarnir Tíu benda til þess að þú sért að taka á þig auka byrði, þyngra vinnuálag eða meiri ábyrgð. Jafnvel þó að það þyngi þig og gerir hlutina erfiðari fyrir þig, skilurðu að það er aðeins tímabundið, svo þú ert tilbúin að leggja á þig mikla vinnu núna til það ná markmiði þínu og uppskera ávinninginn síðar. 
Til dæmis gætir þú unnið aukavinnu til að spara þér fyrir fjölskyldufrí.
Eða þú gætir hjálpað vini þinum við að flytja, vitandi að greiðanum verður skilað. Eða að þú gætir séð um veikan fjölskyldumeðlim, aukið skyldur þínar heima, tekið á þig bankalán os.frv
Stundum birtast sprotarnir tíu þegar þú ert ómeðvitað að taka á þig aukaábyrgð og finnur fyrir því að þér er íþyngt, þú ert örmagna og útbrunnin. Þú gætir reynt að gera allt í einu, jafnvel þó að þú vitir að það eykur álag á daglegt líf þitt. 
Sprotarnir tíu biðja þig um að stoppa og skoða núverandi lífsstíl eða vinnu. Hér skaltu meta sjálfan þig, verkefni þín og forgangsraða og spyrja sjálfan þig hvað er mikilvægast hér?
 Þú gætir þurft að nota ýmsar tímastjórnunar- eða forgangsröðunaraðferðir til að ákvarða hvar best er að eyða tíma þínum og hvaða verkefni þú getur sleppt. Markmið þitt þarf að vera meiri skilvirkni en einnig að losa þig til hvíldar og slökunar þegar þú þarft á því að halda.

Góðu fréttirnar eru þær að tíurnar í Tarot tákna lok hringrásar og með sprotunum tíu er endirinn í sjónmáli! Þú hefur verið að leggja mikið á þig, unnið hörðum höndum og núna eru seinustu skrefin tekin. Jú, hér er möguleiki á að brenna yfir, þess vegna segir tían þér að endurmeta sjálfan þig og hvernig þú ert að bera þig af í markmiðum þínum.  
Sprotarnir tíu segja okkur einnig að jafnvel þegar markmiðum okkar er náð, fylgja því nokkrar mikilvægar skyldur og skuldbindingar. Þegar markmiði er náð verður þú meðvitaður/meðvituð um að nú þarft þú að halda áfram með þær skyldur sem þú hefur skuldbindið þig við, svo að áframhaldandi árangur náist.
Vandamálið er hins vegar að þessar skyldur gætu orðið of miklar og þú átt í erfiðleikum með að sleppa takinu.
Þetta er eins og eigandi fyrirtækisins sem býr til blómlegt fyrirtæki en er óviðbúinn að framselja hluta af skyldum sínum til starfsfólks og endar með því að vinna sjötíu til áttatíu klukkustundir á viku. Innblásturinn og sköpunarkrafturinn sem fylgdi upphaflegu markmiði eða framtíðarsýn hverfur og allt verður allt of fljótt erfið vinna.
Þess vegna er nauðsynlegt að sleppa takinu eða framselja hluta af skyldum þínum til að losa þig, svo að þú getir notið lífsins á ný. 

  

Tíu í Sprotum Snúið Við

Þegar sprotarnir tíu birtast snúið niður í Tarot-lestri þá er það oft merki um að þú sért að reyna að gera of mikið sjálf/sjálfur. Í viðleitni þinni til að vera allt fyrir alla hefur þú fundið þig í erfiðleikum undir þyngdinni af þessu öllu. Framseldu og deildu verkinu - þú þarft ekki að gera þetta einn/ein! 
Vertu ákveðin í að segja NEI við því sem þú veist að þú getur ekki tekið á þig.
Það er mikilvægt að þú setjir sjálfsumönnum þína og persónulega vellíðan í fyrsta sæti: annars brennur þú þig út og kemur engum til hjálpar.
Það er alveg eins og þeir segja: "Settu á þig eigin súrefnisgrímu fyrst áður en þú kemur öðrum til hjálpar"
Að sama skapi þá benda sprotarnir tíu til þess að þú sért að bera þunga byrði á herðum þínum, en þú heldur þessu leyndu og ert ekki tilbúinn til þess að deila byrðum þínum með öðrum. Þú gætir verið að glíma við tilfinningalegt áfall, bera myrkt leyndarmál eða takast á við aukna ábyrgð. Hins vegar líður þér ekki vel að deila þessum með öðrum, með því að tala um það eða biðja um hjálp. 
Hér ertu í raun að ýta frá þér fólkinu sem getur hjálpað þér. Það gæti líka verið þér mikill léttir þegar þú deilir einhverju af þessari byrði með öðrum, þar sem þeir eru reiðubúnir og tilbúnir að styðja þig.
Stundum þá benda sprotarnir tíu snúið við að þú þarft ekki að bera byrðinni ein/einn, hér segja þeir okkur að þú sért að velja að gera það.
Ef þér líður illa vegna núverandi aðstæðna skaltu skoða hvernig þú gætir létt álagið af þér. Getur þú framselt ákveðin verkefni og ábyrgð? Hefurðu áhyggjur af málum sem koma þér ekki við eða ekki er hægt að breyta? Ekki verða píslarvottur og taka á þig meira en þú getur í raun og veru ráðið við.
Það jákvæða er að ef þú ert að ganga í gegnum krefjandi tíma, þá tryggja sprotarnir tíu þér að þessi tími mun brátt líða og þú munt geta sleppt tökunum á þessari byrði.
Gott er að skoða líf sitt og sjálfan sig og sjá það sem ekki er ekki að færa neitt jákvætt.
Losaðu þig frá þessari neikvæðni, settu sjálfan þig í fyrsta sæti. Íhugaðu að fara í gegnum hreinsunarferli, hreinsa út gömul föt og seldu gömul húsgögn, til að rýra og einfalda líf þitt.
Þú munt njóta góðs af betra skipulagi og forgangsröðun og njóta léttleikans sem fylgir því.

 

 

 

 

 

Back to blog