Riddari Sprotana

Riddari Sprotana

Riddari Sprotana

Upprétt: hugrekki, kraftur, heillandi, hetja, uppreisnargirni, skapmikill, frjálslyndi

Snúið Niður: hroki kæruleysi, óþolinmæði, skortur á sjálfsstjórn, aðgerðleysi, sveiflukennd, ráðríki

 

Lýsing

Riddarinn sprotana situr á hesti sínum í fullum herklæðum, klæddur gulri skikkju skreyttum salamöndrum (tengt eldsefninu), og hjálm með eldrauðum strókum sem flæða á eftir honum. Hann heldur á sprota í hægri hendi, sem táknar orku hans og eldmóð fyrir verkefni sínu. Hesturinn hans rís upp á afturfótunum, tilbúinn til aðgerða. Eins og öll sprota spil með fólki á er bakgrunnurinn heitur, þurr og hrjóstrugur, með fjöllum sem svífa í fjarska.

Riddari Sprotana Uppréttur

 

Á meðan sprota gosinn markar upphafsneistann að nýrri hugmynd, sýnir sprotariddarinn raunverulega leit að þeirri hugmynd. Þegar þetta spil birtist í Tarot-lestri ertu hlaðinn orku, ástríðu, hvatningu og eldmóði og þú miðlar þeirri orku í gegnum innblásna aðgerð þína.
Þú hefur skýra sýn á það sem þú vilt skapa og ert knúin áfram af ástríðu þinni og innblæstri, núna heldur þú áfram með stökkum til að breyta sýn þinni að veruleika. Þetta kort er skýrt merki um láta slag standa!

Hér erum við djörf og hugrökk og tilbúin að fara inn á óþekkt svæði til að efla verkefni okkar og drauma. Þér er alveg sama þótt hætta sé fram undan - í raun, ef hún hætta er á ferðum þá verður það öllu meira spennandi fyrir þig. Ævintýri eins og þetta lýsa þig upp því þú veist að vöxtur bíður hinum megin.
Vertu brautryðjandi og taktu reiknaða áhættu til að ná nýjum hæðum.
Í þessu ljósi gefur sprotariddarinn þér þá tilfinningu sem að þú getir sigrað heiminn!
Þú ert svo staðráðinn í framtíðarsýn þinni og tilgangi að þú hættir við ekkert til að koma henni til skila.
Þegar þú sækist eftir markmiðum þínum eykst sjálfstraustið upp úr öllu valdi og þú áttar þig á því að möguleikar þínir eru ótakmarkaðir. Þú getur allt!
Ástríða þín, eldmóður, hugrekki og sjálfstraust eru mjög aðlaðandi fyrir aðra. Aðrir líta á þig sem mjög karismatískan og vilja vera í návist þinni til að njóta góðs af orku þinni.
Þó að þú hafir ekki enn náð tökum á listinni að taka aðra með á ferð þína, eins og Konungur Sprotana, þá hefur þú auka athygli sem karisminn þinn og ævintýrin færa þér. Spurningin verður hvort aðrir geti fylgst með þér, eða hvort þeir séu bara hér til að fylgjast með og gleypa orku þína með osmósu.
Hafðu í huga að sprotariddarinn getur tjáð sig sem manneskju sem „gerir fyrst og  hugsar seinna“. Í leit þinni að aðgerðum gætirðu verið hvatvís og óþolinmóð/ur og búist við að allt verði gert í gær.
Á meðan þú ert að springa af orku hefurðu tilhneigingu til að flýta þér út í hlutina án tillits til afleiðinga gjörða þinna. Þú gætir ekki haft skýra árásaráætlun, sem skaðar líkurnar á árangri þínum til langs tíma. Ef þetta hljómar kunnuglega, finndu þá leið til að einbeita áhuga þínum að starfseminni sem mun færa þig nær markmiðinu þínu.
Þegar þú ert með nýja hugmynd, frekar en að bregðast við henni strax, taktu þér augnablik til að kíkja inn og sjá hvort það sé í raun í takt við markmið þín og hvort það þurfi að gerast núna.
Þú gætir áttað þig á því að þér sé betur borgið með því að bíða eftir hentugum tíma til að fylgja þessari hugmynd eftir, sérstaklega ef önnur „bið“ spil, eins og hengdi maðurinn eða sverðin fjögur, koma upp í lestri.
Eða þú gætir áttað þig á því að tíminn er núna og þú getur hlaðið áfram með mikilli orku og krafti.

 

Riddari Sprotana Snúið Við

Riddari Sprotana snúið við getur birst þegar þú ert virkur að stunda persónulegt ástríðuverkefni eða áhugamál. Ástríða hefur kviknað innra með þér og nú ertu að gera allt til að koma þessu ástríðuverkefni áfram.

Þú hefur ekki í hyggju að breyta því í gríðarlegan árangur - það er einfaldlega fyrir þig að njóta og beina orku þinni inn í.

Til dæmis gætirðu lært að lesa Tarot eingöngu vegna þess að þú hefur áhuga á þessu fallega andlega verkfæri, frekar en að vilja verða heimsþekktur Tarot lesandi. Þú ert að stunda þetta ástríðuverkefni af öllu hjarta því það lýsir þig sannarlega upp að innan.

Riddari Sprotana snúið við getur gefið til kynna að þú sért að upplifa talsverða uppsöfnun orku en ert ekki viss um hvernig eigi að beina henni inn í heiminn á áhrifaríkan hátt.

Þú gætir verið með skapandi eirðarleysi, vitandi að þér er ætlað eitthvað „stórt“, en þér er takmarkað að grípa til aðgerða núna. Kannski eru pirrandi tafir, óyfirstíganlegar hindranir eða fólk sem stendur í vegi þínum. Spennan innan frá er áþreifanleg og þú þarft sárlega að losa þessa skapandi orku. Skoðaðu aðrar leiðir til að elta ástríðu.

Þú gætir þurft aðlaga leið þína nokkuð á meðan þú ert trúr upprunalegu hugmyndinni þinni.
Aftur á móti bendir riddari sprotana snúið niður til þess að þú gætir hegðað þér á hvatvísan máta, þú ert að reyna að ná öllu í einu. Þú ert að flýta þér frá einu verkefni til annars, án þess að einblína á smáatriðin eða tryggja sjálfbæran árangur.

Þetta gæti virkað til skamms tíma, en til langs tíma gætirðu endað með því að brenna þig út við að reyna að ná markmiðum þínum. Hægðu á þér og veistu að þú þarft ekki að gera allt í einu.

Sprota-riddarinn snúið við bendir einnig til þess að þú eigir á hættu að bregðast við hvatvísi, gera eða segja hluti sem þú gætir séð eftir síðar. Þú vilt að allt sé „lagað“ strax, en þú gefur þér ekki tíma til að hugsa í gegnum það sem er best fyrir þig.

Gættu þess líka að bregðast ekki strax við öllu sem gerist. Gefðu kringumstæðum þínum smá pláss og tíma áður en þú grípur til aðgerða. Þú gætir líka fundið fyrir því að þú sért svekktur yfir því að þættir sem þú hefur ekki stjórn á hafi áhrif á aðstæður þínar.

Aftur, minntu sjálfan þig á að það verða hlutir sem þú getur stjórnað og breytt eins og þú vilt - þú verður bara að finna þá.

 

 

 

 

Back to blog