Níu í Sprotum

Níu í Sprotum

Níu í Sprotum

Upprétt: Seigla, hugrekki, þrautseigja, trúarpróf, mörk, styrkleiki

Snúið Niður: Innri auðlindir, barátta, yfirþyrmandi, vörn, ofsóknaræði, viðnám

 

Lýsing

Sprotarnir Níu sýna slasaðan mann sem heldur utan um sprota. Hann lítur um öxl í átt að sprotunum átta sem vofa yfir honum. Hann virðist þreyttur og slitinn, eins og hann hafi þegar gegnið í gegnum bardaga og þurfi nú að takast á við fleiri áskoranir með nærværu þessara átta sprota.

Því að þetta er nía þá er þetta síðasta áskorunin hans áður en hann nær takmarki sínu; hann verður að þola þessa síðustu prófun á styrk sínum og karakter áður en hann kemst í mark.

 

Níu í Sprotum Upprétt

Sprotarnir Níu eru merki um að jafnvel þótt mótlæti sé staðið stendur þú upprétt og sterk. Þú gætir verið á mörkum þreytu, en þú ert seig, þrautseig og tilbúinn til þess að gera það sem þú þarft að gera til þess að komast í endamark.
Þetta spil getur líka birts þegar þú finnur fyrir barðinu og ert marin og bólgin, eftir að hafa þolað verulegar áskoranir og baráttu á leiðinni. Einmitt þegar þú heldur að þú sért að taka framförum, þá kemur annað áfall! 
Sprotarnir Níu biðja þig um að treysta því að þetta sé aðeins prófsteinn, og að í hvert skipti sem þú yfirstígur hindrun þá verður þú sterkari. Þegar hér er við komið þá hefur þú það sem til þarf til þess að sigrast á þeim erfiðleikum sem þú ert að upplifa og munt upplifa, jafnvel þó að það líti ekki þannig út núna. Líttu á þessa Níu sem fullvissu um að þér muni að lokum dafna ef þú heldur stöðu þinni. Og ef tekst ekki í fyrstu, reyndu þá aftur.
Mundu að eini ósigurinn sem til er, er sá sem er í huga þínum, aðeins þegar þú hefur samþykkt ósigur þá hefur hann fundið þig! 

 

Thomas Edison sagði þegar hann var spurður af því hvernig honum fyndist það að hafa mistekist yfir tíu þúsund sinnum að skapa ljósaperuna, hann svararði að honum hefði ekki mistekist, heldur að hann hafi fundið yfir tíu þúsund leiðir hvernig á ekki að skapa ljósaperu. 
Mórall sögunnar er sá að þú hefur allt vald yfir því hvernig þú velur að skynja lífið þitt. 


 Sprotarnir Níu hvetja þig til þess að halda áfram með verkefni þitt - þú ert svo nálægt endamarkinu. Jafnvel þó að þig langi að gefast upp þá skaltu vita að þetta er síðasta áskoruni þín áður en þú nærð markmiði þínu, svo þú skalt ekki gefast upp á sjálfum þér, vonum og draumum þegar þú ert svona nálægt því að ná markmiði þínu.

Vertu staðföst þegar þú stendur frammi fyrir áskorunum þínum og þú munt ná markmiðum þínum.

Varaðu þig á þeim sem andmæla áætlunum þínum, gera þér erfitt fyrir eða jafnvel ráðast á þig fyrir það sem þú ert að skapa. Oft gera þeir það vegna þess að þeir eru öfundsjúkir út í árangur þinn eða varpa eigin óöryggi og ótta á þig.
Ekki leyfa þessu að ná til þín. Viðhaltu ljósinu þínu, þú skalt ekki leyfa öðrum að dimma það vegna þess að þeir eru óöryggir. 
Á jákvæðari nótum, þá hefur þú fólk sem styður þig. Sprotarnir Níu bjóða þér að finna klappstýrurnar þínar, þá sem vernda þig og styðja í áframhaldandi áskorunum og hvetja þig í mark. Jafnvel þó að aðrir séu á móti þér. Hér hefur þú fleiri með en á móti, leyfðu þeim að hjálpa þér, flest fólk þykir það vera heiður að aðstoða aðra. 
Að lokum, þá ráðleggja Sprotarnir Níu þér að setja mörk og verja þau grimmt. Ef þú leyfðir öðrum að standa í vegi þínum eða að tæma orkubirgðir þínar þá er líklegt að þú ekki fullyrt þig á áhrifaríkan hátt.
Gerðu þér ljóst hvað þú þarft í þessum aðstæðum til að ná árangri og til þess að ná markmiðum þínum. Á sömu nótum skaltu vera meðvituð/meðvitaður um að margar hindranir munu verða á vegi þínum. 

 


 

Níu í Sprotum Snúið Við

Sprotarnir Níu snúið niður benda til þess að þú sért í erfiðleikum með að halda áfram að vinna að markmiði þínu. Áskoranirnar á vegi þínum eru stanslausar og valda þér áfalli eftir áfalli. Þú veist ekki hvort að þú getur ráðið við það lengur og gætir verið tilbúin að gefast upp. 
Nían segir þér að þú ert við það að klára þessa áskorun, haltu áfram, ekki gefast upp! 
 Nýttu þér innri auðlindir þínar - seiglu þína, innra hugrekki, jákvætt sjálfsspjall og hugarfar - til að halda þér gangandi. Þú getur breytt þessum krefjandi aðstæðum í jákvæðar aðstæður (hér gætir þú aðstoðað aðra í svipuðum eða sömu aðstæðum) Haltu áfram mín kæra/minn kæri, ÞÚ GETUR ÞETTA!
 
Sprotarnir Níu snúið niður geta einnig verið sú orka þegar þú ert að upplifa það að vera yfirbugaður/yfirbuguð af aðstæðum lífs þíns, of mikil ábyrgð og þig skortir stuðning frá umhverfi þínu. Hérna gæti lífið verið eins og að það sé bara vinna og enginn leikur.
En Sprotarnir Níu snúnir niður segja þér að þetta sé aðeins tímabundið bakslag, þú þarft að dýfa þér ofan í orku brunninn til þess að sækja aðeins meiri kraft og þá eru þessu lokið. 
Gakktu úr skugga um að þú takir ekki á þig neinar aðrar skuldbindingar á þessu stigi fyrr en þú hefur meiri stjórn á aðstæðum þínum. Ef þú sérð ekki enda í sjónmáli, fáðu þá aðstoð. Fáðu stuðning ásvina þinna eða að þú getur ráðið þér persónulegan aðstoðarmann, þjálfara eða meðferðaraðila til að hjálpa þér að ná tökum á stjórnlausum aðstæðum. 
Stundum geta sprotarnir níu snúið við bent til ofsóknarbrjálæðis, hér gætum við verið full af áhyggjum af því að allir séu að reyna að gera þér illt.
 Þú gætir haldið að þú værir undir árás eða að þú sért á ósanngjarnan hátt skotmark. Oft er þetta merki um ótta innan frá þér frekar en raunveruleg ytri ógn. Einbeittu þér að þínum eigin lífi og ekki hafa áhyggjur af því sem aðrir eru að hugsa eða segja um þig.

 

 

 

 

Back to blog