Karma Fjórar tegundir af karma (partur 2)

Karma Fjórar tegundir af karma (partur 2)

Karma

Fjórar tegundir af karma

Almennt séð þá er karma auðkennd í fjóra þætti 

Sanchitta karma

Sem er heilt vöruhús af karma sem þú ert með 

Prarabdha karma

Úthlutað karma. Karma sem mun birtast í þessari tjáningu (lífi) sama hvað. Þú getur lifað því meðvitað eða ómeðvitað, það skiptir litlu hér, það mun birtast (manifest) sama hvað. 

Kriyamana karma

Þetta er framkvæmd og þú getur breytt þessu auðveldlega með því að framkvæma réttar aðgerðir. Hér kemur hugtakið ´gott´ og ´slæmt´ karma fram. Hér reynir þú að framkvæma "gott" karma svo að þú getir breytt kriyamana. Þú getur auðveldlega umbreytt því án þess að framkvæma andlegt ferli, án meðvitundar (consciousness). Aðeins með því að framkvæma réttar aðgerðir.

Agami Karma

Agami karma er rúmfræðilegt. 

Allar upplýsingar hýsast í vissum munstrum og upplýsingar eru flókin rúmfræðileg form. Án rúmfræðilega forma þá getur þú ekki geymt upplýsingar. Þegar það er verið að tala um Agami þá er verið að tala um Víddarþátt eða rúmfræðilega þátt karma. 

Þess vegna ástunda Yogi´s asanas og Yoga svo að þau geti verið rúmfræðilega í takt við daginn og tíma. 

Viss tími dagsins og ársins

Af hverju Yoga er gert klukkan 05:30 á morgnanna er svo að iðkandi aðlagist rúmfræði tímans. Agama (sem er talin vera mikilvægasti þáttur karma í Yoga) leysist því upp og það sem eftir stendur leysist því upp af sjálfu sér. Það er mikilvægt að þú sért með stöðuga uppsetningu minnis. Agama partur af karma hjá þér þarf að vera traustur og með styrk. Aðeins þá mun líkami þinn vera með traust heilindi. Á þennan máta getur þú án fyrirhafnar haldið líkamlegri og huglægri vellíðan vegna þess að formið eða rúmfræði þitt er stöðugt. Vegna þess þá er líkaminn og hugur stöðugur. 

En á sama tíma þá er mjög stöðugur líkami og hugur fangelsi sem þú kemst ekki út úr.

 Að opna gátt svo að þú eigir leið inn og út er heildarferli Yoga 

Við viljum að líkami og hugur sé stöðugur en á sama tíma þá viljum við vera með gátt þar sem við getum stigið út og komið til baka eftir óskum. 

Víddir minnis er margar. En það sem við þurfum að sinna í grunninn er prarabdha karma (úthlutað minni). Þetta úthlutaða minni er að bregðast við núna á marga vegu innra með okkur og fyrir utan okkur. Það sem gerist innra með þér og það sem gerist í kringum þig er á marga vegu áhrif frá prarabdha sem er að finna tjáningu á marga marga vegu. Að haga þessu meðvitað og tryggja að þessi prarabdha hnekkir ekki meðvitund minni og að þessi prarabdha hefur ekki áhrif á það hvernig ég hugsa, finn, framkvæmi og tjái tilfinningar er auðveldlega sagt en gert. Þetta er alls ekki einfalt vegna þess að prarabdha er í öllu sem þú ert. Líkami þinn, hugur og tilfinningar, allt er afleiðing af prarabdha.

Hvað sem úthlutað karma er - það er tegund líkama þíns - tegund huga þíns - tegund tilfinninga þinna og þetta er eðli þeirra tenginga sem þú munt skapa.

Það er fyrir þessa ástæðu að frá fornum tímum þá þráði fólk að vera innvígt eða undir áhrifum frá einhverjum sem er þetta yfir hafin.

Austræn menning virðir Vitringa og sjáendur mikið og það er ekki bara vegna þeirra kraftaverka sem þau geta framkvæmt fyrir þau heldur vegna þess að þau vildu orku inngrip sem sleppir þeim frá minnisböndum.

Minnisböndin er grunnurinn af ánauð en á sama tíma þá eru minnisböndin grunnurinn af stöðugleika. 

Þetta er eðli lífsins 

Það sem verndar þig hreppir þig einnig í ánauð. Það sem er veggur sjálfsverndar er einnig veggur sjálfsfangelsunar innra með þér. Það sem færir þér stöðugleika færir þér einnig gríðarlega mikilla ánauð.

Að ganga þunnu línuna þar sem þú ert stöðugur en á sama tíma frjáls þarf vissa meðvitund en til þess að styðja þetta ferli þar sem við getum haldið áfram að vera meðvituð Þá er mikilvægt að við undirbúum líkama okkar sem getur hýst slíkt ástand. 

Við undirbúum stöðugan huga sem er hæfur til þess að viðhalda þessari vídd. Það er gert vegna þess að hugurinn vill alltaf mynda skoðun og niðurstöðu. En hugur sem hefur enga skoðun í nútíma samfélagi er álitin vera ónothæfur hugur. Það er vegna þess að hafa enga skoðun í dag þýðir það að þig skorti greind.

En það sem er það allra ógreindasta sem þú getur gert er að hafa skoðun á öllu. 

Skoðun þýðir eitthvað sem þú framkvæmdir inn í huga þínum og þú trúir því að það sé satt.

Skynsamlegasta leiðin að lifa ef þú vilt upplifa vídd sem er lifandi greind þá skaltu sleppa því að mynda þér skoðun á öllu. Það þýðir að þú ert alltaf virk greind þú sérð allt eins og það raunverulega er.

Skoðun þýðir að þú hefur ekki lengur getu til að upplifa. Þú ert orðinn skoðanakenndur eða birting af fortíðinni sem yfirgnæfir raunveruleika þess sem er að gerast í núverandi augnabliki. 

Þetta er það sem skoðun er.

Því miður þá höfum við skapað samfélög þar sem þú þarft að hafa skoðun annars ertu álitin heimskur.

En að hafa enga skoðun er það allra greindasta sem þú getur gert. 

Ef þú gerist ekki áskrifandi af skoðun og þú ert tilbúin að sjá allt nákvæmlega eins og það er.

Ekki gleyma því að karma þýðir aðgerð (action) og það eru fjórar tegundir af aðgerðum.

Líkamleg

Huglæg

Tilfinningaleg

Orka

Af þessu öllu þá er orku aðgerð sú sem er mikilvægust.

Hún er sú sem er mest viðvarandi og frelsandi ef ferlið er gert á rétta vegu. Ef ferlið er gert á ranga vegu þá mun orku aðgerðin vera óviðunandi og hún mun hafa miklu meiri áhrif á líf einhvers en óviðunandi efnisleg aðgerð, óviðunandi huglæg aðgerð og óviðunandi tilfinningaleg aðgerð.

Hvað meina ég með óviðunandi orku aðgerð

Það er þegar fólk er að misnota sveigjanleika sem kemur með vissum Yoga æfingum eða innvígslum. Þegar þau eru að springa úr orku þá vilja þau nota það í eitthvað annað, þau vilja miðla því svo að þau geti haft áhrif á nágranna sína eða að græða peninga með því eða á einhverja vegu nota sveigjanleikann.

Það er margar leiðir til þess að framkvæma neikvæða aðgerð. Við skulum segja að þú sitjir hérna og hugsir að þú viljir að einhver deyi og þú jafnvel hugsaðir hvernig þig langar að drepa þau. Þessi aðgerð hefur áhrif á þig. Á öðru stigi þá fékkstu hugsun og hún er ívafin sterkri tilfinningu, þetta mun hafa meiri áhrif á þig. Svo framkvæmdir þú þessar hugsanir og tilfinningar, þá hefur þetta miklu meiri áhrif á þig.

En núna skilur þú að þegar þú framkvæmir aðgerðir þá eru afleiðingar svo að þú fannst aðra leið. Þú fannst einhvern sem er tilbúin að framkvæma orku aðgerð þar sem manneskjan sem þér líkar illa við mun deyja.

Það eru til heil vísindi um hvernig þú manipulatar orku þér til hagsbóta og öðrum til skaða.

Þú hefur heyrt orð eins og svartur galdur, voodoo og kannski aðrar leiðir þar sem fólk hefur lært að nota orku til þess að valda öðrum skaða.

Þegar þú reynir orkulega séð að hafa áhrif á annan þér til hagsbóta þá hefur þú framkvæmt verstu tegund af karma sem til er.

Vegna þess að áhrifin fara mjög djúpt inn í þig vegna þess að þú ert að nota orkuna þína til þess að gera þetta.

Ef þú þarft að nota orkuna þína þá bið ég þig um að taka skrefið og að verða af móðir til veraldarinnar svo að þú munir aldrei misnota sveigjanleika í orkunni þinni. Ef þú ert móðir veraldarinnar þá sérðu alla sem þína.

Aukning á orku þarf að fylgja djúpstæð ábyrgðartilfinning. 

Það þarf að verða dýpri vídd án aðgreiningar. Ef þú aðgreinir og notar orku þá munt þú skapa hræðilegt karma fyrir sjálfan þig 

 

 

 

Back to blog