Gaslýsing - hún byrjaði í barnæsku

Gaslýsing - hún byrjaði í barnæsku

Gaslýsing - hún byrjaði í barnæsku

 
Einstaklingur sem er gaslýstur í barnæsku af sjúklegum narsissista (pathological narcissist) er í sambandi með narsissista af þeirri týpu sem er með sósíópatísk einkenni.
Það er þrír flokkar af sjúklegum narsissistum 

Narsissísk persónuleikaröskun (NPD)

Borderline persónuleikaröskun (BPD)

Andfélagsleg persónuleikaröskun (ASPD)

Fólk sem gaslýsir aðra er með sósíópatísk eða andfélagsleg einkenni eða þau eru sósíópatar (sociopathic).
Ef þú ert gaslýst/ur þá þýðir að félagi þinn sem er að framkvæma gaslýsingu er annað hvort sósíópati eða leynilegur narsissisti sem er undirflokkur narsissískrar persónuleikaröskunar. 
Leynilegir narsissistar (covert narcissists) er meðvitaðir um að þeir séu með narsissisma. Þau fela hann frá öðrum og varpa og kynna sig sem "venjulega" eðlilega manneskju sem vel er hægt að líka við en þetta er allt saman blekking og frontur. 
Við erum ekki að eiga við allskonar (garden variety) NPD´s, við erum að eiga við fólk sem er með sósíópatísk einkenni eða eru sósíópatar
Sósíópati eða einhver með ASPD skortir samúð (empathy), getur ekki iðrast eða séð eftir, þau skaða og særa fólk og þau réttlæta skaðann með því að þau séu að fá það sem þau vilja. 
Þau eru að uppfylla sínar eigin þarfir. Ef það særir og skaðar aðra manneskju þá upplifa þau ekki vitsmunalega mismunun (cognitice disonance). Þetta fólk upplifir ekki kvíða og aðra hugsanir og tilfinningar sem fær okkur til þess að hugsa hvort að þetta sé rétt eða rangt. 
Þau upplifa ekki innri baráttu því er það auðvelt fyrir þau að réttlæta skaða sem þau valda öðrum.
Vegna þess að þetta fjallar alltaf bara um þau!
Að þörfum þeirra sé fullnægt er mikilvægara en áhrif skaðans sem þau framkvæma á fórnarlömbum sínum. 
Þau geta ekki upplifað eftirsjá eða liðið illa yfir því sem þau hafa gert. Þau hafa enga samúð (empathy), þau vita ekki hvernig né vilja þau vita hvernig það er að verða fyrir skaða af þeim. Þau geta ekki tengst tilfinningum annarra þegar tilfinningar fórnarlamba er valdið sársauka vegna gjörða þeirra. 
Empathy
Er að geta skilið hvernig annarri manneskju líður 
Að geta sett sig í spor annarra
 
Gaslýsandi sósíópati eða leynilegur narsissisti er nákvæmlega sama hvernig þér líður nema það sé hægt að blekkja tilfinningar þínar og endurmóta þannig að það hjálpi þeim. 
Ef þú hefur verið gaslýst/ur eða þú ert í sambandi með einstaklingi sem stjórnar þér í gegnum gaslýsingu þá þýðir það að þú upplifðir form af gaslýsingu þegar þú varst barn.
Samband þitt við narsissíska foreldra þinn mótaði þig þannig að þú myndir samþykkja útgáfu annars fyrir veruleika þínum.
Þú gætir ekki hafa að lifað af barnæsku þína með sjúklegum narsissista ef þú gast ekki á einhvern hátt samþykkt innrættan (inculcated) söguþráð um hver þú ert sem barn og hver þau eru sem narsissistar.
Þegar þau geta látið þér líða eins og þú sért elskulegur ef þú ert ósýnilegur, góða barnið, fallega barnið, barnið sem spyr ekki um neitt. Þegar þú auðkennir þig sem ósýnilega barnið þá gerir þú narsissistann ánægðan og raunveruleiki þinn er byggður inn í söguþráð sem var aldrei þú.
Þegar þú samþykkir innrætta söguþráðinn um hver þú ert, þá færð þú "ást" með skilyrðum frá foreldra sem er sjúklegur narsissisti
Þetta er það besta sem þú getur gert á mikilvægum vaxtar og þroska árum þínum.
Til þess að skilja uppruna SLDD (sjálfsástarröskunar) þá þurfum við að skilja viðhengisáföll (attachment trauma). 
Sjálfsástarröskun er orsökuð af 
Áföllum
Kjarna skömm 
Sjúklegum einmanaleika
SLDD eða meðvirknis fíkn 

 

 

 

Til þess að skilja af hverju við erum SLD´s þá þurfum við að gangast við því að við upplifðum hræðileg áföll í barnæsku en við aðlöguðumst því og lifðum af ólíkt systkinum okkar sem eru líklegast sjúklegir narsissistar.
Við náðum að forma okkur á einhvern hátt í bikara barnið (trophy child) eða þá útgáfu sem myndi láta narsissíska foreldra elska okkur meira eða í skaðlegum og sorglegum aðstæðum skaða okkur minna. 
Þetta eru þroskamótin sem aðskilur manneskjuna sem verður SLD sem fullorðin eða narsissisti.
Ef þú finnur leið til þess að endur-forma þig í þá týpu af barni þar sem narsissistinn líður vel með sjálfan sig þá færðu eitthvað frá þeim. Þú verður af bikarnum eða barnið sem er svo rólegt og auðvelt að líka við þá þarftu ekki að þjást hræðilegan skaða, vanrækslu, misnotkun og yfirgefningu sem barnið sem ekki getur stjórnað sér og mótað sig eftir þörfum narsissistans. Barnið sem getur ekki aftengst þörfum sínum getur ekki verið bikara barnið og það er örlög barnsins sem er alltaf "vonda" barnið. 
Þú sem er fullorðin og SLD sem ert gaslýst/ur af maka/vini þínum, þú varst undirbúinn og settur upp fyrir gaslýsingu þegar þú varst ung/ur.
Þegar þú hittir narsissista þá fer ákveðið ferli í gang. Efnafræðin á milli ykkar er spennu þrunginn og þú upplifir í þversögn öryggi.
Narsissisti skynjar að þú ert með meðvirkni eiginleika vegna þess að meðvirkni eiginleikar lætur narsissista líða vel.
Narsissisti upplifir minni kvíða í kringum þig eins og það sé minni líkur á að þú yfirgefi þau, vanrækir eða virðir þau að vetthugi. 
Narsissistar laðast ekki að fólki sem mun ekki líka við þau vegna þess að þau munu upplifa narsissískt sár (narcissistic injury) þau þurfa því að finna eitthvern sem passar við andstæðu sína. 
Narsissisti sem er sósíópati eða leynilegur narsissisti þarf að finna ákveðna týpu af SLD sem er berskjaldaður og fær um að láta blekkja hugann á sér. Narsissistar geta verið í stórum hópi og við skulum segja að það eru tveir eða þrír í hópnum sem eru SLD´s en skotmarkið þeirra er sá sem þau trúa að þau geti gaslýst.
Þau finna lyktina af því og þau skynja hver það er sem þau geta blekkt og beygt raunveruleika þeirra til þess að þröngva fórnarlamb (SLD) til þess að samþykkja nýja útgáfu narsissistans að þeirra raunveruleika. 
Þetta skapar yfirvald og stjórn yfir SLD sem að lokum gerir þau að yfirteknum þjón fyrir narsissistann.
Manneskjan sem fellur fyrir þessu sá sem er skotmarkið þeirra og fórnarlamb er sá sem upplifði alvarlega gaslýsingu í barnæsku á meðan mikilvægum þróunar og þroskunar árum stóð. 
Svo að gaslýsing virki á fullorðinn einstakling þá þarf sá sem er gaslýstur að hafa upplifað alvarlega gaslýsingu í barnæsku. Það er það sem gerir fórnarlamb berskjaldað. 
Til þess að skilja gaslýsingu og að geta verndað sig frá gaslýsingu þá þarftu að skilja að þú varst undirbúin þegar þú varst barn.
Þú veist að til þess að vera elskaður og virtur þá þarftu að yfirgefa þínar eigin hugsanir og hugmyndir um sjálfan þig, söguþráðinn þinn og þú þarft að samþykkja söguþráð frá öðrum og þú þarft að vera blekktur til þess að trúa einhverju sem er ekki satt og svo að framkvæma það og verða af þeirri manneskju. 
Þú gerir þetta vegna þess hvað gerðist fyrir þig fyrir svo löngu síðan. Áföllin sem þú ert að bera. Þú ert með lítð barn barn innra með þér og þetta barn er ótengt þér og aðskilið og þú getur ekki munað eftir henni eða honum vegna þess að það er eðli áfalla. Heilinn fangar áföllin, felur þau og læsir þau svo að þú þurfir ekki að muna eftir þeim. Vegna þess að ef þú manst eftir þeim þá þarftu muna eftir þjáningu og sársauka barnæsku þinnar þar sem þú þurftir að leggja þínar eigin hugmyndir, tilfinningar og skynjanir til hliðar fyrir aðra manneskju svo að þú gætir tryggt að þú yrðir elskuð/elskaður. 
Þú getur ekki orðið frjáls frá gaslýsingu sem fullorðin bara með viljastyrk, hvatningu eða skuldbindingu við sálfræðimeðferð vegna þess að rætur vandamálsins er svo miklu djúpri en það sem er að gerast núna. Ræturnar leiða alla leið til baka í barnæsku þína til þann parts sem þú manst ekki eftir. 
Þú kemst ekki af þessu með venjulegum leiðum! 
Mögulega hefur minning komið til baka til þín við lestur þessa greinar. Þar sem þú þegar þú varst barn varst að upplifa að hugsanir þínar, tilfinningar og útskýring á veruleika þínum voru blekktar.
Ef þú ert SLD og þú hefur verið eða það er verið að gaslýsa þig þá er lítið barn innra með þér sem þú þekkir kannski ekki. Það er barnið sem þú varst sem var skaðað, misnotað og blekkt og barnið var hrætt um að enginn mundi elska það ef það gæti ekki samþykkt veruleika annars og hent sínum til hliðar. 

Innra áfalla barnið hefur sögu að segja þér

Það er flókið mál að komast að innra áfalla barninu. Það er ósýnilegt en vill tala. Innra barnið vill segja þér söguna sína og komast úr dýflissu sem er djúpt inn í huganum á þér. 
Innra áfalla barnið var skaðað og sært á svo djúpan hátt og gaslýst að það þurfti að hverfa. 
 
Þú ert að lesa þessa grein fyrir ástæðu og þú ert að upplifa vissar tilfinningar í líkamanum þínum. Þetta eru líkama-minningar.
Líkama minningarnar eru hurðaropið inn í áföllin sem þú getur ekki munað eftir. Kannski er þér illt í bakinu, kannski er þér flökurt, kannski ertu virkilega að upplifa spennu í líkamanum þínum.
þetta er innra barnið þitt, hún er að tala við þig. Hún er að segja þér að hún er að tengja við þessar upplýsingar. Þetta barn er grafið djúpt inn í huganum á þér á stað þar sem það er ekki hægt að muna eftir henni vegna þess að það er of hættulegt.
Þessi litla stúlka eða drengur var gaslýst svo að hún hvarf
Von þín fyrir bata er að tengjast innra barninu þínu og að skilja það að hún þurfti að hverfa.
Að skilja söguþráðinn sem var gaslýstur þá munt þú skilja af hverju hún hvarf. 
Það er mikilvægt að finna sálfræðing sem skilur áföll og þá þætti sem eru aðskildir og ómeðvitaðir tengt áföllum. Þau geta hjálpað þér að finna litlu stúlkuna eða drenginn.
Gefðu henni/honum rödd og hjálpaðu henni/honum að sjá að hún/hann er ekki sá sem hún/hann hefur samþykkt að hún sé. 
Einhvern tímann þá þurfti sanngildi (authentic self) að hverfa.
Ef þú virkilega getur tengst innra áfalla barninu þínu þá munt þú skilja, yfirstíga og heila áfalla sárin sem halda þér tjóðraðri við sjúklega narsissista.
Þangað til að þú ferð í slíka sálfræðimeðferð þá skalt þú treysta líkama þínum. Líkaminn er rödd barnsins. Maginn þinn, háls og hjarta. Þú hefur ekki minningarnar þær eiga ekki að koma til baka nema að þú sért á öruggum stað með sálfræðing sem skilur áföll (trauma). 
Rödd barnsins mun tala við þig í gegnum líkama þinn.

  

Myndin í speglinum skipt út 

Ef þú hefur ekki verið gaslýstur þá mun einhver halda á spegli fyrir framan þig og þau segja horfðu á þig ég elska þig vegna þess að þú ert þetta og spegilinn speglar allt sem þú sérð. Þú sérð persónu sem þú elskar vegna þess að þú hefur sjálfsást.

En ef þú ert SLD (m. sjálfsástarrsökun) þá sérð þú myndlíkingu í speglinum. Mynd sem narsissistinn límdi á spegilinn. Narsissistinn vill að þú sjáir myndina sem hann límdi á spegilinn þinn svo að þú auðkennir þig sem áfasta myndina. 

Myndin sem er límd á spegilinn er mynd af þér þar sem þú ert brotin, brengluð, óörugg, sorgmædd, hrædd, auðveldlega hægt að yfirgefa þig. 

Að skipta út myndinni í speglinum skapar þá trú að það sem þú sérð sért þú.

Þetta er ekki þú!

Þú þarft ekki að vera þessi mynd lengur! 

 

Back to blog