Gaslýsing
a - ö
Orðið gaslýsing í þeirri meiningu sem við ætlum að læra um í dag kemur frá kvikmynd sem var framleidd á fjórða áratuginum með Charles Boyer.
Hvað er gaslýsing?
Þetta er ekki tilviljun!
Gaslýsarar geta ekki gert og komist upp með sjúklegu áætlanir sínar með venjulegri heilbrigðri manneskju. Þau þurfa á manneskju að halda sem skortir sálfræðilegan styrk eða er með virkilega lágt sjálfsmat.
Hver eru rauðu flöggin?
Það er mikilvægt að bera kennsl á rauð flögg og að bregðast á viðeigandi hátt við þeim.
EN . ..
Gaslýsari finnur þig!
Hann leitar af fórnarlambi sem vegna barnæskusára getur ekki veitt blekkingum þeirra viðnám.
Hvaða manneskja sem er, sem kemur frá bakgrunni þar sem hún var gaslýst og það er þegar búið að berja hana niður. Allt sjálfsálit og tenging við innsæið þeirra hefur verið fjarlægt þetta fólk er auðveldlega séð af þeim sem gaslýsa.
Narsissistar þurfa á meðvirkum að halda og meðvirkir "þurfa" á narsissitum að halda
Meðvirka manneskjan trúir því að hún sé í raun og veru að hún sé að fá eitthvað frá narsissistanum og þess vegna falla þau fyrir gaslýsandi skrímslum!
Þegar meðvirk manneskja hittir narsissista þá fellur hún raunverulega fyrir honum og þau upplifa gleði og hamingju þangað til að narsissistinn sýnir sitt raunverulega andlit. Þegar það gerist þá er sá sem er meðvirkur og vegna eðli meðvirknis og veiklyndi (lágt sjálfsmat) og skortur á reynslu við að setja mörk þá festast þau í sambandinu.
Þegar þau festast þá taka þau ákvörðun- það er betra að vera í sambandi en að vera einn.
Í þessu samblandi þá er narsissistinn leiðtoginn og meðvirki er fylgjandi. Mikilvægt er að undirstrika að báðir aðilar eru að fá eitthvað út úr þessu.
Eins mikilvægt og það er að vera meðvitaður og vakandi fyrir rauðum flöggum þá er það jafn mikilvægt að vakna og skoða sjálfan þig. Ef þú ert að þjást hrikalega af lágu sjálfsmati og sjálfsáliti og þú hefur enga eða mjög litla sjálfsást og þú passar við lýsingu á einstaklingi sem er meðvirkur. Þá er það sem mun fella þig á endanum.
Sjúklegir narsissistar (NPD - BPD - ASPD - Sósíópatar - Síkópatar) reyna ekki að tengjast eða að blekkja fólk sem er heilbrigt, þau óttast þau. Þau getað "þefað" það að manneskja er eðlileg og heilbrigð.
Heilbrigð manneskja er ekki manneskja sem er laus við vandamál en hún hefur innri auðlindir til þess að leysa þau. Eða hún leitar af hjálp/aðstoð til þess að leysa þau vandamál sem upp koma.
Ef þú elskar sjálfan þig og virðir nógu mikið til þess að vita að eitthvað hefur farið úrskeiðis í lífi þínu og það þarf að finna lausn og þú þarft hjálp, þá er það skilgreining á því að vera heilbrigð og eðlileg manneskja.
Til þess að skilja meðvirka manneskju
Meðvirkni hefur lítið að gera með persónuleika. Alveg eins og með narsissista þá koma þau frá fjölskyldu sem skapaði sálrænan sjúkleika. Eðli þeirra er að þau eru hrædd við að vera ein og þau eru ofsahrædd við einmannaleika. Þau eru uppfull af skömm og þau eru meðvituð um skömmina.
Þegar þau þurfa á eitthverjum að halda til þess að líða betur með sjálfan sig og þau falla fyrir sjúklegum narsissista, þá líður þeim eins og að þau hafi unnið í lottó.
Þau sjá ekki narsissista og hugsa ó ég er aumkunarverð meðvirk manneskja ég skal bara fara og vera með narsissista sem mun beita mig ofbeldi og brjóta mig niður.
Nei!
Þau sjá aðlaðandi manneskju sem þau falla fyrir og þau hugsa að þau hafi hitt sálarfélaga sinn.
Narsissistinn finnur eitthvern sem þau geta talað um vandamálin sín við allt kvöldið stundum langt fram á nótt. Þau geta farið á stefnumót og talað stanslaust um sjálfan sig án þess að verða fyrir truflun í 90 mínútur.
Þau tala um þrjú sambönd sem runnu í sandinn og af hverju þau munu ekki greiða með börnunum.
Manneskjan sem situr á móti þeim grípur í hendina á þeim og segir ég finn svo mikið til méð þér.
Þessir tveir einstaklingar passa fullkomnlega saman.
Ef þú ert eða þú ert með gaslýsandi narsissista í lífi þínu (ekki allir narsissistar gaslýsa) þá er meðvirka manneskjan skotmarkið sem þú vilt!
Narsissistar eru að leita af einstaklingum sem eru meðvirkir!
Flestir narsissistar vita það ekki að þau séu narsissísk!
Þau vita það ekki að það sé eitthvað af þeim. Þau eiga að til að gera öll sín vandamál af utanaðkomandi vandamálum (aðrir eiga við þessi vandamál að stríða, ekki þau). Ef eitthvað slæmt á sér stað þá sjá þau það í öðru fólki. Það er kallað vörpun (projection). Þau yfirfæra yfir á aðra það sem þau geta ekki séð og sætt sig við í sjálfum sér.
Ef narsissisti hittar annan narsissista þá reiðast þau vegna þess að þeim finnst hinn manneskjan svo sjálfselsk og þetta er fyndið vegna þess að þau eru að tala um sjálfan sig og þau hafa ekki hugmynd um það.
Það er mjög auðvelt að sjá narsissista vegna þess að þau eru svo brotin og þau þurfa aðra brotna manneskju svo að þeim geti liði eins og að þau séu eðlileg.
Allir gaslýsarar eru sjúklegir narsissistar þau eru með röskun sem er annað hvort Narsissísk persónuleikaröskun (NPD), Borderline persónuleikaröskun (BPD) eða Andfélagsleg persónuleikaröskun (ASPD) sem flestir þekkja sem siðblindu.
Þeim skortir samúð (empathy) og þau eru mjög sjálfselsk. Þau trú því að þarfir þeirra séu mikilvægari en þarfir allra aðra. Þau eru með þá trú að þau séu stórmenni þau trúa því einlæga að þau séu stærri og betri en allir aðrir. Þetta er brengluð ímynd af sjálfi.
Þau eru frek og þau geta verið hrokafull og uppfull af sjálfum sér.
Lýsingin hér að ofan er almenn greining á narsissista.
Narsissisti sem gaslýsir er sá sem er annað hvort sósíópati (siðblindur, síkópati eða með sósíópatísk einkenni.
Þetta fólk hefur enga samvisku
Þau hafa enga samúð (empathy)
Þeim líður alls ekkert illa þegar þau skaða fólk
Þau eru ekki tilfinningalega tengd fórnarlömbum sínum. Þau skaða fólk hrikalega illa og að hafa eitthverja samúð (empathy) myndi trufla þau.
Dæmi um gaslýsingu:
Urður er ung kona sem fæddist inn í sjúklega fjölskyldu þar sem narsissismi og meðvirkni eru yfirráðandi. Urður er þegar með lágt sjálfsmat og veiklunduð eftir áfallaríka barnæsku þar sem hún var brotin niður kerfisbundið. Hún hittir Eirík sem er verkfræðingur. Eiríkur er sjúklegur narsissisti og sósíópati. Haldandi það að hún sé að uppfylla örlög sín þá kemur hún heim með Eirík sem tekur strax stjórn á fjölskyldunni hennar.
Eiríkur sem vill ná algjörum yfirráðum og stjórn yfir Urði notar kerfisbundið blekkingu, gaslýsingu og vörpun til þess að brjóta hana niður og fá hana til þess að samþykkja það að hún eigi við gríðarlega kvíðaröskun að etja. Kvíði Urðar var dálítill fyrir sambandið en er núna orðin af ofsa-kvíðaröskun.
Markmið Eiríks er einnig að þurrka út allt sjálfsálit og jákvæðar tilfinningar í eigin garð hjá Urði. Urður er aðlaðandi og greind ung kona. Urður sér núna sig sem ljóta og heimska og að hún sé ófær um flesta hluti og að hún geti ekkert án Eiríks. Núna er Urður gjörsamlega undir valdi og stjórn Eiríks.
Gaslýsarar eru meira en lygarar þeir eru sósíópatar
Þau eru með áætlun um að skaða, ná yfirráðum og eyðileggja sálrænan anda fórnarlamba sinna svo að þau geti stjórnað of náð yfirráðum yfir þeim.
Gaslýsarar gasýsa ekki vegna þess að það er spennandi þau gera það vegna þess að þau eru með þörf fyrir að upplifa öryggi og stjórn í heimi sem elskar þau ekki og hatar.
Þau þurfa því að finna leið til þess að vera til í sinni eigin leynilegu búbblu þar sem þau upplifa að þau séu á toppi tilverunar þar sem þau eru álitin vera eins og guðir. Þar geta þau stjórnað fólki og láti fólk dást af þeim og haldið öðru fólki föngum án þess að ytra umhverfi trufli þau.
Það er algjörlega útilokað að fá jákvæða útkomu með fólki sem er siðblint (sósíópatar).
Það er ekki hægt að hjálpa þeim vegna þess að þau sjá sig ekki sem vandmál. Þau sjá það ekki að þau eru með gífurleg sálfræðileg vandamál. Þú þarft að vera með eitthverja vitsmunalega röskun í hugsun. Þú þarft að upplifa samviskubit, sorg og eftirsjá.
Til þess að geta farið í sálfræðimeðferð þá þarftu að hafa í grunninn að þér líði illa yfir því sem er í gangi í lífinu þínu eða hjá sjálfum þér.
Ef þú ert sósíópatískur gaslýsari eða þú ert rosalega narsissískur þá líður þér aðeins illa ef eitthver nær þér.
Þessi einstaklingur er svo fullnægður vegna þess að þau hafa skapað sína eigin búbblu þar sem þau eru með sinn eigin zombie þræl sem hefur verið innrættur og blekktur (manipulated) til þess að trúa því að þetta sé öðrum en gaslýsarnum að kenna.
Þeir ná þeim í burtu frá öðrum, atvinnu og fjölskyldu. Þau trufla getu þeirra að fá hjálp frá sálfræðingum og þau einangra þau svo fullkomnlega og af leikni að þau geta núna viðhaldið því að þau séu eins og guðir og að þau séu kraftmiklar persónur sem láta þér líða vel.
Mismunandi form af gaskveikjurum
Þetta fólk kemur í hinum ýmsum stærðum
Gaslýsari sem lítur út fyrir að vera góð manneskja.
þessi týpa er stundum feimin og hljóðlát, þetta er fölsk persónsóna (leynilegur narsissisti). Þessi týpa byggir upp trúarkerfi að hún eða hann sé þarna til þess að hugsa um þig og vernda. Þetta skapar umhverfi þar sem manneskjan sem er gaslýst verður svo hissa þegar hún er gleypt af sínum eigin vandamálum. Gaslýsarinn sem sýnir altrúíska góða manneskju er sá sem er að blekkja umhverfið svo að fórnarlambið gleypist af vandamálum.
Árásagjörn og eyðileggjandi týpan
Þessi týpa er skapar einelti (bully) og hvers kyns andóf getur leitt til ofbeldis
Það er til margar tegundir af gaslýsurum en það sem tengir þá alla saman er það að með þaulhugsuðum ásetning og kerfisbundri áætlun að veikja manneskju, einangra þau og innræta þau eða inngræða söguþráð um að það sé eitthvað af þeim sem er ekki satt. Þau fá fórnarlömb til þess að trúa því að það sé eitthvað af þeim. Þegar innrætingin (gaslýsingin) tekur rætur í huga þínum og þú trúir þvi að þú sért andlega og félagslega óhæfur.
Fullkomið dæmi um gaslýsingu
Einstaklingur er lágvaxinn. Í nútíma samfélagi ekki talin vera meðal eða hávaxinn. Gaslýsarinn notar hæð einstaklingsins sem ástæðu fyrir því að hann sé kraftlaus og máttlaus og eigi ekki roð í aðra, sé minnimáttar og eigi að sjá alla aðra sem æðri.
Vegna þess að hann er meðvirkur og með lágt sjálfsmat og upplifir sig nú þegar óæðri þá eðlilega skapaði innrætingin frekari trú á máttleysi og kraftleysi og hann sé óæðri og því skapast gríðarlegar takmarkanir í lífi hans.
Gaskveikjarinn blekkir (manipulates) ytra og innra umhverfi hans þar sem sannanir fyrir því hve varnar og hjálparlaus hann er vegna þess að hann er lágvaxinn. Fórnarlambið er núna með gaslýsta raddir í höfðinu á sér sem segja honum að ástæðan fyrir því að hann getur ekki hitt og þetta og að honum líði svona illa sé vegna þess hve lágvaxinn hann er. Raddirnar stækka og að lokum þá trúir fórnarlamb að hann sé óæðri öllum og einangrar sig og að gaslýsarinn sé sá eini sem muni veita honum væntumþykju og skilning.
Gaslýsandi sósíópatískir sjúklegir narsissistar eru slæmt fólk, án efa!
Það er ekkert gott við þetta fólk!
Kennslubókar narssisisti
Þessi týpa leggur mikið á sig. Hann vinnur mikið og hugsar um fjölskylduna sína eins lengi og allt sem hann gerir lætur honum líða vel. Þessi týpa er ekki samúðarfull en allt þarf að vera fyrir hann. Ef aðstæður eru slíkar þá getur hann verið einstaklingur sem elskar með skilyrðum. En, ef þú ferð á móti honum þá slær hann til baka og tekur ástúð í burtu. Þetta er skaðlegt fólk.Það eru því stig af "vondu" fólki.
Sjúklegir narsissistar eru vont fólk vegna þess að þau þarfnast einstaklinga sem eru veiklundaðir. Narsissistar nærast á þeim, þetta eru blóðsugur!
Þau þurfa að vera í sambandi með veiklunaðri manneskju sem þau geta notað.
Eðli narsissista er það að taka frá, nota (exploit) sjúga út. Þeir fá þig til þess að trúa því að þú getir farið hvenær sem þú vilt.
Þetta er klassísk gaslýsing.
Svo að gaslýsing virki þá þarftu að treysta því að gaslýsarinn hafi þína bestu hagsmuni að leiðarljósi.
Það er Stokkhólm heilkennið!
Ef þú trúir því að gaslýsarinn sé umhugað um þig og er sá sem er að reyna að hjálpa þér og vernda. En þú ert algjörlega ómeðvitaður að þau eru að skapa aðstæður þar sem þér mun líða verr með sjálfan þig.
Þau segja þá kannski hey, þetta er hótel kalifornía þú getur farið hvenær sem þú vilt.
Þetta fólk er svakalega hættulegt. Þetta fólk getur eyðilagt líf fólks, þau geta tekið allt í burtu frá fórnarlömbum sem var einu sinni svo þýðingarmikið fyrir fórnarlömb.
Gaslýsari þarf samband svo að hann geti fengið það sem hann þarfnast. Þeir vilja ekki að fórnarlömbin þeirra deyji líkamlegum dauða.
Þeir vilja að þau deyji innra með sér svo að það sé ekkert sem þau eiga fyrir utan sambandið við gaslýsarann.
Skilgreining á sjúklegum narsissista er sú að þau hafa enga innsýn inn í hve brotin þau eru.
Ef þú hugsar um sértrúarsöfnuð og hvað gerist þar. Þegar þú breytir því hvernig einstaklingur hugsar og gerir þau háð þér. Festir þau og hrifsar í burtu allar leiðir til þess að flýja. Vegna þess að gaslýsarar eru sósíópatar þá geta þau spáð fyrir aðferðum sem fórnarlömb gætu notað til þess að flýja.
Þau loka því fyrir þær.
En stundum á gerist eitthvað og fórnarlömb rekast á upplysingar eins og You tube rás Ross Rosenberg sem er með miljónir áhorfa og hundruðu myndbanda. Eitthver sér þetta og segir GUÐ MINN GÓÐUR!
Þau skoða upplýsingarnar og segja ég trúi því varla að þetta er að gerast! Þau leita því að manneskju sem getur hjálpað þeim. Þetta er alltaf að gerast. En bara ekki nógu mikið.
Vandamálið við þetta er að gaslýst fórnarlömb skilja það ekki að hugsanir þeirra eru ekki þeirra. Það þarf að afforrita þau. Þegar þau byrja að sjá það þá er það eins og það verði efnafræðilegt viðbragð.
Þau fá hroll og þau gráta og segja Guð minn góður ég trúi því ekki að þetta kom fyrir mig.
Neikvæða sálfræðilegt ástand þeirra sem skapaði meðvirkni og lágt sjálfstraust er enn til staðar.
Til þess að ná lækingu þá þarf að hjálpa þeim að endurskipuleggja hugsanir þeirra og endurforrita þær þá þarf líka að aðstoða með sjálfsamt og sjálfsálit. Skortur á sjálfsást og sjálfshatur er til staðar sem þarf aðstoð með. Og það þarf að snúa við innrættu eða inngræddu röskuninni eða vandamáli sem var aldrei til staðar.
Viðhorfið og trú að þau séu svo slæm og vond að enginn muni eða geti elskað þau
Flestir gaslýsarar eru aldrei eða mjög sjaldan gerðir ábyrgir fyrir skaðanum sem þau valda.
Þau munu ávalt á endanum finna aðra manneskju til þess að níðast á.