Að bera kennsl á og hlutleysa ígræddar gaslýstar raddir

Að bera kennsl á og hlutleysa ígræddar gaslýstar raddir

Að bera kennsl á og hlutleysa ígræddar

gaslýstar raddir

Sjálfshatandi hugsanir eru ekki þínar

 Skilgreining á því að vera heilbrigð manneskja er ekki fjarvera vandamála. Heilbrigði er að hafa getu til þess að meðhöndla vandamál í gegnum innri auðlindir (þú), og ef þú getur það ekki á eigin spýtum þá leitar þú uppi viðeigandi ytri auðlindir, sálfræðing, læknir, þjálfara, osfrv.
Ef einhver er heilbrigður þá er innra samtalið (hugsanir þeirra) þeirra hugsanir. Innra samtalið er heildar summa allra lífsreynslu þeirra, tilfinningar og allt það sem hefur haft áhrif á þau. 
En, ef einhver er ekki heilbrigður og er með sjálfsástarröskun (SLDD), sem er endurskilgreint hugtak sálfræðingsins Ross Rosenberg fyrir meðvirkni.
Þá munu þau bregðast við innra samtalinu og trúa því að þetta séu þeirra eigin hugsanir.
Þau eru takmörkuð, refsað, niðurlægð og smánuð (shamed) af gaslýstum hugsunum.
Þetta óvirka neikvæða innra samtal kemur frá sjúklegum narsissista.
Óvirka neikvæða innra samtalið kemur frá barnæsku okkar. Sálfræðingurinn Ross Rosenberg kallar það grunngaslýsingu (foundational gaslighting).
Gaslýsing sem á sér stað á viðkvæmustu árum barnæsku einstaklings. 
Viðhengisáföll (attachment trauma) sem börn narsissista þurfa að þola er m.a. ferlið þegar þau reyna að forma sjálfan sig inn í hlutverk "góða barnsins", "einstaka barnið", "ósýnilega barnið", "bikara barnið".
Þegar barnið er að aðlagast viðhengisáverkum (attachment trauma) þá kemur það niður af gaslýsingu.
Upprunalegar hugsanir, viðhorf (trúr) og hugmyndum er breytt og skipt út fyrir útgáfu annarrar manneskju um það sem þú átt að hugsa og finna fyrir þann ásetning að stjórna þér. 
 

Gaslýsing sem sjúklegur narsissisti viðheldur yfir sjálfsástarsnauðum (SLD´s) eða meðvirkum fórnarlömbum.

 Sjúklegur narsissisti inngræðir brengluð og brotin hugsana munstur og skilaboð inn í huga fórnarlamba. Fórnarlömb mistaka þessar hugsanir og viðhorf sem eigin. 
Af hverju erum við svona reið við okkur sjálf?
Af hverju erum við svona sár út í okkur sjálf?
Af hverju er ég svona heimsk og hugsunarlaus?
Ég er sjálfselsk, ég er aumingi, ég get ekkert, ég er ljót, feit, of há, of lítil, ófær osfrv
Og það sem orðið mjög vinsælt
 Ég er narsissisti!
 
Við ráðumst á sjálfan okkur og brjótum niður 
Af hverju getum við ekki sýnt okkur sjálfum samúð?
Þessar hugsanir sem þú hefur um sjálfan þig, hvað eru þær? 

Skrifaðu þær niður

Þetta verða hugsanir sem eru að stanslaust að gagnrýna þig og breyta raunveruleika þínum
HEIMSKUR
LJÓTUR
LÍTILL
GET EKKERT
AUMINGI
ÓFÆR
MÉR MISTEKST ALLT
HVER HELDUR ÞÚ AÐ ÞÚ SÉRT
ALLIR MUNU HLÆGJA AF ÞÉR
ÉG ER PIRRANDI
OF KVÍÐIN
OF ÞUNGLYNDUR
Farðu í gegnum allar þessar hugsanir sem þú ert með sem eru stanslaust að hringsólast innan í höfðinu á þér  - um það sem er að þér!
Þegar þú ert búin að skrá niður þessar hugsanir, spyrðu sjálfan þig hvaða rödd er þetta? 
Er mögulegt að þessar "raddir" sem þú ert með þessi stanslausa endalausa gagnrýni sem brýtur þig niður, dregur úr virði þínu og er eyðileggjandi athugasemd um þig.
Er það mögulegt að þetta sé ekki þínar eigin hugsanir, þú, þín rödd? 
Íhugaðu þeta
Hvað myndir þú segja þegar þú kallar sjálfan þig heimskan, ljótan, enginn getur elskað þig eða narsissískan.
Hvað ef þetta er söguþráður sem gaslýsari þröngvaði inn í lífið þitt fyrir löngu síðan.
Þú heyrðir þetta svo oft að þú auðkenndir sjálfan þig við gaslýsinguna. Þú byrjaðir að sjá sannleikann í henni. 
Yfir tíma (eitthver ár) þá byrjaðir þú að segja þetta sjálfur  
Hvað myndir þú segja ef ég segði þér að þetta eru ekki þínar eigin hugsanir?
Hugsaðu um þetta, hvar heyrðir þú fyrst að þú værir sjálfselskur?
Í hvert skipti sem þig langaði í eitthvað fyrir sjálfan þig hvar og hvenær heyrðir þú að þú værir sjálfselskur?
Hvað varst þú gamall?
Ég var fimm ára og bað mömmu um eitthvað og hún í algjörum viðbjóð gagnvart mér sagði NEI! 
Hver sagði við þig að þú værir heimskur? Og að þú værir vonlaus og myndir mistakast allt sem þú reyndir?
Þetta verður alltaf í nánast öllum skiptum rakið til foreldra sem var/er narsissískur eða til hin foreldra sem var/er meðvirkur sem verndaði þig ekki. 
Niðurlægjandi, særandi og niðrandi hugsanir um það sem er að þér sem þau halda að sé sínar eigin eru alltaf gaslýsing frá barnæsku.
Eitthver var alltaf að segja þér þetta svo oft að þau sönnuðu það fyrir þér. Umhverfið var blekkt sem er mjög auðvelt að gera þegar þú ert barn svo að þetta barn elst upp við það að það sem narsissíska foreldrið sagði um þau er satt.
Þau hljóta að vera vonbrigði. Þau hljóta að vera aðeins góð ef þau gráta ekki. Það er bara hægt að líka við þau ef þau fá góðar einkunnir eða hugsa um yngri systkini og hegða sér eins og foreldri þegar þau eru bara börn.
Þegar barnið getur ekki eða storkar þá eru þau kölluð sjálfselsk og vanþakklát.
Þegar þú getur auðkennt hvaðan þessi skilaboð komu úr barnæsku þinni og tengt þær við innra sjálfstal þitt, þínar eigin hugsanir um sjálfan þig.
Þá getur þú haldið áfram með því að skilja að hugsanir sem þú hefur um sjálfan þig er ekki þínar hugsanir!
Þær eru rödd einhvers annars
Þú þarft að skilja hvernig gaslýsing hefur áhrif á hvernig þú hugsar. 
Skilgreining Gaslýsingar 
Gaslýsing er kerfisbundin blekking (manipulation) á umhverfi einhvers sköpuð og framkvæmd svo að fórnarlamb gaslýsingar trúi einhverju um sjálfan sig sem er ekki satt og var aldrei satt.
Eða til þess að fá þau til þess að trúa einhverju um sjálfan sig sem var milt eða hóflegt ástand fyrir gaslýsinguna en þau eru blekkt að trúa því að þetta sé hræðilegt og ólæknandi ástand. 
Gaslýsarinn blekkir umhverfið með því að plata þau og með því að stilla þeim upp (setting them up).
Gaslýsari snýr fólki gegn þeim með því að segja þeim aftur og aftur þetta er sá sem þú ert. 
Barnið er mjög berskjaldað, ungabarn, smábarn, fjögurra ára, átta ára, táningur. Börn eru mjög berskjölduð.
Sú týpa af gaslýsingu sem á sér stað í barnæsku af höndum sjúklegs narsissista er miklu lúmskari en gaslýsingin sem gerist á fullorðinsárum. 
Barnið gerir ráð fyrir því að foreldri segir þeim satt um hver þau eru.
Þegar foreldri segir barni stanslaust aftur og aftur að það sé vont og slæmt.
Þú ert vonlaus ég hef enginn not fyrir þig ef þú lætur mér ekki líða vel. Eða þú ert frábær þegar þú hugsar um bræður þína.
Ekki gráta! strákar gráta ekki! Ekki vera reiður.
Af hverju ertu alltaf í vörn. Þú ert svo viðkvæmur. 
Þegar þú elst upp í umhverfi þar sem þú horfir til foreldra þinna til þess að kenna þér hvað er satt og hvað er ekki satt.
Foreldrar eiga að kynna barninu raunveruleikann og svo að sanna fyrir barninu að raunveruleikinn er réttur. 
Heilbrigður foreldri myndi segja við barnið sitt þegar þú brosir þá ertu fallegur og ég elska þig svo mikið. En þegar þú brosir ekki þá ertu samt fallegur en stundum á ég bágt með að meðhöndla þig en ég elska þig samt og ég elska þig sama hvað. 
Þetta barn elst upp með söguþráð sem segir honum að hann sé fallegur sama hvað þó svo að ég gæti verið pirrandi þegar ég er í slæmu skapi. 
Við sem foreldrar berum þá ábyrgð að segja börnunum okkar hvenær þau haga sér vel og þegar þau haga sér ekki vel. 
En við erum að tala hér um barn sem elst upp með foreldrum sem gaslýsa. Hvort sem að það sé narsissisti, meðvirkur eða bæði. Barnið er að fá skilaboð frá þeim byggt á því hvernig þeim líður gagnvart barninu.
Barnið lærir hver þau eru í gegnum viðbrögð foreldra sinna. 
Þegar foreldrar barns eru alltaf reið út í barnið, vegna þess að barnið getur ekki gert eitthvað vel þá byrjar barnið að auðkenna það við sig að það sé eitthvað að þeim. 
Sjáðu þetta fyrir þér eins og spegill. Þegar foreldri elskar án skilyrða og samþykkir barnið eins og það er, þá þegar barnið gerir mistök og þau horfa á foreldra sinn og finna ást frá honum þá upplifir barnið að það sé elskulegt. 
Hvernig foreldri varpar sambandi sínu við barnið og hvernig foreldri miðlar gildi barnsins til barnsins er eins og barnið að horfa í spegil. 
Barnið sér sjálfan sig í speglinum.
Þegar foreldrið er vonsvikið og þykir barnið ógeðslegt þá sér barnið sig sem vonlaust og ógeðslegt. 
Börn sem verða meðvirk eða SLD´s á fullorðinsárum eru ofurvakandi (hypervigilant), þau geta frá unga aldri lesið umhverfið sitt.
Þetta eru framtíðar sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, hjálparar og þeir sem fórna sér. Þau geta séð allt vegna þess að þau hafa lært að ef þú fylgist ekki með umhverfinu af varkárni þá mun eitthvað slæmt gerast. 
Þegar foreldri þeirra er í uppnámi gagnvart þeim og þau heyra foreldra segja eitthvað þá reyna þau að breyta hegðun sinni svo að þau geti fengi það besta úr foreldra sínum. 
Það í sjálfu sér er að ástæða meðvirkni 
Þegar þú heyrir yfirlýsingar um virði þitt eða skort á því í barnæsku aftur og aftur  og það er ekki byggt á raunveruleika en þú hefur enginn önnur sönnunargögn um hvað raunveruleikinn er þá munt þú trúa því sem foreldrar þínir segja við þig. 
Ef þau segja við þig að þú ert elskulegur vegna þess að þú ert bara elskulegur þá færð þú tækifæri til að elska sjálfan þig á fullorðinsárum. 
En ef þú heyrir að elskusemi þín er háð því hvernig þú lætur þeim líða eða ef þú kemur þeim ekki í uppnám og getur gert þau ánægð.
Það er ekki hægt þegar þú ert barn að halda foreldra þínum ánægðum.
 Það þarf ótrúlega andlega og sálræna leikfimi að gera foreldra þinn ánægðan. Þú þarft að læra að stjórna hegðun þinni og hugsun.
Ef þú gerir mistök þá munt þú heyra af því. 
Ef þú ert SLD þá reyndir þú þitt allra besta að vera elskulegur og viðkunnanlegur þegar þú varst barn. 
Þú reyndir að vera ósýnilegur, bikara barnið, barnið sem gerir fjölskylduna stolta, barnið sem veldur engum vandamálum.
Þú tekur það sem þú heyrir um sjálfan þig og þú munt reyna að breyta sjálfum þér  eins mikið og þú getur svo að þú getir passað við þrönga skilgreiningu á því hvað gott barn er í huga narsissista
Ef foreldri þitt segir þér eitthvað um sjálfan þig þá munt þú innræta það og þú munt vita að annað hvort að þú sért það sem er verið að segja þér að þú ert og að það sé enginn leið til þess að breyta því.
Eða þú gerir þitt besta og breytir því ekki. 

Spólum áfram 25 ár

Þú byrjar í nýrri vinnu og þú gerir lítil mistök og það kviknar á hugsun sem segir við þig þú ert algjör aumingi þú getur ekki neitt þú ert gjörsamlega vonlaus.
Hver á þessa rödd? 
Þú?
Mamma þín?
Pabbi þinn?
 Til þess að af tengja gaslýsingu þá þarftu að rekja raddirnar til baka. Þú þarft að sjá hver á þessa rödd í raun og veru. 
Þú þarft að skilja að gagnrýnandi raddirnar í höfðinu á þér skaða þig. Rödd sem segir við þig að þú sért vonlaus og þú auðkennir þig við að vera vonlaus þá verður þú vonlaus.
En þessi persóna sem er vonlaus er ekki þú. 
Gagnrýnandi manneskjan sem þú heldur að þú sért - Sorgmædda manneskjan sem þú heldur að þú sért gæti verið til staðar vegna þess að þú varst svo gaslýstur sem barn að útgáfa einhvers annars af þér var innrætt inn í hugan á þér þegar þú varst berskjaldað barn. 
Þú samþykktir þessa útgáfu og hefur verið að "leika" þessa útgáfu síðan.
Þegar þú sem fullorðin kveikist (triggers) til þess að finna einhverjan þátt af sjálfsástarröskun og þú byrjar að hugsa neikvæðar hugsanir það sem er að gerast er að þú ert að tala rödd foreldra sem gaslýsti þig. 

Við skulum hætta því!

Það er ekki auðvelt að hætta því.
Markmið þessar greinar er ekki að kenna þér að hætta því vegna þess að þú þarft að fara í sálfræðimeðferð til þess. 

Hugræn atferlismeðferð (cognitive behavioral therapy)

Segir að ef við breytum hugsunum okkar þá getum við breytt því hvernig okkur líður og hvernig við hegðum okkur. 
Hugsanir eru kraftmiklar þær geta frelsað okkur og þær geta takmarkað okkur og fest. Þær geta haldið okkur frá því að finna okkar sanna auðkenni og virði. Hugsanir okkar geta lamið okkur niður í þá útgáfu af manneskju sem við vorum aldrei. 
Við erum ekki fólk sem hatar sjálfan okkur!
Við erum ekki fólk sem líður illa gagnvart sjálfum okkur!
Einstaklingur sem hatar sjálfan sig og er með hræðilegar tilfinningar í eigin garð er gaslýstur. Gaslýsingin (neikvætt viðhorf gagnvart sjálfum þér) var skapað af sjúklegum narsissista  og innrætt inn í hugann á þér.
Við gátum ekki annað en samþykkt þessa útgáfu vegna berskjöldun barns. 
Við keyptum þessa persónu eins og öll önnur fórnarlömb gaslýsingar. Við vorum svo ung þegar þessi persóna var innrætt og því viðhöldum við sömu misnotkuninni áfram. 
Þegar þú tekur svipuna upp og byrjar að kalla sjálfan þig ljótum nöfnum þegar þú byrjar að upplifa vonleysi þá bið ég þig um að reka þessar raddir til baka þar sem þær byrjuðu og af-tengdu þig frá þeim. 
Hver á þessa rödd? 
Hvaðan kemur þessi rödd?
Ef þú getur fundið uppruna raddarinnar þá kemst þú af því að þetta er ekki þú!
 Sýndu sjálfum þér sjálfsmildi og blíðu, elskaðu sjálfan þig.
Vegna þess að til þess að breyta því hvernig þú hugsar byggt á viðhengisáföllum (attachment trauma) er ekki auðvelt.
Það er ekki jafn auðvelt og hugræn atferilsmeðferð, sem er bara að hugsa aðra hugsun. 
Lífið þitt hefur verið lestarslys og fólkið sem átti að láta þig elska sjálfan þig innrætti hugmyndir um hver slæmur og vondur þú ert.
Svo að þeim gæti liði betur með sjálfan sig.
Þú greipst boltann og fannst fólk í lífi þínu sem eru alveg eins og foreldrar þínir sem halda áfram að gaslýsa þig og styrkja skilaboðin sem þú fékkst þegar þú varst barn.
Þessi rödd sem er að berja þig niður 
 
ER EKKI ÞÚ - ER EKKI RÖDDIN ÞÍN!

 

 

 

Back to blog