Sjálfstraust

Sjálfstraust

Lærðu að treysta sjálfum þér

Fyrir flest fólk er traust óhlutbundið/ abstrakt hugtak og það er ekki gott. Vegna þess að traust er ómissandi hluti af samböndum og einnig sambandi þínu við sjálfan þig, og ef traust er enn óhlutbundið hugtak muntu aldrei vita hvernig á að búa til sjálfstraust.
Í þessari grein þá ætla ég að útskýra traust ítarlega svo að þú getir skilið nákvæmlega hvað sjálfs-traust er og hvernig þú skapar það.
Að treysta einhverjum er að líða eins og þú getir treyst á hann/hana til að hafa þína bestu hagsmuni að leiðarljósi. 
 
Þetta er um það bil eins vísindalegt og þú getur mögulega orðið með því hver raunveruleg skilgreining á trausti er.

Ég vil að þú hugsir þessa skilgreiningu vel.

Hafðu í huga að ég sagði ekki að traust væri að geta treyst á að einhver leggi hagsmuni þína framar sínum eigin, né sagði ég það að þú ættir að gera einhvern annan algerlega ábyrgan fyrir hamingju þinni.
Traust er einfaldlega að geta treyst á einhvern til að hafa þína bestu hagsmuni að leiðarljósi.
Að treysta sjálfum sér er að finna að þú getur treyst á sjálfan þig til þess að hafa þína bestu hagsmuni að leiðarljósi. Jafnvel í atburðarás þar sem sjálfstraust snýst um að treysta á eigin persónu, getu styrk og sannleika. 
Tökum til dæmis; þegar kemur af því að treysta sjálfum sér, hér ert þú að meta getu þína til þess að klára verkefni vel.
Það passar samt inn í sömu skilgreiningu og hér að ofan, vegna þess að þú hefur þegar tekið ákvörðun um að það sé í þínum bestu hagsmunum að klára verkefnið vel.
Ef þú getur ekki klárað verkefnið vel, þá ertu ekki að hafa þína bestu hagsmuni að leiðarljósi. 
Ástæðan fyrir því að traust er óhlutbundið/abstrakt fyrir fólki er sú að fólk sér sjálfan sem einn hlut eða eina veru. Ég kynni sjálfan mig ekki með mörgum nöfnum, ég geng ekki upp að þér og segi ég heiti Inga og svo næstu mínútu segi ég ég heiti María.
Vegna þess að ég sé sjálfan mig sem einn hlut/veru. En það er ekki rétt skilgreining á mér eða hverjum sem er. 
Meðvitund (consciousness) starfar eins og vatn, ef þú horfir á, á, frá ofan þá sérðu stóra á kljúfa sig í margar minni. 

 
Í gegnum líf þitt klofnar meðvitund þín alveg eins og á og það er venjulega sjálfsbjargarviðleitni. Þegar þetta gerist þá sundrast sjálfsvitund þín, þó svo að þú hafir einungis einn líkama, þá hefur þú í raun mörg sjálf. 
Til þess að sjá þetta fyrir þér inn í sál þinni, Sjáðu fyrir þér að "þú", líkami þinn sé fullur af Síams-tvíburum. Við köllum þá Síams-tvíbura vegna þess að þeir deila einum líkama jafnvel þó að þeir upplifi sig aðskilda. 
Hver hefur sitt eigið kennileiti, þrár, þarfir, sjónarhorn, styrki, veikleika og útlit.
Til þess að skilja sjálfs-traust, þá er mikilvægt fyrir þig að skilja að þú ert ekki einn hlutur/vera. Þú ert miklu meira eins og vistkerfi mismunandi hluta.
Þegar þú horfir á sjálfan þig á þennan máta, þá skilur þú betur af hverju þig skortir traust á sjálfan þig.
Þessir partar innra með þér geta átt í hvaða sambandi sem er undir sólinni. 
Við getum verið með part sem er afskaplega elskandi og styðjandi við okkur í annan part sem hatar okkur og er ofbeldisfullur.
Aðalmálið hérna er að sumir partar af þér er ekki hægt að treysta til þess að hafa þína bestu hagsmuni að leiðarljósi. 
Til dæmis þá langar einum part af þér að fara í gleðskap og einn partur vill alls ekki fara í gleðskap. En sá partur sem vill ekki fara tekur alla stjórn á líkama þínum og stoppar þig frá því að fara. 
Getur þá parturinn sem vill fara treyst þeim sem vill ekki fara? 
Nei
Annað dæmi, einn partur af þér er í raun og veru listamaður og honum langar til þess að verða faglegur listamaður, en annar partur vill vera í takt við fjölskylduna, hann vill vera samþykktur meira en allt.
Þessi partur þráir samþykki fjölskyldunnar sem kemur ekki ef hann verður faglegur listamaður.
Þessi partur tekur því yfir og fer í háskóla lærir bókhald og þóknast fjölskyldunni.
Ef einn partur tekur ákvörðun um að hann ætli að ráða, t.d. í dæminu hér að ofan og þegar einn partur vill verða faglegur listamaður en hin sækist eftir samþykki fjölskyldunnar, einn tekur yfir, fer í háskóla, sækir bókhalds-gráðu og gleður fjölskyldu sína, sem svo færir honum samþykki.
Spurningin er getur sá partur sem vildi verða faglegur listamaður treyst þeim parti sem yfirtók líkaman?
Er samþykkis/bókarinn að hafa bestu hagsmuni hina partana að leiðarljósi? Hafa allir partarnir fundið lausn sem hentar þeim öllum, svo-kallaða "win-win" stöðu? 
Er þetta "win-win" staða eða "win-loose" staða? 

Nei, því getur sjálfs-traust ekki skapast í kerfinu þínu.

Tökum annað dæmi, ímyndum okkur að einn partur af þér hatar annan part af þér og hann vill losa sig algjörlega við þann part sem hann hatar. Getur traust myndast þarna? Nei!
Það sem öll þessi dæmi eiga sameiginlegt er það að innra með þér eru margir partar sem eru ekki að hafa bestu hagsmuni aðra parta að leiðarljósi. Því getur traust ekki lifað innra með þér. 
Í öðrum orðum þá munt þú finna fyrir skorti á sjálfs-trausti í þínum eigin líkama. Og þú munt segja, ég treysti ekki sjálfum mér. 
Þú veist hvernig það er að vera í sambandi með annarri manneskju sem þú veist að mun ekki hafa þína bestu hagsmuni að leiðarljósi
. Það sem er að gerast í raun og veru hér er að þú treystir ekki sjálfum þér, svona líður þér tengt þínum eigin pörtum. 
Í öðrum orðum þá er sambandið sem þú ert í ytra umhverfi (fyrir utan þig) nákvæmlega sama og er að gerast innra með þér (as above so below, as below so above). 
Hér kemur djörf yfirlýsing. Ég þarf þig til þess að opna huga þinn og ekki hafna henni áður en þú hugsar vel og vandlega um hvað það er sem ég er að segja þér.
Það er ekki hægt að skilja sjálfs-traust eða skort á því, án þess að sætta þig við raunveruleika þess að vitund (consciousness) klofnar. Hún klofnar innra með þinni meðvitund.
Til þess að meðvitund þín og sjálfs-traust geti notist heilunar þarftu að sætta þig við að meðvitund klofnar í parta, sem svo berjast við hvorn annan. 

Skoðaðu þessa grein: https://arctickowl.com/blogs/fraedi-salarinnar/klofin-vitund í þessari grein ræði ég ítarlega hvernig vitund klofnar. 

 

Góðar Fréttir 

Þú getur endurbyggt sjálfstraust. Alveg eins og það er hægt að endurbyggja traust í samböndum. Það er endurbyggt af pörtunum sem þú skapaðir sem svo sýna þér að þú getur treyst þeim.
Að byggja sjálfs-traust er jafn auðvelt og að finna "win-win" atburðarás og þar með að enda núllsummuleikinn (ég vinn þú tapar) innra með þér.
Eftirfarandi eru níu punktar sem munu styðja þig í að endurbyggja/byggja sjálfstraust og trú á sjálfan þig. 
Gangi þér vel

 

Hverjir eru partarnir þínir? 

Byrjaðu strax að vinna með þeim pörtum af sjálfi þínu sem eru að skapa vantrust. Þetta þýðir að þú þarft að byrja að vinna með þeim pörtum sem eru ósammála, sem eru að rífast, sem eru að yfirgefa, bæla niður og hafna hvor öðrum og þeir sem eru í núllsummuleiknum (ég vinn þú tapar). 
Hafðu í huga að þegar þú ert að vinna með þessa parta innra með þér sem eru að skapa umhverfi vantrausts á sjálfan sig, þá er mjög mikilvægt að gera pörtunum grein fyrir að þeir séu partur af sama líkama sem þeir eru að spila núllsummu-leikinn við.
Það er því ekki hægt að vinna á meðan annar partur tapar, hér tapa allir. 
Flestir partarnir innra með þér sem eru að taka þátt í vantrausts uppsetningu innra með þér, gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru að vinna á móti sjálfum sér.
Í raun þá mistaka þeir sjálfan sig fyrir allt sem þú ert! 
Hver partur þarf að verða meðvitaður að þeir geta ekki nýtt sér bestu hagsmuni sína á meðan þeir eyðileggja bestu hagsmuni aðra parta, án þess að eyðileggja fyrir sjálfum sér. 
Þegar þetta gerist þá tekur þú eftir að partarnir innra með þér byrja að sameinast til þess að finna sameiginlega lausn. Núna byrja þeir að hugsa um bestu hagsmuni hina partana sem partur af þeirra bestu hagsmunum. Hér byrja þeir að leita af "win-win" aðstæðum.
Þegar þú ert að vinna þig í gegnum þetta ferli þá vil ég að þú verðir virkilega opinn  fyrir sannleika hvers parts sem er í andstöðu við að breytast.
Það er mjög algengt að þegar einn partur verður meðvitaður um bestu hagsmuni hins partsins þá áttar hann sig á því að hann getur ekki spilað núllsummu-leikinn lengur. Sem eru mjög góðar fréttir.
 
Þegar partar, innra með sjálfinu sjá að raunverulegu bestu hagsmunir þeirra eru að breyta sér, þá breyta þér afstöðu sinni. 
Þegar það kemur af því að skapa sjálfstraust innra með kerfinu þínu, þá ertu að ekki að leita af málamiðlun. Málamiðlun er þegar ég tek á mig dálítið af sársauka og þú tekur á þig dálítið af sársauka. 
Nei, það er ekki leiðin sem við ætlum að fara. Við erum að leita að Allir vinna atburðarás. Sem er það allra besta fyrir alla í öllum aðstæðum. 

Að kynnast pörtunum

Nú skalt þú kynnast þeim pörtum af sjálfi þínu sem þú treystir ekki. Það er mikilvægt að sameina vilja alla partana í einn vilja innra með þér. Við erum að byggja sjálfstraust þá viljum við að allir partar sjálfs okkar hafi hagsmuni okkar að leiðarljósi í sameinuðum vilja.
Til þess að það gerist þá þarftu að vita hver þeir eru. Þú þarft að kynnast þeim og skilja þá, hlusta á þá og vita hvaðan þeir eru að koma og af hverju þú skapaðir þá.
Þú þarft að skapa næmni fyrir þeim pörtum sem þú heldur að sé Vondi Kallinn, þegar það kemur af sjálfstrausti. 
Til dæmis ef þig skortir sjálfstraust vegna þess að partur af þér er að taka eiturlyf jafnvel þó að þig langi til þess að vera edrú, þá þarft þú að hætta að spila núllsummu-leikinn við þann part af þér.
Í staðinn skaltu virkilega heyra í honum, finna það sem hann er að finna og skilja þann part af þér, sérstaklega Af hverju!
Svo að þú getir hjálpað þessum part af þér að fá þörfum sínum mætt og að hafa hagsmuni hans að leiðarljósi á aðra vegu. Þú þarft að finna betri og heilbrigðari lausn fyrir þennan part að fá þörfum sínum mætt en með eiturlyfjum/pillum. 
Þú getur ekki skapað umhverfi sjálfstrausts innan með þér ef þú ert í innri baráttu við parta af sjálfum þér, það er ekki hægt. 

 

Innra Sjálfið þitt er ekki að vinna gegn þér

Sættu þig við það að það er ekkert sem heitir sjálfseyðing. Ef þú skilur og sættir þig við það þá erum við komin langt á leið að skapa sjálfstraust innra með kerfinu þínu. Oft erum við með parta af sjálfinu sem eru að gera hluti sem skapa vantraust innra með okkur. Við sjáum þessa parta sem Vondi Kallinn, við höldum að þessi partar séu að vinna gegn okkur. En í raun og veru þá er ekkert innra með okkur að vinna gegn okkur. 
 
Ef þú óttast einhvern part af sjálfum þér og það er að skapa innra umhverfi vantrausts á sjálfan sig, þú mun eftirfarandi virkilega aðstoða þig. 
 
 Ef einhverjir partar af þér eru í andstöðu við því sem þú vilt, þráir og dreymir um, eða ef einhverjir partar innra með þér er að skaða aðra parta að einhverju leiti, þá er það vegna þess að þeir halda að það sé þér fyrir bestu.  
 
Þeir halda að þeir séu að bjarga lífi þínu með því að fylgja ekki áætlun. Því getum við ekki sagt að þeir séu á móti þér. Þeir eru hreinlega ósammála restinni af þér um hvernig þeir eigi að vera fyrir þig. 
Til dæmis þá langar þig meðvitað að samband gangi upp, og þá meina ég, þú þráir það. En í hvert skipti sem þú ferð inn í samband þá ertu partar af sjálfinu sem byrja að ýta hinni manneskju í burtu. Þeir hegða sér illa, einangra sig, og þú segir við sjálfan þig; ég treysti sjálfum mér ekki! 
Ég skil ekki hvað er í gangi, þessi partur af sjálfum mér er á móti mér, en hann er það í raun og veru ekki. Kannski skapaðir þú þennan part vegna allra þeirra sársaukafullu sambanda sem þú hefur áður verið í.
Kannski veit þessi partur af þér að samband þýðir að verða yfirgefin, þannig að þessi partur ýtir öllum í burtu fyrst svo að hann þurfi ekki að upplifa sársaukann sem fylgir því að vera yfirgefin aftur. 
 Þessi partur trúir þvi að hann sé að gera þetta fyrir þig, til þess að vernda þig. Hann er ekki á móti þér, hann er öfugsnúinn talsmaður. 
Enginn partur af þér, jafnvel partarnir sem "hata þig" eru í raun og veru á móti þér. 

Byggðu upp Sjálfstraust (self-confidence)

Sjálfstraust og trú á sjálfan sig helst í hendur. Þegar við hugsum um hálfu setninguna "trú á sjálfan sig (self confidence)" þá er verið að meina hæfileika þinn til þess að treysta á sjálfan þig.
Þegar við skiljum að skortur á sjálfstrausti helst í hendur við skort á hæfileika þinn til þess að geta treyst á sjálfan þig.
Að trúa og treysta á sjálfan sig er oft sjálfsvirði mál. Það er þegar við gengisfellum og ógildum sjálfan okkur. Og ein af ástæðum fyrir því að við treystum ekki sjálfum okkur er sú að við samþykkjum ekki og sættum okkur ekki við hæfileika okkar. getu, ásetning og virði. 
Hvað þýðir þetta? 
Þú þarft að taka þér tíma til þess að koma auga á hæfileika þína og getu. Þú þarft að koma auga á styrkleika þína og hreinan ásetning, komdu auga á það sem er jákvætt við þig, það sem byggir þig upp, ekki það sem brýtur þig niður. 
Partur af sjálfstrausti og sjálfstrú er að leyfa sjálfum þér að gera hluti sem eru þér auðveldir og náttúrulegir.
Þetta getur oft verið mjög erfitt vegna þess að nánast hver einasta menning á jörðinni velur áreynslu og erfiði ofar öllu. 
En, ef allt í lífi þínu er áreynsla og erfiði vegna þess að þú tekur alla orku frá því sem þú ert virkilega góð/ur í og yfirfærir hana í það sem þú ert ekkert sérlega góð/ur í, þá mun allt lífið þitt verða erfiði og áreynsla.
Niðurstaðan er því að þér líður eins og þú sért alltaf á eftir. Þetta þýðir að þér mun skorta sjálfstraust og trú á sjálfan þig. 
Ef þú ert að reyna að byggja upp sjálfstraust þá þarftu að leyfa sjálfum þér að fljóta í áttina af því sem þú ert virkilega góð/ur í. Stígðu inn í það sem þú ert virkilega góð/ur í, berðu kennsl á það sem þú ert hvað færust/astur í. 
Tengdu þig svo á þá staði sem virðir það sem þú ert hvað færust/astur í. Mikilvægt er að muna að þú þarft stundum að leita af þessum stöðum og fólki sem virðir það sem þú hefur upp á að bjóða. 

Hlustaðu á líkama þinn og tilfinningar

Þær geyma mikilvæg skilaboð til þín. Flestir sjá tilfinningar sem óþægindi, sem eitthvað sem ætti ekki að vera þarna eða eitthvað sem þarf að breytast.
Þau sjá ekki hvað tilfinningar eru í raun og veru. Niðurstaðan af þessu er sú að flestir eru í reiptogi á milli tveggja öfga, þau eru annaðhvort þræll tilfinninga sinna eða þau hlusta á ekkert á þær eða eru í stríði við þær. 
Ef við skoðum lyfjaiðnaðinn, við erum með margra billjóna iðnað sem er hannaður fyrr einn hlut og það er að koma i veg fyrir að þú finnir ekki það sem þú ert að finna! 
Þetta er virkilega sorgleg staðreynd þar sem tilfinningar eru áttaviti sem leiða þig í gegnum líf þitt. Tilfinningar bera þinn persónulega sannleika. Þær koma ekki bara einhvers staðar frá.
Þær eru alltaf til af fullkominni og gildri ástæðu. Þær eru nákvæm endurspeglun hugsana sem eru að koma eða sjónarhorna sem tilheyra ákveðnum pörtum af sjálfum þér. Tilfinningar eru endurspeglun.
Hér er ég ekki að segja að sjónarhorn þitt sé alltaf 100% rétt og endurspeglar hlutlægan sannleika, það sem ég er að segja er að tilfinningar þínar, líkamlegar og tilfinningalegar eru ávalt rétt endurspeglun af því sjónarhorni sem þú ert með núna, eða partar af þér eru með, núna.
Tilfinningarnar sem þú finnur eru ávalt sannar og mikilvægar og það er ávalt gild ástæða fyrir því að þær eru til staðar, án efa!
Þú þarft að taka eftir og hlusta á sannleikann sem tilfinningin er að bera þér. 
 Sjáðu að partur af þér er vaknaður og hlustaðu á það sem hann er að segja þér, þú getur ekki gert það sem er rétt fyrir þig eða í þínum bestu hagsmunum ef þú heyrir ekki sannleikann sem tilfinningin er að bera þér.
Hér þarft þú að hlusta á skilaboðin sem er verið að færa þér og svo skaltu taka  meðvitaða ákvörðun um hvað þú skalt taka til ráðs með þeim upplýsingum sem  verið er að færa þér.

Slepptu tökunum á "Rétta Svarinu" og Finndu þitt Rétta Svar

Slepptu tökunum á "Rétta Svarinu" og leitaðu að þínu rétta svari. Fólk sem ekki treystir sjálfum sér á það til að víkja að öðru fólki. Þau hlusta á það sem annað fólk segir og samsamar sig því vegna þess að þau treysta ekki sjálfum sér.
Fólk sem ekki treystir sjálfum sér virðist oft vera mjög upptekið við að gera það sem er "rétt" og við það að finna "rétta svarið". Þetta lamar þau oft og þau óttast að taka ranga ákvörðun svo mikið að þau fresta því að taka einhverja ákvörðun og þau treysta skoðunum annarra meira en sinni eigin. 
Hér er hugmynd
Fáðu yfirsýn með því að hlusta á hugmyndir annarra en ekki leyfa þeim að verða allsráðandi og ekki leyfa þeim að taka endanlega ákvörðun fyrir þig.
Í staðinn skaltu nota þessar upplýsingar til þess að taka þína eigin ákvörðun og notaðu fyrirspurnir til að öðlast sjónarhorn sem þjónar þínum hæsta tilgangi. 
Hver einasta manneskja upplifir veröldina á sinn eigin máta. Hver kemur frá einstökum reynslum, bakgrunni og einstökum sjónarhornum.
Það er eins og hver manneskja sé að horfa í gegnum mismunandi sjónauka á veröldina sem við lifum í.
Ef þú stígur í þeirra fótspor þá sérðu veröldina á annan máta. 
Augljóslega þá því meiri upplýsingar sem þú hefur því fleiri sjónarhorn sérðu og því auðveldara verður það fyrir þig að taka eigin ákvarðanir byggðar á þínum sannleika. 
Við eigum ekki að ættleiða sjónarhorn annarra og yfirgefa okkar eigin. Flestir geta ekki séð þitt sjónarhorn og þú munt aldrei fá 100% nákvæmar upplýsingar um að þú sért með nákvæmt svar. 
Þú munt aldrei vera með allar upplýsingar á hreinu til þess að getað tekið fullkomna ákvörðun. 
Ef þú ert að leitast eftir því að þróa sjálfstraust þá þarftu að leita að þínu rétta svari, en ekki fullkomnu svari. Vertu opin fyrir því að rétta svarið þitt sé breytilegt og að það þróist. 

 

Taktu Áhættu!

Taktu áhættu, jafnvel þó að þessi áhætta endi í "mistökum".
Ef þig skortir sjálfstraust þá eru mistök ekki eitthvað sem þú ert aðdáandi af. Ef þig langar að treysta sjálfum þér þá þarftu að taka áhættu.
Oft þá erum við ekki tilbúin til þess að taka áhættu vegna þess að við eru áföst við útkomuna. Stundum hættum við algjörlega við vegna þess að við trúum því ekki að við höfum það sem til þarf til þess að ná þeirri útkomu sem við erum áföst við. 
En töpum við ekki öllu sem við þorum ekki að prófa?
Ef við tökum ekki áhættu í lífinu þá höfum við þegar mistekist hvort eð er.
Það getur verið hræðilegt að horfast í augu við áhættu í lífinu.
En að taka áhættu er það besta sem þú getur gert til þess að byggja upp sjálfstraust. 
Ef þú tekur ekki þessar áhættur þá munt þú aldrei vita hvað þú ert fær um að gera! Þú munt ekki treysta sjálfum þér nema að þú takir áhættu og sérð að þú getur það!  

Listi - Skapaðu lista yfir allt sem þú treystir þér til þess að gera

Gerðu lista yfir allt það sem þú treystir þér til þess að gera. Þegar við erum í ferlinu að þróa sjálfstraust þá eigum við það til með að einbeita okkur af öllu því sem við treystum okkur ekki til þess að gera.
Þannig að þetta umhverfi eða þessi tilfinning í veru okkar að við getum ekki treyst okkur sjálfum vex og verður stærri og meiri. 
Stig traustsins sem við höfum gagnvart sjálfum okkur er mismunandi tengt mismunandi hlutum. Til dæmis þá getur verið að við treystum eðlishvöt okkar tengda mismunandi hlutum eins og að keyra bílinn okkar. Á meðan efumst við um sjálfan okkur eins og koma vel fyrir í viðtali.
Skapaðu lista yfir alla þá þætti sem þú veist að þú getur treyst sjálfum þér fyrir.
Ég treysti sjálfum mér til að vakna klukkan sjö á morgnana.
Ég treysti sjálfum mér til þess að  ....
Ég treysti sjálfum mér til þess að  ....
Ekkert er of smátt eða of stórt til þess að setja á þennan lista. Hvaða traust sem þú kennir til sjálfs þíns á að fara á þennan lista. Ef þú gerir þetta þá mun þetta virkilega aðstoða þig við að treysta sjálfum þér

Þróaðu mörk 

Til þess að þróa heilbrigð mörk þá þarftu að þróa sanngildi og áreiðanleika. Að vera í sönnu sjálfi er mjög einstakt og mikilvægt fyrir sanna tilveru. Flestir skilja ekki mörk, þau halda að mörk séu einhverskonar girðing.
En mörk er ímynduð lína sem skilgreinir þig frá restinni af alheiminum. Mörk eru ímynduð lína sem skilgreinir þína persónulegu hamingju, tilfinningar, hugsanir, heilindi, þarfir og það sem er mikilvægast þinn persónulega sannleika frá restinni af alheiminum.
Þegar ég segi að uppáhalds kaffidrykkurinn minn sé frá kaffitár, þá er ég að setja mörk. En ef einhver kemur inn í mitt líf og segir gettu hvað uppihalds kaffið mitt er líka frá kaffitár, það þýðir ekki að ég hafi tapað þessu marki og ég einhvern veginn blandast þeim.
Það þýðir að uppáhalds kaffið okkar skilgreinir okkur bæði. Við eigum það sameiginlegt.
Eitthvað sem hefur sanngildi er áreiðanlegt og raunverulegt, það er satt og alvöru og það er ekki afrit. 
Þú komst inn í þessa veröld sem einstök tjáning Vitundar Upprunans. Þú getur ekki verið í takt við þitt sanna sjálf og treyst því án þess að þú sért í takt við þitt sanna sjálf.
Auðveldasta leiðin til þess að skilja sanngildi án þess að endur-uppgötva þann hreina kjarna sem þú ert, er að heila samsvörun á milli þíns innra og ytra sjálfs. Þú þarft að lifa í því sem er satt fyrir þig, þá kemst þú nær og nær þínu sanngildi,  Þegar þú blandar pörtunum þínum og meiri sjálfsvitund vaknar sem er óumflýjanlegt í þessu ferli. 
Horfðu á sanngildi þitt sem eitthvað sem er að þróast. Því meiri takt sem þú ert í við þinn persónulega sannleika því meira sanngildi hefur þú. 
Að treysta sjálfum sér er ferli, leyfðu því þá að vera það, ferli.
Sjálfstraust er aukaafurð af því að smám saman að bæta samband milli innri parta sjálfs þíns.
Mundu að því betra sem sambandið bætist því betra verður það. 
 
 
 
 
 
 
Greinin Sjálfstraust, er byggð á fyrirlestrinum Self trust. how to trust yourself með Teal Swan 
 
Back to blog