Minnimáttar-kennd
Inferiority Complex
Hve margir á jörðinni eru gangandi um með svakalega lágt sjálfsmat. Kjarni lágs sjálfsmats er sú tilfinning að enginn meti þig að verðleikum. Þegar við metum eitthvað þá þekkjum við að það hefur virði vegna þess að það er nothæft, hefur kosti og er mikilvægt.
Þegar þú skoðar skilgreiningu á virði þá getur það breytt lífi þínu
Skilningurinn sem getur breytt lífi þínu er að virði byggist algjörlega á þörfum!
Að uppgötva Sjálsvirði
Þegar þú varst ungur þá fæddist þú inn í samfélag sem hefur ekki enn vaknað.
Og í þessu tiltekna samfélagi voru/eru sameiginleg félags og menningarleg gildi. Þessi gildi eru gildi sem þú hefur verið algjörlega innrættur með.
Þegar samfélag er með sérstök gildi þá hefur það tilhneigingu til að fordæma hið gagnstæða.
Til dæmis:
Sjálfsfórn gæti verið félagslegt gildi og þá er sjálfselska fordæmd. Á hinn bóginn getur að vinna sama hvað verið félagslegt gildi, en í því tilviki þá er það fordæmt að íhuga bestu hagsmuni einhvers umfram þitt eigið.
Við dæmum eitt gott og hitt slæmt.
Vegna samfélagslegra ákvarðana okkar að halda reglu samfélagsins þá innrætum við börn með samfélagslegum og menningarlegum gildum.
Svona gerum við það: Við verðlaunum börnin þegar þau byrja að lifa samkvæmt gildum samfélagsins og refsum þeim þegar þau gera það ekki.
Ef þú vilt lifa af í samfélaginu og líða vel yfir höfuð og ef þig langar að eiga tækifæri á því að þörfum þínum sé mætt eins og að tilheyra, ást og tenging þá hefur þá einn valkost!
Það er að ættleiða og hlýða gildum þeim hópi af fólki sem þú fæddist inn í. Sú vanþóknun og refsing sem þér er mætt með þegar þú samþykkir ekki gildi félagslega hópsins sem þú fæddist inn í er svo sársaukafullt að þú forðast að verða ósammála þeim.
Það sem gerist þegar þú forðast að verða ósammála er að þú ættleiðir félagsleg gildi hópsins sem þín eigin.
Gildin verða af þínum stöðlum. Þetta verður af vandamáli þegar staðlarnir andmæla þínum eigin sannleika eða þinni eigin einstöku veru.
Til dæmis:
Við skulum sjá fyrir okkur að barn fæðist inn í listrænt samfélag en þetta barn er miklu meira vísindamaður. Eina leið hans til að lifa af er að tileinka sér gildi listmennsku og nota það svo sem staðall fyrir sjálfan sig. Staðall sem hann getur ekki lifað upp með. Honum mistekst því aftur og aftur.
Hér er annað dæmi:
Segjum svo að hér sé lítill drengur sem upplifir að hann sé samkynhneigður. En hann býr í kristnu samfélagi sem kennir að það sé alrangt að vera samkynhneigður. Eina leiðin fyrir litla drenginn til þess að lifa af í þessu samfélagi er að ættleiða sömu gildi og það hefur. Þetta þýðir að það er bara rétt að kona og maður séu í rómantísku og eða kynferðislegu sambandi. Núna verður þetta af nýjum staðli fyrir hann og honum mun gjörsamlega mistakast að viðhalda staðli sem fer gegn því hvert hans sanngildi er.
Þó svo að hann endi í rómantísku sambandi með konu þá veit hann það innst inni að honum mun mistakast þetta samband.
Til þess að skilja hugtakið að gildi fjalli um þarfir þá skal ég lýsa senunni.
Sjáðu fyrir þér að þú sért að keyra niður hraðbraut og þú sérð mann hlaupa inn á miðjan veginn til þess að sækja stiga sem datt af bílnum hans.
Hugsaðu um ýmis viðbrögð við þessum aðstæðum frá fólki sem eru að keyra fram hjá og fylgjast með því sem er að gerast.
Einn maður gæti verið virkilega reiður vegna þess að honum bregður svo mikið, annar gæti verið að dást af hugrekki hans vegna þess að hann er að hætta sínu eigin lífi svo að aðrir slasist ekki.
Ef maðurinn sem er að sækja stigann á hraðbrautinni á konu og börn þá upplifa þau að vera svikin vegna þess að hann velur að setja sig í lífshættu fyrir aðra.
Lögreglumaður gæti fundist maðurinn vera algjör fábjáni og farið í uppnám vegna þess að maðurinn hringdi ekki í neyðarlínuna í stað þess að sækja stigann sjálfur.
Fréttaþulur gæti viljað fjallað um manninn í fréttunum sem hetja.
Mismunandi viðbrögð við sama manninum og sömu aðstæðum!
Tókstu eftir því að hver einn og einasti bregst gjörsamlega öðruvísi við en sá næsti við sama manninum í sömu aðstæðum?
Af hverju?
Vegna þess að þau voru öll með mismunandi þarfir. Mismunandi lífsreynslu og þess vegna mismunandi gildi.
Gildi eru ákvörðuð af þörfum
Tengt dæminu hér að ofan þá skulum við skoða þarfirnar á bak við viðbrögðin.
Ef ég þarf að komast í vinnuna á réttum tíma þá met ég götu sem kemur mér þangað á sem skilvirkasta hátt. Ég reiðist því manneskju sem er fyrir mér.
Ef ég þarf að vera öruggur þá met ég götu sem er örugg fyrir mig að keyra á.
Ef ég þarf á því að halda að maki minn sé á lífi þá met ég hvaða framkvæmd sem heldur honum með mér og ég dreg úr hvaða framkvæmd sem annað hvort tekur hann í burtu eða ógnar því.
Ef ég þarf að upplifa að ég sé með stjórn á almennings öryggi þá met ég fólk sem fylgir reglunum og ég reiðist þeim sem hætta sínu eigin lífi.
Ef ég er fréttaþulur sem metur góða sögu og sagan er virkilega góð fyrir feril minn þá segi ég sögu um almennings hetju.
Viðhorf, reglur og staðlar
Formast vegna þess hvað það er sem þú þarfnast
Hér er æfing sem þú getur gert:
Skoðaðu hver þín viðhorf eru, hverju trúir þú. Hvaða reglur eru í lífinu þínu og hvaða gildi ert þú að lifa eftir?
Skoðaðu þau öll í gegnum linsu þar sem hvert eitt og einasta er viðbragð við þörf foreldra, menningar, samfélags og þjóðfélags á hvaða tímapunkti sem er.
Viðhorf, reglur og staðlar breytast þegar þarfir breytast
Þegar það kemur af hugtakinu sjálfsvirði þá er það fyrsta sem þú þarft að gera er að henda hugtakinu sjálfsvirði eða virði í ruslið.
Af hverju?
Vegna þess að sannleikur er skoðun!
Sjálfsvirði eða virði er byggt upp á aðstæðum og þörfum augnabliksins.
Viðmiðin sem segja til um sjálfsvirði manneskju eru algjörlega sköpuð af samfélaginu eða fjölskyldunni sem einstaklingur er fæddur inn í.
Hér eru tvö dæmi:
Sá eiginleiki að geta verið algjörlega í þessu augnabliki er gagnslaus í samfélagi sem metur að gera.
Að vera gullfallegur er gjörsamlega gagnslaust í samfélagi þar sem allir eru blindir. Á þessum tímapunkti þá ætla ég að segja þér dálítið sem ég vil að gleymir aldrei. Kannski eru meðfædd gildi, hæfileikar og leikni eitthvað sem gæti verið metið í þínu virði en þau eru ekki það sem fjölskyldan þín og menning þurfti á að halda, vildi eða sáu sem mikilvægt eða gagnlegt.
Kannski er eina ástæðan fyrir því að þig skortir sjálfsvirði er vegna stað sem þú fæddist á.
Ef þú fæddist með listahæfileika en endaðir í fjölskyldu sem metur fræðigreind fram yfir allt, þá er mögulegt að þau sjái hæfileika þína ekki sem verðmikla. Þess vegna hefur þú fengið þau skilaboð að þú sért lítils virði.
En ef þú fæddist inn í fjölskyldu listamanna þá hefðu hæfileikar þínar verið viðurkenndir strax sem verðmiklir og þú hefðir upplifað sjálfan þig með sjálfsvirði.
Sorglegi raunveruleikinn er sá að þú getur verið fæddur inn í menningu, samfélag eða fjölskyldu sem passar ekki við þig. Vegna þess að þitt eigið virði er ekki samsíða við þeirra þarfir og því gildi.
Sagan um hestinn og bílasölu manninn
Það er hestur sem býr með bílasölumanni. Þessum hesti líður virkilega illa gagnvart sjálfum sér. Á hverjum degi horfir hann á bílasölumanninn gera það sem hann elskar að gera. Hann heyrir bílasölumanninn stæra sig af því að bílinn hans hefur 140 hestöfl. Hesturinn hugsar með sjálfum sér að það tæki 140 stykki af honum til þess að vera jafningi bílsins. Hesturinn heyrir manninn stæra sig af því hvað hann getur grætt mikið af peningum af bílnum. Hesturinn áttar sig á því að hann hann getur ekki verið seldur fyrir svona mikið af peningum.
Hesturinn áttar sig á því að hann sé gjörsamlega verðlaus
Einn daginn þá fer hesturinn í hestakerru og þegar það er verið að keyra með hann í burtu þá ákveður hann að þetta hefur loksins raungerst. Hann er svo verðlaus að þau eru að losa sig við hann.
En þegar hesturinn stígur úr hestakerrunni þá sér hann mann standa þarna með risastórt bros sem er svakalega spenntur að hitta hann.
Hesturinn upplifir rugling
Næstu daga þá eyðir maðurinn mörgum klukkutímum að greiða hestinum og klappa alveg eins og bílasölumaðurinn gerði við bílinn sinn.
Hesturinn heyrir manninn stæra sig af því hvað hesturinn er frábær. Þessi maður vill sitja hest og stökkva yfir hluti, eitthvað sem bíll getur ekki gert. Þessi maður hefur þörf fyrir hest.
Allt í einu þá áttar hesturinn sig á því að sjálfsvirði hans er algjörlega upp á aðra komið og hvað þau þurfa.
Hesturinn áttar sig á því að það er gildi og virði í öllu í þessum heimi. Við þurfum að vera á rétta staðnum með rétta fólkinu sem viðurkennir og áttar sig á þörfinni sem þú ert hannaður til þess að mæta.
Mörg okkar ólust upp í fjölskyldum og fórum í skóla og við vorum partur af menningu og samfélagi þar sem þetta er ekkert öðruvísi en sagan um hestinn og bílasalann.
Það er fásinna að trúa því að bara vegna þess að það er verið að koma fram við þig eins og það er verið að koma fram við þig, að það þýði að þú hafir ekkert virði!
Alveg eins og það er fásinna að halda það hesturinn sé verðlaus vegna þess að bílasölumaðurinn metur bílinn fram yfir allt annað. Það er ekki vitnisburður um virði þitt ef þú uppfyllir ekki þarfir þeirra sem eru í umhverfinu þínu.
Hér er önnur æfing
Byrjaðu að skoða hvaða þarfir foreldrar þínar voru/eru með og af hverju þau voru/eru með þessar þarfir.
Þú munt sjá hvort að meðfæddir hæfileikar þínar, tilhneigingar, eðli og áhugamál hafi verið eitthvað sem þau mátu að verðleikum.
Ef ekki, hvað meta þau af verðleikum?
Hvaða þarfir er það sem fær þau til þess að meta það?
Passar þú við þessar þarfir eða ekki?
Til dæmis þá skulum við segja að móðir þín meti það ekki að þú segir hlutina eins og þeir eru. Það sem hún metur er félagslegt snobb og kurteisi.
Af hverju?
Vegna þess að hún þarf á því að halda að hún sé séð sem góð móðir. Það er númer eitt þörf sem hún er með. Það er erfitt að fá þeirri þörf mætt þegar þú átt krakka sem bara segir hlutina eins og þeir eru.
Af hverju?
Vegna þess að þú ert aðeins séð sem góð móðir í flestum nútíma samfélögum ef þú átt barn sem er virkilega vel af sér.
Manneskja sem segir sannleikann eða segir hvernig það er, er virkilega verðmæt í ákveðnum félagslegum aðstæðum. Það er fólk sem myndi gera hvað sem er fyrir manneskju sem segir sannleikann!
En, það passar ekki við þarfir móðurinnar sem þarf að viðhalda ákveðni ímynd innan félagslegs hrings.
Þú þarft að sjá að það virði eða skort á því sem aðrir setja á þig fjallar ekki um þig á neinn hátt.
Það fjallar um þarfir þeirra
Í flestum samfélögum eru peningar mjög mikilvægir og taldir vera mjög verðmætir. Vegna þess að þegar þú notar þá, þá getur þú fengið það sem þú þarft.
Við skulum segja að það sé stríð í einhverju landi og allt í einu þá eru peningar verðlausir.
Af hverju?
Vegna þess að þarfir breyttust!
Virði og gildi eru algjörlega skoðun og oft óræð og það fer eftir aðstæðum að hverju sinni. Því er ekki hægt að ákveða virði einstaklings.
Önnur leið til þess að sjá þetta er að í staðinn fyrir að sjá að það sé ekkert virði eða gildi í þér, þá vil ég að þú hugsir um þetta.
Virði og gildi er fast í öllu, en það verður aðeins þekkt í vissum aðstæðum af vissum einstaklingum.
Þegar við byrjum að sætta okkur við að virði okkar er háð því að einhver annar þurfi á okkur að halda þá viljum við breyta því sem þau þurfa og vilja. Við byrjum að sannfæra þau um að þau þurfi og vilji það sem við höfum upp á að bjóða.
Þetta er ekki rétta leiðin til þess að fara af hlutum. Rétta leiðin til þess að fara af hlutum er að finna hluti, fólk, staði og menningu sem þurfa einlæglega á því að halda það sem þú hefur upp á bjóða.
Í öðrum orðum þá er það betri stefna að finna einhvern sem hefur þörf sem passar við þig þá er það pottþétt að þú verðir séður sem verðmikil í augum einhvers.
Til þess að umbreyta sjálfsvirði þínu
Þá skaltu spyrja sjálfan þig þessa spurninga:
Ef ég sætti mig við það í dag að gildi eru algjörlega byggð á þörfum, hver þarf þá á mér að halda?