Matrix-ið hvað er það?

Matrix-ið hvað er það?

Matrix-ið

Hvað er það? 

Þegar talað eru um matrix-ið (the Matrix) þá er oftast verið að vísa til veruleika sem er hermdur, eða sýndarveruleiki þar sem við erum föst inn í. Það er samt ekki það sem matrix-ið er, það er í raun lífræn sköpun meðvitundar (organic creation of consciousness). Meðvitund skapar efnislega reynslu innan matrix-ins svo að við getum varpað meðvitund okkar inn í hana.

Það sem matrix-ið er í grunninn er utanfrumuvefur, eða einhvers konar vefur sem verið er að smíða þannig að hann hafi yfirlag, eða einhvers konar móðurkviður sem síðan er lokaður eða umlukin og innan þessa umluknings er allur lífskrafturinn sem er tjáður í þessum utanfrumuvef.

Matrix-ið er því það sem Meðvitund okkar (our Consciousness) varpar sér inn í eða efni (fabric), tíma og efnis. Matrix-ið er því uppbygging efnis og tíma. 

Þegar þú hugsar um víddir sem eru byggðar upp á efni og tíma, þá eru það víddir sem byggðar eru upp og stilltar inn á matrix.

Í staðinn fyrir að horfa á matrix-ið sem óhugnalegt hugtak eða neikvæðan sýndarveruleika, þá er réttara og málefnalegara að sjá það sem uppbyggingu tíma og efnis, og það efni sem byggir efni og tíma er það sem skapar matrix. 

Við sjáum þennan raunveruleika í efnislegum raunveruleika sem er lokaður inn í matrix raunveruleikanum, sem er svo lokaður inn í efni og tíma, inn í nafninu Matrix-ið. 

Hvaðan kemur nafnið Matrix-ið

 Hugtakið matrix er upprunnið úr Matrice og matrice er að vísa til efnis og matrice er latína fyrir móður. Þess vegna er sagt alma matter, en það er þegar það er verið að vísa til hvaða skóla fólk kemur frá, og það þýðir hvaðan við komum. 

Móðir er því þýdd yfir í efni, og efni er þykkasta form andans. Frá efni kemur efni eða form efnis og þaðan formast utanfrumvefur (extracelluar tissue), sem svo skapar matrix-ið. 

Fjórða Víddin

Matrix-ið sem við erum í núna er vörpun fjórða þéttleikans, eða það sem sumir segja vera fjórðu víddina. Ef þú lítur á fjórðu víddina sem matrix-ið, og það er lokað og inn í henni er þriðja víddin sem við erum inn í. Við erum því inn í fjórða þéttleikanum eða fjórðu víddinni og þaðan erum við í þriðja þéttleika sem er efnislegi veruleikinn, eða líkamlega reynslan af því sem er að gerast í fjórða þéttleikanum. 

Truflunarmynstur

Matrix-ið er heilmynd (hologram). Heilmyndin er vörpun ljóss. Heilmynd er gerð úr bylgjum sem kallaðar eru truflunar-mynstur. Truflunarmynsturin eru sköpuð frá Upprunnarlegu ljós meðvitundinni, sem klífur sig í tvo ljósstrauma sem mætast svo á leið sinni frá mismunandi sjónarhornum. Einn ljósgeisli táknar tímann og hinn ljósgeislinn táknar rúm (space). En betri leið til þess að lýsa truflunarmynstrum er að þær séu eins og vefnaður. Þessar ljósbylgjur mætast og þegar þær mætast þá blandast þær, sem svo skapar net. Netið skapar frumvefinn eða efnið eða matrixið í efni og tíma. 

Truflunarmynstur eru ljósbylgjur og ljós er víbringur, þannig að matrix er vefnaður víbrings sem skapar truflunarmynstur og þessi mynstur eru móðurkviðurinn sem við vöxum og þróum sálinna okkar í. 

 Endalaust mynstur raunveruleikans 

 Mynstur raunveruleikans er það að hann er endalaus. En núna er hann túlkaður með okkur að fæðast inn í móðurkviði og við erum inn í móðurkviði. Við erum í fjórða þéttleika móðurkviðs efnis og tíma. 

Ef fólk veit einhvað um fjórða þéttleikann þá er það að fjórði þéttleikinn er tjáður sem ofurkubbur (hybercube), ofurkubburinn er rúmfræðilegi mátinn til þess að útskýra matrix-ið. 

Móðurkviður fjórða þéttleikans er þar sem við erum. Við höfum varpað Meðvitund okkar inn í efnislega reynslu, inn í móðurkvið til þess að upplifa líkamleika og það er matrix-ið.

Matrix-ið þýðir í raun veru móðurkviður (Womb)

Fyrir utan matrixið er hreint ástand tímaleysis og anda. Andinn notar matrix-ið til þess að geta skapað tálsýn aðskilnaðar og blekkingu tímaraðar. Hann gerir það vegna þess að aðeins innan efni, tíma og rúms, getum við upplifað líkamlegt ástand, aðskilnað meðvitundar aka egóið og einstaklingsmiðaða reynslu. Inn í þessu öllu er tímaröð. Efni tíma og rúms er því skapað svo að byrjun, miðja og endi geti spilast út, vegna þess að fyrir utan uppbyggingu tíma og rúms, eða fyrir utan uppbyggingu matrix er enginn tími. 

Við erum að tjá eilífða eðli okkar sem er alltaf í öllum augnablikum núna. Við tilheyrum tímaleysi og við sköpum matrix til þess að upplifa tálsýn tímaraðar. 

Algengur misskilningur 

Algengur misskilningur þegar kemur af því að skilja matrix-ið er sá að matrix-ið sé aðeins upplifað á efnislegu stigi. Og að í gegnum efnislegan raunveruleika upplifum við tálsýn tímaraðar. En á hærri víddum raunveruleikans er ekki til tími og rúm, þó svo að á hærri stigum raunveruleika sé upplifaður rúm-tími, sem er svo fínlega stilltur að hann er ekki nálægt því hvernig við upplifum þennan þykkleika inn í þessu matrixi. Við erum inn í hreinni tjáningu aðskilnaðar og því er tími aðskilin 

Hærri Víddir

Á hærri víddum er fínlegri reynsla rúm og tíma þangað til að þú ferð alla leið upp í hæðstu víddirnar, áður en þú nærð til Upprunalegur Meðvitundarinnar, þar sem það er ekkert efni, tíma og rúms. 

Fimmti þéttleikinn osfrv.

Ímyndaðu þér köngulóarvef og vefinn sem er notaður til að skapa hann. Það getur verið mjög þungur vefur sem festist auðveldara og hann er þykkari og svo eru þeir vefir sem eru að byrja eða þeir sem eru ekki jafn þykkir. Þeir líta út eins og fínir, stundum gegnsæir þræðir á móti þeim sem er fastari og þykkari. Þannig lítur matrix-ið út, ef við sjáum þá út frá frumspekilegum máta. Til eru þykkari matrix, þá er átt við þykkari efni, tíma og rúms og svo eru til matrix sem eru ekki jafn þykk  í efni, rúm og tíma. 

Þessi Matrix eru vafin þannig að Meðvitundin (Consciousness) sem óskar eftir því að upplifa þess vídd, þarf ekki að vera með aðskilda upplifun á sjálfinu og tálsýn tímaraðar.

Tilbúin (synthetic) útskýring 

Það er virkilega leiðinlegt þegar það er útbúin tilbúin uppbygging í kringum Matrix-ið, sem sýndarveruleiki. Vegna þess að það er raunveruleiki sem er ótengdur upprunarlegu matrix-inu. Vegna þess að meðvitund er að nota matrix til þess að skapa með sér. 

Við erum í samstarfi við að skapa og upplifa mismunandi stig þéttleika og mismunandi víddir svo að við getum fengið aðgang af mismunandi reynslum. Svo að við getum upplifað einstaklingsmiðaða reynslu sem hefur byrjun, miðju og endir. 

Því meira sem við þjálfum okkur orkulega séð að sjá matrix-ið sem sýndarveruleika, þá aftengjumst við andlegum sannleika, sem er sá að við erum í móðurkviði að upplifa efnislega reynslu sem einstaklingar. 

Með því að aftengjast hærri sannleikanum um hvað matrix-ið er, þá byrjum við að hljóma með tilbúnum og gervi hugmyndarfræðum sem við getum séð þessi hugtök í gegnum. 

Það gerir okkur það því mjög erfitt að fara í gegnum náttúrulega uppstignun (organic ascension) þegar við höfum verið afskorin frá hærri víddum raunveruleikans og að samræma okkur hærri sannleika raunveruleikans. Ef uppsetning líkama-sálar-huga hefur verið þjálfuð til þess að trúa því að við séum í sýndarveruleika 

Hærri þekking fer eftir því hvar við erum orkulega samræmd og ein þeirra leiða til þess að samræma okkur orkulega getur virkilega skaðað okkar eigin þróun og uppstignun.

Matrix hugans 

Við erum með efnislegt, lífrænt matrix sem við erum inn í og svo er eitt fyrir hugann okkar. Hugurinn getur fests í sínu eigin huglæga matrixi, sem svo breytist í sitt eigið huglægt fangelsi. 

Þegar uppbygging líkama-sálar-hugar er ekki tengd raunverulegri merkingu þeirra hugtaka sem eru mjög vinsæl þegar andleg vakning á sér stað, þá er mögulegt að við þjálfum orkuna okkar til þess að sjá þessi hugtök í neikvæðu ljósi eða í skaðlegri hugmyndafræði. Þegar við gerum það, þá styrkjum við innra með okkur hvað þessi hugtök þýða innan huglæga matrx-ins.

Hugurinn hefur yfirburði í sköpuninni, sem þýðir að hugurinn skapar. Þetta er fyrsta Hermetíska regla alheimsins, sem er sá að alheimurinn er huglægur. 

Ef við erum í matrixi (móðurkviði), þá er hugurinn okkar einnig í matrixi. Huglæga matrixið er mjög kröfugt. Það er mjög mikilvægt að samræma huglæga matrixið við reynsluna sem það er inn í, vegna þess að hugsun skapar, og hugsun skapar ekki aðeins, heldur skapar ímyndurnaflið okkar, sem þýðir að við erum með skapandi hugarafl! Þessi eiginleiki er svo krafmikill að hann hefur einnig þann hæfileika að samræma okkur orkulega. Þess vegna er það svo mikilvægt fyrir okkur að aftengjast ekki hærri sannleikanum um hvað matrix virkilega er.

Matrix-ið er lífræn og náttúruleg tjáning Meðvitundar 

Meðvitund streymir út frá huglæga matrixinu og líka út frá efnislegum raunveruleika sem er líka útstreymi frá huganum. 

Því meira sem við vöknum frá huglæga matrixinu, sem er eins og huglægt fangelsi andlegs minnisleysis, og við byrjum að samræma okkur hærri vitund eða Hærra Sjálfinu, sem er fyrir utan uppbyggingu rúms og tíma, þá byrjum við að muna eftir sönnum uppruna okkar sem kraftmiklir huglægir skaparar. Það sem gerist þá er að við umbreytum huglæga matrixinu í náttúrlega tjáningu meðvitundar sem er að varpa sér í rúm og tíma, svo að við getum upplifað aðskilin, efnislegan raunveruleika. 

Ég vona að þetta hafi endurstillt skynjun þína á efni.

 

 

 

Back to blog