Lögmál speglunar

Lögmál speglunar

Misskilningur um Lögmál aðdráttaraflsins

Lögmál speglunar er oft kallað lögmál aðdráttaraflsins.
Þegar fólk lærir um þessi lögmál í alheiminum þá spyrja þau sig oft hvernig þau séu í samkvæmi við þá lífsreynslu sem þau eru að að upplifa í núverandi augnabliki.
Þessi spurning er oft spurð vegna þess að meðvitund (consciousness) eða tíðni meðvitundar þeirra er að laða af eða að bjóða inn fólki, stöðum og lífsreynslu sem titra (vibrate) á líkri tíðni. 
Tíðni meðvitundar þinnar og fólk, staðir og lífsreynsla eru í orkulegum samleik (energetic match
Þegar fólk lærir um lögmál aðdráttaraflsins eða lögmál speglunar þá byrja þau að bera kennsl á að það sem er að gerast í ytri umhverfi þeirra er spegilmynd af því sem er að gerast innra með þeim

Til dæmis:

Sjáðu fyrir þér að þegar þú varst barn þá varst þú yfirgefin.

Yfirgefningin hefur ekki verið heiluð innan meðvitundar (consciousnes) þinnar. Þetta þýðir að þú er enn í orkulegum samleik við að verða yfirgefin seinna í lífinu. 

Eða

Þú ert einstaklingur sem íhugar ekki bestu hagsmuni annarra, aðeins þína eigin hagsmuni.

Hér verður þú í orkulegu samleik við annað fólk sem íhugar ekki bestu hagsmuni annarra, aðeins sína eigin. 

Í andlegu samfélagi þar sem einhver er meðvitaður um lögmál aðdráttaraflsins/lögmál speglunar þá þegar einhver í lífi þeirra upplifir áskorun, þá snúa þau sér að þeirri manneskju og spyrja hana af því hvernig þau eru í samleik við þessa "neikvæðu" lifsreynslu? 

Það er án efa óviðeigandi að spyrja einhvern sem er að upplifa erfiðar stundir hvernig þau séu í samleik við erfiðar lífsreynslur

 Það er ekki nóg að þau séu að ganga í gegnum erfiða lífsreynslu heldur þá eiga þau að hafa skapað hana sjálf og þetta er því þeirra sök.

Það er virkilega mikill misskilningur yfirhöfuð á jörðinni sem fólk er með hvað varðar lögmál speglunar 

Hugmyndin að til þess að upplifa eitthvað þá þarft þú að vera í titrings samleik (vibrational match) við það með því kemur önnur hugmynd að því meira sem þú verður meðvitaður því meiri stjórn munt þú hafi yfir lífsreynslu þinni 

Ef þú getur stjórnað titringstíðni þinni þá getur þú stjórnað spegilmyndinni sem þú ert að upplifa

Og 

Með þessu kemur sú hugmynd að ef þú nærð nógu hárri meðvitund þá munt þú ekki lengur upplifa lífsreynslu sem þú vilt ekki. Eins og að því meira meðvitaðri sem þú verður því minna þarft þú að upplifa ný sjónarhorn í lífi þínu 

Þetta virkar ekki svona!

Sarmband þitt við nýtt sjónarhorn breytist

Fólk heldur að það muni koma tími þar sem fólk mun ekki upplifa neikvæðar lífsreynslur.

Ef fólk heldur það þá þegar neikvæð reynsla birtist þá gefur það til kynna að það sé óheilaður partur innra með þeim að eitthvað sé af þeim eða að þau hafi gert eitthvað rangt. 

 Margir trúa því að ef þau verða meira meðvitaðri, heila sig og hreinsa orkuna sína nóg þá verða þau ekki lengur í samleik við neikvæða lífsreynslu 

Aðeins jákvæðar

Þú þarft að skilja að andstæða (contrast) mun alltaf eiga við þig þegar þú velur að tjá þig inn í rými þar sem andstæða (contrast) er frumefni innan þess rýmis. 

Andstæða er það sem nærir þróun og þroska 

Andstæða (contrast) þýðir:

Ég vil - Ég vil ekki

Jákvætt - Nækvætt

Svart - Hvítt

Hún - Hann

Já - Nei 

 Í gegnum andstæðu þá sortum við út þrá og þrá fæðist frá því sem við viljum ekki.

Þrá er það sem færir alla þróun áfram í alheiminum. 

Það verður því ekki tími og stund þar sem þú þarft ekki að upplifa andstæðu frekar en þú sért frávik frá því að þróast og þroskast.

Lífið væri gjörsamlega tilgangslaust ef þú værir í fráviki frá þróun og þroska

 Allt sem er til hefur eftirsótta og óæskilega þætti 

Það er andstæða í öllu 

Það skiptir litlu máli hve meðvituð þú verður, þú fylgir samt lögmáli andstæðu 

Lögmál speglunar eða lögmál aðdráttaraflsins er mjög einfalt 

Það er hugtakið um spegilmynd 

Sem er frábært tól fyrir sjálfsvitund 

Fólk hefur eiginleika að halda að það sé aðeins einn hlutur sem er að speglast.

Margir halda að það sem er að speglast er það sem þau eru eða það sem þau gera. 

Þegar þetta er málið og þau spyrja hvernig ert þú í samleik við þetta, þá eru þau að gefa í skyn að þú ert, eða að þú gerir nákvæmlega sama og hin manneskjan gerir í hvaða atburðarrás sem þú ert í, og þú ert því að fá að bragða á þínu eigin meðali

Eða

Til dæmis þá halda þau að það eina sem er að speglast er áföll úr æsku sem er enn virkt hvað varðar í titring (vibration) 

Þegar þetta er málið og þau segja; hvernig ert þú í samleik við þetta?, þá er verið að gefa í skyn að þú sért með óheilað barnæsku sár. Sem er að speglast aftur í fullorðins lífi þínu. 

Sumir halda að það eina sem þú ert að spegla er það sem þú hugsar og trúir. Það er því verið að gefa í skyn að þú ert með hugsanir og viðhorf sem færa þig í samleik við þá lífsreynslu sem þú ert að upplifa 

Raunveruleikinn er sá að hvaða sú reynsla sem skrifað er hér um að ofan gæti verið það sem er að speglast og þú ert í samleik hana. 

Hvað gæti verið að gera þig í samleik við fólk, staði, hluti og lífsreynslu?

1. 

Viðhorf og trúr 

Flest ykkar vita ekki hvað það er sem þið trúið vegna þess að þessar trúr eru grafnar djúpt í undermeðvitund ykkar 

2.

Það sem þú ert að hugsa

Ekki bara á meðvituðu stigi líka á ómeðvituðu stigi 

Það er allt að speglast 

3.

Það sem þú þráir

Það getur fært þig í samleik við eitthvað 

4.

Það sem þú finnur (feelings) 

5.

Mótstaða

Mótstaða getur fært þig í samleik við eitthvað 

6.

Óleyst áföll

Óleyst áföll geta fært þig í samleik við eitthvað 

7.

Jákvæðar minningar geta fært þig í samleik við eitthvað 

8.

Munstur forfeðra geta fært þig í samleik við eitthvað

9.

Persónulegur sannleikur getur fært þig í samleik við eitthvað

Og 

Gettu hvað, lygar sem þú segir sjálfum þér og öðrum færa þig líka í samleik við eitthvað 

10.

Það sem þú ert að forðast færir þig í samleik við eitthvað 

11.

Fyrir fæðingu ásetningur getur fært þig í samleik við eitthvað 

12.

Þær ákvarðanir sem þú velur að taka færa þig í samleik við eitthvað

Alheimurinn virkar þannig að hann getur speglað í gegnum þig og hann speglar þrár þínar í gegnum speglun

 Þetta er hurðin þar sem þú getur átt við efni í alheiminum 

Ástæðan fyrir því að lífsreynslan þín er spiluð út á risastórum ytri skjá sem við köllum lífið er svo flókin vegna þess að það er svo mikið sem er að speglast á sama tíma. 

Mögulega svo margir hlutir á sama tíma að þeir speglast í einni reynslu

Ásetningur fyrir einhvern sem er að varpa sér inn í tjáningu sem er byggður á lögmáli speglunar þýðir að sá hefur lofað sér í sjálfsvitund.

Þetta er eitt, tvö skref

Eitt skrefið er að ég ætla að stíga fyrir framan spegil og ég ætla að taka eftir spegluninni og ég ætla að stíga inn í hreina skynjun 

Ah, ég sé raunveruleikann

Þetta er skref 1

Skref 2

Byggt á því sem ég sé í raunveruleikanum á ætla ég að birta það sem ég þrái og með því að einbeita mér af því sem ég þrái þá breyti ég spegluninni í speglinum

Og

Ég veit hvort að ég breytti spegluninni byggt á því sem er að gerast í ytri umhverfinu mínu 

Mikið af fólki er ekki að nota lögmál speglunar á rétta vegu.

Þau nota lögmálið til þess að verða meira og meira meðvituð en eru ekki meðvitað að skapa.

Þau eru því föst í þjáningum og koma í veg fyrir að þau verði hamingjusöm

Svo erum við með elsku tengja fram (bypassers) fólkið.

Þetta er fólkið sem skoðar ekki skref 1. Þau eru ekki að skoða neitt til þess að verða meira meðvituð. Þau eru ekki að skoða hvað það er sem þau eru að spegla. Þau láta sem þau sjái það ekki og fara í afneitun. Þau segja ég get skapað hvaða spegilmynd sem ég vil sjá. Þetta er ekki um sjálfsvitund eða vitund, þetta fjallar bara um að skapa. Ég ætla því að einbeita mér bara af því sem ég vil að sé satt og ég horfi svo á spegilmyndina breytast. 

Af hverju er þetta svona hættulegt?

Vegna þess að með sjálfsvitund þá skapar þú gjörólíka hluti

Við eigum að vera í skrefi 1 og skref 2 lífsreynslu

Þegar þú hefur sætt þig við og samþykkt að það er andstæða í öllu og það er að það sem þú ákveður hvort að það er meðvitað eða ómeðvitað, að það er það sem stillir þér upp við ákveðna eftirsótta eða óæskilega reynslu.

Það er andstæða í öllum ákvörðunum sem þú tekur 

Og 

Þegar þú vilt upplifa aðra spegilmynd eða að upplifa andstæðu þess sem þú ert að upplifa, þá þarft að taka aðra ákvörðun sem er í andstæðu eða er ólík þeirri sem þú tókst áður 

Þetta er dálítið sem margir sjá ekki þegar það kemur af lögmáli speglunar 

Þegar þú tókst ákvörðun að upplifa líf á jörðinni þá munt þú upplifa lögmál þyngdaraflsins 

Eða

Þegar þú ákveður að fara á brimbretti þá munt þú verða blautur 

Eða

Ef þú tekur ákvörðun um að vera opinber persóna þá munt þú upplifa að það verður varpað yfir á þig, þú verður gagnrýnd og dæmd.

Þróun og þroski veru gerist oft þegar þau horfast í augu með krafti hvaða andstæða er óhjákvæmileg sem er niðurstaða ákvörðunar sem þau tóku, og svo vinna þau með þetta sem skapar endurbætur á andstæðunni. 

Hvernig vitum við þetta?

Brimbretta kappar er núna með blautbúninga 

Höldum okkur við efni

Enginn brimbretta kappi ætti að spyrja sjálfan sig hvernig hann er í samleik við þetta

Þú ert í samleik við þetta vegna þess að þú valdir að vera brimbretta kappi 

Sérðu því hvað galið það er að þó að titringur brimbretta kappa sé mjög hár að hann geti ekki búist við því að verða blautur og kalt

Ef þessi manneskja tekur ákvörðun um að hana langi ekki til þess að verða kalt eða að verða blautur þá þýðir lítið að huga af hugsunum, viðhorfum, áföllum eða hvaðeina.

Ef þau vilja ekki lengur vera kalt og verða blaut þá þurfa þau að taka ákvörðun um að hætta að vera brimbretta kappar

Partur af því sem er að stilla þér upp við þær lífsreynslur sem þú ert að upplifa eru þær ákvarðanir og val sem þú ert að taka.

Val sem gefa í skyn vissa týpu af andstæðu

Upplifanir sem þú óskar eftir og upplifanir sem þú óskar ekki eftir

Það er andstæða í öllu

Það er þér til hagsbóta að fara í gegnum þær lífsreynslur sem þú ert að upplifa og skoða hvað er að speglast sem færir þig í samsvörun við fólk, hluti, aðstæður og lifsreynslur sem þú ert að upplifa.

Ekki gleyma 

Að það sem þú ert að upplifa er vegna þess að þú einfaldlega tókst ákvörðun og val að upplifa eitthvað og með því kemur hörðnuð andstæða.

Ef þú vilt upplifa nýja spegilmynd þá þarft þú að taka ákvörðun og velja annað

 

 

 

 

Back to blog