Átta í Bikurum

Átta í Bikurum

Átta í Bikurum

 Lykilorð

Upprétt: Yfirgefning, ganga í burtu (walking away), að sleppa takinu, leit af sannleikanum, að skilja eftir (leaving behind), Myrk nótt sálarinnar

Snúið Niður: Stöðnun, einhæfni, sætta sig við minna en ella, forðun, ótti við breytingar, staddur í neikvæðum aðstæðum

  

 

Lýsing

Bikararnir átta sýna mann sem gengur í burtu frá bollunum átta sem standa í forgrunni. Bollunum er raðað þannig upp að það lítur út fyrir að einn vanti, merki um að tilfinningalega lífsfyllingu og heilleika vanti. Maðurinn hefur snúið baki við þessum bollum með missi og vonbrigðum og liggur leið hans upp á fjöll.
Áin táknar tilfinningar hans og fjöllin tákna meðvitundina um að þetta verður ekki auðvelt ferðalag (þó það sé nauðsynlegt fyrir sanna langtímahamingju). Tunglið á næturhimninum lýsir upp slóðina fram undan - maðurinn er að fara um nóttina í von um að fara óséður, sem bendir til þess að það er flóttasitg eða forðun í bikurunum átta.

 

 

Átta í Bikurum Upprétt

Þegar bikararnir átta birtast í Tarot-lestri gætirðu fundið þig knúinn til að ganga í burtu frá vonbrigðum. Það gæti þýtt að snúa baki við ófullnægjandi sambandi, starfi, starfsferli, búsetufyrirkomulagi eða skapandi verkefni sem eitt sinn var uppspretta mikillar hamingju fyrir þig en færir þér nú bara sársauka.
Þú hefur fjárfest í sjálfum þér tilfinningalega en hefur orðið fyrir vonbrigðum þrátt fyrir þitt besta; þetta hefur ekki orðið eins og þú hafðir búist við og þú áttar þig á því að þú færð ekki lengur neitt út úr þessum aðstæðum.
Núna stendur þú frammi fyrir því að sleppa tökunum af fortíðinni og  halda áfram með líf þitt, jafnvel þótt það veki þér sorg þegar þú kveður.

Bikararnir átta benda til þess að þú skynjir að eitthvað vantar, sérstaklega á tilfinningalegu eða andlegu stigi, og í stað þess að bíða eftir að hlutirnir batni, veistu að þú þarft að yfirgefa þessar ófullnægjandi aðstæður.

 

Mögulega þá á yfirborðinu líta hlutirnir vel og þó að umhverfi þitt sjái ekki annað en að allt sé með feldu, þá veist þú að núna er tími til þess að taka ákvörðun og yfirgefa fortíðina.

Bikararnir átta geta verið merki um að þú sért að reyna að flýja erfiðar tilfinningalegar aðstæður eða forðast stór sálfræðileg vandamál og áhyggjur.

Bikararnir í forgrunni tákna tilfinningaleg vandamál sem eru raunveruleg og til staðar í lífi þínu. Samt ertu að reyna að láta eins og þeir séu ekki lengur til, neitar að takast á við þá. Þú gætir verið að bæla tilfinningar þínar eða neitað að eiga opinskáar samræður við aðra um það sem er að gerast, þú kýst frekar að láta eins og allt sé í lagi, eða forðast vettvanginn alveg.

Bikararnir átta bjóða þér að spyrja sjálfan þig hvað veitir þér gleði, ánægju og lífsfyllingu á dýpri stigi.
Hver eru þín raunverulegu markmið, hverju ertu þú raunverulega að leita af?
 Til dæmis gætirðu haldið að það sé það sem þú vilt sé að vera í langtímasambandi, en þegar þú horfir á það, þá áttarðu þig á því að það er ekki bara langtímasambandið sem þú vilt heldur djúp sálartengsl við einhvern.
Ef það er ekki til staðar, þá mun sambandið ekki uppfylla þarfir þínar, sama hversu lengi þið verðið saman. Svo, ef bikararnir átta birtast þér oft og þú ert í aðstæðum sem gefa þér lítið val annað en að ganga á brott, þá hvet ég þig að kanna hvað það er sem mun færa þér sanna hamingju og samræmdu markmið þín að gildum þínum.

 

 

 

 Átta í Bikurum Snúið Við

Bikararnir átta snúið niður vekja upp spurninguna: "verð ég eða á ég að fara?" Þú gætir lent á milli þess að ganga í burtu frá vonbrigðum í  aðstæðum eða reyna í síðasta sinn til að bæta hlutina. En raunverulega spurningin er: Geta aðstæður batnað eða er það glatað mál?

Hvað er innsæi þitt að segja? Ættir þú að gefa þessu ástandi eitt tækifæri í viðbót, eða er komin tími til þess að sleppa tökunum og ganga á brott?

Ef bikararnir átta snúið niður eru paraðir með óvirkari spilum eins og hengdum manni eða sverðunum fjórum, þá gæti það verið merki um að þú viljir reyna einu sinni enn. Hins vegar, ef þetta spil tengist virkara spili eins og töfrasprota eða vagn, gæti verið kominn tími til að halda áfram og fara aðra leið.

Bikararnir átta snúið niður segja þér að nú sé tími til þess að hlusta á hjartað þitt og hvað þú vilt að sé næsta framhald fyrir þig, hér er átt við um hvað sé raunsætt framhald. Hvað er þér mikilvægast? 

Hjarta þitt segir þér hvort að þetta ástand sé að þjóna þér og hvort að það er von um áframhaldandi framtíð í þessu ástandi. Vertu meðvituð/aður um hvað þú vilt, hvert þú ert að stefna og hvað sé best í stöðunni.

Stundum þýða bikararnir átta snúið við að þú sért að reka frá einu yfir í annað, vegna þess að þú finnur aldrei ánægju á einum stað. Grasið er alltaf grænna hinum megin. 

 

 


 

 

 

 

Back to blog